Þjóðviljinn - 04.07.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.07.1979, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Miðvikudagur 4. júl! 1979 Um þessar mundir er sýnt i Stokkhólmi leikrit um rússnesku byltingar- konuna Alexöndru Kollontaj. Sýningin hef ur vakið mikla athygli fyrir sérstæða sviðsetn- ingu Alfs Sjöbergs og túlkun leikkonunnar Margarete Krook. Sjálft leikritið þykir athyglis- vert og spennandi, enda er f jallað um spurningar sem löngum hafa verið áleitnar, hugsjónir og draumar byltingarinnar annars vegar og hinn harða veruleika hins veg- ar sem kæfir draumana. Auk þessa birtast á sviðinu persónur sem frægar eru af spjöldum sögunnar og sem enn valda deilum og klofningi sósíalista um heim allan þeirra á meðal Lenin, Trotsky og Stalin. Þróun byltingarinnar i Rúss- landi, Stalinstiminn og áhrif Sovétrikjanna á verkalýðsbar- áttu I Evrópu hafa fram á þenn- an dag verið sóslalistum um- Teikning Albert Engström af Kollontaj. a*+A \~jy7t*w* Saga þeirra verður hliðstæð sögu hennar, þeir hverfa einn af öðrum, hugsjónir þeirra falla ekki I kramið, þeim verður ómögulegt að starfa þeir flýja land, fremja sjálfsmorð eða verða hreinsunum að bráð. Að' lokum er aðeins einn eftir ásamt Kollontaj. Leikurinn hefst með ræðu Kollontaj á flokksþinginu '21, þar koma þeir Lenin og Trotský fram og svara henni, slðan er ævi hennar fylgt þar til hún deyr gömul og vonsvikin kona árið 1951. Það er dregið fram hvernig hugsjónir hennar verða að láta I minni pokann andspænis hörð- um veruleika. 1 Dagens Nyheter er sagt að leikkonan Margarete Krook sýni Kollontaj sem konu, „sem dreymdi um að sameina sósialismann frelsi og gagnrýni hreinskilni og hugarflugi. Undir lokin er hún orðin gömul og bit- ur. Hún á erfitt með að tjá sig óg þegar sonur hennar Sergej ásakar hana um að vera trú glæpsamlegu kerfi — snýr hún sér undan sorgbitin". (DN 6. mal). Verkið er ekki eingöngu um líf Kollontaj heldur einnig um það að halda lifi I hugsjónáeldinum og halda sinni pólitisku sann- færingu þrátt fyrir andbyr og vonbrigði. Leikurinn fjallar I og var ein af hetjum byltingarinn- ar. Hann var sjóliði og var meðal þeirra sem tóku völdin á herskipinu Aróru, sigldi upp Nevu og hóf skothrið á Vetrar- höllina 1917. Slðar braut hann á bak aftur uppreisn sjóliðanna I Kronstadt árið 1920 sem kröfðust þess að verkamanna- ráðin fengju öll völd I sinar hendur. Það blóðbað er eitt um- deildasta atvik I sögu byltingar- innar. Arið 1937 situr hann I fangels- inu og Kollontaj býðst til að reyna að bjarga lifi hans. Hann neitar og segir: „Mér er léttir aö þvi aö fórna Hfi minu, til að sýna að flokkurinn getur krafist alls. Ég meinaþað. Annars væri lif mitt tilgangslaust". Hann er tilbúinn til að yfirgefa hana og fórna lifi slnu fyrir flokkinn, llkt og hún yfirgaf hann alltaf þegar flokksstarfið kallaði. Enn á ný er stillt upp andstæðum fórnar- lundar og flokkstrúar gegn frelsisþrá og ást. Leikritið um Kollontaj tekur fyrir slgildar spurningar um fólk sem fórnar öllu slnu fyrir baráttu og hugsjónir en veröur að horfa upp á þær verða að engu, byltingarbaráttan leiddi af sér borgarastyrjöld, innrás erlendra rlkja, áratuga stétta- baráttu, hungursneyð og hreins- anir? Hvað verður um fagrar Örlög byltingarmanna Leikrít um Alexöndru Kollontaj á fjölunum í Stokkhólmi hugsunarefni. Við munum eftir leikritinu hans Vésteins, „Stalin er ekki hér" sem fjallaði um gamlan sóslalista og f jölskyldu hans. Skáldsögur og leikrit hafa verið skrifuð til að gera upp við fortiðina og til að deila á nu- tiðina. Það nýjasta sem vakiö hefur athygli er leikritið „Kollontaj" eftir sænsku skáldkonuna Agnete Pleijel. Fyrsti kvenráðherrann Alexandra Kollontaj er ein frægasta persóna rússnesku byltingarinnar. Hún tilheyröi vmstra armi Bolsévikaflokks- ins og sat I miðstjórn hans I byltingunni. Henni var falið að taka viö embætti félags- málaráðherra eftir byltingu og varð þar með fyrst kvenna I Evrópu til aö setjast I ráðherrastól. A ráð- herratlma hennar voru gerðar mjög róttækar breytingar á fjöl- skyldulögum I Sovét. Skilnaðir voru leyföir, fóstureyðingar urðu frjálsar og hún vildi gera konum auðveldara að komast út á vinnumarkaðinn. Kollontaj þótti róttæk I meira lagi svo mjög aö margur sovétborgarinn hneykslaðist. Hún predikaöi frjálsar ástir, vildi auka þátt samfélagsins I uppeldi barna og losa konur undan kúgun heimilis og fjölskyldu. Það hefur verið sagt, að frá þvl að Kollontaj var uppi hafi fátt nýtt komið fram í jafn- réttisbaráttu kvenna^svo fram- sækin og róttæk var hún. Kollontaj var ekki aðeins virk sem stjórnmálamaður, hún var iðin við skriftir og liggja eftir hana mörg verk um sögu og stööu kvenna, auk stuttrar ævi- sögu. Kollontaj var mörgum gleymd þar til hún komst aftur I sviösljósið eftir að kvenna- hreyfingin nýja dró verk hennar upp úr rykfóllnum kistlum bók- salanna. Lifði ein af A slðustu árum hafa verk hennar veriö gefin út að nyju og má t.d. nefna ævisöguágrip hennar I einkar fróðlegri útgáfu. Hún ritskoðaði handritið ræki- lega sjálf þegar það kom fyrst út, en I seinni útgáfum hafa menn komist I frumritið og má þar sjá hvernig hún strikar út allt það sem gæti orðið henni hættulegt hjá skriffinskubákn- inu i Sovét. A flokksþinginu 1921 komst Kollontaj I andstöðu við Lenin og rikjandi öfl I flokknum. Hún gagnrýndi harðlega vaxandi miðstjórnarvald, minnkandi frelsi og vaxandi skriffinsku. Þetta þing samþykkti einhverj- ar róttækustu yfirlýsingar um jafnréttis- og f jölskyldumál sem til þess tima höfðu litið dagsins ljós en stefna vinstri armsins varð undir. Kollontaj lét af em- bætti, og var nokkru seinna gerð að sendiherra. Einhverra hluta vegna hélt Stalln hllfiskildi yfir henniog hún var eini félagi mið- stjórnar Bolsévikaflokksins frá dögum októberbyltingarinnar sem lifði af hreinsanir Stalíns- timans og slðari heimstyrjöld- ina. Skáldið segir söguna Þessi merka kona og ævi hennar er til umf jöllunar á stóra sviðinu á Dramaten í Stokk- hólmi. Það er hinn 75 ára gamli leik- ari og leikstjóri Alf Sjöberg sem stýrir verkinu. Hann þekkir sjálfur þann tlma sem leikurinn gerist á, tima futurisma og framúrstefnuleikhúss. í Sovét- rikjunum var hópur listamanna sem dýrkaði frumleikann I list- inni og það eru einmitt þeir listamenn sem skapa umgerð leikritsins. A senunni birtist skáldið Majakovski og hópur með honum sem tengir saman atriðin og segir sögu Kollontaj. með um það að sætta sig við veruleikann, rata meðalveginn, um það að trúa á möguleika mannsins og að trúa á sjálfan sig. Kollontaj reynir aö sameina hugsjónir og veruleika. Mörg atriði I leikritinu þykja afar sterk og áhrifamikil. Flest- ir gagnrýnendur nefna fund þeirra Stallns og Kóllontaj sem ekki á sér neina stoð I veru- leikanum. Þeim er stillt upp sem andstæðum, hann er hinn ábyrgi landsfaöir en hún er full- trúi drauma sóslalismans sem ekki hafa ræst. Fórnir og frelsi í öðru atriði heimsækir Kollontaj seinni mann sinn I fangelsi. Hann hét Dybenko og hugsjónir við sllkar aðstæður? Gagnrýnendum ber saman um að I uppsetningu Alf Sjö- bergs séu persónurnar ljóslif- andi komnar, sjálf veraldarsag- an er á sviðinu, þar sem mann- legir kraftar takast á. í sam- vinnu þeirra Sjöbergs og Pleijels verður verkið leikhús- afrek sem um leið undirstrikar hlutverk listarinnar: að gagn- rýna, vekja löngun, skilgreina og gera uppreisn gegn öllu stöðnuðu og dauðu. Kollontaj ætlaði sér svipað hlutverk, hún beiö ósigur, en það gerir listin ekki. Hún lifir áfram og endur- nýjast, þaö er hennar eðli. —ká (Byggt á Dagens Nyheter og Norska Dagblaðinu) Fundi þeirra Stallns og Kollontaj ber saman á sviði Dramaten f Stokkhólmi. t hlutverkunum eru CarAxel Heimknert og Margarete Krook.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.