Þjóðviljinn - 30.05.1979, Síða 12
12 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 30. mai 1979
Guöriln Stephensen og Gunnar Rafn Guömundsson „valsa” fyrir verkamenn i Sundaskála. Ljósm. Leiíur.
í ábæti
List
MF A sýnir
VALS
eftir Jón Hjartarson
Leikstjóri:
Jón Hjartarson
Hinn 17. mai var frumsýndur i
Sundaskála i Reykjavik leik-
þátturinn Vals eftir Jón
Hjartarson, sem hlaut fyrstu
verðlaun i leikþáttasamkeppni
Menningar og fræöslusambands
alþýöu sem haldin var á siðast-
liðnu ári, en alls bárust 15 leik-
þættir í þá keppni.
Undirritaður sá aðra sýningu
háttarins, i mötuneyti Oliufé -
lagsins að Gelgjutanga þar sem
starfsfólkið sat i góðu yfirlæti
eftir matinn og fékk list i ábæti.
Var ekki annað sýnilegt en sá
ábætir rynni ljúflega niður og
fólk sýndi verulegan áhuga á
þvi sem fram fór.
Vals eftir Jón Hjartarson er
hálftima leikþáttur, sniðinn
þannig að hægt er að sýna hann
hvarsem erogtekur uppsetning
tækja og sviðs aðeins örfáar
minútur. Hann fjallar um mál
sem ofarlega á baugi þessa dag-
ana, stöðu fyrrverandi heima-
húsmóður i atvinnulifinu.
Amman, sem Guðrún Stephen-
sen lýsir af öruggri kimnigáfu
og hlýju, er búin að missa
manninn sinn og þar með hlut-
verk sitt i lifinu. Hana langar til
að verða eitthvað, finna sér nýj-
an vettvang, en kemst að þvi að
henni standa engar dyr opnar,
hún hefur verið lögð til hliðar.
Þetta er afar raunverulegt
vandamál fyrir mikinn fjölda
fólks og Jón hefur gert þvi mjög
þokkaleg skil af töluverðri
kimni og hugkvæmni.
Jón hefur einnig sviðsett
verkiðog farist það vel úr hendi.
Leikur er hófsamlega stilfærður
og áhersla lögð á einfalda og
skæra tjáningu. Auk Guðrúnar
koma fram þrir ungir og efni-
legir leikarar , þau Ólafur örn
Thoroddsen, Gerður Gunnars-
dóttir og Gunnar Rafn Guð-
mundsson.
Hér er á ferðinni afar merki-
leg nýjung. Hér á landi hefur
leiklis tin verið alltof bundin við
leikhúsin og alltof litill skilning-
ur rikt á þvi að ekki er aðeins
unnt að hafa leiklist i frammi
nánast hvar sem er heldur getur
þaðeinnig verið nauðsynlegt tii
að losa um hefðbundnar viðjar
og tryggja endurnýjun og ný-
sköpun að fara með leiklistina
út úr s inum göm lu stof nunum og
út á göturnar, vinnustaðina,
krárnar, hvert sem er.
Þessi starfsemi er einnig
merkilegur liður i viðleitni MFA
til að glæða áhuga alþýðu
manna á listum og menntum.
Hér er kjörin leið til að ná til
stórra hópa fólks sem ekki fer
að staðaldri i leikhús og tala til
þeirra á máli leiklistarinnar um
efni sem þvi kemur beint við og
vekja það þannig til skilnings á
leiklist og til umhugsunar um
ýmis þjóðfélagsmál. Hér hefur
verið vel og farsællega af stað
farið og vonandi að mikið og
gott framhald verði á þessari
starfsemi.
Sverrir Hóimarsson
Sverrir Hólmarsson
skrifar um
ÍGikhús
Stangaveiðifélag Reykjavíkur
(SVFR) er 40 ára um þessar
mundir, en stofnfundur félagsins
var haldinn 17. maf áriö 1939.
Forgöngu um stofnun SVFR
höfðu þeir Gunnar E. Benedikts-
son lögfræðingur og Friðrik Þor-
steinsson húsgagnasmiöameist-
ari, og var Gunnar fyrsti formaö-
ur félagsins. Stofnfélagar voru 48
talsins, og eru nú 7 þeirra á lífi.
Tilgangurinn með stofnun fé-
lagsins var sá, að bæta aðstöðu
félagsmanna til stangveiði, efla
samstöðu meðal stangveiði-
manna, veita fræðslu um stang-
veiðiiþróttina, stuðla að ræktun
fiskistofna i ám og vötnum og
vinna gegn veiðiaðferðum, er lik-
legar væru til að spilla veiði.
Nú hefur félagið 10 ár og vatna-
svæði á leigu eða i umboðssölu, en
þær eru Elliðaár, Leirvogsá,
Grimsá og Norðurá i Borgarfirði,
en þá siðarnefndu hefur félagið
haft óslitiði 35 ár, Álftá á Mýrum,
Flókadalsá i Fljótum, Lagar-
fljótssvæðið, vatnasvæði Breið-
dals i Suður-Múlasýslu, Stóru-
Laxá i Hreppum og Tungufljót.
• Blikkiðjart
Asgaröi 7, Garöabæ
Önnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíöi.
Gerum föst verötiiboö
SIMI 53468
Stjórn Stangaveiöifélags Reykjavikur og starfsliö á skrifstofu féiags-
ins, taliö frá vinstri: Karl Guömundsson ritari, Karl ómar Jónsson
varaformaöur, Eyþór Sigmundsson meöstjórnandi, Hanna Marta
Vigfúsdóttir skrifstofumaöur, Magnús Ólafsson formaöur, Friörik D.
Stefánsson framkvæmdastjóri, Þóröur Jasonarson gjaldkeri, Runólfur
E. Heydal, óiafur G. Karisson og
menn.
1 þessum ám hefur félagið til
ráðstöfunar rúmlega 4000 lax-
veiðidaga, og eru þá Lagarfljóts-
svæðið og Tungufljót ekki meðtai-
in, auk rúmlega 3000 silungsveiði-
daga.
Félagið hefur reist veiðihús við
ýmsar ár, og má þar einkum
nefna veglegt hús við Norðurá og
Grimsá, auk ýmissa smærri
húsa.
Frá árinu 1947 hefur SVFR gef-
ið út Veiðimanninn, en hann er
Sverrir Þorsteinsson varastjórnar-
eina timaritið um lax- og silungs-
veiðimál, sem út kemur hér á
landi. Eru tölublöð Veiðimanns-
ins nú orðin 100 talsins.
Félagsmenn eru nú hátt i 1400
talsins, og er SVFR langfjöl-
menriasta og öflugasta félag sinn-
ar tegundar hérlendis. Félagið er
opið öllu áhugafólki um stang-
veiði. Umsvif félagsins eru nú
mikil og vaxandi, og á þessu ári
mun velta félagsins nema um 170
milljónum króna.
Stangaveiðifélag Reykjavíkur
•• a r r
fjortiu ara
baekur
The Thirties and After.
Poetry, Politics, People 1933—75.
Stephen Spender. Fon-
tana/Collins 1978.
Spender skrifar um þá tima,
þegar hann og ýmsir kunnir vinir
hans, svo sem Auden, Mac Niece
og Day Lewis, höfðu fundið lausn
flestra vandamála samtiðarinnar
og vissu nákvæmlega hvað var
sannleikur. Þessi hópur og ótal
fleiri horfðu vonaraugum til
framþróunarinnar, þeir vissu að
élin, sem myrkvuðu heimsbyggð-
ina milli styrjaldanna, myndu
hverfa sem dögg fyrir sólu eftir
þvi sem fleiri sæju i hverju lausn-
in væri fólgin. Spender lýir þess-
um timum og afstöðu sinni, sem
virðist hafa verið nokkuð tviátta
þegar á leið. Spender kemur viða
við i þessum stuttu minningum
sinum-. Spánarstyrjöldin, heims-
styrjöldin siðari og Kalda striðið.
Hann minnist á Encounter
hneykslið og fráhvarf sitt frá
timaritinu vegna fjárveitinga Cia
til þess. lllar tungur segja þó að
hann hafi vitað um það mál frá
upphafi. Fjöldi manna kemur við
sögu og bókinni lýkur á eftirmæl-
um þeirra manna sem frægastir
voru meðal skálda. Þetta er læsi-
leg ,,snakk”-bók á hærra plani en
gerist með slikar bækur.
The Mystical Qabaiah.
Dion Fortune. Ernest Benn 1976.
Höfundur segir i inngangi, að
aðeins fáir þeir, sem leggi stund á
dulspeki, viti nokkuð um hvaðan
dulspeki þeirra er runnin og
flestir þeirra viti ekkert um þá
vestrænu arfleifð. Mönnum geng-
ur illa að átta sig á þeim feluleik
sem hinir innvigðu hylja sig i og
fræði sin. Höfundur segir, að þeir
hafi bæði fyrr og nú gert ailt til
þess að halda kunnáttu sinni
leyndri og það litla sem liggi á
glámbekk rugli fræðimenn frem-
ur en veiti nokkrar bitastæðar
upplýsingar. Fortune segir, að
margir yrðu undrandi ef þeir
fengju að glugga i þau fræði og
heyra þau sannindi, sem ásamt
þeim brotum sem útgefin eru
mynda fuilkomið kerfi vestræns
jóga. Þessi jógaiðkun er reist á
Qabalah, eða visdómi Hebrea, og
þaðan er vestræn dulspeki runn-
in.
Fortune kveðst ætla með þessu
riti að opinbera mönnum þau not
sem dulhyggjumenn geta haft af
þessu visdómskerfi Hebrea.
Siðan rekur hann nokkuð afstöðu
kirkjunnar og fræðimanna til
þessara dulfræða, en fræðimenn
álita að það litla, sem heimildir
tjá um þessi fræði, byggist á föls-
unum gerðum á miðöldum og
kirkjan barðist gegn þessum
kenningum sem villutrú.
Meginhluti rits Fortunes fjallar
um aðferð sem menn skulu
ástunda til að öðlast þá æðri spekt
og þá uppljómun hugar, sem opn-
ar mönnum æðri viddir. Og vilji
menn kynna sér þessi fræði, þá
lesi þeir bók Fortunes. Rit þetta
hefur verið prentað 12 sinnum,
fyrst 1935. 1 bókarlok eru myndir
varðandi fræðin, m.a. af Tré lifs-
ins. Bókinni lýkur með efnisyfir-
liti.
Pípulagnir
Nýlagnir, breyting-
ar, hitaveitutenging-
ar.
Simi 36929 (milli kl.
12 og 1 og eftir kl. 7 á
kvöldin)