Þjóðviljinn - 24.06.1979, Page 16

Þjóðviljinn - 24.06.1979, Page 16
1« SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. júnl 1979 SÓLEY XII. Þór þeysir upp á milli Vatna- jökuls og Hofsjökuls. Stormurinn feykir sandinum upp í augu hans og vit. Hesturinn sem hann riður hrasar allt I einu og Þór fer af baki til að skoða fót hans. Hest- urinn er órólegur og getur augsýnilega ekki stigið i fótinn. XIII. Þór rankar við sér þegar hann heyrir vatn renna. Það er Sóley sem stendur yfir honum og hellir úr könnu i krús sem hún gefur honum að drekka úr. Þau eru i skjóli milli mosklæddra kletta- dranga og allt landslagið er eins og eftir rigningu. Hófatak fjar- lægist, en báðir hestar Þórs standa við hliðina á Sóleyju og éta safarika töðu. A fagurlega skreyttufatierýmisskonar matur til reiðu. Þór er klæddur rauðri mussu I stað þeirrar gráu slitnu sem hann hafði áður borið. „Ég bað hann Blesa um að sækja mig”, segir Sóley bliðlega, um leið og hún fyllir aftur krúsina af vatni. Þór horfir á hana og tekur allt i einu eftir þvi að hún ber langan rýting i beltinu. En hann spyr einskis — biður hana aðeins aö vera ekki of duttlungafulla og reyna að skilja sin vandamál. „Enda mun ég ekki bera nafn mitt með réttu fyrr en ég geri það”, svarar Sóley alvarleg. Hann brosir að henni — og hún kyssir hann á milli bitanna sem hún stingur upp i hann. XIV. Svipmyndir úr ferðalagi Þórs og Sóleyjar norður yfir Sprengi- sand. Sóley. virðist vön hestum og tamt að riða berbakt. Hún á það til aö hverfa burt um stund, þegar bergmálið kallar, eins og hún kallar það, og kemur aftur með upplýsingar um leiðina sem hægast sé að fara, fjallagrös og vatn þegar með þarf. Hinir ókunnu reiðmenn sjóndeildar- hringsins halda áfram að fylgjast með þeim þegar dimmir og tófan læöist úr fylgsni sinu. Þór segir Sóleyju frá þörfum og óskum almennings og lifnaðarháttum hans. Hún segir honum frá frelsinu, sem enginn mun öðlast án baráttu. „Þá verður hver og einn að berjast á eigin máta, til þess að verða frjáls”, segir Þór hugsandi, um leið og hann býr um eldinn fyrir nóttina, „þaö nægir ekki að einhver, eins og td. huldufólk, færi manni það á silf- urbakka”. í logunum birtast myndir af grænum högum, þar sem hestar eru á beit. Þór til mikillar furðu kennir hann sina hesta þar á meðal. Sóley hlær af kæti — sama barnalega hlátrinum, þótt hann sé langt frá þvi að vera kærulaus. „Þú ert þá farinn að elska mig lika”, segir hún fagnandi. Þór tautar eitthvað feimnislega en leggst sfðan hjá henni. XV. Þór er einmana og reiður og skammar Sóleyju þegar hún kemur loksins þeysandi. Hann segir að hún megi ekki hlaupa svona 1 burt án þess að láta sig vita, svo geti eitthvað komið fyrir hana, þvi þau fari að nálgast mannabyggðir. Hún biður hann um að vera ekki að þessari vit- leysu og flýta sér — hann sé ekki | einn i heiminum. {Jtsendarar i Snorra prests hafi verið á ferli um nóttina, rænt og ruplað á tveimur afdalabæjum og þau þurfi að koma við á öðrum þeirra. Þór er æfur og Sóley tekur á rýtingnum, en lætur höndina svo falla um leið og hún þakkar Þór fyrir að hafa kennt sér að lifa og finna til. Ef hann vilji halda áfram einn muni þau hittast áður en að Snorrabýli kemur, þvi þar þurfi hann og fleiri á hjálp hennar að halda. Þór fylgir henni kuldalega — hún er ákveðin og lifandi og syng- ur: Ali mirinn dansi fllrinn / bimsi lárinn dansar / og stigur sonarkorn. XVI. Það er kalt og tunglið veður I skýjum. Bláleitt mistur liggur yfir beljandi fljótinu. „Þetta fljót er óhamingjusamt”, segir Sóley, og Þór, sem gerir aö istaði hristir höfuðið. Hann virðist vera farinn að hugsa um Sóleyju sem „þetta kvenfólk”. Hún bendir honum inn I flöktandi logann sem ber við fljótið, og I honum birtist djákninn á Myrká sem leiðir Faxa út I fljótiö til þess að sækja ástmey sina Guörúnu. Hann riður upp aö bænum þar sem hún biöur hans uppáklædd og alsæl. Hann lyftir henni á bak Faxa fyrir aftan sig. Þau þeysa siðan allt hvað af tekur og niður að fljótinu. Þegar þau eru komin út i það mitt dregur skýin frá tunglinu og mæl- ir djákninn þá: „Máninn liður, dauðinn riöur; / sérðu ekki hvitan blett / I hnakka minum, / Garún, Garún?” Stúlkan er augsýnilega hrædd en þorir ekki annað en halda sér fast. Þegar þau koma loks rennblaut upp úr fljótinu stigur djákninn af baki, tekur Guðrúnu og leitar ásta hennar. Þegar hún þráast við verða atlot hans grimmileg og likari fangbrögðum. Hún nær að flýja undan honum og hleypur út úr eldinum. Hann eltir með hest- inn i taumi. Þau þekkja augsýni- lega Sóleyju og djákninn biður hana um aö aumkva sig yfir þau. Það sé þung fordæming að þurfa að fara yfir Iskalda ána á hverri nóttu til þess að sækja ástmey sina, en ná þó aldrei ástum hennar. Sóley leggur gæru úti- legumannsins yfir Guðrúnu og þerrar tár hennar — um leið og hún svarar djáknanum: „Meðan þú sjálfur reynir ekkert til þess aö berjast gegn fordæmingu þinni, og ágirnd þin og einmanaleiki stefna að þvi að ganga frekar af ástinni dauörien eiga á hættu að missa hana, þá mun ekkert breytast.” Djákninn þegir, það fer hrollur um hann og hann litur á Þór, sem roönar og hættir að hræðast drauginn. Hann býður þeim með sér að borða af seyðinu sem Sóley hefur soðið, og að hlýja sér við eldinn. Guðrún fer með særingar Þór og Sóleyju til vernd- ar og gefur Þór að lokum stafi mót illum sendingum. Sóley er þreytt og miöur sin. Þór tekur hana i fangið og leggur af stað með hana gangandi til þess að hún geti hvilst betur. XVII. Við Mývatn er fátækur bóndi að ýta út bát sinum til þess að leggja netin. Það er nótt yfir og lands- lagið er ævintýralegt. Þór kemur gangandi með hestana I taumi. Sóley sefur á öðrum þeirra. Hópurinn virkar á bóndann sem huldufólk. Þór hjálpar bónda að hrinda út bátnum og spyr hann hvernig veiðin gangi. Allt lát- bragðÞórs og málfar hefur mikið breyst i samneyti hans við Sól- eyju. Bóndi svarar, að þvi miður veiðist silungur ekki eins vel og áður I vatninu, þar sem stiflum hafi verið komiö fyrir i ánni. En hann sé vongóður nú, þar sem þau hafi látið sjá sig og það viti alltaf á betri tið. Þór segir Kvikmynda- handrit eftir Rósku Síðari hluti hæversklega að það sé ekki svo vist, þegar Sóley kemur gangandi upp með vatninu og biður bónd- annaðvera bjartsýnan. Vinkonur þeirra vatnadisirnar hafi lofað sér þvi að ryðja stiflunum úr vegi og frelsa silungana. Bóndinn þakkar og leggur út á vatnið, en þaðan heyrum við söng vatnadis- anna (meyfiskar) og Sóley veifar til þeirra. XVIII. Hápunktur ástaleikja Þórs og Sóleyjar, sem virðast hafa gleymt öllu þá stundina nema þvi, að þau eru maður og kona sem elskast. Sviðið er heitar laugar grafnar inni kletta og umhverfi. Þegar sól tekur að halla minnir Sóley á, að þau verði að komast til byggða fyrir myrkur. XIX. Þór og Sóley koma til einnar hjáleigujarðar Snorra prests. Nokkrir vinnukarlar hans (þeir sömu og viö sáum ráðast að úti- legumanninum I frásögn hans) eru uppteknir við að draga dauð hross og kindur niður i gjótu. Tveir þeirra, hálfu tötralegri en hinir, hafa kveikt eld og sviða þar sviö. Allt atferli þeirra er hið vigalegasta. Þegar þeir verða varir við aðkomufólk, bjóða þeir þeim flissandi að setjast og narta i sviðakjamma með sér. Fyrsta flokks matur, segja þeir, eins og allt sem kemur af skepnum Snorra húsbónda þeirra, eða eru þau kannski ein af þeim sem óttast að éta þær skepnur sem brytjaðar hafa verið niður af huldufólki? Þór og Sóley segjast vera svöng, þakka boðið og setjast hjá þeim. Hinir bætast i hópinn og finnast þetta hálfeinkennilegir gestir. Þór byrjar að spyrja frétta eins og vani hans er, um leið og hann gæðir sér á einum kjamma. Honum er svarað með háðung og grófyrðum. Hann skoðar þung- búinn markið á eyranu, spýtir þvi út úr sér sem hann var að tyggja og slengir kjammanum framan i karlinn sem boðið hafði i veisl- una. Þór kallar þá þjófa og öllum illum nöfnum, um leið og hann ræðst á næsta mann sem þrifið hafði til hans. Þór berst nú sem óöur viö ofurefli. Sóley stendur ein eftir við eldinn og fer með særingarþulu sem tryllir hesta vinnukarla, svo þeir hlaupa ærðir á brott. Þrir karlanna hlaupa á eftir þeim. Þeir tveir sem eftir eru hafa lagt Þór, rauð mussan opnast i hálsinn og galdrastafir Guðrúnar koma i ljós og neistar af þeim. Skugga Sóleyjar ber viö eldinn sem viröist hafa magnast. Karlagreyin verða lafhræddir, þeir sleppa Þór og hlaupa allt hvaö af tekur i áttina á eftir hinum. Þór er ofsareiður og þótt mátt- farinn sé eftir átökin hleypur hann að Sóleyju, gripur hastar- lega til hennar og kallar hana og þetta huldufólk hennar öllum illum nöfnum, þau drepi mis- kunnarlaust skepnur frá fátæku fólki. Sóley ber hendur fyrir sig, þegar hann steytir framan i hana hnefann, tekur nokkur skref aftur á bak, hann á eftir og svo koll af kolli þar til hún hrasar og dettur á jörðina. Hann sest sár og úrvinda — er að gráti kominn. Sóley reynir að útskýra máliö: Huldu- fólkið hafi drepið skepnur fyrir Snorra presti, til þess að refsa honum fyrir þær mörgu mis- gjörðir sem hann hafi undanfarið beitt fátæka og huldufólkið sjálft. Þessar skepnur sem Þór hafi þekkt sem sinar hafi verið i húsum Snorra — hann hafi stolið þeim. Hún kveðst samt hafa lært að þetta muni ekki vera rétt leið til þess að bæta hinum fátæku það sem þeir hafi misst. Siðan býður hún Þór gull og græna skóga, en hann biður hana að fara ekki i burt frá sér. Sóley kinkar kolli til samþykkis. XX. Þór og Sóley koma til bæjar Snorra prests. Fólk er við vinnu. Snorri ræðir við tvo hjáleigu- bændur sem ekki hafa fært honum silung eins og venjulega — ekki geti stiflurnar, sem hann hafi látið setja, horfið? Meðal vinnuhjúa eru tveir karlar sem við sáum i siðustu senu. Þegar Snorri sér að gestir eru komnir gengur hann þeim i mót og heilsar þeim kurteislega á allan hátt og biöur guð að blessa þau. Sóley verður illt við, en Þór tekur vel undir — segir til nafns og sins heima og kynnir Sóleyju sem heitmey sina. Prestur spyr, hve stórt bú hann eigi — finnst auðsýnilega margt einkennilegt við aðkomumenn, bæði klæðn- aður og frásögn. Þór svarar, aö hann hafi átt aðra fimm hesta og 27 kindur, sem öll hafi horfið. Snorri kveður það ekki mikið miðað við missi hans á búfénaði, sem hafi verið murkaður niður af hinu illræmda huldufólki. Tvö sel hafi einnig verið brennd fyrir sér og stiflurnar sprengdar úr ánni. En þar meö sé áhyggjum hans alls ekki lokið; hann sé nefnilega guðs þjónn og þessir trúleys- ingjar I sókninni haldi þvi fram, að huldufólkiö reynist þvi betur en drottinn. XXI. Snorri, heimafólk hans og hjú, Sóley og Þór sitja inni I baðstofu. Einnig er kominn kaupmaður til þess að versla við prest. Snorri er maður nokkuð við aldur, augsýni- lega greindur en ofstækisfullur i tali. Hann beinir mikið máli sinu til Þórs — en skáskýtur aöeins augunum til Sóleyjar, og þá aðal- lega á gersemar þær sem hún ber. Borðsiðir hennar vekja einnig athygli fólks og Snorra fer að gruna að ekki sé allt með felldu, hvað uppruna heitmeyjar Þórs snertir. t hvert sinn sem prestur hallmælir huldufðlkinu brotnar eitthvað i baðstofunni. Snorri segir að i kvöld muni öll sóknin koma til messu og taka við heilagri blessun i guðs húsi, þar sem yfirgangur huldufólksins hafi verið öllum til bölvunar upp á siðkastið. Einnig muni þeir,sem grunaðir eru um að vera I vitorði með þvi, verða að greiða þungan skatt. Hann býöur svo Þór aö koma með til messu og þakkar hann fyrir. Sóley ber fyrir sig þreytu og vosbúö eftir ferðina og matráðskona hjálpar henni að leggjast til hvilu. Þór biður þá um að mega gæta bæjar fyrir prest á meðan hann sé i kirkju. Snorri fellst á það, en spyr hvort hann sé eigi hræddur við huldufólkið. Þór kveðst ekki eiga eftir nema tvo hesta, en ef hann eigi þess kost að hefna sin á þeim sem stálu hinum þá muni hann gera þaö. Verða Sóley og Þór ein eftir á bænum. Framhald á 21. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.