Þjóðviljinn - 09.06.1979, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJOÐVILJINN Laugardagur 9. Júnl, 1979
Hresst
aö
vanda!
,,Þaö er einmanalegt aö
vera rithöfundur”
— rætt viö Ninu Björk Arnadóttur um nýtt leikrit eftir hana
sem verið er að æfa i Þjóöleikhúsinu og sitthvað fleira. Trú-
mál og pólitfk ber á góma, en Nina segist vera fjallræðu-
sósialisli.
,,Ég hef ekki þessa andagift
sem er sögö koma yfir menn”
— llelgarblaðið heimsækir Jónas Friðrik, skáld og texta-
höfund á Kaufarhöfn og ræðir meðal annars við hann um
skáldskap, hannyrðir og hornablástur.
,,Ég hef sjálfstæðar skoöanir
og þær eru ekki endilega þær
sömu og mannsins mins”
— segir Maureen McTeer eiginkona nýkjörins forsætisráð-
herra í Kanada, en sumir telja, að cf hún hefði verið i frain-
boði en ekki maöur hennar, hefði flokkur þeirra, thalds-
flokkurinn. náð hreinum meirihluta á þinginu.
,,Mikilvægast aö vera
heiöarlegur”
Helgarspjall við Kristján Kagnarsson formann l.andsam-
bands islenskra útvegsmanna.
,,Ég hef ætiö veriö á
eftir tímanum”
— Spjall við Odd Jónsson á Akureyri sem hefur verið starf-
andi skósmiður i meira en hálfa öld, en hjá honum er gamla
krónan i fullu verðgildi.
...oghelgin
er komin!
TJÚM er sérstætt leikhús
Skólabörn flytja óperu.
Þar sem börnin
leika sjálf
1 þessu áhugaleikhúsi er allt
eins og i atvinnuleikhúsi. Hér er
stór áhorfendasalur, stórt leik-
svið, búningsherbergi, æfinga-
salir, förðunarherbergi og rúm-
gott anddyri. Á þessu sviði leika
skólabörn Moskvuborgar. Æsku-
lýðsleikhúsiö i Moskvu, skamm-
stafað TJÚM, er hluti af þvi
æskulýðsstarfi, sem rekið er i
Ungherjahöllinni á Leninhæðum.
Uppeldisgildi
leikhússins
„Ég kynntist þessu leikhái
löngu áður en það var byggt”,
segir aðalleikstjórinn, Évgénia
Galkina. „Arkitektarnir, sem
teiknuðu það, höfðu stööugt sam-
ráð við mig og aðra leikstjóra
sem höfðu reynslu af stárfi með
börnum. Viðhugsuðum fyrir öllu,
sem gerði TJÚM að leikhúsi fyrir
börn. Stólarnir i föröunarher-
bergjunum eru litlir og við höfum
enga hvislaragryfju, þvi við
vUjum ekki venja þau á að láta
minna sig á.
Frá fyrstu tið hefur þetta leik-
hús verið hugsað sem alvöruleik-
hús. Leiktjöld og búningar eru
gerð á verkstæðum stærstu leik-
húsanna i höfuðborginni og hér
starfa atvinnumenn við leik-
stjórn, skreytingar, lýsingu
o.s.frv.
Allir sem vilja geta komist að
frá 4. bekk i barnaskóla. A hverju
ári koma ný andlit i stað hinna,
sem lokið hafa námi. Mörg þeirra
ilendast i leikhúsinu þangað til i
10. bekk, og færa sig úr einum
aldurshópi i'annan. Hóparnir eru
12 og 15 manns i hverjum. 5 leik-
stjórar og uppeldisfræðingar
stjórna þeím. Fyrstu tvö árin
halda börnin sig i æfingasölunum.
Þar læra þau undirstöðuatriðin,
„rytmik”, hreyfingar á sviði og
framsögn. Eftir það fá þau sin
fyrstu hlutverk.
Markmið okkar er að nota leik-
húsið i þágu uppeldisins,” segir
Évgénia Galkina. ,,Frá fyrstu
kennslustund fylgjumst við vel
með börnunum. Hvort þau eru
eftirtektarsöm, samviskusöm og
hvernig þau koma fram við
félagasina. Viljinn, þrautseigjan
og sjálfsaginn mótast á fyrstu
árum bernskunnar. Og svo auð-
vitað fegurðarskynið, að skynja
fegurð I hreyfingum, látbragði og
tónlist og geta túlkað hana.”
Oft verður hlé á æfingum,
þegar eitthvað berst óvænt i tal.
Leiðbeinendur spyrja börnin um
hvað þau hafi lesið upp á
siðkastið, hvaða leikrit þau hafi
séð, hvaða kvikmyndir, og oft
spinnast af þessu liflegar
umræður.
,,Við reynum að láta börnin
ekki bara fara með texta, sem
þau hafa lært utanbókar, heldur
fá þau til að kafa niður i innihald
hans og lifa sig inn i fólkið, sem
þau eru að leika. Við reynum lika
að láta þau finna greinilega
afstöðu sina til annarra á sviðinu,
og til þess sem gerist. Ég er viss
um, að þetta mótar skapgerð
barnanna sem taka þátt i þvi,”
segir Évgénia Galkina.
„Verkefnin hjáTJÚM erumjög
fjölbreytt. Nefna má t.d. „Æska
feðranna”, leikrit um fyrstu ár
Sovéska lýöveldisins og annað,
sem heitir „Strákarnir frá Hav-
ana” um byltinguna á Kúbu.
Krakkarnir unnu af miklum eld-
móöi að leikriti, sem heitir „9.
symfónian” og erum fyrstu ung-
herjana.Þarfyrirutansýnum við
leikrit, sem snerta siðferðileg
vandamál nútimaæsku, leikrit
eftir Rúvim Fleiermann, sem
heitir „Sagan af fyrstu ástinni”.
Svo sýnum við sigild verk eins og
„Ævintýri frá Lúkomoré” eftir
Púskin fyrir yngstu börnin og
„Hús meö kvisti” eftir Tsjehof
fyrir þau eldri.
Refsing letingjans
En krakkarnir koma ekki
aðeins fram á leiksviðinu. Þótt
þau hafi fullorðna sér tU aðstoðar
er margt, sem þau þurfa að gera.
Þau hjálpa til við sviðsstjórn,
sumir við lýsinguna, aðrir visa
til sætis. Leikhússtarfið byggist á
samvinnu. Héreruengar „stjörn-
ur”. 1 einni sýningu leikur þú
aðalhlutverkið en i annarri h jálp-
arðu til við að skipta um leiktjöld.
Þaö hefur ekki komið oft fyrir i
sögu leikhússins, að einhver mæti
of seint eða skrópi á sýningu.
Einu sinni strauk meira að segja
einn af drengjunum af sjúkra-
húsi, þvi hann var svo hræddur
um að aflýsa yrði sýningu vegna
sin.
Börnin, sem starfa við
leikhúsiö, hafa öll sina leikhús
stundaskrá fyrir utan þessa
venjulegu. Þar er aUt fært inn
viðkomandi leikstarfinu og meira
aö segja skólaeinkunnirnar. Þeir
sem standa sig Ula i skólanum
eiga á hættu aö fá ekki að taka
þátt i leiksýningum. Það er
strangasta refsing letingjans.
TJÚM.setur
upp bakpokann
Skólafriin eru timi leik-
ferðanna. TJÚM hefur verið ii
Leningrad, Tallin, Uzjgorod og;
fleiri sovéskum borgum. Krakk-
arnir hafa leikið i ungherja-
höllum og klúbbum og um leiíi
haft tækifæri til að kynna sér það
markverðasta á þessum stöðum.
Einu sinni fóru leikararnir i
mánaðarferð um héruðiri
umhverfis Moskvu. Þau fóru fót-
gangandi með bakpoka með bæði
venjulegum fötum og leik-
búningum. Og á hverjum degi
sýndi þessi flökkuhópur i ein-
hverjum klúbbnum eða i sumar-
búðum fyrir börn.”
E. Aljosin (APN )
Kópavogskaupstaður
T æknlf ræðingar
Stöður byggingatæknifræðings og raf-
magnstæknifræðings við tæknideild Kópa-
vogs eru lausar til umsóknar.
Umsóknir er greini námsbrautir og fyrri
störf sendist bæjarverkfræðingnum i
Kópavogi fyrir 20. júni.
Ræ j arv erkfræðingur