Þjóðviljinn - 24.06.1979, Side 24

Þjóðviljinn - 24.06.1979, Side 24
DJÚDVIIJINN Sunnudagur 24. júni 1979 nafn* X s 3 Einsog kunnugt er hlaut Hinrik Bjarnason fram- kvæmdastjóri æskulýösráðs fiest atkvæði á fundi út- varpsráðs þegar fjallaö var um ráðningu I stöðu yfir- manns lista- og skemmti- deildar sjónvarpsins fyrir skömmu. Útvarpsstjóri er sá aðili sem ræður I stöðuna, en hann hafði áður lýst yfir, að hann myndi fara eftir úrslit- um atkvæðagreiðslunnar, þannig að allt bendir til að Hinrik hreppi hnossið. 1 tilefni af ákvörðun út- varpsráös hringdum við i Hinrik og áttum við hann stutt spjall. Við spurðum fyrst hvort hann teldi að afstaða meiri- hlutans, sem um hann skap- aðist i útvarpsráði grund- vallaöist á pólitiskum for- sendum. ,,Ég get ekki séð að þetta hafi verið pólitískt val, sé rétt hermt i blöðum, hverjir guldu mér atkvæöi. Og það er ljóst, að verði ég ráðinn 1 þetta starf, þá verð ég ekki dagskrárstjóri eins eða ann- ars flokks.” — Nú er ljóst, að innan- húss I Sjónvarpinu er ólga yfir þvf að gengiö var fram- hjá þremur heimamönnum I vali útvarpsráðs. Teluröu að það geti á einhvern hátt tor- veldað störf þin hjá Sjón- varpinu? ,,Ég vona ekki. Ég lit i sannleika þannig á, að það sé afskaplega litið verið að fjalla um mig og mina persónu í þessum þætti málsins. Að sjálfsögðu mun ég kappkosta að hafa sem best samstarf við alla og vænti aö svo verði.” — Má búast við einhverri stefnubreytingu á dagskrár- geröinni, eftir að þú tekur við stöðunni? ,,A þessu stig kýs ég að gefa engar yfirlýsingar um þaö. Ég geri ráð fyrir að svo verði hvað einhverja hluta dagskrárinnar snertir um sjónvarpið gildir þó einsog aðra fjölmiðla, að þar veröa ekki gerðar fyrirvaralausar byltingar á efni og efnistök- um. Þannig vinnubrögö ganga einfaldlega ekki þegar fyrirbæri einsog sjónvarp og raunar útvarp llka eiga I hlut. — Hinrik, er það ekki rétt að þú hefur verið starfandi áður við sjónvarpið? ,,Ég hef aldrei verið fast- ráðinn áöur við sjónvarpið. Hitt er rétt að um tveggja - þriggja ára skeið hafði ég störf fyrir sjónvarpið sem aðalstarf, og var það sem nú heföi sennilega verið nefnt lausráöinn dagskrárgerðar- maður, eða free-lance einsog það var kallaö. Ef ég fæ hinsvegar tæki- færi til að sinna slikum störf- um aö fullu, einsog líkast til veröur, þá mun ekki standa á mér viö aö gera hlut sjón- varpsins sem mestan og bestan. — ÖS Hin nýja ríkisstjórn Ihaldsins í Kanada VANDAMÁMN HRÚGAST UPP Ný rikisstjórn tók við völdum í Kanada i upphafi þessa mánaðar. Það er rik- isstjórn Ihaldsf lokksins/ sem nú hefur verið í stjórnarandstöðu samfellt siðan 1963. Hinn nýi for- sætisráðherra er fertugur Albertabúi/ Joe Clark að nafni. Kosningarnar sem fram fóru i Kanada 22. mai s.l. verða án efa lengi i minnum hafðar þar i landi, þar sem þær gerðu út um áfram- haldandi stjórnarferil Trudeaus forsætisráðherra rikisstjórnar Frjálslynda flokksins. Ósigur flokksins er Trudeau mikið áfall, þar sem óhætt er aö segja að kosningarnar hafi i stórum drátt- um snúist um persónu hans sjálfs; ihaldsmenn gerðu það lýðum ljóst strax i upphafi kosningabarátt- unnar, að markmiðið væri að binda endi á hinn 11 ára feril Tru- deaus sem forsætisráðherra. Þessu markmiði náðu þeir, og úr- slit kosninganna urðu þau að thaldsflokkurinn fékk 136 þing- sæti af 282, og 36% greiddra at- kvæða. Frjálslyndi flokkurinn fékk 114 þingsæti, en 40% greiddra atkvæða. (Hin misstóru einmenningskjördæmi valda þessu.) Nýlýðræðissinnar (krat-1 ar) fengu 26 þingmenn kjörna og 18% atkvæða og Kretltistar (Social Credit Party) fengu 6 þingmenn kjörna og 5% atkvæöa. Allir þingmenn Kretitista koma frá Quebec-fylki. Minnihlutastjórn Af úrslitum kosninganna er þvi ljóst að Kanadabúar sitja uppi með minnihlutastjórn Ihaldsins og er alls óvlst hvað hún veröur langllf. Ihaldiö vantar 6 þing- menn til að ná meirihluta I þing- inu og spurningin er hverjir eru fúsir til að veita stjórninni hlut- leysi, þar sem málefnalegur ágreiningur flokkanna varð mjög skýr I kosningabaráttunni I nokkr um mjög veigamiklum málum. Clark forsætisráðherra mun hins vegar búa sig vel undir átök- in við hina flokkana á þinginu og hefur hann lýst þvi yfir að hann muni ekki kalla þingið saman fyrr en i september eöa október n.k. Tlminn þangaö til mun verða notaður til að setja sig inn I málin og hreinsa til i embættismanna- kerfinu eftir hinn langa stjórnar- feril Frjálslynda flokksins. Kanad Iskir. stjórnmálaskýrendur telja einmitt reynsluleysi rikisstjórnar Clarks verða henni einn helsta þröskuldinn I sambandi við stjórn landsins. Quebec-vandinn Eining rikisins og þó sérstak- lega Quebec-vandamálið veröur liklega erfiðasta málefniö, sem Clark þarf að gllma viö, nú sam- stundis. Vandinn hefur magnast mjög fyrir það eitt að Ihaldið fékk aðeins 2 þingmenn kjörna I Que- bec, þannig aö hlutfall Quebec- ráðherra I rikisstjórninni verður langtum lægra en fylkinu ber réttur til, en það er næstfjölmenn- asta fylki I Kanada, á eftir Ontario. Þá dregur það ekki úr vandan- um að Clark sjálfur var með stór- orðar yfirlýsingar I kosningabar- áttunni um að hann myndi aldrei fallast á að Quebec yrði sett i eitt- hvert sérsamband við Kanada. Siðsumars verður þjóðarat- kvæöagreiðsla I Quebec, sem snýst um það hvort beri aö veita fylkjastjórn Réne Leveque heim- ild til að lýsa þvi yfir að Quebec verði i „fullveldis-sambandi” viö Kanada. (Sovereignty-associa.- tion), sem mun þýða miklu meira sjálfstæði Quebecs en annarra fylkja, en ekki hreinan aðskilnað. I kosningabaráttunni héldu and- stæðingar Clarks þvi fram að ef hann héldi við þessa skoöun sina, sem forsætisráðherra, þá þýddi það að borgarastyr jöld bry tist út i Kanada. Vegna þessa mun Clark vafalaust ganga erfiðlega að fá hlutleysisstuðning þingmanna Kretitista. Stuðningur krata ólíklegur Efnahagsmálin voru aðalkosn- ingamálið I Kanada (fyrir utan Trudeau sjálfan). 1 landinu geng- ur miljón manns atvinnulaus og 10% verðbólga geisar, sem er nánast heimsendir I augum Kan- adamanna. Clark var með stórar yfirlýsingar um að á þessu vandamáli þyrfti að ráða bót, en annars sýndu stóru flokkarnir at- vinnuleysi og vaxandi dýrtiö llt- inn áhuga ef það er borið saman viö þá áherslu, sem kratarnir lögðu á málin. Ef Clark ætlar sér að fá hlutleysisstuðning Nýlýð- ræðissinna, þá verður hann að semja við þá. Þeir munu krefjast I staðinn að verðlagslöggjöfin verði hert, veitt verði fé til að Joe Clark forsætisráðherra. Hon- um mun ganga illa að standa við stóru orðin. draga úr atvinnuleysi, þ.e. rikis- útgjöld aukin. Þetta eru hins veg- ar málefni, sem Ihaldið má ekki heyra minnst á. Frjáls verðlags- löggjöf og sókn i sem mestan gróða er nánast helgur hlutur I augum þeirra. Nylýðræðissinnar munu einnig krefjast af Ihaldinu ef þeir eiga aö veita þvi hlutleysi, aö stjórnin stöðvi þá upplausn, sem er aö hefjast i heilbrigðiskerfinu I nokkrum fylkjum Kanada. Það var krötum að þakka að sett var á fót fullkomin heilbrigðisþjónusta, svipuð og þekkist hér á landi, á siðasta áratug. Sá vandi, sem nú er kominn upp, er að læknar streyma nú út úr kerfinu og vilja kratarnir að alrikisstjórnin grlpi I taumana með einhverjum ráðum. Þó svo að heilbrigðisþjónustan hafi alltaf verið ákveöinn þyrnir I augum Ihaldsins, þá er ekki talið óliklegt að Clark fallist á að gera eitthvað i málinu, kerfinu til bjargar. Stefnubreytingin Ef hægt veröur að tala um ein- hverjar snöggar breytingar á Dómstól! I Dilsseldorf dæmdi s.I. mánudag Lothar Lutze I tólf ára fangesU fyrir landráð. Kona hans, Renate, var dæmd fyrir sama brot en I sex ára fang- elsisvist. Þau hjón voru dæmd fyrir að smygla NATO-leyni- skjölum til A-Þýskalands, en bæöi stefnu nýju rlkisstjórnarinnar ira stefnu Trudeaus, þá eru þaö einkum fjögur mál sem koma til greina. Eitt helsta loforð Clarks I kosningunum var að hann myndi leyfa vaxtagreiöslur af fasteignum, frádráttarbærar til skatts. Þetta mál varð mjög vin- sælt, því það lækkar skatta hjá meginþorra kjósenda, þar sem Kanadamenn stynja mikið undan vöxtunum. Hins vegar bentu Frjálslyndir á að einhvers staðar yrði aö taka peningana á móti, sem næmi tekjutapi rlkissjóös af þessum sökum og þá er ekki hægt að sækja nema með auknum álögum á skattgreiðendur á öðr- um sviðum. Frjálslyndir munu ekki greiða þessu máli atkvæði sitt og liklega ekki heldur kratarnir. Þá lofaði Ihaldið að það myndi draga úr rikisútgjöld- um um 6 milljaröa dollara, sem þýðir að skorin verða niður út- gjöld til félagsmála. Hins vegar verður eitt fyrsta verk nýju rikis- stjórnarinnar að auka útgjöld til hermála, en Nato-þjóöir hafa gagnrýnt Kanadamenn á undan- förnum árum fyrir mjög mikla „nísku” I þessum efnum. Eitt af því sem hefur farið mjög fyrir brjóstið á Ihaldinu á undan- förnum árum, er hið rikisrekna ollufyrirtæki PetroCan, sem Trudeau stofnsetti að kröfu krata, er þeir veittu minnihlutastjórn hans hlutleysi á árunum 1972- 1974. Clark hefur lofað að selja þetta fyrirtæki einkaaðilum, en spurningin er: hvar ætlar hann að fá hlutleysisstuðning fyrir slikri ákvörðun? Þess vegna gæti það mál eitt oröið stjórninni að falli strax á komandi hausti. Fjórða málið, sem markar verulega breytingu frá fyrri stefnu, er mál sem snertir utan- rikismál. Clark hefur lýst þvi yfir og reyndar lofað rlkisstjórn lsraels að hann muni flytja sendi- ráð Kanada I Israel frá Tel Aviv til Jerúsalem. Þar með viður- kennir hann rétt gyðinga til að gera Jerúsalem að höfuðborg Israelsrlkis. Þetta mun valda mikilli ólgu, ekki aðeins meðal araba, heldur einnig hjá banda- lagsþjóöum Kanada meðal vest- rænna rikja. Hvorki Frjálslyndi flokkurinn né kratar munu fallast á þessa ákvörðun og er þvl hér komið enn eitt mál, sem gæti orð- ið hinni nýju rlkisstjórn að falli. Stutt í nýjar kosningar? Af ofangreindu er ljóst að vegna þess að hin nýja ríkisstjórn er minnihlutastjórn, þá verður ákaflega erfitt fyrir hana að at- hafna sig I meiriháttar málum. Það er því algeng skoðun meðal stjórnmálaskýrenda I Kanada að þessi stjórn veröi ekki langllf. Ef ekki verða kosningar aftur I haust, þá mun stjórnin líklega ekki endast meir en ár. Ferli Trudeaus, sem stjórnmála- manns, er þvl ekki nærri lokið þrátt fyrir ósigurinn I kosningun- um, og geta Kanadabúar átt von á að sjá hann setjast á nýjan leik I sæti forsætisráðherra, fyrr en margan grunaði. unnu þau við varnarmálaráðu- neytið vestur-þýska. Þau eru einnig ásökuð og dæmd fyrir að hafa selt vestur-þýsk ríkis- leyndarmál til sama lands. Frank og Christine Gestner fengu sjö ára fangelsisdóm hvort um sig, en þau aðstoðuöu Lutze-hjónin við njósnirnar. Ein af aðferðunum til að hljóta 10 ára leikbann. Baráttu- glaður fótbolta- kappi Sænskur knattspyrnumaður hefur verið settur I 10 ára keppnisbann. Það byrjaði með þvi að hann sló dómara einn flat- an með vel útilátnu hnefahöggi. Það kostaði hann árs leikbann. Að ári liðnu byrjaði kappinn feril sinn með þvi að rifa upp horn- flaggið og þruma þvl I hausinn á öðrum knattspyrnumanni. Siðan sneri hann sér að dómaranum og lét hann hafa nokkur vei útilátin vandarhögg. Eftir að hafa barið dómara númer tvö niður, var fótbolta- manninum vikið af velli. En að sögn Svenska Dagbladets sást minn maður brátt aftur i keppni og haföi i millitiðinni skipt um félag. Og brátt kom I ljós að hann var betri með hnefunum en löpp- unum. En þá fannst mönnum nóg komið. Það leið ekki á löngu áður en knattspyrnudómarar I Uppsölum tóku mál hans fyrir og neituðu að dæma ef þessi leikmaður væri á vellinum. Iþrdttasamband Uppsala hefur nú kveðið upp dóm sinn: TIu ára keppnisbann. USA: Gervi- frjóvgun bönnuð Eiginkona lif stiðarf anga I Tennesee hefur farið I mál við fylkisstjórann, þar sem hann hefur meinað þeim hjónum að eignast barn með gervifrjóvgun. Bæði frúin, Mary MCDonaíd 29 og eiginmaður hennar, Ralph, sem er tlu árum eldri, hafa nýlega frelsast og tekið kristna trú.Ralph situr inni fyrir morð og er llfstiðarfangi. Þau eru bæði þeirrar trúar að Biblían krefjist þess að giftingin leiði af sér börn. Fyrir nokkkru hélt Mary á fund fylkisstjórans og fór fram á gervi- frjóvgun en fangelsislögin meina föngunum holdlegt samræði við konur sinar. Fylkisstjórinn, Lamar Alexander að nafni, og fjögurra barna faðir tók vel á móti Mary en illa I málaleitan hennar. Mary McDonald giftist Ralph þ. 24. maii ár en þauhöfðu áður hist við kristilegar samkomur. Frá þeirri stundu að þau voru gift hafa þau barist fyrir einum hlut: að fá að eignast barn saman. En bandarlska fangelsisker fið vinnur á móti þeim og nú hefur fangelsisstjórinn Harold Bradley bætt nýrri lagagrein I fangelsis- lögin: Þaö er bannað fyrir fanga að verða faðir með aðferð gervi- frjóvgunar. ...flöskuskeyti aö utan ...flöskuskeyti aö — Þig Dæmdir fyrir njósnir

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.