Þjóðviljinn - 21.07.1979, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 21.07.1979, Qupperneq 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. júll 1979 Fáir kunna nú þá list aö hlaöa veggi úr torfi, en skyldi torfiö komast aftur til vegs og viröingar sem einangrunarefni? Byggingarlist tslendinga á 19. öld. Hver verður framtíð torfsins? Á íslandi er byggt bæði stórt og fint. Glerið og steinsteypan eru einkenni okkar tima. Það hefur stundum verið sagt að landinn sé að reyna sitt ýtr- asta til að gleyma fortiðinni, þeim vondu dögum þegar kuldabólgnir og soltnir íslendingar grófu sig inn i hæðir og hóla eða hrófluðu yfir sig kofum úr torfi og grjóti. En það skyldi þó aldrei vera aö torfið ætti eftir að komast aftur til vegs og virðingar sem byggingar- efni? Fregnir úr Danaveldi herma að þar i landi séu byggingarmeistarar að velta fyrir sér eiginleikum torfsins og hingað til lands er væntanlegur hópur danskra stúdenta til að kynna sér hleðslu veggja úr torfi. Það fer ekki á milli máia að torfið einangrar mjög vel og heldur hita innan dyra. Þegar sneyðast tók um byggingarefni og innflutningur á timbri varð íslendingum ofviða gripu þeir æ meir til torfsins, sem var það efni sem hendi var næst. Þó var það öllu heldur skortur- inn á eldiviði sem leiddi til leið til orkusparnaðar Nákvæm hitastilling Nobia ofnanna, tryggir að jafn hiti fæst í öllum her- bergjum. Nobo ofnarnir eru sérstaklega útbúnir fyrir nákvæma hitalækkunarstýr- ingu (Sonekontrole) sem sparar allt að 15% í rafmagnskostnað og meira á vinnu- stað. Nákvæm hitastýring eykur þægindi. Nobo ofnarnir, norsk gæðavara á hag- stæðu verði. Leitið upplýsinga hjá fagmönnum. Snúið ykkur til rafverktakans á staðnum. Söluumboð þróunar íslenska torfbæjar- ins. Með kólnandi veðráttu og versnandi efnahag þykknuðu veggir, menn fóru milli bæjar- hluta í gegnum göng væntanlega til að halda á sér hita, enda kom sá dagur að eini hitagjafinn var þessi 37 gráðu hiti sem mannslik- aminn framleiðir. Hann virðist hafa dugað mönnum sæmilega gegnum aldirnar i það minnsta tórum við hér enn. Sögur segja að torfbæirnir hafi þurft töluvert viðhald, veggirnir vildu siga, þeir drögu I sig raka og vildu skekkjast. Frásögn Hannesar biskups Finnssonar af aðkomunni i Skál- holt á seinni hluta 18.aldar er ekki glæsileg. Þá hafði ekki fengist fé til endurnyjunar húsa frá hans allra náðugusta arfakóngi I Kaupinhafn um margra ára skeið og þvi voru húsin að falli komin. Þá má benda á frásögnina I Islandsklukkunni um Magnús júnkera i Bræðratungu sem jafnan dyttaði að bæ sinum þegar af honum rann og hann vildi sýna konu sinni að næst á eftir brenni- vininu kæmi hún á hans vinsældalista. Þá er sú saga sögð frá bæ einum norðanlands að frosta- veturinn 1918 dugði ein eldavél á neðri hæð burstabæjar til að halda hita á baðstofugólfinu, svo mikil var einangrunin sem torfið veitti. Ekki hafa verið gerðar neinar visindalegar kannanir á einangrunargildi torfsins, en á þessum siðustu timum þegar skynsemin virðist loks ætla aö komast til valda á nýjan leik, eftir allt bruðlið og sýndarmennskuna I hinum kapltallska heimshluta, væri vel við hæfi að torfið fengi að njóta sin á nýjan leik. Það veröur að segjast að heldur fellur það betur inn I islenska náttúru en mörg sú steinsteypusmiðin sem nú rls. —ká Alkaliskemmdir — má koma í veg fyrir þær? Alkaliskemmdir I steypu hafa ma. verið raktar til sandsins sem I steypuna er notað úr á Reykja- vlkursvæðinu. Sandurinn hefur þvi verið dæmdur óhæfur, og það kann að verða afar dýrt að afla sands annars staðar frá. Við það hækkar verðið á steypunni. A þessu kann þó að vera lausn. Ef við tækjum upp hætti nágranna- þjóða og einangruðum útveggi utanfrá, myndi vatn ekki komast inn i veggina. En vatnið mun hvetja mjög til myndunar alkali- sambanda. Meö ytri vatnsvörn mætti þvi nota áfram fyrrnefnd- an sand og hin steypufikna alþýða myndi una glaðari við sitt.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.