Þjóðviljinn - 21.07.1979, Qupperneq 15
Laugardagur 21. júli 1979. ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 15
VINDM
H'Handhœgar á afskekktum
stöðum og sem
aukaorkugjafi
H Góðar til framleiðslu á
rafmagni og
til húsahitunar
Olíukreppan hefur sett
á dagskrá ýmsa mögu-
leika til orkuframleiðslu
sem menn hafa vanrækt
alltof lengi, Vindmyllan
og orkuframleiðsla með
henni er einn þeirra. En
að mati sérfræðinga verð-
ur senn hafin fjölda-
framleiðsla á vindmyll-
um, og þeir telja, að vind-
myllur muni í framtíðinni
gegna mikilvægu hlut-
verki við raforkufram-
leiðslu og húsahitun,
einkum á afskekktum
stöðum, þar sem erf itt er
að koma við dreif ikerf um
fyrir slíka orku.
Vindmyllur —
aldrað fyrirbæri
Notkun vinds sem orkugjafa
er þekkt frá löngu liðinni tlö.
Fra þvi 1000 f. Kristsburð eru
þekktar vindmyllur I Egypta-
landi.iPersiuum 800-900 f.K. og
i þann mund sem sæl Maria ól
son sinn Jesú, voru Grikkir með
vindmyllur I notkun. Evrópubú-
ar voru seinir tii sem endranær
og tóku ekki vindmyllur til
bruks, svo vitað sé, fyrr en um
700 e.K. Þeim fjölgaði þó óðum.
A tslandi eru ekki kunn dæmi
af vindmyllum fyrr en mylllan
var reist i Bakarabrekkunni i
Reykjavik kringum 1850.
Olian stöðvaði
þróunina
Vindmyllur voru einkum not-
aðar við ýmis konar áhöld, til að
mynda i tengslum við dælur og
kornkvarnir. Notkun þeirra óx
mjög á þessari öld og um 1920
voru þannig um 30 þús. stykki I
riki Danasjóla.
Milli striðanna voru litlar
vindrafstöövar framleiddar i
nokkrum mæli, og gáfu góða
raun við raforkuframleiðslu.
Þær náðu talsverðri útbreiöslu
hér á landi, einkum á afskekkt-
um sveitabæjum, og voru þar
notaðar fyrir ljósframleiðslu en
einnig útvarp.
Ytra náði þróunin lengst I Ver-
montfylki í Bandarikjunum,
þarsem var reist 1250 kólówatta
vindrafstöö i lok 4. áratugsns.
En oliuauðhringarnir gerðu út
um allar tilraunir með vind-
orkunýtinguna, þegar hin ódýra
olia eftirstriðsáranna kom til
sögunnar.
Blaðauki
um
húshitun
Vindmyllunet inná
veitukerfin
Vindmyllan hefur á seinni
árum aftur verið tekin til Itar-
legrar skoðunar, einkum þegar
ljóst var, aö oliuna myndi senn
þrjóta.
Helstu kostir við orkufram-
leiðslu með vindmyllum eru þær
að vindorkuna þrýtur ekki. Með
notkun hennar sparast aðrar
tæmanlegar orkulindir, og
siðast en ekki sist fylgir henni
ekki helsti vágestur nútimans —
mengunin. Fyrir Islendinga er
sá kostur lika mikilvægur, að
húnn sparar okkur gjaldeyri.
I löndum, þarsem oliureikn-
ingurinn er farinn aö hækka
iskyggilega og þarsem menn
vilja sem minnst treysta á
kjarnorkuna eru áform um
að mynda net af vindmyllum á
vindasömum svæöum, og tengja
við landsveitukerfi. Til dæmis
er það fyrirugað i Suður-Sviþjóð
og sums staðar i Bandarikjun-
um.
Húshitun og
vatnshitun
fyrir heimili
Mannvitsbrekkur eru á einu
máli um að ódýrasta og besta
nýtingin á vindorkunni fáist
með þvi að brúka hana til að
hita upp vatn sem er svo notað
til upphitunar húsa, þvotta
o.sv.frv. En með þvi að koma
sér upp vel einangruöum vatns-
tönkum i húsinu, má einnig
„geyma” orkuna sem fæst úr
vindinum á hentugan máta.
Raunar er talið best, að hafa
vindmyllu sem aukaorkugjafa
með annarri kyndingaaðferð.
I slíku kerfi er gert ráð fyrir,
aö vindmyllan væri tengd orku-
kerfi viökomandi húss með ein-
földum rofa. Orkan frá myllunni
væri nýtt i að hita vatn, sem
væri svo látið hita upp heimilið
og sjá fyrir öllu heitu vatni sem
það þyrfti. En vindorkan er
mjög óstöðug, og þvi þyrfti kerf-
ið að hafa innbyggðan útbúnað,
sem kveikti á oliukyndingarrof-
anum, þegar vindurinn væri
ekki nógu mikill til að framleiða
næga orku i upphitunina. Svona
fyrirkomulag gæti hentað ails
staðar, en einkum væri það hag-
kvæmt þarsem menn búa viö
hina kostnaraðmiklu oliukynd-
ingu. (Sjá mynd).
Vindorku breytt
í rafmagn
Vindorka er óstööug, þvl sem
betur fer er ekki alltaf rok. Afl
frá henni er þvi ekki stöðugt, og
þvi erfitt aö nota vindmyllur
beint til raforkuframleiðslu.
Þaö vandamál hefur þó verið
reynt að leysa meö þvi að láta
vindorkuna hlaöa upp rafhlööur
og nota þær sem jafnstraums-
gjafa. A seinni árum hafa mikl-
ar tilraunir verið gerðar til að
bæta geymsluaðferöir á rafork-
unni. I dag er hins vegar
miklu minni nýtni á vindorkunni
við raforkuframleiðsluna, en
Meðal orkugjafa
framtiðarinnar:
Það kostaði 30 miljónir króna að byggja þessa nýtisku vindmyllu. Turnásinn er steyptur en vængirnir
eru úr glertrefjum. Meðfjöldaframleiðslu lækkar kostnaðurinn væntanlega verulega.
Hús- og vatnshitun með 7 kllówatta vindmyllu. Kann að reynast notadrjúg aðferð til orkuöflunar á af-
skekktum bæjum i sveitum tslands.
vatnshitunina sem fyrr er
nefnd, og miklu dýrara að
geyma hana. Þaö kann þó að
breytast.
Vindmyllur til
íslands?
Framfarir i gerð vindmylla
hafa á allra siðustu árum veriö
miklar. Til dæmis er nú komin
til sögunnar svo nefnd -Ðarrieus-
mylla, sem snýst á lóðréttum
ás. Hún er mjög ódýr, kostar
ekki nema um sjöttung af verði
venjulegrar vindmyllu. Hún
getur framleitt um 6-8 kilówött i
sex vindstigum. 1 Bandarikjun-
um eru menn lika farnir að
tölvuvæða myllur og hafa sett
örtölvur i myllubúnaðinn. Hann
sér um aö kveikja á myllunni
þegar vindorka er oröin næg, og
slökkva ef hún ér of mikil.
Ortölvan sér lika um að snúa
myllunni ætið þannig að há-
marksnýtni á vindorkunni fæst.
Við munum þvi senn ráða yfir
myllum, sem kosta litið þegar
til fjöldaframleiðslu, og eru það
smáar I sniðum aö Pétur og Pál-
ina geta notað þær á húsin sin og
haft af þvi margháttaðan sparn-
að.
Hvi skyldum við mörlandar
ekki gefa þessu gaum? Athug-
anir sýna, að Island er mesti
veörarass i Evrópu. Hér er tals-
vert um mjög afskekktar
byggöir sem munu aldreifáraf-
magn skv. núverandi áætlunum
og það hefur beinlinis stuðlaö að
eyðingu þeirra. Um þetta má
nefna dæmi af tam. Vestfjörð-
um. Hversvegna beitir rikið sér
ekki fyrir þvi aö vindmyllur séu
keyptar á slika bæi,og sparar
sér þannig oliustyrkinn um
ókomin ár? Að þvi mætti
hyggja. Viða annars staðar
gætu vindmyllur lika orðiö gott
búsilag, ss. i Eyjum og i Grims-
ey- -ÖS