Þjóðviljinn - 30.06.1979, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.06.1979, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. júnl 1979 V erkamannaf élagið Dagsbrún Félagsfundur verður i Iðnó mánudaginn 2. júli kl. 20,30. Fundarefni: Samningarnir. Skorað á félagsmenn að koma á fundinn og sýna skirteini við innganginn. Stjórnin Harald Theodorsson frá Sviþjóð flytur erindi með litskyggnum, sem nefnist Áret rant i Gagnef i fyrirlestrarsal Norræna hússins sunnudaginn 1. júlí 1979 kl. 16:00 / Sýningin Myndir frá Islandi er opin i sýningarsölum hússins daglega kl. 14—19. Sýningunni lýkur 8. júli. Verið velkomin NORRÆNA HUSIÐ Félag íslenskra raívirk ja Félagsfundur verður haldinn mánudaginn 2. júli kl. 8.30 e.h. i Félagsmiðstöð rafiðn- aðarmanna Háaleitisbraut 68. Fundarefni: Kjarasamningarnir. Stjórn Félags islenskra rafvirkja. FELAGSFUNDUR Verslunarmannafélag Reykjavikur heldur félagsfund að Hótel Esju mánu- daginn 2. júli, 1979, kl. 20.30. Fundarefni: Kjarasamningarnir. VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR • Blikkidjan Ásgaröi 7, Garðabæ Önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiöi. Gerum föst verðtilboö SÍMI 5^3468 Nýtt kvikmyndafélag Ætlar að mynda „Sóley” Rósku Þessa daganna er unniO aO undirbúningi hlutafélags um kvikmyndalist. Þaö eru ýmsir áhugamenn sem aO félaginu standa, þar á meOal listamenn og listunnendur, auk lærOra kvik- myndara. Aöalhvatamaöur aö stofnun félagsins er Róska, sem undanfarin ár hefur helgaö sig ræmulistinni, en aö mestu lagt aöra myndgerö á hilluna. Félaginuer ætlaö þaö hlutverk aö kynna kvikmyndir, standa fyrir sýningum og útgáfu rita um kvikmyndir og siöast en ekki sist standa aö gerö og dreifingu mynda. Þegar er eitt verk i undir- búningi, kvikmyndunSóleyjar, en kvikmyndahandritiö sem Róska samdi hefur nýlega veriö kynnt á siöum Sunnudagsblaös Þjóö- viljans. Róska er nú á förum utan til aö ná i vélakost sinn og filmur, en áætlaö er aö hefja kvikmyndun um miöjan ágúst. Mikill hluti myndarinnar gerist uppi á öræfum og úti i sveitum, svo þau sem aö Sóley standa mega heldur betur biöja veðurguöina aö vera sér hliöhollir ef vel á aö takast. Stofnfundur hlutafélagsins veröur haldinn aö hótel Esju 12. júli kl. 20.30. —ká Jass í Stúdentakjallaranum Sýningu Sigrúnar ad ljúka stundina er Sigrún Eldjárn einmitt meö sýningu. Henni lýkur ekki fyrr en á þjóðhátiðardegi Bandarikjamanna, 4. júli. 1 stuttu spjalli við Skúla Thor- oddsen4 sem er hæstráöandi Stúdentakjallaransj sagöi hann, aö pizzurnar og létta viniö nytu mikilla vinsælda meöal þeirra sem kunna þá list aö eta og drekka — i hófi þó. Einkum heföu menn á orði, aö miöað við dýrtiðarflauminn i þjóöfélaginu væri Stúdentakjallarinn einsog vin i eyöimörkinni. „Enda erum við ekki aö stunda neitt gróöabrall,” sagöi Skúli, og hvatti menn til að kikja inn á sunnudagskvöldið til aö hlusta á djass og sporörenna nokkrum pizzubitum. —ÖS Öryggisnámskeið á Grundartanga Stúdentakjallarinn er aö vinna sér traustan sess I fábreyttu gleöilifi Reykjavikur. Þaö eru heldur ekki á hverju strái veitingastaðir, þarsem menn geta sest inn og hlustaö á ferska tónlist, notiö góöra og ódýrra veiga, etiö pizza og friskað bragölaukana meö islenskri sild. Og þó maturinn og viniö sé gott, þá skiptir kannski auralitinn almenning meiru máli, að veröinu er stillt i lofsvert hóf. Stúdentak jallarinn hefur bryddað á þvi nýmæli, að fá kunna djassfrömuöi til liös viö sig á sunnudagskvöldum til aö skemmta sjálfum sér og öörum. Þessi djasskvöld eru aö veröa fastur liöur i borgarlifinu enda af- buröa vinsæl. Þaö er heldur ekki á hverjum degi sem Guðmundur Ingolfsson lemur pianóiö af jafn- mikilli kúnst og i kjallaranum. Forkólfar stúdenta hafa lika beitt sér fyrir þvi aö ýmsir ágætir listamenn sýna myndverk sin á veggjum kjallarans og þessa Athugasemd Kjartan Guömundsson aðal- trúnaöarmaöur aö Grundartanga haföi samband viö blaöið út af frétt i blaöinu sl. föstudag, þar sem segir að námskeiöi i hjálp I viðlögum hafi verið hætt fyrir timann og er ráöamönnum fyrir- tækisins kennt um. Kjartan sagöi, að i þessum efnum væri ekki viö ráöamenn fyrirtækisins aö sakast. Þeir heföu fyrir sitt leyti staöið viö öli fylgiskjöl viö samninga viö verkafólk sem lytu aö öryggis- málum og fræöslu um þau. Um sex vikna skeiö heföu allir starfs- menn átt kost á tólf tima kennslu hver i hjálp i viðlögum — og ekki upp á neitt að klaga i þeim efnum. Frekar væri aö þaö heföi þurft að reka á eftir sumum mönnum aö sækja námskeiöiö sagöi Kjartan aö lokum. Okkar menn (il Sviss Islenska landsliöiö i bridge 1979 fer utan I dag, til keppni i Evrópumóti landsliöa i bridge. Mótiö er aö þessu sinni haldiö i Lausanne Sviss. Liöiö skipa eftirtaldir: Ásmundur Pálsson, Guölaugur R. Jóhannesson, Hjalti Eliasson, Jón Asbjörns- son, Sfmon Símonarson og Orn Arnþórsson. Fyrirliöi liösins er Rikharöur Steinbergsson. Auk þeirra fer Jón Páll Sigurjónsson einnig til Swiss. Ekki er vitað (almenningur) um þátttökufjölda þjóöa I mótinu, en liklegt er taliö aö 22- 23 þjóðir taki þátt I þvi, aö þessu sinni. Spilaöir eru 2 leikir á dag, og eru 32 spil milli sveita. Mótiö mun þvi taka yfir 1/2 mánuö. Litiö er vitaö um skipan sveita annarra þjóöa, en i heild sinni, er þetta mót ákaflega sterkt. Liklegir sigurvegarar eru aö sjálfsögðu Italir, en Pólverjar, Bretar og Frakkar og Sviar hafa einnig á aö skipa sterkum liöum og kemur einhver þessara þjóða til með aö sigra mótiö. Islendingar hafa ekki veriö hátt skrifaöir undanfarin ár i þessum mótum, enda hafa liðin veriö aö rokka þetta frá 12-20 sæti undanfarin ár. Þátturinn spáir þvi, aö þetta liö lendi i 13-15 sæti, eftir þvi hvernig loka- tempóið veröur. Ct af fyir sig er þaö alveg prýðisárangur, og ekkert til aö roðna yfir. Hins- vegar hefur þátturinn áður bent á gildi þess að taka þátt i svona mótum einu sinni á ári, meö misjöfnum liöum og mönnum. Aö visu er enginn þeirra manna sem nú fara út, nýliöi, svo kannski þess vegna má frekar búast við, aö allri „tilraunastarfsemi” sé hætt, þegar til landsliös er valiö eöa hvaö? Eftir hverju er veriö aö slægjast, þegar sent er út liö tii keppni einu sinni á ári? Betri árangri en siöast? Gefa mönuum kost á aö skipa lands- liö? Eða einfaldlega veriö aö eyöa innkomnu fé? Þær eru óneitanlega margar spurningarnar sem vakna, þegar þessi mál ber á góma. Þeim er ekki auö- svaraö. Landsliösmál eru og veröa alltaf viökvæm mál, svona einsog lasna frænkan fyr- ir austan fjall sem aldrei mátti tala um. Hvaö skyldi hafa þjáö frænkuna? Umtaliö eöa einfaldlega veikindi? Þátturinn óskar liöinu alls hins besta. Megi liðinu ganga allt (flest) I haginn. Bikarkeppni Bridge- sambandsins Þátturinn Itrekar þá áskorun sina til fyrirliöa sveita, aö senda inn úrslit úr bikarleikjum til þáttarins, eöa hafa samband við undirritaöan. Þau úrslit sem þættinum er þegar kunnugt um, eru: Sveit Tryggva Gislasonar R.-sigraöi sveit Jóns Bald- urssonar R. Sveit Siguröar B. Þorsteins- sonar R., sigraði sveit Kristjáns Kristjánssonar Austfj. Sveit Sigmundar Stefáns- sonar R., sigraöi sveit Gunn- laugs óskarssonar R. Sveit Hjalta Eiiassonar R, sigraöi sveit Alfreös G. Alfreös- sonar Sandgeröi. Um fleiri leiki er ekki vitaö. Skemmtilegar keppnir hjá Ásunum Mitchell-fyrirkomulagiö hjá Asunum nýtur vinsælda hjá keppendum. Þessi urðu úrslit sl. mánudag: N-S áttir: 1. Arni Alexanderson - Ragnar Magnússon 227 2. Guðmundur Páll Arnarson - Sverrir Ármannsson 262 3. Haukur Ingason - Hjörleifur Jakobsson 250 4. Sigriöur Pálsdóttir - Sigrún ólafsdóttir 236 5. Jakob R. Möller - Siguröur Sverrisson 228 A-V áttir: 1. Hrólfur Hjaltason - Skafti Jónsson 271 2. Guöriöur Guðmundsdóttir - Sveinn Helgason 245 3. Ármann J. Lárusson - Sævin Bjarnason 232 4. Albert Þorsteinsson Kristófer Magnússon 221 5. Steinberg Rikarðsson - Tryggvi Bjarnason 220 Keppnisstjóri var Jón Páll. Meöalskor 216. Keppt veröur næsta mánu- dag. Keppni hefst kl. 19.30. Spilað er i Félagsheimili Kópavogs. Allir velkomnir. Af blaðamannafundi Nú I vikunni var haldinn lang- þráöur blaöamannafundur Bridgesambands Islands. Þvi miður komust boð til min ekki rétta boöleiö, en eitthvaö hefur þó lekiö út á fundinum, aö er manni skilst. Forseta var tiö- rætt um blaöaskrif ýmissra blaöa um landsliösmál og er þaö að vonum. Enn einu sinni veröur þáttur- inn aö itreka þá samþykkt sem gerö hefur veriö á þingum BSl, þaö er, aö timabært sé að feng- inn veröi maöur til að sjá um samgang viö fjölmiöla um framgang bridgemála. Það er löngu ljóst, aö nv. forseti veldur ekki þessu hlut- verki. Um aðra gagnrýni sem nv. forseti hefur látið fara frá sér um dagblöð almennt, læt ég mér i léttu rúmi liggja.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.