Þjóðviljinn - 21.07.1979, Síða 8
8 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 21. júll 1979
Staða
rannsóknarmanns
hjá Veðurstofu íslands er laus til umsókn-
ar.
Æskilegt er, að umsækjendur hafi stúd-
entspróf eða hliðstæða menntun. Laun
samkvæmt launakerfi starfsmanna rikis-
ins. Upplýsingar um starfið gefur deildar-
stjóri veðurfarsdeildar Veðurstofunnar.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf ásamt meðmælum,
ef fyrir hendi eru, sendist samgöngumála-
ráðuneytinu fyrir 20. ágúst 1979.
Tjöld — Tjaldhimnar
5 manna tjöld á kr. 52.250
3 manna tjöid á kr. 37.700
Hústjöld frá kr. 51.900
2ja manna tjöld með himni á kr. 30.400
Sóltjöld frá kr. 6.800
Tjaldhimnar á flestar gerðir tjalda.
Tjalddýnur, bakpokar og allt annað í útileguna.
Mikið úrval af sólbekkjum og sólstólum.
Póstsendum
SEGLAGERÐIN ÆGIR
Eyjagötu 7, Örfirisey
Dk ■ • #1 Æ» B ■ a aaa
13320
Kubbi I Skutulsfirfti vift isafjarftardjiip
Alþýðubandalag Kópavogs fer i
ísafjarðardjúp
Alþýöubandalagsfélag Kópavogs fer I sumarferö sina noröur I
fsafjarðardjúp. Lagt veröur af staö föstudaginn 27. júli kl. 2 e.h.
frá Þinghóli og komið aftur sunnudaginn 29. júll. — Þátttakendur
hafi með sér tjöld og nesti. Fariö veröur um merkar söguslóöir
og kunnugir menn verða til frásagnar.
Ferðanefnd gefur nánari upplýsingar en i henni eru Lovisa
Hannesdóttir, simi 41279 Hans Clausen, simi 41831 og Adolf J.E.
Petersen, selmi 42544. Skráiö ykkur til þátttöku sem fyrst.
Alþýfttibandalagift Kópavogi.
Ljósmyndarann I bænum dreymdi um frægö og frama úti I hinum
stóra heimi, en lenti I alkóhólnum I staöinn.
Um Mannlíf
Mollbergs
Finnskar myndir í Háskólabíói
Um þessar mundir eru staddir
hér á landi þrir finnskir kvik-
myndafrömuðir með þrjár
finnskar myndir i fórum slnum.
Þær voru sýndar sl. mánudag og
verða aftur á dagskrá á mánu-
daginn kemur I Háskólabió.
Undirrituð fór að sjá myndina
Mannllf eftir Kauno Mollberg og
varö sannarlega ekki fyrir von-
brigðum.
Þegar norræn kvikmyndavika
var síðast haldin hér I borg fyrir
tveimur árum var ein mynda
Mollbergs þar á meðal, Jöröin er
syndugur söngur. Hún fjallaði
um finnskt bændasamfélag og er
ógleymanleg vegna þeirra mann-
lýsinga og mögnuðu persdna sem
sagt var frá.
Sagan endurtekur sig I þessari
mynd Mollbergs, Mannllfi.
Myndin gerist um 1920 i finnsku
smáþorpi. Borgarastyrjöldin er
ofarlega I hugum ibúanna, eink-
um rauðliðannasemvildukomaá
stéttlausu samfélagi, eins og
verið var að skapa i næsta ná-
grenni handan landamæranna,
hið nýja Sovét. Þeir biðu ósigur
fyrir landeigendum og auðvald-
inu eftir miklar blóðfórnir. I
sögubókum segir að borgara-
striðið sé svo viðkvæmt umræðu-
efni I Finnlandi að það er fyrst nú
á seinni árum sem rithöfundar og
kvikmyndagerðarmenn hafa tek-
ið það fyrir. Sárin gróa seint og ó-
sigur vinstri aflanna var sár.
1 þorpinu, sem sagt er frá, er
alls konar fólk. Þar rikir ást og
hatur, nýtt llf kviknar og gamalt
er að slokkna. Það er deilt um
leynilega vinsölu og komu rúss-
neskrar dansmeyjar til bæjarins.
Konurnar eru með nefið niðri I
hvers manns koppi og kirnu og
börnin jarða rotturnar sem þau
finna, þauhafa séð marga jarðar-
förina þó ung séu.
Rauðliðarnir eiga erfitt með aö
sætta sig við hvernig allt er að
færast I borgaralegt horf, stétta-
andstæðurnar eru ekki eins áber-
andi. Hershöfðingjann fyrrver-
andi dreymir stöðugt rottur og
faðir eins drengsins vill ekki lifa
eins og hver annar borgari á vist-
legu heimili og skipta við kaup-
mennina sem fyrrum voru and-
stæðingar hans.
Ein konangetur ekki fýrirgefið
manni si'num aö synir hennar
féllu I striðinu og þau heyja
grimmilegt strið.
Þannig er fléttað saman mörg-
um sögum, alls konar mannlífi.
Mollberg byggirmyndina á smá-
sögum finnskrahöfunda og það er
alveg magnað hvernig honum
tekst að velja alla þessa leikara,
allt frá börnum upp i gamlingja
þannig að nánast hver einasta
persóna verður eftirminnileg.
Það er full ástæða til að hvetja
kvikmyndaunnendur til að láta
þessar finnsku myndir ekki fram
hjá sér fara.Ef hinartvær Skáld-
ið og Ár hérans eru af svipuðum
gæðaflokki verður enginn svikinn
sem bregður sér 1 bíó á mánudag.
—ká
Skákbúðir í Noregi
íslenskum unglingi á aldrinum
12. — 18. ára, býðst að fara á
skákbúðir á vegum Norska skák-
sambandsins i Gjerpen, rétt hjá
Skien, dagana 2. — 9. ág. nk. Skil-
yrði er að viðkomandi sé virkur
skákmaður og félagsmaður í tafl-
félagi. I boði er fritt uppihald og
ókeypis þátttaka, en viðkomandi
verður aö greiða ferðakostnað
sjálfur. Listhafendur sendi um-
sóknir sem allra fyrst til Skák-
sambands íslands, Pósthólf 674.
Þátttakendum gefst kostur á að
fylgjast með heimsmeistaramóti
unglinga, sem samtimis stendur
yfir I Skien.
r™"
Hverjarj
eru |
Adda |
Bára ogj
Sjöfn?
Skýrsla Menntaskólans I
Reykjavlk fyrir skólaáriö
1977-78 er nýlega komin út.
Þaö sem vakti athygli okkar
hér á Þjóöviljanum er stú-
dentsprófiö I sögu voriö 1978
og vekjum viö sérstaka at-
hygli á aukaspurningunum,
Saga i 6. bekk.
1—20. Segið frá i stuttu máli
(5-6 linur):
1. Upphaf griskra læknavis-
inda.
2. Siðfræði Adams Smiths
3. Ahrif júlibyltingarinnar I
Danaveldi.
4. Röksemdir fyrir miðlun
Páls Briems.
5. Fyrstu—(2) islensku tog-
arafélögin.
6. Tilgangur með úthlutun
uppbótarsæta.
7. Röksemdir andstæöinga
sambandslaganna 1918.
8. Staða Japans eftir heims-
styrjöldina fyrri.
9. Lögmæti þingrofs Tryggva
Þórhallssonar.
10. Kúbudeilan 1962.
21—25. Elstu grisku sagn-
fræðingarnir.
26—35. Samskipti Pólverja
við Þjóöverja og Rússa 1750-
1950.
36—45. Skilyrði fyrir kosn-
ingarétti og kjörgengi á ts-
landi 1845—1978.
46—50. Þjóðabandalagið.
51—65. Bretaveldi á árunum
milli striða (1918—’39)
66—70. Þróun stórnarskrár-
máls Islendinga 1901—’04.
71—80. tslensk stjórnmál á
sjötta áratug þessarar aldar
(1951—’60)
81—100. Pólitlsk áhrif ís-
lenskra bænda á 20. öld.
eða Samskipti tslendinga og
enskumælandi þjóða
1914—1946.
Aukaspurning:
Segið deili á þessu fólki:
1. Adda Bára Sigfúsdóttir
2. Antonio Eanes,
3. Milos Forman,
4. Gerður Steinþórsdóttir
5. Abel Muzoreva,
6. Salóme Þorkelsdóttir,
7. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir
8. Karin Söder,
9. Andrew Young,
10. Roger Whittaker.
I
■
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
;
i
■
I
■
I
■
I
j
i
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
j
FUNA rafhitunarkatlar
GÓÐ LEIÐ TIL ORKUSPARNAÐAR
Rafhitunarkatlar af öllum stærðum
mpð og án noysluvatnsspírals.
Gott verð og hagkvæm kjör.
Uppfylla kröfur Öryggiseftir1its
og raffangaprófana ríkisins.
Eingöngu framleiddir með
fullkomnasta öryggisútbiínaði .
|"3SriFUNA
^HOFNAR
HVERAGERÐI
AUSTURMÖRK 9 — SlMI 4454