Þjóðviljinn - 04.07.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.07.1979, Blaðsíða 7
Miövikudagur 4. júli 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Þétting á byggð getur átt rétt á sér, en sú byggð sem fyrir er á þann rétt, að ibúarnir hafa rétt til að njóta þess útsýnis og þeirrar útivistaraðstöðu sem gert hafði verið ráð fyrir í skipulagi. Ingimar Karlsson Bréf til skipulagsyfirvalda Reykjavik þykir fögur borg. Viö sem hana byggjum gerum kröfu til aö fegurö hennar veröi ekkiskert, helduraukineftir þvi sem tök eru á. Þaö sem miöur hefur fariö i skipulagi er tæpast unnt aö bæta, en þeirra svæöa veröur aö gæta, sem eru borg- inni prýöi. Bollaleggingar eru nú uppi um byggö á nokkrum af þeim svæöum sem hingaö til hafa veriö varöveitt i þessum ákveöna tilgangi. Þétting á byggö getur e.t.v. átt rétt á sér aö vissu marki, en byggöin sem fyrir er á aö minu mati tals- veröan rétt. Þ.e.a.s. Ibúarnir sem reist hafa þessa byggö, eiga rétt til aö njóta þess útsýnis. ogaöstööu til útivistar sem gert var ráö fyrir samkvæmt þvi skipulagi sem i gildi var þegar byggöin var mynduö. Tima- bundnir f járhagserfiöleikar borgarinnar réttlæta á engan hátt óbætanlega hluti. Ekki er heppilegt aö stofna þurfi til mótmælaaögeröa þegar framkvæmdir eruaöhefjast eöa hafnar á staönum. Þá hefur þegarfariö fram kostnaöarsöm undirbúningsvinna og jafnvel veriö gengiö frá bindandi verii- samningum um framkvæmdir. Kunn dæmi, eins og um bygg- ingu Seölabankans á Arnarhóli og virkjunarframkvæmdir viö Laxá i Þingeyjarsýslu sýna okkur aö fyrst er þráast viö og taliö aö of seint sé aö hætta viö framkvæmdir vegna þess hve kostnaöur er þegar oröinn mik- ill. Aö lokum veröur þó aö láta undan kröfum almennings sem jafiiframt ber kostnaðinn af frumhlaupinu. Þessar linur eru þvi skrifaöar sem viövörun til skipulagsyfirvalda á meðan timi er enn til aö velja á milli þeirra valkosta sem til eru. Hugmyndir eru nú komnar fram um úthlutun lóöa á „græn- um svæöum” I Reykjavík. Mikl- ar umræöur hafa spunnist um þetta mál meöal fjölskyldu minnar og félaga. Eru þar allir á einu máli um aö þetta sé frá- leit hugmynd, ekki sist börn og unglingar. Hafa þau mest hvatt til þess aö þessu væri mótmælt. Blaöaskrif eru þeim þó minna áhugamál en margt annaö. Ég segi frá þessuvegna þess aö mig grunar aö þetta væri ein- mitt almenn afstaöa ungs fólks i borginni ef þaö væri spurt. Viö sem eldri erum teljum okkur hafa umboö til aö skipuleggja fyrir framtiöina, án þess aö hlusta á nokkurn hátt á þá, sem eiga framtiöina. Hafið þið umboð? Ennþá er i gildi aöalskipulag Reykjavikurborgar fyrir áriö 1962 til 1983. Þaö var samþykkt i borgarstjórn 15. júli árið 1965. Fólk hefur ýmist byggt eöa keypt ibúöir i þvi .trausti að þessu skipulagi yröi ekki raskaö i stórum dráttum. Þaö hefur keypt sér þaö útsýni sem skipu- lagiö býöur upp á og þá aöstööu sem gert er ráö fyrir á skipulag- inu, til útivistar fyrir sig og börn sin. Þetta hefur fólk greitt fyrir, ýmist meö kaupveröi ibúöa eöa meö þeim gjöldum sem borgin hefur innheimt fyrir réttinn til að byggja. Þetta er þvi sameig- inleg eign aðliggjandi hverfa sem ekki er sanngjarnt að taka af þeim til aö mynda ný ibúðar- hverfi. Eru fjárhagserfiðleikar afsökun? Hvorki lög né siöferöisvitund leyfa mönnum aö taka verö- mæti af öörum þó þeir eigi I fjárhagserfiöleikum. Þaö á viö þótt um miklu meiri fjárhags- erfiðleika sé aö etja heldur en er hjá borginni nú, sem enn hefur ekki notfært sér aö fullu löglega tekjustofna. Mér er ljóst aö veröbólgan rýrir óheyrilega tekjur borgarinnar. En þeir sem fara meö forráö hennar á hverj- um tlma, veröa aö þora aö leggja nauösynleg gjöld á sitt samtimafólk I staö þess aö klóra sig fram úr vandanum meö þvi aö finna upp á lausnum sem koma alvarlega niöur á næstu kynslóöum. Eru grænu svæðin ein- hvers virði? Skipulagsyfirvöld telja þaö e.t.v. til afsökunar fyrir þvi aö byggja á hinum „grænu svæö- um” aö þau séu litiö notuö og aö þau hafi ekki veriö ræktuö upp. Notkun þessarra svæöa tak- markast aö visu að talsveröu leyti af þvi siæma veöurfari sem hér er oft. En þeim mun meiri þörf er fyrir fólk aö geta komiö út þegar gott er veöur. Þaö hentar ekki öllum aö ganga ein- göngu eftir steyptum gangstétt- um eöa sitja inni á litlum svöl- um, sem ekki snúa á móti sólu nema hluta úr degi. Þessi svæöi hafa sum veriö stórlega van- rækt. En þar er verkefni sem hægt er aö leysa. Meö ræktun skjólbelta og lagningu göngu- stiga batnar aöstaöa fólks til útivistar á þessum svæöum og eykst þá jafnframt. Þetta sýnir reynslan úr Hljómskálagaröin- um og af Klambratúni. Stund- um kvarta menn yfir aö snjó skafi af þessum svæöum á ak- brautir. Þennan skafrenning er hægt aö stööva aö fullu eöa öllu meö ræktun trjágróðurs. Sllk verkefni henta mjög vel til sum- arvinnu og gætu þvi skapað mörgum unglingum atvinnu I sumarleyfum sinum. Stundum er talað um aö allt vinnufært fólk eigi rétt á at- vinnu. Skólafólk er aö vlsu ekki undanskilið I oröi, en þaö er undanskiliö i raun. Þaö unga fólk sem vill vinna fyrir sér, gerir þaö ekki meö faguryröum stjórnmálamanna sem ekki eru þess megnugir aö fylgja oröum sinum eftir. Aö minu mati eru „grænu svæöin”: a) nauösynleg vegna útlits borgarinnar bæöi fyrir ibúa hennar og gesti. b) nauösynleg til útivistar fyrir Ibúa nærliggjandi hverfa. c) skapa hagnýt verkefni til at- vinnujöfnunar og hollra sumar- starfa fyrir skóiafóik. Hefur þéttbýlisstefna siðustu ára gefist vel? Óskar fólk eftir þvl að ala börn sin upp viö þær aöstæöur aö þau geti hvorki kynnst mold né gróöri? Ég held ekki. Það eru aörir sem skapa þvi þessar aö- stæöur. Við sem höfum góöa aö- stööu til útivistar óskum ekki heldur eftir aö næstu kynslóöir séu aldar upp viö ófullnægjandi aöstæöur. Almenn heilsa og vel- ferö Ibúa borgarinnar kemur okkur öllum viö. Vlöa hafa verið byggö stór fjölbýlishús i þyrpingu. Bygg- ing þeirra hefur veriö réttlætt meö þvl aö hafa viö þau óbyggö útivistarsvæöi. 1 staö þessarra auöu svæöa, hefur þó viljaö brenna viö, aö sett væru lág ibúðarhús. Halda mætti af þessu aö landrými væri m jög knappt á Islandi. Viö vitum aö þaö hafa orðið mörg og stór mistök i skipu- lagningu borgarinnar siöustu áratugi. En þaö er hægara að gagnrýna eftir á og gagnslitiö aö fárast yfir þvi sem oröiö er. Hins vegar er þeim mun meiri þörf á aö bæta ekki gráu ofan á svart og eyðileggja þaö sem enn stendur eftir af möguleikum til aö bæta og fegra borgina. Ingimar Karlsson Borgaryfirvöld og ráðning forstödukonu Laufásborgar Næstkomandi fimmtudag kem- ur til umræöu I borgarstjórn Reykjavikur mál, sem i fljótu bragöi viröist ekki stórt I sniöum, en er I reynd prófmál um stööu starfsmanna borgarinnar og á hvern hátt borgin kýs að meta framlag starfsmanna, sem unniö hafa i hennar þjónustu. Mál þetta snýst um ráöningu forstöðukonu barnaheimilsins Lauf- ásborgar. Þar sem sá starfs- maður, sem aö minu áliti er brotiö mjög svo ómaklega á, er staddur erlendis um þessar mundir, og þar sem ég hef veriö nánasti samverkamaöur hennar, get ég ekki undan þvl vikist aö gera örlitla grein fyrir þvi opin- berlega. Vona ég aö upplýsingar minar um allan aödraganda málsins geti auöveldaö borgar- stjórn Reykjavlkur aö taka eöli- lega og sanngjarna afstööu, þegar máliö kemur til kasta hennar, nú á fimmtudaginn næsta. Ég vil byrja í stuttu máli á aö gera grein fyrir þvl hvert hefur veriö stjórnunarfyrirkomulag Laufásborgar frá 1. október 1976 til þessa dags. Þá var tekiö upp þaö fyrirkomulag aö stjórnun heimilisins var sameiginlega I höndum fóstra, sem viö þaö störf- uðu. Gekk sú stjórnun áfallalaust og var ekki aö henni fundið af yfirvöldum. Siöari hluta árs 1977 uröu allir aöilár hins vegar sam- mála um, aö liklegt væri aö þaö stjórnunarfyrirkomulag myndi ekki gefast eins vel framvegis, þar sem aö allmikið los varö á starfsmannahaldi, er hluti fóstr- anna fór i barneignafri um likt leyti og ein fóstra hélt til fram- haldsnáms erlendis. Eftir nokkra skoðun varö niöurstaöan sú, aö rétt væri aö ráöa forstööukonur aö Laufásborg. Fór fram- kvæmdastjóri Sumargjafar þess á leit við mig undirritaöa og Dröfn ólafsdóttur, að önnur okk- ar eöa báöar tækjumst forstööu heimilisins á hendur. Töldum viö aö best gæti farið á, aö viö önnuö- umst þessa stjórn sameiginlega og varö þaö úr. I nóvember 1977 vorum viö siöan ráönar til aö gegna stööu forstööukonu heim- ilisins aö hálfum hluta hvor og tók ráðningin gildi 1. janúar 1978, en um sömu áramót tók Reykja- vikurborg formlega viö rekstri dagvistunarstofnana Sumargjaf- ar, sem borgin heföi um langa hríö aö mestu séö um fjárhags- legan rekstur á. Þegar sú formlega yfirtaka átti sér staö létu borgarfulltrúar allra flokka þess getið aö réttarstaöa starfsfólks Sumargjafar ætti aö sjálfsögöu ekki aö breytast til hins verra fyrir þessa formbreyt- ingu og viötekinn og sjálfsagöur skilningur var sá aö gerningar, sem forráöamenn Sumargjafar höföu gert inn á viö og út á viö héldu sinu fulla gildi. Dröfn ólafsdóttir fékk leyfi frá störfum frá og meö miöjum april s.l. og til miös ágústmánaöar. Ég mun hins vegar láta af mlnu starfi vegna barnsburöarleyfis um likt leyti. Nú fyrir nokkru kemst dagvist- unarnefnd borgarinnar eöa öllu heldur formaöur hennar aö þeirri niöurstööu aö ófært sé aö starf forstöðukonu hefur ekki veriö auglýst. Viröist þá gleymt, aö þær sem nú gegna þvi starfi tóku viö þvi fyrir beiöni forráöamanna Sumargjafar og voru ráönar til starfans fyrirvaralaust og án timatakmörkunar og hafa rekiö heimiliöán aöfinnsla yfirvalda og i góöri sátt viö starfsmenn þess eins og bréf þeirra til dagvistun- arnefndar bera meö sér. Þessi ákvöröun kom aö augljósum ástæöum ekkert illa viö mig, þar sem ég myndi hvort eð er hætta störfum fljótlega eins og fyrr sagöi. Gagnvart Dröfn horfir máliö ööruvisi viö. Hún hefur átt mikinn þátt I aö skapa þann góöa starfsanda sem á heimilinu er og átti ekki aö þurfa aö gera ráö fyrir aö stjórnmálamenn tækju á sig slikan krók, sem nú hefur sýnt sig til aö koma henni úr starfi slnu og setja annan i staðinn. Henni var reyndar gefiö til kynna aö auglýsing á þessu starfi nú eftir dúk og disk, væri einvöröungu gerö til aö uppfylla formskilyröi. En þaö hefur svo sannarlega sýnt sig aö annaö hékk á spýtunni. Umsóknir Drafnar og Elinar Torfadóttur voru lagöar fyrir dagvistunarnefnd Reykjavlkur- borgar 26. júnl s.l. Þar sem að tvo aöalmenn vantaöi og varamenn voru mættir I þeirra staö og þar sem fulltrúi Sumargjafar haföi ekki getaö mætt á fundinn var beöiö um aö afgreiöslu yröi frest- aö, en þvi var synjað. Var þá gengiö til atkvæöa og hlaut Dröfn 2 atkvæöi og Elin 2 atkvæöi. Tveimur dögum siöar er máliö lagt fyrir Féiagsmálaráö Reykjavikur. Þar sem fram hefur komiö I bókun dagvistunarnefnd- ar bréf frá starfsfólki Laufás* borgar og eins þar sem ráös- menn höföu aöeins haft umsóknir undir höndum I um hálfan sól- arhring óskaöi einn ráösmanna eftir þvi aö afgreiöslu málsins væri frestaö. Var sú beiöni borin undir atkvæöi og felld meö at- kvæöum meirihlutans gegn at- kvæöum minnihlutans. Er mér tjáö, aö þaö sé nánast óþekkt aö slikur frestur sé ekki veittur, enda ómögulegt aö sjá hvers vegna I ósköpunum svo óskaplega lá á. Ég sagöi i upphafi, aö kannski virtist utanaökomandi aöilum aö hér væri um lltið mál aö ræöa. En ég hygg aö þegar menn kynna sér þaö nánar sjái þeir aö hér er meira I húfi, en dæmafá fram- koma borgarinnar, sem vinnu- veitanda I garögóös starfsmanns. Ég tel mikinn vafa leika á aö heimilt hafi veriö aö auglýsa sem iausa stööu, sem þá þegar var gegnt af starfsmönnum, sem ráönir höföu veriö ótimabundiö og fyrirvaralaust. Ef aö litiö er á auglýsingu starfsins sem uppsögn um leiö til þeirra sem starfinu gegna, þá er þar komin nýstárleg aöferö viö aö segja fólki upp. En jafnvel þótt horft sé fram hjá þessum mikilvæga þætti, þá er aöferöin viö ráöninguna jafn óeölileg og veröa má. Neitað er um frest I dagvistunarnefnd, þrátt fyrir aö hún sé ekki full- mönnuð. Kannski vegna þess, aö formaöurinn teldi sig hafa ástæbu til aö ætla að fullskipuð myndi meirihluti nefndarinnar greiöa atkvæöi meö þeim starfsmanni, sem gegnt hefur starfinu meö prýöi aö undanförnu og á stuöning allra starfsmanna á vinnustaön- um? Þá er brugðiö út af markaöri venju, að gefa mönnum kost á aö kynna sér mál I félagsmálaráði, kannski af þvi aö formaðurinn taldi að, ef ráöiö yröi fullmannað aðalmönnum og þeim gæfist kost- ur á aö kynna sér allan aödrag- anda málsins, þá myndu atkvæöi ekki falla á þann veg, sem búiö var aö ákveöa aö þau skyldu falla? En þetta mái er ekki aöeins umhugsunarefni fyrir þá starfs- menn borgarinnar, sem nú eiga hlut aö máli. Þaö má ótrúlegt vera, ef ekki lita margir i eigin barm og sjá aö réttarstaöa þeirra verður æöi óörugg, ef að stjórn- málamennirnir, hverjir sem þeir eru og hvar i flokki sem þeir eru og kunna aö standa, geta gengiö gegn öllum venjulegum og viöur- kenndum reglum til aö koma fram vilja sinum. Ég vil leyfa mér að skora á háttvirta borgar- fulltrúa, aö kynna sér rækilega alla þætti þessa „lltla” máls og geri þeir þaö óttast ég ekki niöur- stööu afgreiðslu þeirra á fimmtu- daginn kemur. Anna Frlöa Bernódusdóttii forstööukona Laufásborgar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.