Þjóðviljinn - 21.07.1979, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 21.07.1979, Qupperneq 9
Laugardagur 21. júll 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Blaðauki um húshitun Þessi blaðauki er hinn annar sem Þjóðviljinn gef- ur út um orkusparnað. Sá fyrri fjallaði um bíla og bensínsparnað og kom út fyrir réttri viku. Efni þessa lýtur hins vegar að húsum og hitunarsparn- aði. Meðal efnis er viðtal við Edgar Guðmundsson verkfræðing um nýja byggingarsamþykkt sem tók gildi í fyrradag og hvetur til aukins sparn- aðar á þessu sviði. Bent er á ýmsar leiðir til að lækka hitakostnaðinn með bættri einangrun og þéttingu í húsum, en jafnframt greint frá handhægum leiðum til að minnka orku- notkun til upphitunar án þess að kosta neinu fjár- magni til. Sagt er frá ýms- um nýjungum á sviði upp- hitunar sem eru að ryðja sér til rúms á íslandi, ma. hvernig kælivatn úr frysti- húsum og stórum vélum má nota til upphitunar og skýrt frá hraunhitaveit- unni í Vestmannaeyjum. Marg annað fróðlegt efni er í blaðinu, en fyrir þá sem horfa til framtíðar- innar er sérstaklega bent á grein um vindmyllur, og það hagræði, sem (slendingar geta haft af þeim í framtíðinni. HVAÐ MÁ GERA? til að minnka orku- reikninginn? Einsog aðrar vestrænar þjóðir hafa Islendingar bruðlað með oliu um langa hrið. Því er sífellt haldið að fólki, að orkan í fallvötnum okkar og iðrum landsins sé óþrjótandi, þó enn sé ekki búið að beisla nema hluta vatn- anna og tæpast búið að finna ráð til að hemja jarðvarmann. En fyrir bragðið höfum viðtamið okkur að fara fremur kæruleysislega með orkumiðla, einsog til dæmis olíu. Rándýr olíukynding Fram til þessa hefur það heldur ekki skipt okkur miklu máli. Áður en olíuframleiðsluríkin í Miðausturlönd- um og víðar réðust gegn markaðs- drottnun einokunarhringanna voru olían og afurðir hennar hlægilega ódýr. En eftir að OPEC-löndin tóku höndum saman um að stöðva rán olíu- auðhringanna á framleiðslu sinni og tóku upp skynsamlegri verðlagningu en áður, fór að halla undan fæti fyrir þeimsem voru aðeinhverju leyti háðir olíunni. I dag kostar verulegar upphæðir að kynda hús með oliu. Hagræðið af því að nota hitaveitu í stað olíu er gífur- legt. Sem dæmi má taka kostnað af upphitun á 115 fermetra húsnæði, sem er greint frá á öðrum stað hér í blað- inu: • Sé húsnæðið oliukynt, þarf að borga 650 þús. kr. fyrir olíuna. • Sé það hins vegar hitað upp með vatni frá Hitaveitu Reykjavíkur, þarf ekki að greiða nema 120 þús. krónur, eða um fimm sinnum minna. Þar að auki er þess skammt að bíða, að olían sé uppurin. En hvað má þá gera til að spara orku? Leiöir til orkusparnaðar 1. Menn geta hver fyrir sig reynt að bæta nýtingu á þeirri orku sem þeir kaupa. Ýmsar hollar ráðleggingar til þess er að finna í þessum blaðaauka Þjóðviljans. 2. Það má setja reglur um hönnun nýrra bygginga, sem miða að sem bestri orkunýtingu. ‘ 3. Það má setja á fót ráðgjafaþjón- ustu til að upplýsa almenning um hvernig best verði staðið að viðhaldi húsa, og hvaða hitastig sé hagkvæm- ast að hafa í híbýlum. I Svíþjóð er hið opinbera t.d. búið að setja reglur um innihitastig í byggingum sínum, til að „ganga á undan með góðu fordæmi". 4 Verðlagning á orku getur hvatt til sparnaðar. 5. Síðast en ekki síst er nauðsynlegt að ríkið beiti sér fyrir umfangsmikilli upplýsingastarfsemi, sem miði að því að kynna fólki sem best nauðsyn orku- sparnaðar og hvernig má fara að því að minnka orkunotkun. Þetta atriði skiptir höf uðmáli fyrir fólk, sem býr á olíukyndingarsvæðum. t dag flytja íslendingar inn rúm 100 þús tonn af gasoliu til að hita upp hibýli sin. Fyrir það þurfa þeir að greiða hvorki meira né minna en rúmlega 16 milljarða i gjaldeyri. Upphitun með heitu vatni úr hörðu er meir en fimmfalt ódýrari en olíukynding. Á næstu fjórum árum er stefnt að þvi að 80% af oliuhituðu húsnæði verði tengt við jarðhita, fjarvarmaveitur eða beina rafhitun. Með kælivatni frá stórum vélum, td. disel- rafstöðvum, frystihúsum og hversJtyns kæli- geymslum mætti hita rennur

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.