Þjóðviljinn - 30.05.1979, Page 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 30. mai 1979
afeirlendum vettvangi
Klofningur í Sósíalistaflokki Spánar
Ljóst er aö alvarlegur
klofningur er í Sósialista-
flokknum á Spáni, öðrum
stærsta stjórnmálaf lokki
þess lands. Hinn ungi vin-
sæli leiðtogi flokksins,
Felipe González, hefur
lýst því yfir, að hann gefi
ekki kost á sér til endur-
kjörs sem aðalritari
flokksins. Sumir frétta-
skýrendur telja að vísu að
þetta sé bara pólitískt
bragð hjá Gonzálwz og að
hann muni áreiðanlega
hætta við að hætta, en hvað
sem því líður er Ijóst að
klof ningurinn er fyrir
hendi.
Deila þessi snýst i stórum
dráttum um þaö, aö hve miklu
leyti hugmyndafræðilegur grund-
völlur skuli ráða ferð flokksins
eða hin ýmsu timabundnu við-
fangsefni. Þetta er nokkuð sem
flestir stjórnmálaflokkar i ev-
rópskum þingræðislöndum kann-
ast við. González lagði til að
framvegis yrði ekki sérstaklega
tekiö fram i stefnuskrá flokksins,
að hann væri marxiskur, enda
þótt hann legði jafnframt áherslu
á að fræði Marx yrðu áfram leið-
arljós flokksins. González gerir
sér vonir um, að ef dregið sé úr
hinum marxiska svip flokksins,
muni honum takast að ná til sin
allmörgum miðjukjósendum,
sem i undanförnum kosningum
hafa stutt miðdemókrata (öðru
nafni miðjubandalag) Suarezar
forsætisráðherra.
Sósialistar og
sósíaldemókratar
Þetta telja margir liösmenn
Sósialistaflokksins spænska alltof
mikla hentistefnu, enda var til-
laga Gonzálezar um að fella orðið
„marxiskur” burt úr upptalning-
unni á megineinkennum flokksins
kolfelld á flokksþinginu sem nú
stendur yfir i Madrid.
Þetta gefur nokkra innsýn í
viss einkenni suðurevrópskra
stjórnmála, sem kunna að koma
mörgum Norður-Evrópumönnum
spánskt fyrir sjónir. Sósialista-
flokkurinn spænski og nafnar
Gonzáiez — meö hugann viö
miöjukjósendur.
hans í öðrum rómönskum löndum
Suður-Evrópu kunna af ýmsum
að verataldir sósialdemókratisk-
ir, en sumir þessara flokka að
minnsta kosti hafna þeim titli
mjög eindregið. Meðal liðsmanna
Sósialistaflokksins i Frakklandi
er orðið „sósialdemókrat”
skammaryrði; eitthvað svipað er
það hjá spænska Sósialistaflokkn-
um og Sósialistaflokkarnir á
Italíu og i Portúgal munu varla
telja sig sósialdemókratiska
heldur. Hinsvegar eru að minnsta
kosti í Portúgal og á Italiu flokk-
ar, sem kalla sig sósialdemókrat-
iska, en eru eitthvað álika langt
tii hægri og Alþýðuflokkurinn á
Islandi.
González vantar valds-
mennsku
Þegar þetta er haft i huga þarf
kannski engan að undra, þótt liðs-
menn spænska Sósialistaflokks-
ins séu á varðbergi gegn þvi að
vera dregnir i átt til hægri.
Vissir fréttaskýrendur kenna
það að nokkru klaufaskap Gon-
zálezar að svona fór. Meðal ann-
ars byrjaði hann að viðra hug-
myndir sinar um breytingu á
stefnuskránni i Astúriu, sem er
eitt harðasta vigi vinstristefnu á
Spáni. Sumir segja lika að þótt
González sé klókur að átta sig á
hugarfari kjósenda og vinsæll af
almenningi skorti hann þá valds-
mennsku sem sé mikið atriði fyrir
leiðtoga stórs stjórnmálaflokks.
Vist er um það að González
misreiknaði sig herfilega, þvi að
jafn slyngur stjórnmálamaður og
hann er sagður vera hefði átt aö
geta séð það fyrir að tillaga hans
var dauðadæmd á flokksþinginu.
Ágeiningurinn milli landshluta
kom hér lika fram eins og I öðru.
Fulltrúarnir frá námu- og iðn-
aðarhéraðinu Astúriu gengu fram
fyrirskjöldu til að ónýta tillöguna
fyrir aðalritaranum, sem þegar
til kastanna kom fékk ekki mik-
inn stuðning nema frá fulitrúum
flokksdeildarinnar i Sevilla, en
þaöan úr sveit er hann sjálfur
ættaður.
Vestur-þýskir kratar með í
spilinu
Lika heyrist að erlendir aðilar
hafi átt sinn þátt i að svona fór, og
Þeir, sem kaupa Visi i dag fá svo sannarlega nóg að lesa. Auk
fréttablaðs dagsins fá þeir 48 síðna litprentað Danmerkurblað i
hendur án nokkurs aukakostnaðar.
í Danmerkurblaðinu er fjallað i fréttum, frásögnum og viðtöl-
Íum um fjölmörg málefni sem tengjast Danmörku og snerta mörg
hver jafnframt ísland. Visir vill með þessu framtaki leggja sitt að
mörkum til þess að veita landsmönnum aðgengilegar upplýsingar
um Danmörku og dönsk málefni þessa stundina.
Þú ættir að tryggja þér eintak af Visi strax eftir hádegið, þegar
hann er, ásamt Danmerkublaðinu, kominn á sölustaði.
eru þá helst nefndir vesturþýskir
sósialdemókratar, Vesturþýsku
kratarnir, sem siðustu áratugina
hafa öllu fremur verið einskonar
miðjuflokkur með frjálslyndis
(liberala) stefnuskrá en eiginleg-
ur sósialdemókrataflokkur, hafa
um skeið með bæði fé og fortölum
leitast við að sveigja sósialista
Pýreneaskagans sem lengst frá
gamla Marx. Þar hefur flokkur
Schmidts kanslara mikla mögu-
leika og margvislega, með efna-
hagslega stórveldið Vestu-Þýska-
land á bak við sig.
óljós markalina
Klofningurinn i spænska Sósial-
istaflokknum gæti leitt til veru-
legrar umstokkunar vinstra meg-
in i spænskum stjórnmálum. 1
Kommúnistaflokknum, aðal-
keppinaut Sósialistaflokksins um
vinstrafylgið, er hliðstæður
ágreiningur fyrir hendi, enda þótt
til þessa hafi betur tekist að jafna
hann. 1 þeim flokki eigast við len-
inistar og evrópukommúnistar,
og hafa þeir siðarnefndu yfir-
höndina og fengu þvi ráðið, að
flokkurinn felldi leninismann úr
stefnuskrá sinni. Það segir sig
sjálft, að þegar svo er komið hlýt-
ur að vera heldur óljós marka-
lina milli andstæðinga González-
ar i Sósiaiistaflokknum og ev-
rópukommúnistanna i Kommún-
istaflokknum. Yrði lina González-
ar ofan á i flokki hans, væri eins
vist að hinn marxiskari armur
flokksins færi yfiri Kommúnista-
flokkinn. dþ.
Þórsmerkurhúsiö á Krossáraurum. Valahnúkur Ibaksýn. Myndina tók
Grétar Eiriksson þegar húsiö var komiö klakkiaust yfir ána, en þetta
mun vera I fyrsta sinn sem heilt hús er fluttyfir Krossá.
Ferðafélagshús
flutt í Þórsmörk
Um helgina fóru menn á vegum
Ferðafélags Islands með 37
fermetra hús úr Reykjavik austur
i Langadal i Þórsmörk. Húsið var
flutt tilbúið og gekk ferðin mjög
vel að sögn Grétars Eirikssonar,
sem var einn leiðangursmanna.
Húsið verður verkfærageymsla
og jafnframt verslun.
Ferðafélagsmenn lögðu af stað
með húsið kl. 2 aðfaranótt laugar-
dags og komu á áfangastað kl. 11
á laugardagsmorgun. Engir
farartálmar voru á leiðinni og
mjög litið vatn i Krossá.
Ferðafélagið er nú að láta
byggja tvö hús til viðbótar. Eru
það sæluhús til notkunar fyrir
göngumenn og verða á syðri
Fjallabaksleið. Aætlaður kostnað-
ur við byggingu og niðursetningu
allra þriggja húsanna er 20-25
miljónir kr.
— eös
Kosning í Verslunarmanna-
félagi Suðurnesja
Þar sem tveir listar hafa bor-
ist til kjörs stjórnar og trún-
aðarmannaráðs Verslunar-
mannafélags Suðurnesja fer
fram allsherjaratkvæðagreiðsla
miðvikudag og fimmtudag kl.
14—22 á skrifstofu félagsins,
Hafnargötu 16, Keflavik.
Listarnireru þannig skipaöir:
A-listi. Listi fráfarandi stjórnar
og trúnaöarmannaráös:
Aðalstjórn: Valur Margeirs-
son formaður, Matti Ó.
Asbjörnsson varaformaður,
Arni Björgvinsson ritari,
Guðmundur Margeirsson gjald-
keri, Kolbeinn Pálsson, Birna
Valdimarsdóttir og Sigurhans
Sigurhansson meðstjórnendur.
Varastjórn: Gunnar Arnason,
Guðfinnur Sigurvinsson, Marius
Sigurjónsson.
Trúnaðarmannaráð: Gunnar
Sigurgeirsson, Anna Marteins-
dóttir, Sólveig Sigfúsdóttir,
Guðmundur Kristberg Helga-
son, Stefania Magnúsdóttir,
Einar Júliusson, Agústina
Andrésdóttir, Varamenn i trún-
aðarráð: Guðmundur Jónsson,
Rut Olsen, Ingibjörg Björns-
dóttir Asa Asmundsdóttir,
Kristin Ingólfsdóttir, Rikharð
Olsen, Hildur Gunnarsdóttir.
Endurskoðendur: Sigurður
Sturluson, Loftur Jónsson.
Varamaöur: Magnús Gunnars-
son.
B-Iisti. Borinn fram af Valgarði
Kr ist m undssy ni, Magnúsi
Gislasyni og fleirum:
Aðalstjórn: Valgarður
Kristmundsson formaður,
Magnús Gislason
varaformaður, Ingibjörg Elias-
dóttir ritari, Einar Júliusson
gjaldkeri, Helga Albertsdóttir,
Nicoali Bjarnason og Asbjörg
Eggertsson meðstjórnendur.
Varastjórn: Jóhannes
Jensson, Þorsteinn Þorsteins-
son, og Þóröur Pétursson.
Trúnaöarmannaráö: Geir
Þorsteinsson, Haukur Ingi
Hauksson, Guðrún Eliasdóttir,
Aslaug Húnbogadóttir, Hólm-
friöur ólafsdóttir, Ólafur
Júliusson, Jón Newmann.
Varamenn i trúnaðarmanna-
ráð: Guðjón Guðjónsson, Guðm.
H. Valdimarsson, Anna Lisa
Asgeirsdóttir Kristjana
Þorsteinsdóttir Guömundur A.
Brynjólfsson, Helgi J.
Kristjánsson, Agnes Ásta
Gunnarsdóttir. Endur-
skoðendur: Hólmbert Friðjóns-
son, Birgir Guðmundsson .
Varamaður Birgir Friöriksson.