Þjóðviljinn - 30.06.1979, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. júnl 1979
DIODVIUINN
Málgagn sósialisma, verkalýðs
hreyfingar og þjóðfrelsis
('lgefandi: Utgáfufélag Þjóöviljans
Kramkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Kitsljórar: Arni Bergmann. Einar Karl Haraldsson.
Fréttastjóri: Vilborg Harftardóttir
Imsjónarmaöur Sunnudagsblafts: 1 ngólfur Margeirsson.
Rekstrarstjóri: Olfar Þormóftsson
Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéftinsson
Afgreiftslustjóri: Filip W. Franksson
Blaftamenn: Alfheiftur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guftjón
Friftriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gfslason, Sigurdór
Sigurdórsson.
Erlendar fréttir: Halldór Guftmundsson. Iþróttafréttamaftur:
Ingólfur Hannesson. Þingfréttamaftur: Sigurftur G. Tómasson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson.
Otlit og hönnun: Guftjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elfas Mar.
Safnvörftur: Eyjólfur Arnason
Auglýsingar: Sigríftur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Ólafsson.
Skrifstofa: Guftrún Guftvarftardóttir. Jón Asgeir Sigurftsson.
Afgreiftsla: Guftmundur Steinsson. Hermann P Jónasson. Kristfn Pét-
ursdóttir.
Sfmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriftur Kristjánsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Bárftardóttir
Húsmóftir: Jóna Sigurftardóttir
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Otkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guftmundsson.
Ritstjórn, afgreiftsla og auglýsingar: Siftumúla 6. Reykjavik. sfmi 8 13 33.
Prentun: Blaftaprent hf.
Uppsagnir hjá Flugleiöum
• í þeirri orrahríð sem verið hefur að undanförnu um
það hvort Rússar séu að plata okkur i olíumálum eða
ekki, hafa ýmsir alvarlegir atburðir fallið nokkuð f
skuggann, jafnvel þótt tengdir séu olíumálunum.
Alvarlegastur slíkra atburða er sú ákvörðun stjórnar
Flugleiða að segja upp 200 starfsmönnum sfnum til að
rétta af rekstrarhalla þann sem félagið segist vera að
sligast undan.
#Hætt er við að verulegur hluti þess starfsfólks, sem
þarna er sagt upp, muni ekki fá atvinnu að nýju þegar,
í stað. Atvinnuleysisvofan virðist því ætla að laumast að
okkur í skjóli olíuvandans. Ef svo reynist er horfin
siðasta huggun okkar í verðbólgu þeirri er hérlendis
geisar, að við höf um þó haldið uppi f ullri atvinnu.
• Sú ríkisstjórn sem nú situr, og mynduð er fyrir tilstilli
verkalýðshreyfingarinnar, hlýtur að leggja á það
megináherslu að halda atvinnuleysisvofunni frá bæjar-
dyrum okkar. Ef árekstrar verða milli þeirra markmiða
að útrýma verðbólgunni og útrýma atvinnuleysinu
hlýtur baráttan fyrir fullri atvinnu að hafa forgang.
• Um sjálfar uppsagnir Flugleiða og nauðsyn þeirra er
erf itt að dæma, en þó f er ekki hjá því, að heldur þyki
manni það nöturlegar aðfarir, að um leið og f lugmenn fá
launahækkanir sem nema mánaðarlaunum skrifstofu-
manns er f jölda starf smanna ýtt út á götuna.
®En það eru fleiri hættur tengdar erfiðleikum Flug-
leiða en uppsagnirnar einar, og eru þær þó nógu al-
varlegar. Flugöryggi þjóðarinnar allrar er í húfi.
• ( því sambandi er ástæða til að ryf ja upp, að þegar
sameining flugfélaganna var til umræðu lögðu
sósíalistar á það áherslu, að þótt sameining væri sjálf-
sögð sökum aukinnar hagkvæmni, þá mætti ekki blanda
málum svo gersamlega, að skakkaföll í hinu áhættu-
sama Bandaríkjaflugi Loftleiða ógnuðu nauðsynlegum
flugsamgöngum fslendinga sjálfra, en þær fara einkum
fram með vélum Flugfélags (slands. Á þessar að-
varanir er ekki hlustað.
• ( dag er það einkum Ameríkuflugið sem erfiðleikum
veldur, og þvi miður er það svo, að ef grundvöllur
þeirrar starfsemi brysti myndi hann í fallinu líklega,
taka með sér aðrar f lugsamgöngur okkar.
Jan Mayen deilan
• Hingað til lands komu í gær tignir gestir úr Noregi að
ræða mál þau er tengjast loðnuveiði við Jan Mayen.
Þarna er um viðkvæmt hagsmunamál að ræða og mikil-
vægt að leyst verði á þann hátt að hagur okkar verði
ekki fyrir borð borinn og að loðnustofninum verði ekki
ofboðið.
• Norðmenn vilja að öllum líkindum hengja fleira á
spýtuna, og ekki þykir okkur ólíklegt að íslenskir
Natóvinir muni hjala í takt við þá. ( fyrsta lagi vilja
Norðmenn taka sér 200 mílna efnahagslögsögu við Jan
Mayen, og kemur þar margt til, þar á meðal að ef olía
finnst svo norðarlega, þá er hana líklegast að finna á
Jan Mayen hryggnum. í öðru lagi er Norðmönnum það
mikið kappsmál að bandaríska herstöðin verði hér á
landi um aldur og ævi, því ef hún fer mun aukast mjög
þrýstingur Bandaríkjamanna á Norðmenn að setja upp
Natfrherstöð í Noregi. Þvi var það að Norðmenn höfðu
öðrum þjóðum meiri áhyggjur af vondum samskiptum
íslendinga og Natóríkja ýmissa í þorskastríðinu.
• Val Norðmanna á fulltrúum til að senda hingað til
lands bendir til þess að þeir geti vel hugsað sér að
tengja saman: loðnuna við Jan Mayen, landgrunnsmá!
þeirrar eyjar, olíuvanda íslendinga og herstöðina í
Keflavík. Er í sjálfu sér engin ástæða til að álasa þeim
f yrir að reyna að gæta eigin hagsmuna á þann hátt.
• En öllum tilboðum um að við fáum eitthvað ódýrari
olíu gegn því að við sættum okkur til frambúðar við
herstöðina á Miðnesheiði og að Norðmenn fái vilja sinn í
Jan Mayen málinu ber umyrðalaust að hafna. eng
! Kryfium
\ þokkagengið
Þaö hefur jafnan verið vandi
■ sósialiskra hreyfinga sem þátt
■ hafa tekiö í þvi aö stjórna hinu
JJ borgaralega samfélagi, aö
■ missa ekki sjónar á markmiö-
I um I hinu daglega þrasi. Ekki
f skal fyrir þaö þrætt aö umræöa i
I Þjóðviljanum hefur boriö þess
■ nokkur merki aö Alþýöubanda-
I lagiö er i stjórn og hefur þar
B þurft aö standa aö erfiöum aö-
■ gerðum.
■ Þvi er hressandi aö lesa skrif
_ á borö viö siöasta leiöara þess
I góöa blaös Noröurlands, þar
■ sem grundvallarspurninga er
| spurt:
■ „Við skulum láta visis- og
| morgunblaösófétinu eftir aö
J rúlla meö atvinnurekendabauli
■ niöur velferöarbrekkurnar á
■ siðum sinum, — en staldra
f heldur viö og athuga skyggniö
| til markmiöa þeirra, sem heyja
■ stéttabaráttu til fegurra og
I betra mannlifs i sósialisman-
Z um. Viö erum yfirleitt alltof
| vön þvi aö vera I svokallaðri
■ varnarstööu, sem þýöir nánast
m þaö, aö halda sér saman meöan
I ekkert gerist sem breytir vig-
■ stööunni. Þaö er máske ein
| ástæöna þess, hve litiö vinnst
■ frjótt og árangursrfkt I sósial-
I iskri baráttu. Viö þykjumst
m vera aö feta leiöina ströngu
■ þumlung fyrir þumlung á mál-
■ þingum borgaranna. Þaö hefur
í m.a. þýtt aö viö höfum tekiö upp
I starfshætti andstæðinga okkar I
■ sveitarstjórnar- og þingræöis-
| pólitik, aö meira og minna
■ leyti. Margra ára reynsla
■ krataflokka á siöustu áratugum
■ I nágrannalöndunum sýnir aö
■ þessi leiö ein þokar okkur lltt
I eöa ekkert i átt til markmiösins.
I" Hjálpi okkur allar góöar rauöar
vættir til aö foröast þaö fúla
forkratafen, sem Alþýöuflokk-
f urinn dagar nú uppi I.
Viö ættum aö leyfa okkur
■ þann munaö nú þegar viö höf-
I um verið I þeirri aöstööu aö
Z lappu upp á kapitaliska samfé-
■ lagiö Islenska, aö gera þaö upp
■ viö okkur, hvort viö viljum
| vinna meö þessum hætti, hvort
I viö þekkjum ekki aörar aöferöir
■ til aö nálgast ætlunarverk okkar
I heldur en núverandi dapurlega
■ hlutskipti.
I Islensku þjóöfélagi ráöa burg-
J eisar I krafti auösins. Stórfyrir-
■ tækin „islensku” eru aö meira
■ og minna leyti fjölþjóöleg og
i samansúrruö innbyröis og
I kámug og klistruö út I alla enda
■ viö amerlska hersetu. Þarf ekki
| aö nefna mörg þjóöleg firmu til
■ aö átta sig á þessu: Aðalverk-
■ takar, Eimskip, Flugleiöir,
■ Sölumiöstöö hraöfrystihúsanna
■ (Icelandic seafood Corpor-
■ ation), Arvakur Morgunblaðs-
5 ins og svona áfram nær enda-
I laus runa af stórfyrirtækjum
■ sem eru tengd meö ofangreind-
■ um hætti. Þessi fyrirtæki ráða
m mestu um gerö samfélagsins
■ eins og stendur. Viö þurfum
■ ekki aö fara I bræðravig til þess,
j aö sjá aö isl. ríkisvald er samof-
I iö hagsmunum þessara auöfyr-
■ irtækja, — þessa auöhrings þar
| sem Bilderberg Geir trónir hátt,
■ hátt. Viö ættum aö kryfja þetta
I þokkagengi, kanna hagsmuni
J þeirra og ameriska hersins,
■ þjóöarsmánarinnar. Mættum
I viö leyfa okkur aö veröa óþolin-
J móö og biöja um sósialiska
I starfshætti, sósialiska bylt-
■ ingu?”
I Verðbólgutapið
m Og meöan viö erum meö hug-
■ ann viö „atvinnurekendabaul”
B úr „velferöarbrekkunum”, þá
L.............
berst klippara I hendur fréttatil-
kynning frá Verslunarráöi Is-
lands um eina af ráöstefnum
þeirra. Fjallaöi sú um „hvernig
veröbólgan brenglar reiknings-
skil og rekstur fyrirtækja”.
A fundinn komu um 100
manns þrátt fyrir bliöskapar-
veöur, og sýnir þaö vel hve mik-
iö Islenskir bisnissmenn eru
reiöubúnir aö leggja á sig til aö
öölast aukna þekkingu.
Þá þekkingu munu þeir hafa
fengið á þessum fundi aö þeir
væru sko ekki aldeilis aö græöa
á veröbólgunni, heldur væri hún
alveg að setja þá á hausinn.
Sjálfsagt hefur margur hrokkið
i kút eftir aö vera búinn aö
standa i verslunarrekstri i
þeirri trú, aö þótt margir væru á
móti honum væri þó alltaf verö-
bólgan með honum.
En svo fær hann yfir sig þann
boöskap frá framámönnum I
innflytjendastétt, t.d. Ólafi
Haraldssyni, forstjóra Fálkans
h.f., aö jafnvel veröbólgan sé
Hús Fálkans er liklega byggt
honum andstæö. Og skal nú tek-
iö orörétt úr fréttatilkynning-
unni: „Kvaö Ólafur nokkuö
augljóst aö atvinnureksturinn
hagnaðist ekki á veröbólgunni,
eins og margir kynnu að halda,
heldur væri hún á góöri leiö meö
aö koma honum á vonarvöl.”
Ráölegging klippara til þeirra
Verslunarráösmanna er ein-
föld: Hættiö þiö þessu innflutn-
ingsveseni bara, þaö er engin
þörf á að þiö séuö aö fórna ykk-
ur á þennan hátt. Verslunarhöll-
unum ykkar, sem eru reyndar
ósköp litils viröi, aö mér skilst,
getiö þiö svo breytt i ibúðir. Þaö
er nefnilega skortur á leiguhús-
næöi i Reykjavik.
Mogginn
skammaður
Viö höfum hér I blaðinu bent á
aö vaöall Moggans um oliumál
sé farinn aö fara i taugarnar á
mörgum Sjálfstæöismanninum.
Þannig höföum viö þaö eftir
áreiöanlegum fréttum aö á
miöstjórnarfundi i Sjálfstæöis-
flokknum hafi blaöiö veriö
skammaö fyrir skrif sin um
þetta mál.
í Morgunblaöinu I gær birtist
svo grein eftir ungan viöskipta-
fræöing, Vilhjálm Egilsson,
einn af framámönnum ungra
sjálfstæðismanna. Er greinilegt
aö honum þykir nóg um bulliö ’i
blaðinu, þó svo hann sé ákaf-
lega diplómatalegur i skrifum:
„I skrifum Morgunblaðsins
um ollumálin hefur mér oft þótt
gæta meiri ónákvæmni en ég
geri kröfu til þegar Morgun-
blaöiö er annars vegar. Þessi
ónákvæmni hefur mér aðallega
fundist vera i notkun lýsingar-
oröa og ýmissa hugtaka.
Þaö sem ég er óánægöur meö
hjá Morgunblaöinu, eru sifelld-
ar tilvisanir til Rotterdam-
markaöarins sem „braskmark-
aðar” og aö allt, sem á slikum
mörkuöum fer fram séu hin
verstu myrkraverk.
Astæöa þess aö oliuveröiö i
skammtlmasamningum er nú
orðið mun hærra en I langtima-
samningum er einfaldlega sú aC
OPEC hefur ekki ákveöiö verö-
iö I langtimasamningum nógu
hátt til þess aö eftirspurt magn
veröi jafnt framboönu magni.
fyrir verðbólgutapiö.
Þá veröa allir óháöu aöilarnir
og jafnvel stóru oliufélögin llka
aö bjóða hærra verð en lang-
timasamningarnir segja fyrir
um til þess aö fá þá oliu sem
þeir vilja.
Islendingar þurftu ekki aö
greiöa meira fyrir oliuna frá
Rússum en það sem gekk i
skammtimasamningum vegna
þess aö þaö var hægt aö fá
olluna annarsstaðar á þvi veröi.
Rússar þurftu ekki aö sætta sig
viö lægra verö þvi þeir gátu selt
alla oliu sem þeir kæröu sig um
á því veröi. Þannig má segja aö
veröiö hafi myndast i þeim
samningi sem nú gildir viö
Sovétmenn. Mistökin viö þann
samning voru auövitaö þau aö
miöa ekki viö þaö verðiö er
lægra væri, skammtimaveröiö
eöa langtimaveröið. En þaö er
ákaflega auövelt aö vera vitur
eftir á i þeim efnum.
Þaö, sem nú gildir, er auövit-
aö aö fá þetta inn i samninginn,
og hlýtur hver maöur aö styöja
Morgunblaöið i þvi máli. En
hins vegar hefur mér ekki fund-
ist, aö röksemdafærslur þær og
lýsingarorð þau, sem sést hafa
á siöum Morgunblaðsins um
þetta mál séu viö hæfi blaös,
sem ég vil aö Morgunblaöiö sé
og vona aö þaö vilji vera. Þess
vegna er þetta skrifaö.”
— eng.