Þjóðviljinn - 22.06.1979, Síða 5
Föstudagur 22. júnl 1979 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 5
I fyrri KúbuferOum hafa Noröurlandabúarnir aöallega stundaö byggingarstörf. Hér sjást
nokkrir þeirra viö skurögröft.
Vinnuferd tíl Kubu
Öryggismál að
Grundartanga
Námskeiði
hætt í
miðjum
klíðum
Forsvarsmenn málm-
blendiverksmiöjunnar aö
Grundartanga hafa látiö fög-
ur orö falla um aöbúnaö og
öryggi á þessum nýja
vinnuátað. Svo viröist sem
allt veröi gert til aö tryggja
öryggi verkamannanna. 1
þvi skyni var efnt til nám-
skeiðs i skyndihjálp og
sjúkraflutningum nú I vor.
Sérmenntaður maður var
fenginn til að skipuleggja
kennsluna og beitir hann
kerfi sem kennt er við Möltu-
hjálparþjónustuna. Alls voru
19 manns á námskeiöinu og
luku þeir allir fyrri hlutan-
um, sem var skyndihjálp. En
þá kom babb i bátinn.
öryggisstjóranum fannst
námskeiðiö taka allt of lang-
an tima og krafðist þess að
þvi yrði lokið áður en hann
færi i sumarfri. Afleiðingin
varð sú aö einungis 5 menn
luku seinni hlutanum,
sjúkraflutningunum, og eru
allar likur til þess að ekki
verði lokið við námskeiðið.
Þegar til kastanna kemur
virðist fullkomin kennsla og
besta öryggi ekki skipta þá
kumpána miklu máli, en
verkamenn eru að sjálfsögðu
óánægðir, enda hefur
kennsla af þessu tagi verið
litil og brýn þörf á að úr veröi
bætt. -ká
Tiu islendingum gefst kostur á
þátttöku i vinnuferö til Kúbu um
miðjan desember nk. á vegum
Vináttufélags islands og Kúbu
(VIK), sem undanfarin ár hefur
skipuiagt þátttöku héöan I sam-
norrænum vinnuferöum til Kúbu,
Brigada Nordica.
U.þ.b. 200 manns frá öllum
Norðurlöndunum taka þátt i þess-
um ferðum, sem farnar eru I
tvenns konar tilgangi: annars-
vegar til aö kynnast landi og þjóð,
hinsvegar til að sýna samstöðu
með kúbönsku byltingunni og
leggja litið lóð á vogarskál hinnar
sósialisku uppbyggingar.
Næsta ferð verður farin um
miðjan desember á þessu ári. Tiu
Islendingum gefst kostur á þátt-
töku.
Ferðin mun taka fjórar vikur.
Þaraf verður unnið i landbúnaði
og/eða byggingarvinnu i þrjár
vikur, og ferðast um landiö i eina
viku. Dvalist verður i vinnubúö-
um, og verður þar ýmislegt gert
til skemmtunar og fróðleiks, m.a.
sýndar kvikmyndir, haldnir
fyrirlestrar og fariö i kynnisferðir
á vinnustaði, i skóla, á bað-
strendur osfrv..Kúbanskir náms-
menn og verkamenn taka þátt i
störfum norræna hópsins.
Skilyrði fyrir þátttöku eru: 1)
að viðkomandi sé meðlimur i
Vináttufélagi Islands og Kúbu
(inntökubeiðnir má senda i póst-
hólf félagsins), 2) kunni eitthvert
erlent tungumál (spönsku.ensku
eða eitthvert Norðurlandamál-
anna) og 3) sendi inn umsókn um
þátttöku fyrir 1. ágúst n.k.
Félagið áskilur sér rétt til að
velja úr umsóknum, og verður-
umsækjendum tilkynnt það li
ágústmánuði, hvort þeir hafa orð-
ið fyrir valinu. t september hefst:
svo undirbúningsnámskeiö fyrir
væntanlega Kúbufara. Þar verða
fluttir fyrirlestrar um Kúbu og;
veittar allar upplýsingar um
ferðina. Aætlaður kostnaður fyrii-
hvern þátttakanda er u.þ.b. kr.
400.000-. Innifaliö i þvi verði er:
feröir til og frá Kúbu, allt uppi-
hald, ferðir og skemmtanir á
staönum.
Póstfang VIK er: Pósthólf 318,
Reykjavik.
Opinn
fundur
um hvala-
vernd
Starfshópur Náttúru-
verndarfélags Suðvestur-
lands um hvalavernd heldur
fund, mánudaginn 25. júni að
Hótel Loftleiðum kl. 20.30
(ráöstefnusalurinn). Efni
fundarins verður hvalavernd
og stefna Islendinga i hval-
veiðimálum. Fundurinn er
öllum opinn.
Ætlunin er aö bjóöa full-
trúum þeirra aöila, sem
beint eða óbeint eiga hlut að
máli. Má þar til nefna
islensk stjórnvöld, alþingi,
visindamenn (ef til vill
erlendis frá), Hval h.f.,
Greenpeacesamtökin.
Fram að þessu hefur litið
sem ekkert veriö rætt um
hvalavernd og stefnu Islands
'I hvalveiöimálum. Ætti þvi
þessi fundur að gefa fólki
kost á aö kynnast þessum
mikilvægu málefnum frá
fleiri en einni hlið.
Ástralía
að lokast?
Aströlsk yfirvöld hafa
ákveðið að frá og með 1. júli
1979 muni breska sendiráðið
i Reykjavik ekki lengur gefa
út áritanir fyrir Astraliu,
segir i tilkynningu frá þvi.
Fólk sem hyggur á ferð til
Astraliu þarf að hafa sam-
band við ástralska sendiráð-
ið I Stokkhólmi.
Heimilisfang sendiráðsins
i Stokkhólmi er:
Australian Embassy
Box 40046
103 42 Stockholm 40 Sweden
ÖKUÞÓ
minnir á sýningu
fornbilaklúbbsins
í Laugardalshöll
Ökuþór er nú fáanlegur
í bókaverslunum
Verð í lausasölu kr. 1.490
Verð til áskrifenda kr. 1.000
Áskriftarsímar 82300 og 82302