Þjóðviljinn - 04.07.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.07.1979, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 4. júli 1979 KópavogsRaupstaíur líl Tilkynning um BANN VIÐ HUNDA- HALDI í KÓPAVOGI Að gefnu tilefni vill Heilbrigðisnefnd Kópavogs vekja athygli ibúa staðarins á að hundahald er bannað i Kópavogi, nema með sérlegu leyfi bæjarstjórnar, saman- ber samþykkt um bann við hundahaldi i Kópavogi frá árinu 1975. Bæjarstjórn er heimilt aö veita undanþágu, aöeins I eftir- greindum tilfellum: 1. Ef lögregluyfirvöld eöa Dómsmálaráöuneyti sækja um leyfi til aö halda hund vegna löggæslustarfa. 2. Ef blindir menn sækja um ieyfi til aö halda hund sér til leiösagnar. 3. Ef sótt er um leyfi til aö halda hund fyrir fólk meö sál- ræn vandamál og fyrir liggur umsögn læknis og félags- ráögjafa. Það er þvi hér með lagt fyrir alla þá sem eru með hunda i leyfisleysi áð f jarlægja þá úr Kópavogi hið fyrsta — enda mega þeir sem brotlegir eru, búast við að gengið verði fram i þvi, með öllum tiltækum ráð- um, að framfylgja reglum er þetta mál varðar. Heilbrigðisnefnd Kópavogs Laus staða Staða framkvæmdastjóra æskulýðsráðs Reykjavikur er laus til umsóknar. Um- sóknarfrestur er til 1. ágúst 1979. Um- sóknum sé skilað á skrifstofu æskulýðs- ráðs Reykjavikur að Frikirkjuveg 11 á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Æskulýðsráð Reykjavikur Fríkirkjuvegi 11 » Akraneskaupstaður — Lelkskóli Eftirtalið starfsfólk óskast að nýjum leik- skólavið Skarðsbraut frá og með 23. júli 1979. 1. — Fóstru i hálft starf e.h. 1. — Aðstoðarmenn, tvo e.h. og einn f.h. Skriflegum umsóknum sé skilað á bæjar- skrifstofuna Kirkjubraut 8 fyrir 17. júli 1979. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður i sima 93-1414. Félagsmálastjóri. Tónmenntakennarar — Kennarar Tónmenntakennara og almenna kennara vantar að Grunnskóla Akraness. Umsóknarfrestur til 10. júli. Skólanefnd. Óska eftir herbergi helst i gamla bænum, má vera kjallara- herbergi. Upplýsingar hjá Kleppsspital- anum deild 11, simi 38560. Jón Guðjónsson Þjóðviljinn leitaði i gærdag viðbragða félagsmálaráðsfulltrúa við grein önnu Friðu Bernódusdóttur og fara svör þeirra Guðrúnar Helgadóttur og Gerðar Steinþórsdóttur hér á eftir. Ekki náðist i Markús örn Antonsson,en hann sat hjá við afgreiðslu málsins i félagsmálaráði. GUÐRÚN HELGADÓTTIR: Okkur bar að taka tillit til starfreynslu og menntunar //Þegar tveir fyllilega hæfir umsækjendur sækja um eitt starf/ kann ég ekki önnur ráð en þau að taka tillit til reynslu þeirra og menntunar/" sagði Guðrún Helgadóttir borgarfulltrúi, en Guðrún er formaður stjórnarnefndar dagvist- arstofnana og á sæti í fé- lagsmálaráði borgarinnar. Um þaö veröur ekki deilt aö Elin Torfadóttir hefur yfirburöi hvaö varöar þessa þætti, enda fékk hún 5 atkvæöi i félagsmála- ráöi en einn sat hjá. Dröfn Ólafs- dóttir er einnig fyllilega hæf til aö gegna þessari stööu enda hefur hún sýnt þaö meö góöu starfi sinu þar undanfarin ár. Mér þykir hins vegar miöur ef fóstrurnar fjórar á Laufásborg bera ekki meiri umhyggju fyrir börnunum þar en svo, aö þær láti veröa alvöru úr uppsagnarhótun sinni, sagöi Guö- rún. Á sama fundi i dagvistarnefnd var annaö mál tekiö fyrir, mál sem i rauninni er nákvæmlega eins, þó ekki hafi þaö veriö gert aö stórmáli, sagöi Guörún enn- fremur. Tveir umsækjendur voru um forstööumannsstööu á skóla- dagheimili i borginni, — annar var starfsmaöur heimilisins og haföi veriö þaö I þrjú ár, en hinn var fóstra meö 20 ára starfs- reynslu. Aö sjálfsögöu var hún ráöin I stööuna enda réttlátt og nákyæmlega hiö sama á viö um Laufásborg. Ef ég á aö rekja þetta mál, þá skeöi þáö haustiö 1976 aö stjórn Sumargj'afar réö I forstööukonu- vandræöuin 5 fóstrur til aö gegna störfum forstööukonu á Laufás- borg, þ.e. aö þær skyldu stjórna heimilinu i sameiningu. Haustiö 1977 voru aöeins eftir tvær af þeim hópi, Dröfh. ölafsdóttir og Anna Friöa Berntdusdóttir og semur stjórn Sumargjafar þá viö þær tvær aö þær gegnfstööunni á- fram I sameiningu. \ Þegar borgin tók yfir rekstur dagvistarheimilanna I janúar 1978, voru mannaráöningar á þeim látnar halda sér óbreyttar en i janúar 1979 berst uppsagnar- bréf frá Dröfn, þar sem hún hugö- ist dveljast erlendis næsta áriö. Þá uppsögn dró hún siöan til baka 9. april I vor og biöur jafnframt um leyfi frá störfum og er veitt þaö. Þá var jafnframt oröiö ljóst aö Anna Friöa ætlaöi aö fara i barnsburöarleyfi 1. ágúst og kemur ekki til starfa aftur. A fundi i stjórnarnefndinni 18. april er gerö eftirfarandi bókun: „Lagt fram bréf Drafnar Ólafs- dóttur, dags. 8.4. ’79, þar sem hún fer fram á aö draga til baka upp- sögn 17. jan. 1979 en óskar eftir leyfi frá störfum 17. april — 1. sept. 1979. Samþykkt.” I þessu bréfi fer Dröfn fram á aö hún fái stööu forstööukonu ein, eftir aö Anna Friöa væri hætt. Nefndin fellst á þaö, án þess aö þaö sé bókaö. Varð Dröfn tilkynnt Guörún þaö. Slöan gerist þaö aö ein af for- stööukonum dagheimilanna I borginni hefur samband við mig sem formann dagvistarnefndar og dregur I efa aö þarna sé lög- lega aö farið, þar sem staöan hafi ekki verið auglýst. Ég skýri frá þessum athugasemdum á fundi 22. mai og á honum var samykkt að láta borgarlögmann skera úr um hvort þetta væri lögleg ráön- ing. Með hliösjón af ofangreindri bókun úrskurðaði borgarlögmaö- ur siöan að ráöningin væri ólögleg og þaö bæri að augiýsa stööuna. Þegar síöan eftir þvi hefur ver- iö fariö og tvær umsóknir berast ber dagvistarnefnd og félags- málaráöi aö sjálfsögöu aö meta þær hlutlaust og þá taka tillit til þátta eins og starfsreynslu og menntunar eins og ég sagöi áöan. Þaö geröum viö, sagöi Guörún aö lokum. —A1 GERÐUR STEINÞQRSDÓTTIR: Menntun og reynsla réði úrslitum Gerður Steinþórsdóttir, formaður félagsmálaráðs svaraði spurningum blm. vegna greinarinnar hér að ofan á eftirfarandi hátt: ,,í grein önnu Friöu Bernódus- dóttur endurspeglast mikil von- brigöi vegna veitingar stöðu for- stöðumanns viö Laufásborg, sem hún telur aö hafi átt aö veita sam- starfsmanni hennar, Dröfn Ólafs- dóttur, sem nú dvelst i Kanada. 1 grein hennar gætir einsýni og misskilnings. Tel ég rétt aö rekja nokkuö forsöguna, sem leiddi til þess aö starfið var auglýst en Anna Friöa telur aö mikill vafi leiki á þvi aö þaö hafi veriö heim- ilt. Svo er mál meö vexti, aö enginn sótti um starf forstööukonu Lauf- ásborgar áriö 1976 og varö þaö aö ráöi að hópur fóstra skipti meb sér ábyrgö. Siöustu árin hafa þær verið tvær, Dröfn ólafsdóttir og Anna Friöa Bernódusdóttir. Ljóst var að Anna Friöa myndi hætta störfum vegna barnsburöar á þessu ári og Dröfn var þá ein eftir af „hópnum”. Dröfn sótti um leyfi frá störfum frá miðjum april til byrjunar september, og sótti jafnframt um stööu forstöðu- manns. I bókun dagvistarnefndar vegna þessa erindis hennar kem- ur fram að henni er veitt leyfið, en ekkert er hins vegar bókaö um ráöningu hennar. Kom siöar til umræöu i dagvistarnefnd hvort auglýsa þyrfti stööuna, þar sem forsendur höföu breyst, — „hóp- verkefnið” væri úr sögunni. Var samþykkt aö leita umsagnar borgarlögmanns, sem sagði að reglur borgarinnar leyföu ekki ráöningu starfsmanna án auglýs- ingar og var þvi starfið auglýst. Tvær umsóknir bárust og voru lagöar fram I dagvistarnefnd 26. júni. Báðir umsækjendur voru hæfir, en annar þeirra, Elin Torfadóttir hafði mun meiri menntun og áratuga starfs- reynslu og visast þar til greinar hennar I Morgunbláöinu I' dag. Réöi þaö úrslitum i félagsmála- ráöi, en þar greiddu fimm fulltrú- ar allra stjórnmálaflokka Elinu Torfadóttur atkvæöi, en einn sat hjá. Hins vegar var ljóst aö máliö var viökvæmt þar sem fyrir lá ódagsett bréf frá starfsfólki Lauf- ásborgar, þar sem skoraö var á dagvistarnefndina aö ráöa Dröfn til starfans, ellegar var hótaö Geröur uppsögn. Starfsmenn hafa fullan rétt til aö mæla með umsækjanda en þeir veita ekki stööur. Varöandi synjun á frestunar- beiðni I félagsmálaráöi vil ég segja þetta: öll gögn höföu verið lögö fram i málinu og ljóst var aö mikill meirihluti var fyrir ráön- ingu Elinar Torfadóttur. Frestun i hálfan mánuö heföi þar engu breytt um.” Áskriftasími Þjóðviljans 81333

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.