Þjóðviljinn - 30.05.1979, Síða 5
Miðvikudagur 30. mai 1979 k-JÓDVlLJINN — SJÐA 5
Starfsemi áhugaieikféiaga:
Stærsta alþýðuhreyfing
í listsköpun
Rætt við Helgu Hjörvar um aðaifund
Bandalags Islenskra Leikfélaga
Leiklistarlif i landinu er blóm-
legt um þessar mundir. Leikárinu
er ekki lokið, en láta mun nærri
að um 60 leikrit hafi verið sýnd úti
á landi.
Um sfðustu helgi hélt Bandalag
tslenskra Leikfélaga aðalfund
sinn, þann fjölmennasta hingað
til. Um 60 fulltrúar sátu fundinn
en i BÍL eru nú 71 félag.
Þjóðviljinn náði tali af Helgu
Hjörvar framkvæmdastjóra
bandalagsins og leitaði frétta af
fundinum.
— Það var gott hljóð i fundar-
mönnum enda þótt félögin úti á
landi eigi við ýmsa örðugleika að
etja.
— Hver eru stærstu vandamál-
in?
— Þau eru margs konar, ekki
bara fjárhagsleg heldur vantar
einnig þekkingu og betri vinnuað-
stöðu. Menn voru þeirrar
skoðunar að besta leiðin til
úrlausnar væri aö efla sin samtök
og styrkja bandalagið. Við höfum
haldið námskeið til að bæta úr til-
finnanlegum þekkingarskorti og i
sumar verða haldin tvö
námskeið. Það fyrra er norrænt
um raddbeitingu og hreyfitækni
og þangað fara 7 fulltrúar frá
okkur. Þar kenna mjög færir
kennarar, sem starfa við kennslu
atvinnuleikara á Norðurlöndum.
I ágúst verður svo ndmskeið i
leikmyndagerð. Það verður hald-
ið i Varmahlið i Skagafirði og
kennari þar verður finnskur,
Pekka Ojamaa að nafni. Hann er
atvinnumaður og vinnur við
finnsk leikhús jafnframt þvi sem
hann kennir hjá áhugafélögum.
— Viltu nefna fleiri mál sem
voru rædd?
— Nú það var rætt almennt um
listræna og fjárhagslega stöðu
félaganna.
— Hvað um leikstjóra?
— Leikstjóramálið er vanda-
mál. Styrkur rikisins til leik-
félaga sem ætlaður er leikstjóra
en 110-225 þús. kr. en laun leik-
stjóra voru sl. ár 400 þús. kr.
Þarna er bil sem þarf að brúa.
Það þarf ekki aðeins að greiða
laun heldur bætist ofan á akstur
milli staða, en stundum fæði og
húsnæði. Leikarar úti á landi
leggjaá sigmikla sjálfboðavinnu
i þágu sinna byggðalaga og þvi er
algjörlega siðlaust ef þar ofan á
bætist fjarhagslegar skuldbind-
ingar félagsmanna. Það er alls
ekki það að leikstjóralaunin séu
of há ef á að lifa af þeim. Leik-
félögin hafa svo takmarkaö fjár-
magn til að spila úr.
— Hvað er til ráða?
— Fundarmenn voru sammála
um að mennta þurfi fleiri leik-
stjóra úti á landi, en auðvitað
verður að vera góð samvinna við
atvinnumenn. Framþróun leik-
listarinnar krefst samstarfs viö
hæfustu krafta.
Við skulum ekki gleyma þvi að
áhugaleikfélögin úti d landi, eru
fjölmennasta alþýðuhreyfing i
listsköpun. Hver venjulegur
maður getur tek'ið þátt i starfi
leikfélaganna og það er ekki svo
litils virði. -ká
Helga Hjörvar
Innlend kvikmyndagerö svelt:
Forréttindi
útlendinga
Stjórn Félags kvikmyndagerð-
armanna hefur sent frá sér eftir-
farandi samþykkt:
Félag kvikmyndagerðarmanna
lýsir áhyggjum sinum yfir vax-
andi fjölda erlendra kvikmynda-
hópa við kvikmyndatökur hér á
landi á irieðan innlend kvik-
myndagerð er svelt og innlenda
kvikmyndagerðarmenn skortir
verkefni.
Hópar þessir vinna með tækj-
um, sem engin aðflutningsgjöld
eru greidd af til islenska rikisins
og njóta fyrirgreiðslu frá innlend-
um stofnunum og fyrirtækjum,
sem islenskir kvikmyndagerðar-
menn eiga ekki að venjast. Þegar
á heildina er litið njóta erlendir
kvikmyndamenn forréttinda
fram yfir innlenda starfsbræður
sina.
Af nýlegum verkefnum þessara
hópa má m.a. nefna: ,,Brekku-
Önundur Ásgeirsson, OLÍS:
Ástœður fyrir synjun
á olíuflutningi
til Bolungarvíkur
Þjóðviljanum barst I gær eftir-
farandi athugasemdir frá önundi
Asgeirssyni forstj. Oliuverslunar
tslands i simskeyti:
• Vegna forsiöufréttar i Þjóðvilj-
anum i dag vil ég hér með biðja
fyrir birtingu á eftirfarandi:
Verkfallsnefnd Farmanna- og
fiskimannasambands Islands
veitti hafisnefnd s.l. laugardag
ótakmarkaða undanþágu til
flutninga á tveim förmum á
hafissvæði norðanlands.
2. Skriflegt samkomulag var
gert milli oliufélaganna og hafis-
nefndar um sjö-leytið á laugar-
dag, að þessir tveir farmar færu
til Noröurlands. Var ákveðið i þvi
samkomulagi, að „Kyndill” færi
með farm, á Sauðárkrók, Siglu-
fjörð og Olafsfjörð.
3. A mánudagsmorgni var
undirriluðum tilkynnt, að komið
hefði fram tillaga um að skildir
yrðu eftir 80.000 litrar af gasoliu
i skipinu og þeir fluttir til Bolung-
arvikur (ekki 8.000 tonn eins og
stendur i Þjóöviljanum). Þetta
magn samsvarar þvi, aö einn bil-
stjóri færi 8 ferðir frá Isafirði til
Bolungarvikur, þ.e. 8 klukkutima
vinna.
4. Þar sem augljóst er að tsa-
fjörður verður oliulaus á föstudag
/ laugardag og Bolungarvik og
Isafjörður eru á sama dreifingar-
svæði, er eðlilegt að tankskip sé
látið flytja til tsafjarðar og Bol-
ungarvikur frá Reykjavik og
mundi slikur farmur geta komið á
þetta svæði á fimmtudag.
5. Flutningur á 80.000 litrum til
Bolungarvikur er þannig aöeins
tafir fyrir skipið og kemur engum
að gagni. Tafirnar mundu hins
vegar bitna á öðrum höfnum,
þar sem oliuleysi er fyrirsjáan-
legt og nauðsynlegt er að bæði
strandflutningaskipin „Kynd-
ill” og „Litlafell” haldi áfram
fullum og ótakmörkuðum flutn-
ingum ef á aö forða vandræðum á
mörgum höfnum.
6. Oliufélögin hafa 57 birgða-
stöðvar i landinu og aðeins 2 skip
til aö fullnægja þessu. Þaö er al-
gjört ábyrgðarleysi gagnvart þvi
fólki, sem þarf að nota oliuna, að
Framhald á 14. siðu
kotsannál”, „Paradisarheimt”,
„Running Blind” og „Söguna um
Sám”.
Tvær hinar fyrst nefndu eru
gerðar i samvinnu viö islenska
sjónvarpið, sem tekur þátt i fjár-
mögnun, útvegar leikara og
sviðsmenn, en til islenskra kvik-
myndagerðarmanna hefur ekki
verið leitað um kvikmyndastörf.
Að hinum kvikmyndunum hefur
verið unnið án þess að nokkurt
samband hafi verið haft við is-
lenska kvikmyndagerðarmenn.
Nú siðast var landsleikur Is-
lands og V-Þýskalands i knatt-
spyrnu kvikmyndaður af Þjóð-
verjum á vegur ARD sjónvarps-
stöðvarinnar án þess að leitað
hafi verið til innlendra aðila
vegna verksins. Venjan er hins
vegar sú að heimamenn sjái um
slikar tökur.
Félag kvikmyndagerðarmanna
hefur óskað eftir þvi við Félags-
málaráðuneytið að það krefjist
atvinnuleyfis af erlendum kvik-
myndagerðarmönnum eins og
tiðkast um aðrar stéttir.
Verði framhald á þeirri þróun
að erlendir kvikmyndagerðar-
menn njóti forréttinda fram yfir
starfsbræður sina hérlendis áskil-
ur Félag kvikmyndagerðar-
manna sér allan rétt til aðgerða
til þess að verja atvinnumarkað
innlendra kvikmyndagerðar-
manna.
Nýtt
humarverd:
2500 kr.
kílóið
Verðlagsráö sjávarútvegsins
hefur ákveðið eftirfarandi lág-
marksverð á ferskum og slitnum
humri á humarvertiö 1979.
1. flokkur, óbrotinn humarhali,
25 gr og yfir, hvert kg.. kr. 2.500,-
2. flokkur, óbrotinn humarhali,
10 gr að 25 gr og brotinn humar-
hali 10 gr og yfir, hvert kg.. „
1.200.-
3. flokkur, humarhali 6 gr að 10
gr, hvert kg.. ,, 500,-
Verðflokkun byggist á gæða-
flokkun Framleiöslueftirlits
sjávarafurða. Verðið er miðað
við, að seljandi afhendi humar-
inn á flutningstæki viö hlið veiði-
skips.
í stuttu máli
Sveinbjörg og John
Ljóöatónleikar á Kjarvalsstöðum
John Speight baritónsöngvari
og Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir
pianóleikari halda Ijóðatónleika
að Kjarvalsstöðum fimmtudag-
inn 31. mai kl. 20.30.
A efnisskránni eru islensk
þjóðlög i útsetningu Þorkels
Sigurbjörnssonar, lög efur
Fauré og Ravel, auk þess sem
þau munu flytja hinn þekkta
ljóðaflokk Schumanns
„Dichterliebe” við ljóð Heines.
Aðgöngumiðar eru seldir við
innganginn.
Sigrún Jónsdóttir opnar á laugardaginn kemur, 2. júni málverka-
sýningu i Egilsbúð i Neskaupstaö. A sýningunni sem verður opin til
7. júni, eru um 30 oliumálverk. Þetta er önnur einkasýning
Sigrúnar, hinfyrri var i Vestmannaeyjum sl. vor.
Á myndinni er Sigrún við eitt verka sinna.
Brúöubíllinn startar í dag
Brúðubilinn hefur starfsemi
sina i dag og byrjar að sýna
börnunum á leikvöllum borgar-
innar brúðuleikhús. Verður i
dag komið við á tveim stöðum
kl. 2 á leikvellinum i Faxaskjóli
og kl. 3 i Dunhaga. A morgun,
föstudag, verður sýnt á leik-
völlunum við Hringbraut, kl. 10
fh., Vesturvallagötu kl. 11,
Vesturgötu kl. 2 eh. og við
Freyjugötu kl. 3.
Sýnir í Neskaupstað
Ragnhildur og Þorbjörn opna
umrœöur: Friöhelgi einkalífs
A morgun fimmtudaginn 31.
mai kl. 20.00 gengst Félag þjóð-
félagsfræðinga fyrir almennum
fundi i Æfingaskóla Kennara-
háskólans við Bólstaðahlið.
Fundarefnið er: Félagslegar
rannsóknir, friðhelgi einkalifs.
Flutt verða tvö stutt fram-
söguerindi og að þeim loknum
verða almennar umræður.
Frummælendur verða :
Ragnhildur Helgadóttir,
alþingismaður og Þorbjörn
Broddason, dósent. Fundur
þessi er öllum opinn.
Félag þjóðfélagsfræöinga
hefur starfað um nokkurra ára
skeið. Fyrir tveimur árum var
það sameinað Félagsvisinda-
félagi tslands, en það var
stofnað með tilkomu náms-
brautar i þjóðfélagsfræðum við
Háskóla tslands.
Félag þjóðfélagsfræðinga á
Þorbjörn Ragnhildur
Broddason 'Helgadóttir
aðild að tveimur norrænum
samböndum, Norræna félags-
fræðingasambandinu og
Norræna stjórnmálafræöinga-
sambandinu. Sambönd þessi
gefa hvort um sig út timarit um
málefni sinna fræðigreina.
Félagsmenn i Félagi þjóð-
félagsfræðinga eru nú 63 talsins.