Þjóðviljinn - 30.05.1979, Page 9
8 SIÐA — ÞJbÐVILJINN Miövikoidagur 30. mai 1979
Miðvikudagur 30. mai 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Skipan tölvumála hjá opin-
berum aðiium hér á landi er
þannig háttaö að rikið og Reykja-
vikurborg hafa safheinast um
rekstur tölvumiðstöðvar sem er
Skýrsluvélar rikisins og Reykja-
vikurborgar. Þá hefur Háskóli Is-
lands haft sérstaka reiknistofnun
og rikisbankarnir hafa sameinast
um rekstur Reiknistofu bankanna
með öðrum innláns- og útiáns-
stofnunum í iandinu. Einnig hafa
nokkrar rikisstofnanir fengið
smátölvur til notkunar við sér-
verkefni. Talið er aö hjá opinber-
um aðilum sé verðmæti tölvu-
búnaöar um 825 miljónir króna á
siöasta ári og fjöldi þeirra sem
unnu beint viö þessa starfsemi
var um 100.
Þróun tölvunotkunar og gagna-
tækni hefur verið mjög ör á und-
anförnum árum. Þrir þingmenn,
Ólafur Ragnar Grimsson, Einar
Agústsson og Vilmundur Gylfa-
son hafa flutt þingsályktunartil-
lögu um kosningu nefndar til aö
kanna þróun og stööu tölvu-
notkunar og annarra þátta
gagnatækni á íslandi og áhrif
þeirra á atvinnu- og félagslíf,
skipan innflutnings- og markaös-
mála, útbreiöslu og hagnýtingu
tækniþekkingar, öryggismál
þjóöarinnar og þróun lýöræöis-
legra stjórnarhátta. I greinar-
gerö meö tillögunni segir m.a.:
„Meö tilkomu sífellt ódýrari og
smærri tækja á þessu sviöi
er gert ráö fyrir því, aö
gagnatækni muni i framtið-
inni hafa afdrifarik áhrif á
æ fleiri athafnasviö i þjóöfélag-
inu, ekki aöeins á stofnanir og
fyrirtæki, heldur einnig á starf-
semi alls konar f élagasamtaka og
einnig á lifiö á heimilunum. Sér-
fræðingar, sem fylgjast hvaö
mest meö þessari þróun, telja aö
vænta megi gerbyltingar á gerö
þjóöfélagsins, atvinnuháttum og
jafovelá lifsmynstri þorra fólks á
næstu áratugum vegna nýsköp-
unar á sviði gagnatækni...
Engin opinber stefna i gagna-
tækni hefur veriö mörkuö á ís-
landi meö tveimur umdeildum
undantekningum þó. önnur er
ákvorSun Stiórnsýslunnar um aö
skipa rikisstofnvinum aö kaupa
tölvuþjónustu sina hjá Skýrslu-
vélum rikisins og Reykjavikur-
borgar. Hin undantekningin er
akvöröun um aö veita bandariska
fyrirtækinu IBM sérstööu á Is-
landi. Sú sérstaöa birtist m.a. I
sérstakri meðferð á sviöi gjald-
eyris- og tollamála svo og i af-
skipaleysi verðlagsyfirvalda af
fyrirtækinu. Báöar þessar
ákvaröanir hafa veriö teknar án
samráös viö Alþingi og geta þvi
ekki skoðast sem marktæk
stefnumörkun.
Frosti %
um þennan búnaö og seld meö
honum stöðluö forrit. Þessi kerfi
má setja saman hér heima. Siöan
er geysilega mikill markaöur
fyrir ýmsan hugbúnaö. Hug-
búnaöarfyrirtæki hafa sprottiö
upp viöa um lönd. Þetta er hlutur
sem þyrfti nauðsynlega aö kom-
ast hér á. Þetta er ný iðngrein, ef
svo má segja og þar sem viö erum
meö sérhæfö verkefni eins og t.d.
frystihús, þyrfti aö stuöla aö þvi
aö búin væru til sérstök forrit
fyrir frystihús og reyna siöan aö
selja slik kerfi erlendis.
Meöan einn aöili drottnar á
maikaönum hér eiga fyrirtæki
sem reyna aö hasla sérvöll afar
erfitt uppdráttar. Fyrirtæki sem
reyndi aö fara þessa leiö, „Iön-
tækni”, fór á hausinn, og tvö önn-
ur fýrirtæki hafa lika gefist upp á
svona starfsemi. Því miöur
viröast fáir gera sér grein fyrir
hvaö þetta er hættuleg þróun.
— Eru ekki fjölmörg fyrirtæki
og stofnanir algerlega háðar
IBM?
— Viö getum tekiö sem dæmi,
aö Skýrsluvélar rikisins og
Reykjavikurborgar eru meö
tölvumiöstöö frá IBM. Forstjóri
þessa fýrirtækis er mjög hæfur
maður, Jón Þór Þórhallsson.
Hann er formaöur Skýrslutækni-
félags íslands og félagið hefur
haft forgifogu um aö gera sér-
staka staðlaða viöhalds-
samninga. Nú mundi maður ætla
aö formaöur félagsins vildi knýja
á um þaö aö þeir sem skipta viö
hann notuöu þennan samning. En
ef þeir segjast ekki hafa áhuga á
þessum samningi, þá getur hann
ekki hótaö þeim einu eöa neinu.
Hann er algjörlega varnarlaus,
þvi hann neyöist til aö skipta viö
IBM. Þetta dæmi er mjög ein-
kennandi fyrir ástandiö. Riki og
borg geta ekki einu sinni knúiö á
um aö taka upp Islenskan viö-
haldssamning viö þetta fyrirtæki.
Markaösmál á sviöi gagna-
vinnsluvéla hafa mótast annars
vegar af 10-15 ára forskoti IBM
hér á landi (fram yfir önnur fyrir-
tæki)oghinsvegar af þeirri laga-
legri sértöðu fyrirtækfeins sem
getiö er aö ofan. Markaöshlut-
deild fyrirtækisins var i mörg ár
100%, en hefúr aö mati kunnugra
lækkaö i um 80% aö verömætum
til eftir tilkomu fáeinna keppi-
nauta sem einnig flytja inn tölvu-
búnaö. Rekstrarstaöa sam-
keppnisaöila IBM hér á landi er
þó óviss þegar til lengdar lætur.
Kemur þar til bæöi mikill afls-
munur milli þeirra og IBM og
einnig ósambærilegur aðgangur
aö erlendu lánsfé”.
Skýrslutæknifélag Islands efndi
tilfundar i Norræna húsinu 8. mai
sl. um opinbera stefnumörkun á
sviöi tölvumála. Fundurinn var
fjölsóttur og uröu miklar og
haröar umræöur, einkum um
miöstýringu eins og hér hefur
tiökast, eða dreifistýringu tölvu-
mála. Einnig kom fram mikil
gagnrýni á tengsl IBM og
Skýrsluvéla og einokunaraöstöðu
IBM á íslenskum tölvumarkaði.
Þjóöviljinn hafði tal af nokkrum
þeir ra manna, sem tóku til máfe á
þessum fundi og fara viötöl viö þá
hér á eftir. Fleiri viötöl birtast i
blaðinu á morgun.
—eös
Tölvusýning I Raunvfsindastofnun Háskólans (Mynd: Leifur)
Elías Davíðsson, forstöðumaður tölvudeildar Borgarspítalans:
Fylgispekt
keypt við
ráðamanna
erlendu fé
Ottó A. Michelsen, forstjóri IBM á íslandi:
Engar ívilnanir
nema síður sé
— Þú hefur oft gagnrýnt
starfsemi IBM hér. Hvaða
viðbrögð hefurðu fengið við
þeirri gagnrýni?
— IBM hefur aldrei svaraö
neinu. Þeir vilja ekki fá neina
umræöu um starfsemi sina hér
á landi. Hinsvegar hafa þeir
beitt öðrum aöferöum gagnvárt
gagnrýni á fyrirtækið. Þær að-
feröir eru fyrst og fremst
fólgnar i þvi aö kaupa sér
„þægö” áhrifamanna i
þjóöfélaginu, bæöi embættis-
manna og sérfræöinga eöa
visindamanna.
Allsstaðar i heiminum er það
stefna IBM aö skapa sér mjög
sterk tengsl við embættis-
mannakerfið á hverjum staö og
yfirmenn stjórnsýslunnar. Oft
hefur fyrirtækið náð mjög
góöum árangri i þessum efnum.
IBM' hefur 70—75% heims-
markaðarins i tölvum.
Samkeppnin i smærri tölvum er
mikil og á valdi margra
þjóörikja aö framleiöa slikar
tölvur. Hinsvegar geta aðeins
Bandarikin og nokkur önnur riki
framleitt stóru tölvurnar og
IBM hefur mjög sterka stööu á
þvi sviði. Embættismenn sjá um
kaup á þessum stóru tölvum og
þeir sjá þarna tæki til aö auka
sin eigin völd. Hluti af
almmennri stefnu IBM er
einmitt að auka á miöstjórnar-
valdiö, þannig aö þaö er ekki
undarlegt aö fyrirtækinu takist
vel að selja einræöisrikjum
tölvur sinar. T.d. hefur IBM selt
Brasiliustjórn tölvur til þess að
hafa eftirlit meö pólitiskum
andstæðingum.
Ég vann hjá IBM i 14 ár og var
þá oft beðinn af ýmsum
embættismönnum aö leggja á
ráðin um tölvumál, ekki aöeins
tæknileg heldur stefnumarkandi
atriði. Þá var ég aö sjálfsögöu
„óhlutdrægur”, enda aö vinna
góögerðarstarf fyrir bandariska
góðgeröarstofnun. Nú vinn ég
hjá Borgarspitalanum og þá
skiptir engu máli hvaö ég hef aö
segja um tölvumál. Það mætti
halda að ég hafi misst
dómgreindina viö þaö aö hætta
hjá IBM. Svona er þýlyndi
islenskra embættismanna
gagnvart erlendum fyrirtækj-
um. Ég skil embættismennina
vel. þeir hallast aö IBM vegna
þess aö IBM hjálpar þeim aö
auka sin völd i stjórnsýslunni.
Hagnaöur IBM af starfsem-
inni hér er 40—45% af veltunni,
en það er ábyggilega mjög
sjaldgæft að hagnaður sé svo
mikill. Af þessum hagnaöi lætur
IBM ýmsa mola falla til
islenskra aöila, til aö hafa þá
þæga. A hverju ári fara t.d. um
10% starfsfólks IBM hér i
svokallaða verölaunaferö til
sólarlanda, þar sem þaö býr á
lúxulhótelum og er ekkert til
sparað. Ég fór sjálfur i slika
ferö, til Portúgals meðan fasist-
ar réöu þar. Þetta var verö-
launaferö fyrir aö selja Borgar-
spitalanum tæki.
A hverju ári veitir IBM heil-
um skara fræöimanna styrki úr
svokölluðum styrktarsjóöi. Meö
þessu móti er stungið dúsu upp i
þessa menn og þeir taka sér
aldrei fyrir hendur aö gagnrýna
IBM. Oru hverju býður IBM
embættismönnum til finna
námskeiöa bæöi hér og erlendis.
Megintilgangur þessara
námskeiða er innræting. Sjálfur
tók- ég þátt i þvi aö bjóöa
embættismönnum á slik
námskeiö á sinum tima og fór
sjálfur meö einn ráðuneytis-
stjóra og einn núverandi ráö-
herra á slikt námskeiö til
útlanda. Ráðuneytið greiddi
ferðina, en uppihald allt var á
kostnað IBM.
Þannig kaupir IBM sér vil-
hollustu hér og hvar. Svo hefur
fyrirtækið á snærum sinum
mjög færa menn, eins og Hjört
Torfason lögfræöing, sem er
ráðgjafi rikisstjórnarinnar i
samskiptum við erlend fyrir-
tæki og jafnframt lögfræöingur
IBM hér. Þetta er búið aö viö-
gangast i mörg ár, en mundi
aldrei viögangast i neinu
lýðræðisriki annars staðar, aö
sami maöur gegndi slikum
störfum samtimis. Þá má
spyrja aö þvi, hvort opinberir
aðilar ætla aö láta þaö
viðgangast, aö IBM skuli
ákveða þaðeinhliöa að nota sina
samninga áfram en ekki þá
samninga, sem geröir hafa ver-
ið sem staöall hér og samþykkt-
ir af Skýrslutæknifélaginu.
Framhald á 14. siöu
Ellas
— A fundi Skýrslutækni-
félagsins kom fram, aö tolla-
meöferö á vörum IBM sé allfrá-
brugöin tollameöferö á vörum
Islenskra fyrirtækja. Er þaö
rétt?
— Þaö sem sagt var á þessum
fundi um þessi mál var langt ut-
an viö fundarefniö og þetta var
tekiö af dagskrá og ekki leyfö
nein umræöa um þaö.
— En hvaö viltu segja um
ásakanir á hendur IBM um ein-
okun á tölvumarkaöinum hér á
landi ogsérstööu fram yfir önn-
ur fyrirtæki?
— Ég get engu svaraö ööru en
þvi aö viö erum langfyrstir á
markaöinn og þaö leiöir af
sjálfu sér aö viö höfum kannski
gegnum þaö einhverja betri
stööu um einhver ókomin ár. En
aö ööru leyti höfum við engar
ivilnanir eöa neitt slíkt fram
yfir islensk fyrirtæki, nema
slöur sé.
— Leigiö þiö ykkar tölvur út
hér I doDurum?
— Viö gerum hvorutveggja að
leigja og selja tölvur. Viö leigj-
um ekki tölvur út i dollurum.
Okkar reikningar eru i felensk-
um krónum á gengi þess dags
sem reikningurinn er skrifaöur.
Þaö er grundvöllurinn fyrir
leigunni.
— Margir telja óeölilegt aö
IBM sé einiaöili hér á landi sem
geti leigt út tölvur. Er þaö rétt
aö IBM hafi þessa möguleika
vegna aögangs aö erlendu fjár-
magni, meöan Islensku fyrir-
tækin hafa ekki aögang aö láns-
fé nema meö sérstöku leyfi?
— Viö höfum heldur ekki aö-
gang aö lánsfé nema meö sér-
stöku leyfi. önnur fyrirtæki
hafa sama rétt og viö til aö
leigja eöa selja tölvur.
Ottó
— Eru ekki margar opinberar
stofnanir og fyrirtæki býsna háö
kerfi IBM?
— Nei, alls ekki. Allir okkar
samningar eru gerðir fyrst til
eins árs og siðan meö þriggja
mánaöa uppsagnarfresti. Og
þaö er auöveldara aö losna und-
an samningum viö IBM ef
vélarnar eru i leigu, heldur en ef
þær eru keyptar, því þá veröur
náttúrlega aö reyna aö af-
skrifa þær vélar.
— Notið þiö ekki þá stöðluöu
samninga sem Skýrslutækni-
félagiö hefur mælt meö?
— Skýrslutæknifélagiö hefur
komiö meö hugmynd um sér-
íslensk-hannaöa samninga.
Þetta er tiltölulega ný hugmynd
og við höfum ekki tekiö neina
afstööutilhennar aöra en þá, aö
aö svo komnu máli höfum viö
ekki áætlaö að'taka þá upp. Viö
notum okkar samninga sem bú-
iö er að reyna i tugi ára.
—eös
Sigurður Þórðarson, stjórnarformaður Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar:
Ekki aðalatriðið hvar
vélbúnaðurinn
er
— Hvaö viltu segja um þá gagn-
rýni, sem kom fram á Skýrsluvél-
arnar á fundi Skýrslutæknifélags-
ins?
— Varöandi gagnrýnina á miö-
stýringuna vil ég segja þaö, aö
mér hefur fundist umræöan um
þessi mál snúast alltof mikiö um
þaö, hvar vélbúnaöurinn væri
staðsettur, en ekki um aðalatrið-
iö, þaö er hvaöa upplýsingum eigi
aö safna, hverjir eigi aö safna
jieim og til hverra eigi að miöla
þeim. Þaö getur aö minu mati
veriö miöstýring i þvi fólgin, ef
einhver einn aöili úti I bæ safnar
upplýsingum um menn og hefur
möguleika á að dreifa þeim eftir
viid. En það sem ég legg fyrst og
fremst áherslu á, er aö menn
reyni aö mynda sér skoðun á þvi
hvaöa upplýsingum ætti að safna
saman og hverjir ættu aö hafa aö-
gang að þeim. 1 tölvumiöstöövum
er viöast hvar gætt mikils öryggis
og reynt aö varna þvi aö óviö-
komandi aöilar komist aö þeim.
Eitt veröa menn lika að hafa I
huga, þegar þeir tala um miö-
stýringu á þessu hér á landi, aö
stæröargráöa þessara þarfa hér
er slik, aö menn telja ekki að um
neina miöstöö sé hér aö ræöa.
— Eru tii einhverjar reglur um
afskipti Skýrsluvéia af opinber-
um fyrirtækjum?
— Nei, þær eru ekki til. Skýrslu-
velar eru þannig uppbyggöar, aö
Rikissjóöur, Reykjavikurborg og
Rafmagnsveita Reykjavikur
sameinuöust um á sínum tima aö
stofnsetja þetta fyrirtæki. Megin-
markmiö fyrirtækisins er að
sinna þjónustu fyrir eignaraöil-
ana og á aö gera þaö á sem hag-
kvæmastan hátt og hafa lika
frumkvæði um aö benda mönnum
á, hvar þessi tækni geti komið aö
notum. Hinsvegar eru ekki nein
reglugeröarákvæöi um Skýrslu-
vélar, annaö en þaö sem kemur
fram i þessum stofnsamningi.
— Hvaöa tölvur hafa Skýrslu-
vélarnar og hve mikiö er greitt
fyrir þær?
— A sl. ári voru rekstrargjöld,
fyrir utan fjármagnstekjur og
fjármagnsgjöld, um 722 miljónir.
Þar af var vélakostnaöur um 221
miljón. Viö erum svo til eingöngu
með IBM-tölvur.
Er eitthvaö til i þvi, aö Skýrslu-
vélar séu andvigar þvi aö opin-
berar stofnanir fái sér litlar tölv-
ur?
— Nei ég vil ekki segja, aö viö
séum fortakslaustá móti þvi. Þaö
held ég aö sé alrangt. Hinsvegar
höfum viö auðvitaö haft okkar
sjónarmið á þvi, aö það væri i
mörgum tilvikum hagkvæmara
aö vinna þetta sameiginlega.
Þróunin hefur verið sú aö undan-
förnu, aö smátölvur hafa komiö
meira á markaðinn og þær hafa
veriö ódýrar. En jafnframt hefur
veröiö á stóru tölvunum lækkaö.
Staðreyndin er sú aö vélkostnaö-
urinn er alltaf aö verða minni og
minni hluti þessarar vinnslu,
þannig aö menn sjá nú fram á þaö
aö kostnaðurinn liggi fyrst og
fremst i hugbúnaöarkerfum. Þá
höfum viö viljaö vekja athygli á
þvi, að það sé mjög hagkvæmt aö
nota stööluð hugbúnaöarkerfi
fyrir samkynja verkefni hinna
ýmsu stofnana.
— Hafa Skýrsluvélar mælt meö
þvi aö opinber fyrirtæki kaupi
eigin tölvu?
— Ég vil ekki segja aö við höf-
um mælt meö þvi. Viö höfum ekki
staöið gegn þvi þar sem viö höf-
um taliö þaö vera skynsamlegt.
Ég get bent á dæmi þar aö lút-
andi. Oft og iöulega hafa menn
beðiö um þessi tæki fyrir eitt
ákveöiö verkefni og þróunin er sú
allsstaöar, aö vélbúnaöurinn
dreifist út um allt. En þá veröur
aö vera til staðar eitt ákveöiö
verkefni sem hann leysir, en ekki
aö veriö sé aö koma upp þjón-
ustumiöstöövum allsstaöar i
kerfinu. Sumir hafa viljað búa til
þjónustumiöstöövar, ekki bara
fyrir sjálfa sig, heldur fyrir aöra
Siguröur
lika. Þannig aö þeir eru aö búa til
aðrar Skýrsluvélar.
. — Eru Skýrsluvélarnar meö
tölvur sinar á leigu?
— Viö erum meö þær eingöngu
áleigu. Viö höfum keypt eitthvaö
af hliöarútbúnaöi, eins og götur-
um og þessháttar, en tölvubúnað-
urinn er leigöur. Viö höfum gert
kannanir á þvi, hvort hagkvæmt
væri aö kaupa þetta. Fjármagns-
skortur hefur m.a. orsakað þaö aö
þetta skref hefur ekki verið stigiö,
en reynslan hefur sýnt að breyt-
ingar hafa oröið svo miklar bæöi
á afkastagetu og eins á verði, að
þaö hefur ekki veriö hagkvæmt.
— Hver ákveöur taxta Skýrslu-
vélanna?
— Þaö gerir stjórn Skýrsluvéla.
Meginmarkmiöiö þar er aö dekka
kostnaöinn af starfseminni. 1 hitt-
eö fyrra var úm 25 miljón króna
tap á rekstrinum, en á sl. ári varö
aftur á móti hagnaöur. Viö höfum
haldiö þessari starfsemi eins
mikiö niöri i mannafla og frekast
er unnt —eös
Frosti Bergsson, deildarstjóri hjá Kristjáni Q. Skagfjörð:
Eina erlenda fyrirtækið
nýtur sérstakra fríðinda
— Hvernig eru hlutföllin á
tölvumarkaöi hér á milli ein-
stakra iyrirtækja?
— Þetta er aö vfeu nokkuö gróf-
lega áætlaö en ég tel aö IBM sé
meö á milli 70 og 80% við séum
með 10-15% og siöan skiptist af-
gangurinn af markaönum á milli
Tölvutækni og Heimilistækja hf.
A fundinum hjá Skýrslutækni-
félaginu nefndi ég eitt atriöi sem
ekkert var að visu rætt. En þaöer
aö okkar mati opinber stefnu-
mörkun aö skipta aöeins viö einn
aöila.
— Nýtur IBM þá sérstakra rétt-
inda og jafnvel verndar af hálfu
embættismanna?
— IBM var fyrsta fyrirtækiö
sem haslaöi sér völl hér á þessu
sviöi. Þetta er nokkuö erfiöur
„bransi” og þarf aö sérmennta
mennmikiö i þettastarf. Þaö þarf
þvi heilmikiö fjármagn i þetta.
Fyrir einum sjö árum hætti Otto
A. Michelsen aö reka þetta sem
sitt eigið fyrirtæki. Erlenda fyrir-
tækiö kom hingaö til lands og
siöan hefur þetta verið rekiö sem
útibú. Þaö hefur alltaf veriö til-
hneiging hjá Ottó og ákveönum
aöilum aö tala um þetta sem alfe-
lenskt fyrirtæki, en þaö er
náttúrulega alrangt. Fyrirtækiö
hefur náö sérsamningum viö fe-
lensk stjórnvöld. Þaö höfum viö
gagnrýnt allmik'iö og mér finnst
að þetta sé ákveöin stefnumörk-
un. Það er erfitt fyrir aöra aöila
aökeppa viö IBM. Þeir bjóöa t.d.
leigusamninga á sinum vélum,
sem aörir geta ekki boöiö. Þaö
hefur veriö reynt aö sækja um er-
lend lán, en langlánanefnd hefur
hafnaö öllum slikum lánabeiön-
um.
— Má þá segja aö IBM sé ein-
okunaraðili aö þessu leyti?
— Já, alger einokunaraöili. Og
annaö mál sem er lika mjög al-
varlegt aö minu mati er aö milli
IBM hér og IBM-verksmiöju er-
lendfe eru allt önnur tengsl en
milli okkar, sem venjulegs heild-
sölufyrirtækis, og þeirra fyrir-
tækja sem viö skiptum viö. Þeir
fá t.d. vélarnar sem eru leigðar,
sendar hingaö á svonefndu
„Intercompany Billing Price”,
sem er einskonar gerviverö á
vörunni. Ég hef haft gögn um það
nokkuö lengi, þar sem kemur
fram, aö fyrir vikið geta þeir
borgaö mun lægri aöflutnings-
gjöld af vélunum heldur en viö
þurfum að greiöa.
Þaö er enginn aö tala um aö
þetta sé ólöglegt hjá þeim. Þeir
hafa bara fengiö þessa sérstööu
og islensk stjórnvöld hafa veitt
þeim heimild til aö starfa á þenn-
an hátt.
Viö viidum gjarna sjá Islensk
tölvufyrirtæki risa hér á legg,
sem reyndu aö foröast þaö aö er-
lendir aöilar heföu vald á þeim. 1
Danmörku og Noregi hafa t.d.
sprottið upp mjög „þjóöleg”
tölvufyrirtæki og njóta ákveöins
forgangs kaupenda. En hérna
hefur þetta þróast alveg öfugt.
Eina erlenda fyrirtækið sem er
hér á markaöinum nýtur sér-
stakra friöinda. Hinir hafa veriö
svona aöeins aö kroppa i þetta
meö litlum árangri, eins og
markaöshlutdeildin sýnir.
— Hvaö um smiöi tölvubúnaöar
hérlendis?
— Þaö er hæpiö aö fara út i
smiöi tölvubúnaöar I sambandi
viö stærri tölvur. Þaö væri þá
frekar í örtölvum, þar sem tölvur
eru notaöar til þess aö stýra
mælitækjum. Þaö er mjög mikill
áhugi hjá mörgum aðilum á þvi
sviöi og þaö þyrfti aö efla allar
slikar tilraunir. Égveit til þess aö
IBM er aö koma núna meö kerfi I
frystihúsin, þar sem fyrirtækið er
i beinni samkeppni viö þá is-
lensku aöila, sem eru aö reyna aö
hasla sér völl á þessu sviði.
Þótt ekki væri um samsetningu
eöa hönnun á stærri tölvum aö
ræöa hér á landi, þá tiðkast þaö
mjög viöa aö einn aöili framleiöir
t.d. skerma, annar prentara,
þriðji diska og sá fjóröi tölvuna
sjálfo. Siöan er reynt aö kaupa
þessa hluti þar sem kjörin eru
best á hverjum hluta; þá eru
smíöuö skrifborö eöa skápar utan
Textavinna meö tölvu
OPINBER STEFNUMÖRKUN í TÖLVUMÁLUM
Greinar og viðtöl:
Einar Orn Stefánsson