Þjóðviljinn - 27.05.1979, Page 17

Þjóðviljinn - 27.05.1979, Page 17
Sunnudagur 27. mai 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 Þorgeir Þorgeirsson um Kvikmyndalögin: Eins 02 hver annar lélegur brandari Krafan um löggjöf, sem tæki til styrkingar íslenskri kvikmyndagerð og varð- veislu ísl. kvikmynda og erlendra, er hefðu menningarlegt og listrænt gildi, er engan veginn ný af nálinni. Þetta er búið að vera eitt helsta baráttumál ísl. kvikmyndagerðar- manna í rúman áratug. Frumkvöðull þessarar baráttu er Þorgeir Þorgeirsson, kvik- myndagerðarmaður og rithöf- undur m.m..Þorgeir skrifaði margar greinar um þetta efni i ýmis blöð og tlmarit, einkum Samvinnuna á meðan henni var ritstýrt af Sigurði A. Magnússyni. Auk þess stofnaði hann Kvik- myndaklúbbinn, sem rak Litla bió við Hverfisgötu. Þetta var ár- ið 1968. Kvikmyndaklúbburinn stofnaði Kvikmyndasafniö og var stofnskrá þess samþykkt af dóms- og kirkjumálaráðuneytinu þ. 24. júli 1968. I stofnskránni sagði m.a. um tilgang þessa safns: „Tilgangur Kvikmyndasafns- ins er að eignast og varðveita ein- tök kvikmynda, sem hafa kvik- myndasögulegt gildi eða sérstakt gildi fyrir sögu tslands. Jafn- framt skal það stuðla að rann- sóknum á kvikmyndasögu og veita fræðslu um hana meö út- gáfu rita, fræðsluerindum, kvik- myndasýningum og umræðu- fundum.” Þar sem fáir vita um þessa fyrstu tilraun til stofnunar kvik- myndasafns hér á landi, inntum við Þorgeir nánar eftir þvi, hver hefðu orðiö örlög þessa safns. — Astæðan fyrir þvi, að þetta safn var sett á laggirnar, var margháttuð, en þó kannski fyrst og fremst sú, að ef slikt safn væri fyrir hendi, væri hægt að fá keyptar hingað til lands kvik- myndamál og óskráð er enn saga Islenskrar kvikmynda- gerðar. — Nokkuð annað á döfinni hjá stjórn Kvikmyndasafnsins, sem þú vilt upplýsa lesendur um? — Við höfum óskað eftir við- ræðum við húsafriðunarnefnd um varðveislu Fjalakattarins, sem talið er vera elsta uppi- standandi kvikmyndahús i heimi og munum fylgja þvi máli eftir af fremsta megni. Einnig höfum við sótt um aðild að Alþjóðasambandi kvikmynda- safna, sem hefur aðsetur i Brussel til að fá hagnýtar upp- lýsingar og ráðleggingar varð- andi rekstur slikra safna. Ég vil bæta þvi við, að þessi 5 milj. kr. fjárveiting af hálfu rikisins er alltof naum til að unnt sé að gera nema brot af þvi sem við vildum annars aö gert yrði i þessum málum. Þvi var þaö, aö viö sóttum um 2ja milj. kr. styrk frá Þjóðhátlðrsjóði til aö koma kvikmyndum Óskars Gislasonar i varanlegt horf, en fengum þvl miður afsvar. myndir meö hagkvæmum kjör- um, auk þess sem þær yröu þá áfram til i landinu. Við litum svo á, að megin- forsendan fyrir þvi, að hægt sé að byggja upp einhverja kvik- myndamenningu, sem þvi nafni getur kallast, sé, aö hafa að stað- aldri safn af þvi besta, sem gert hefur verið i kvikmyndasögunni fyrr og siðar. Það er tómt mál að tala um kvikmyndamenningu, nema þessi forsenda sé fyrir hendi. Ef fólk, sem áhuga hefur á kvikmyndum, getur ekki fengið að alast upp við það að sjá klassikina eins og sjálfsagðan hlut, þá verður það aldrei annað en uppskafningar. Annars fáum við endalaust menningarfyrir- bæri eins og fyrrum kvikmynda- kritiker Vísis, sem fullyrti ein- hvern tima að Pier Paolo Pasolini kynni ,,að sjálfsögðu enga tækni” eins og hann orðaði það. Og annað viðlika. Þvi miður voru hvorki geta né aðstæður, og þaðan af síður nokk- ur fyrirgreiðsla, til að halda áfram þessari starfsemi. Þannig strandaði þetta safn eins og hver annar tilraunadraugur og mun standa ásamt öðrum slikum á veginum meðfram Islenskri menningarsögu. — Hafði Kvikmyndasafnið á prjónunum kaup á ákveðnum kvikmyndum? — Það var búið að ganga frá kaupum á Fjalla-Eyvindi við kvikmyndastofnunina sænsku, en þessi mynd er gerð af Viktor Sjöström eftir samnefndu leikriti Jóhanns Sigurjónssonar. Myndin var þá i endurgerð og það varð nokkur bið á þvi, að við fengjum hana. En þá geröist hvort tveggja i senn: Kvikmyndasafnið lagði upp laupana og þýskir aðilar, sem höfðu sýningarréttinn, geröu kröfu til hennar. Þó býst ég við, að það hefði verið hægt að semja við þá, ef raunverulegt safn hefði verið fyrir hendi, enda er þetta mynd, sem við verðum að eign- ast, þvi þetta er eini snertipunkt- ur íslands við það sem máli skiptir i kvikmyndasögunni. — Þú áttir þátt i þvl að móta tiilögu varðandi kvikmyndalög- gjöf og koma þvi á framfæri við alþingi? — Annað sem stjórn Kvik- myndaklúbbsins gerði var að setjast niður og kanna kvik- myndalög á Norðurlöndum og víðar. Að þeirri könnun lokinni var samiö uppkast að isl. kvik- myndalöggjöf, sem fært var bæði menntamálaráðuneytinu og menntamálanefndunum, en Ragnar Aöalsteinsson, lögfræð- ingur, var aðalhöfundur þessa uppkasts. Það var reyndar ekki fyrr en 1970, þegar skemmtana- skattslögin voru endurskoðuð, að Gils Guðmundsson dustaði rykið af þessum skjölum okkar og vakti máls á þvi á alþingi, að nauðsyn bæri að koma hér á kvikmynda- löggjöf. Arið eftir bað Ragnar Arnalds mig um umsögn um til- lögu að einhverjum kvikmynda- lögum, en þá var búið aö fella burt úr okkar uppkasti flest það, sem skipti máli. Slðan þá hef ég ekki haft afskipti af þessum mál- um. Við spurðum Þorgeir að lokum aö þvi, hvernig honum litist á kvikmyndalöggjöfina eins og hún stæði I dag og hvort þetta þýddi bjartari framtíö fyrir isl. kvik- myndagerðarmenn. — Þessi lög eins og þau lita út I dag eru eins og hver annar léleg- ur brandari, enda allir verulega Þorgeir Þorgeirsson góðir húmoristar á alþingi löngu dánir. Hvernig mundi þér lltast á lög, sem byrjuðu svona: „Stofna skal Landsbókasafn Islands. Landsbókasafniö hefur aðsetur hjá Rikisútgáfu námsbóka og starfar i tengslum við hana uns annað veröur ákveöið af stjórn þess og menntamálaráðuneyti.” A hinn bóginn álita margir, að það sé afskaplega mikilvægt, að þetta einkennilega heilsuhæli, sem samanstendur af ráðuneyti og alþingi, skuli hafa tekið svona skref. Það kann að vera, allavega er búið aö brjóta isinn. Vonandi opnast siglingaleið. Hinn nakti sannleikur i kring- um öll þessi mál er náttúrlega ósköp einfaldur og mjög pólitisk- ur. Þegar sjónvarpið var stofnaö, þá var opinberlega tekin sú af- staða, að það myndi leysa öll kvikmyndamál á tslandi. Ástæð- an fyrir þvi, að þessi afstaða var tekin, var einfaldlega sú, að sjón- varpiö er einokunarstofnun, sem rikisvaldið hefur fullkomiö vald yfir. Við upphaf sitt nýtti það rúmlega alla þá krafta, sem sameinuðu þetta tvennt: að kunna eitthvert lágmark I faginu og vera annaðhvort ihaldsmenn eða druslur, sem var hægt að láta gera hvaö sem var. Hefðu Isl. kvikmyndamál fengiö að þróast eðlilega á þessum tima, þá heföu þeir aöilar sem voru kvikmynda- menn að menntun og getu, og þar að auki róttækir, veriö þeir einu, sem gátu starfað i kvikmynda- kerfinu. En það mátti ekki. Þess vegna hefur orðið að biða þennan tima á meðan verið er að byggja upp nýjan stabba af ihaldsmönn- um og druslum til þess að taka viö nýju rikiseinokunarkerfi i kvik- myndum. Það eina, sem róttækir kvikmyndagerðarmenn geta gert, er að biða enn og sjá, hvort þetta byggist eitthvaö upp og þró- ast það mikið, að einhvern tima, áður en gröfin gleypir mann, verði pláss fyrir þá lika. En það er varla mikil von. Þó er aldrei að vita. V erslunarmannaf élag Suðurnesja Þar sem tveir listar hafa borist til kjörs, stjórnar og trúnaðarmannaráðs félagsins, verður viðhöfð allsherjaratkvæðagreiðsla hjá félaginu. Atkvæðagreiðslan fer fram miðvikudaginn 30. mai og fimmtudaginn 31. mai 1979. Atkvæðagreiðslan stendur frá kl. 14-22 hvern dag á skrifstofu félags- ins að Hafnargötu 16 Keflavlk. Kjörskrá liggur frammi mánudaginn 28. mai og þriðjudaginn 29. mai frá kl. 14-19 á sama stað. Kærufrestur er til loka kjörfundar. Kjörstjórnin Umferðarfræðsla 5 og 6 ára barna í Hafnarfirði og Kjósarsýslu Lögreglan og umferðarnefndir efna til umferðarfræðslu fyrir 5 og 6 ára börn. Hvert barn á bess kost að mæta tvisvar, klukkustund i hvort skipti. Sýnd verða brúðuleikhús og kvikmynd og auk þess fá þau verkefna-spjöld. 28. og 29 maí 6 ára 5 ára öldutúnsskóli kl. 09,30 kl. 11,00 Lækjarskóli kl. 14,00 kl. 16,00 30. og 31. mai Engidalsskóli kl. 09,30 kl. 11,00 Viðistaðaskóli kl. 14,00 kl. 16,00 Reiðhjólaskoðun fer fram á ofangreindum stöðum á sama tima. Foreldrar geymið auglýsinguna. Lögreglan i Hafnarfirði og Kjósarsýslu. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Útboð Rafmagnsveitur rikisins óska eftir tilboð- um i byggingu aðveitustöðvar við Rjúk- andavirkjun í ólafsvik. IJtboðið nær til byggingarhluta stöðvar- innar, þ.e. jarðvinnu, undirstaða fyrir stálvirki og girðinga. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavik, frá og með 28. mai 1979. gegn kr. 20.000.- skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 10 miðvikudag 13. júni n.k. og verða þau þá opnuð. Tilboð sé i lokuðu umslagi merkt „79031 RARIK”. Verki á að ljúka að mesttu fyrir 1. sept. og að fullu fyrir 1. okt. 1979. RÍKISSPÍTALARNIR Lausar stöður KLEPPSSPITALINN FÓSTRA óskast á dagheimili Kleppsspit- alans frá 1. júli eða eftir nánara sam- komulagi. Upplýsingar veitir forstöðu- maður barnaheimilisins i sima 38160. Reykjavik 27. mai 1979 SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5. SÍMI 29000

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.