Þjóðviljinn - 30.06.1979, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. júnl 1979
AF SÓLSKINSDEGI í LÍFI MÍNU
Dagbókarbrot. 24. júni.
Ég vaknaði við það í morgun með andfælum
og f yrir allar aldir, að sólskin var komið. Vissi
að ég hafði tök á því að slá öllu, sem ég hafði
ákveðið að gera, á frest og gerast slæpingi í
einn dag eða tvo, já jafnvel meðan sólskinið
entist. Það var víst lítil hætta á því, að ég yrði
slæpingi til langframa þó ég tæki þessa
ákvörðun. Hnippti í konuna mína og spurði
hana hvort hún ætlaði ekki að gefa mér morg-
unkaffi áður en hún færi f vinnuna. Hún var
frekar afundin, eins og hún er stundum á
þessum tíma sólarhringsins, og spurði mig
hvort ég gæti ekki sjálf ur búið til kaffi úrþví
ég væri vaknaður. Mér sárnaði þetta snöggv-
ast, því mér f innst eins og hún sé að verða svo-
lítið tilætlunarsöm uppá síðkastið. En svo varð
mér hugsað til veðurblíðunnar úti og ákvað að
koma konunni þægilega á óvart. Ég kveikti á
útvarpinu í svef nherberginu, en þar var Pétur
Pétursson aðenda við að spila Diskó-Friskó og
byrja á þýskum göngumarsi með viðeigandi
formálum og eftirmálum. Þá spratt ég fram-
úr, f ramí eldhús og ákvað að búa til te. Það er
gert með því að stinga hraðsuðukatlinum í
samband, eftir að búið er að set ja á hann vatn,
svodýfa allir, sem ætla aðfá sér te, tepoka of-
aní vatnið þegar það er orðið heitt. Nefnilega
afar einfalt, þegar maður hefur einusinni
komist uppá lagið með það. Á leiðinni framí
eldhús heyrði ég að konan mín lagði eitthvað
til málanna um Pétur, útvarpið og þýska
göngumarsa fyrir allar aldir. Mér heyrðist
hún segja að Jón Múli væri betri en Pétur um
þessar mundir, en auðvitað tók ég ekkert
mark á þessu frekar en öðru,, sem fólk lætur
útúr sér í svef nrof unum og tók til við morgun-
verkin á sjálfum mér.
Þegar ég f ór svo að klæða mig sá ég að kon-
an mín hafði gleymt að taka til sokka handa
mér áður en við fórum að sofa. Aftur sárnaði
mér snöggvast, en þó fyrirgaf ég henni þetta
rétt strax vegna sólskinsins, sem flæddi inní
húsið mitt. Ég stjakaði aðeins við henni og
spurði hana blíðlega hvern andskotann það
ætti að þýða að haf a ekki sokka tilbúna handa
mér á morgnana. Ég heyrði ekki hverju hún
svaraði fyrir þýska göngumarsinum í útvarp-
inu, svoég lækkaði aðeins í Pétri, en hún sagði
„Guði sé lof". Skrítið fólk kvenfólk. Svo fór
hún að tygja sig í vinnuna, við drukkum teið,
sem ég hafði búið til f yrir hana, og svo fór hún
í vinnuna, en ég útí blessað sólskinið, ,,án tak-
marks og tilgangs" eins og skáldið sagði.
i
Fyrst f ór ég niður á Hressó og rabbaði þar í
tvo tíma um existentialismann sem slíkan í
sögulegu samhengi og áhrif hans á ítalska
Ijóðagerð síðustu áratuga. Þegar þetta um-
ræðuefni hafði verið tæmt og útkljáð fór ég
aftur út í sólskinið. Á móti mér í sólbaðaðri
göngugötunni kom gamall skólabróðir minn úr
gaggó, kallaður Kölski afþví hann reykti svo
mikið.
„Gamli vinur og félagi. Á ekki að redda
gömlum skólabróður?"
„Á ekki túskilding með gati!"
„Það eru ekki peningar. Á gras af seðlum.
Ég ætla bara að biðja þig, gamli vinur, að
kaupa f yrir mig tvöhundruð grömm af kogga.
Heldurðu að þú fáir ekki afgreiðslu?"
Og hann rétti mér fimmþúsund kall og bað
mig um að reyna að f á stóra f lösku. Ég sagðist
ekki þora að biðja um meira en tvöhundruð
grömm, því það væri vanalegur skammtur á
tærnar, en spurði hann í leiðinni hversvegna í
ósköpunum hann keypti sér ekki heldur
brennivin.
„Kogginn er það eina, sem hægt er að
drekka, ef maður ætlar að halda heilsunni",
sagði Kölski, svo ég fór inn í Reykjavikur
Apótek og fékk handa honum tvöhundruð
grömm af kogga. Þegar ég kom til baka fékk
hann sér vænan gúlsopa úr glasinu og fór svo
með gamla vísu:
Kogginn hefur kosti þrjá:
kogginn gleður rekka,
koggann bera á kroppinn má,
en koggann á að drekka.
Ég gekk út á Austurvöll, settist þar á bekk
og fór að kíkja í blöðin. Á næsta bekk sátu tvær
konur á aldur við mig í hörku samræðum um
menn og málefni:
„ Ég hef heyrt að Sveinbjörn sé kominn heim
aftur."
„Ég bara trúi þér ekki. Ég meina það. Að
hafa lyst á honum uppúr þessu svínaríi.
Veistu, ég skil hana Eygló bara ekki. Ætlar
hún virkilega að taka við honum aftur eftir
allt sem á undan er gengið?"
„Ja, ég veit nú ekki hvort hún Eygló hefur
ráð á því að vera að setja sig á háan hest. Ég
hef nú alltaf heyrt að hún væri hálfgerð
drusla. Og þó að hann Sveinbjörn hafi barið
krakkana, hálfdrepið hana Eygló og alla tíð
haldið framhjá henni, þegar hann var á þess-
um ofboðslegu fylliríum og jafnvel þá sjaldan
rann af honum, þá skaffaði hann þó alltaf
vel".
„Já, þú þarft náttúrlega ekki að lýsa henni
Eygló neitt fyrir mér. Ég þekki hana og allt
hennar fólk. Algert skítapakk."
Nú ákvað ég að labba vestur í Sundlaug
Vesturbæjar og eyða restinni af deginum í
heita pottinum og sólbaði, diskútera hitastigið
i heita pottinum, hver væri fallegast brúnn,
kíkja aðeins á stelpurnar í laumi og ná svo í
konuna mína í vinnuna klukkan f imm svo hún*
gæti farið að búa til kvöldmatinn. Á leiðinni
datt mér einhverra hluta vegna í hug þetta
gamla Ijóðbrot:
Simmi rimmi rimmi bræsling í sunnan
blænum
og sólin á krypplingana skín, me me,
Að fá sér skrekkling á stúlkum vænum
og Glogglí er konan mín, me me.
Flosi.
Skattskráin ekki
fyrr en í lok júlí
Nú nálgast sú gleöistund aö
skattskráin Ilti dagsins ljós. Menn
eru farnir aö veröa óþreyjufullir
og þvi hringdum viö f skattstofur
þriggja umdæma til aö spyrjast
fyrir um hvenær von væri á þeirri
miklu bók.
Á Skattstofunni i Reykjavik
fengum við þær upplýsingar aö
skrárinnar víh-í ekki að vænta
fyrr en I tok júli. Lög gera ráö
fyrir að hún komi út um 20. júni,
en undanfarin ár hefur fengist
undanþága frá þvi.
„Það er afar seinlegt að vinna
skrán a og það tekur um þr jár vik-
ur aö renna henni í gegnum
vélarnar”, sagöi Asgeir Jónsson
skrifstofustjóri Skattstofunnar.
A Akureyri er skattstofa
Norðurlandsumdæmis eystra.
Skattstjórinn, Hallur Sigur-
björnsson, tjáði okkur að þar
nyrðra kæmi skráin út fyrir
miðjan júli' og væri þaö heldur i
fyrra lagi miðað við undanfarin
ár.
Skattskráin i Reykjanesum-
dæmi er væntanleg siðustu
dagana i' júli að sögn skatt-
stjórans, Sveins Þórðarsonar.
„Hún verður þó komin nógu
snemma til að hægt verði að
draga af launum i ágúst.”
Það er þvi greinilegt að skatt-
greiðendur verða aðbiða enn um
sinn milli vonar og ótta.
—ká
EIK (m-1): Tökum
yiö flóttamönnunum
Framkvæmdanefnd miðstjórn-
ar Einingarsamtaka kommúnista
(marx-leninista) hefur sent frá
sér eftirfarandi yfirlýsingu
varöandi flóttamenn frá Viet
Nam:
„Flóttamannastofnun Samein-
uöu þjóðanna hefur fariö þess á
leit við islensk stjórnvöld aö þau
heimili 50 flóttamönnum frá Viet
Nam að flytjast til landsins.
Af þessu tilefni taka EIK(m-l)
það fram, að samtökin telja
stjórnvöldum skylt að rétta þessu
stríðshrjáða fólki hjálparhönd, en
fresta ekki ákvörðun eins og nú
hefur oröið. Kommúnistar og
margir aörir studdu á sinum tíma
þjóöfrelsishreyfinguna i Viet
Nam. En nýrri auðstétt og arð-
ræningjum Sovétrikjanna tókst
að try ggja sér hliðholl syórnvöld i
Viet Nam, og geralandið að lepp
sinum I SA-Asiu. Yfirgangur
ráðamanna I Viet Nam bitnar nú
á alþýðu landsins, þjóöarbrotum
og nágrannarikjunum. Hundruð
þúsunda fólks úr öllum þjóö-
félagsstéttum er rekið úr landi og
verður oft að greiða gjald fyrir
fararleyfi. Hvort sem þetta fóik
fer nauöugt eða viljugt er það
kallaö flóttafólk.
EIK(m-l) fordæma framferði
stjórnvalda i Viet Nam og
krefjast þess um leið, að Islenska
rikisstjórnin bregðist skjótt við
beiðni SÞ.
EIK(m-l) kvetja stjórnmála-
flokka og önnur samtök til þess að
taka máliðuppogþrýsta ástjórn-
völd. Samtökin hvetja fólk til þess
að hafna kynþáttafordómum og
taka mið af þvi, hvernig það væri
i sporum fólksins frá Viet Nam.”
Áskriftasími
Þjódviljans 81333
Ragnar Arnalds menntamálaráðherra og G. N. Farafanov undirrita
áætlun um samstarf á sviöi menningar og vlsinda milli Sovétrikjanna
og tslands árin 1980-1985.
Menningarsamstarf
tslands og Sovétríkjanna
Nýlega var undirrituð i
Reykjavik áætlun um samstarf á
sviði menningar og visinda milli
tslands og Sovétrikjanna árin
1980-1984.
Það voru þeir Ragnar Arnalds
menntamálaráðherra og G.N.
Farafanov sendiherra Sovétrikj.
anna sem undirrituðu, en
embættismenn sáu um viðræður
og samninga. Þessi áætlun er að
mestu samhljóða þeirri sem nú er
i gildi. Eina nýja ákvæðið er að
gert er ráð fyrir samningu og út-
gáfu rússnesk-islenskrar orða-
bókar á tímabilinu.
Af helstu atriðum I samn-
ingnum má nefna aö gert er
ráö fyrir aö aöilar skiptist á
kennurum viö æöri menntastofn-
anir, en nokkur vandkvæði hafa
fylgt rússneskukennslu hér við
Háskólann og illa gengiö aö fá
kennara. Þá er gert ráö fyrir
samskiptum visindamanna og
hvor aðili um sig mun veita ein-
um stúdent styrk til náms.
Einn kafli samningsins fjallar
um menningu og listir og eru þar
ákvæði um sýningar, tónleika,
skipti á bókum og timaritum og
einnig að stuölað veröi aö útgáfu
og þýðingu bóka i báöum löndum.
Þá er kafli um kvikmyndir og
mun ætlunin aö áfram veröi
haldið með kynningu á rúss-
neskum myndum hér á landi bæði
i kvikmyndahúsum og sjónvarpi.
— ká