Þjóðviljinn - 24.06.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.06.1979, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. júnl 1979 STJÓRNMÁL Á SUNNUDEGI Engilbert Guð- mundsson skrifar Að skemmta skrattanum Blaðið fæst í bókaverslunum og á blaðsölustöðum Einhverju lengsta farmanna- verkfalli tslandssögunnar er nú lokið. Eftir aB þaB hafBi staBiB í tæpa tvo mánuBi og sáttanefnd hafBilýst þvi yfir aB samkomulag væri ekki i sjónmáli sá rikis- stjórnin sér ekki annaB fært en aB grfpa inn I deiluna. MáliB var sett i gerBardóm og honum gert aB ljúka störfum fyrir 1. ágúst. ÞaB er svo aB gerBardómslög flokkast undir neyöarúrræBi, jafnvel i augum hægrimanna. Fyrir sósialiskan flokk eru slik lög næstum meira en neyöarúr- ræöi. Þar kemur bæöi til grund- vallarafstaöa sósialista, sem og verkalýBshreyfingarinnar I heild, aö laun séu ákvöröuö i frjálsum samningum. Einnig er á hitt aB lita, aö slik geröardómslög hafa oftast veriB sett til höfuBs launþegum. Þess vegna hlýtur verkalýösflokkur jafnan aö vera mjög uggandi um þaB fordæmi sem þátttaka hans i slikri löggjöf veitir. En þó geta skapast þær aBstæB- ur aB sltk Ihlutun sé réttlætanleg. Launajöfnun Þau mál sem nú er tekist á um i islenskum stjórnmálum eru verö- bólgan, þáttur launafólks i baráttu gegn henni, og hvernig jafna megi áföllum olluvandans sem sanngjarnast niöur. Grundvallarstefna AlþýBu- bandalagsins hefur veriö sú aö ef ekki yröi hjá þvi komist aö leggja einhverjar byröar á launþega, yrBu byröarnar aö leggjast meö mestum þunga á þá sem hæst heföu launin. Þess vegna var Alþýöubanda- lagiö andvigt þaklyftingu hjá flugmönnum og ööru hálauna- fólki. Megininntak stefnunnar hefur semsé veriö aö sporna eftir megni gegn þvi aö „baráttan gegn verö- bólgunni” félli I farveg kjara- skeröingar, og aö launajöfnunar- stefnan gengi sem rauöur þráöur i gegn um allar aögerBir i launa- málum. ÞaB er nú ljóst aö til aögerBa veröur aö gripa á næstunni vegna hinna gifurlegu veröhækkana sem oröiB hafa á oliu. Þannig hef- ur verö á gasoliu rúmlega þrefaldast frá þvi siBastliBiö haust. ViB slikar aöstæBur er fátt góöra kosta og pólitisk barátta öll veröur af þvi tagi einu aö draga Nú sigla skipin aö nýju. úr þunga högga þeirra sem á launþegum dynja. Þvi þaB er einfaldlega ekki mögulegt, eins og pólitiskum styrkleikahlutföllum er háttaö, aö láta auöstéttina súpa til fulls seyöiö af sinni eigin kreppu. Erfið vígstaða Farmenn háöu sina kjara- baráttu viö harla erfiöar aöstæö- ur aö þessu sinni.t.d. veikti oliu- hækkunin sem yfir dundi samn- ingsstööu þeirra. Og sú staöreynd aö þeirra kröfur fylgdu i kjölfar hinna óvinsælu launahækkana flugmanna veikti einnig stööu þeirra, þar sem þetta olli þvi aö hásetar jafnt sem skípstjórar uröu aö forréttindahópum i aug- um almennings. A þetta spilaBi Vinnuveitenda- sambandiö. ÞaB sá þarna mögu- leika á járnhörku i samningun- um. Harka Vinnuveitendasam- bandsins I þessum viBræBum mótaöist verulega af þvi aö Sjálf- stæöisflokkurinn er I stjórnarand- stööu og þaö þvi eölileg skylda sambandsins aB valda sem mestum erfiöleikum. Af þeim toga var verkbann þaö sem þeir settu á háseta á farskip- unum og hótanir þeirra um almennt verkbann. Aö sumu leyti var þaB miöur aB hiö almenna verkbann þeirra kom ekki til framkvæmda. Þaö heföi sýnt þá I réttu ljósi, og kannski heföu einhverjir I hópi launþega gert sér grein fyrir aB þaö má komast af án þeirra. Þess ber þó aö geta sem gott er. Aldrei þessu vant tók Vinnumála- samband Samvinnufélaganna upp aBra stefnu en Vinnu- veitendasambandiö og tók ekki þátt I verkbannsleiknum. En sökum viöhorfs Vinnu- veitendasambandsins og áhrifa oliuvandans á allt efnahagslif er viöbúiö aB farmenn hefBu getaö átt i verkfalli lengi enn og þaö án verulegs árangurs ef ekki heföi veriö skoriö á þann hnút sem samningaviöræöur voru komnar i. Auk þess hefur þaö vafalaust hert afstööu Vinnuveitenda- sambandsins aö þaö er meö öllu óvist hvort risinn i skipaútgerö, EimskipafélagiB, skaöaBist svo ýkja mikiö á stöövun skipanna. Þeirra flutningar eru nefnilega þaö vissir, aB þær vörur sem þeir ella hef&u flutt fara ekki I skip annarra skipafélaga heldur hlaBast upp á hafnarbakkanum. Eftir aö kjaradeilunni er lokiö hefur félagiB tryggingu fyrir 100% nýtingu skipa sinna um þó nokkurt skeiö. Slikt styrkir stööu þeirra skipa- félaga, sem hafa föst verkefni fyrir megniB af flota sinum i samkeppni viö þá sem lifa á laus- um flutningum. 19. JÚNÍ er komin út FJÖLSKYLDAN í BRENNIDEPLI Kvenréttindafélag tslands. Fam^aldahækkun Engu aö síöur hefur Eimskip nú fariö fram á 40% hækkun á farmgjöldum sinum. ABur haföi félagiö beöiö um 25% hækkun en afgreiöslu á henni hefur veriB frestaö allar götur siöan i febrúar. Þeir góöu skipaeigendur hafa þó fallist á aö láta skipin sigla „I þeirri trú, aB verölagsyfirvöld afgreiBi beiönir skipafélaganna um eölilegar hækkanir á þeim flutningsgjöldum sem eru háö verölagseftirliti” eins og einn þeirra lét hafa eftir sér. En AlþýBubandalagiö hlýtur aö leggja áherslu á, aö þegar lagöar eru byrBar á launþega, þá verBa vellauBug skipafélög á borö viö Eimskip aB axla byröar á móti. Þvi ber aB beita stóru skærunum á hækkunarbeiönir skipa- félaganna eftir þvi sem mögulegt er. A þaö hefur veriö bent hér i blaöinu aö þegar hækkanir á flutningsgjöldum eru komnar út i vöruverö til neytenda þá hafa þær oftlega fjórfaldast og ýta undir verBbólgu. AB sjálfsögöu hafa oliuhækkan- irnar þrengt verulega kost skipa- félaganna frá þvi sem ella hefBi veriö. En á hinn bóginn má minna á ummæli eins skipaeigandans sem segir aB ekki þurfi aö hækka farmgjöld vegna launahækkana sjómannanna. íhaldið kætist Ekki er unnt aö skilja viö farmannadeiluna án þess aö minnst sé á hlut SjálfstæBis- flokksins. Vinnuveitendasam- bandi er grein á sama meiBi og Sjálfstæöisflokkurinn, og litill vafi getur leikiö á þvi aö sú harka sem Vinnuveitendasambandiö sýndi i farmannadeilunni naut ekki aBeins velþóknunar Ihaldsforystunnar, heldur var hertæknin ákveöin I nánu sam- starfi þessara siamstvíbura. 1 þvi ljósi veröur hún harla hallærisleg sú yfirlýsing Geirs Hallgrimssonar, aB rikisstjórnin og Vinnuveitendasambandiö hafi bundist samtökum um aö brjóta verkfall farmanna á bak aftur. MeB hverjum deginum sem leiö án samninga fór kæti Sjálfstæöis- flokksins vaxandi. Eimskip, óskabarn Sjálfstæöisflokksins i hópi skipaeigenda, tapaöi tiltölu- lega litlu á verkfallinu, og annaB óskabarn, Flugleiöir, græddi á verkfallinu. Mikilvægast var þó aö glund- roöakenningin hlaut þarna byr undir báöa vængi. Jarövegurinn undirbúinn fyrir nýja sigra ihaldsaflanna. , Ýmsirhafa oröiö til þess aö lflcja afstööu hægri aflanna hérlendis viö afstööu hinna sömu afla i Chile á timum Allendes. Og þótt langt sé þar leitaö til samlikinga má þó finna þeim samlikingum staB i verulegum mæli: i áhersl- unni á aö reyna aB skapa glund- roöa i efnahagsstarfsemi. I áherslunni I lömun á samgöngu- kerfinu, og i áherslunni á aB launþegum sé att hverjum gegn öörum og öllum gegn stjórnvöld- um. Alþýöubandalagiö hefur meö samþykki viö bráBabirgöalögin tekiB þátt I aögeröum sem hljóta að vera umdeildar meöal sósialista En hvort sem viB erum fyllilega sátt viB þær aBgerBir eBa ekki, þá skiptir þaö mestu aö viö snúum bökum saman og séum ekki aö skemmta skrattanum meö sundrungu I okkar rööum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.