Þjóðviljinn - 21.07.1979, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 21.07.1979, Qupperneq 16
16 S!ÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. júli 1979. NÝ BYGGINGARREGLUGERÐ: Lækkar hitunarkostnaö um þriðjung segir Edgar Guömundsson verkfrœöingur I fyrradag tók gildi ný reglugerð um nýbygging- ar. I henni er bryddað uppá ýmsum nýmælum# sem leiða til talsverðs sparnaðar í hitun húsa. Okkur þótti forvitinilegt fyrir lesendur Þjóðviljans að kynnast þessum atriðum og leituðum til Edgars Guðmundssonar verkfræðings# sem tók þátt i samningunni. „1 stuttu máli má segja, aö reglugeröin geri mjög auknar kröfur til einangrunar húsa og gluggastæröa. Þegar þær veröa komnar til framkvæmda, má gera ráö fyrir aö hitunar- kostnaöur húsa minnki veru- lega. An þess aö nein marktæk úttekt á reglunum liggi enn fyrir, þá tel ég samt óhætt aö segja, aö hitunarkostnaöur á húsi sem veröur byggt eftir reglunum, veröi um þriöjungi minni en á húsi, sem er meöaleinangraö i dag. Mestu skiptir aö reglur um stærö og frágang glugga eru hertar mjög, en hitatap er yfir- leitt mjög verulegt um glugga og huröir. Sú breyting er þvi þýöingarmikil. A hitaveitu- svæöunum má flatarmál glugga sem hafa tvöfalt gler, ekki vera meira en um fimmtungur af flatarmáli veggjanna. Ef hús- byggjendur kjósa hins vegar aö nota þrefalt gler, þá má glugga- flöturinn aukast um sem næst 50%. Viö höfum hins vegar reglurnar strangari á svæöum þar sem hita- veita er ekki, og menn veröa þarafleiöandi aö notast viö mjög kostnaöarfreka upphituri. Þar veröa gluggar annaöhvort aö vera smærri, eöa meö þreföldu gleri. Sé þannig gler notaö má gluggaflöturinn vera fimmt- ungur af flatarmáli veggjanna. Menn veröa hins vegar aö meta þaö sjálfir hvort þeir vilja nota þrefalt gler og hafa þá gluggana stærri eöa smækka þá, þvl aö þrefalda gleriö er um 70% dýrara en tvöfalt gler. Gluggarnir mega þó stækka talsvert ef fólk notar svokallaö frákastsgler, en þaö kemur aö verulegu leyti I veg fyrir hitatap um glugga og sparar þvl mikla orku. Frákastsglerið er hins vegar svo dýrt, aö þaö eru áhöld um, hvort þaö myndi borga sig. Þessi glertegund er samt aö ryöja sér til rúms i Skandinaviu en er lítt þekkt hérlendis. Nýja reglugeröin er líka mun strangari um einangrun I gólf um, þökum og veggjum, og þar höfum viö tekiö miö af sambæri- legum reglum á hinum Norður- löndunum. Raunar var þaö nán- ast oröin hefö, aö menn einangr- uðu hús sin talsvert betur en gömlu reglurnar segja til um. Viö erum lfka meö leiöbeinandi reglur um gúmmlþéttingar á dyrum og gluggum, sem eru þýöingarmikið atriöi þegar hita- tap er annars vegar.” Aöspuröur kvaö Edgar ekki ákvæöi um einangrun utaná út- veggjum I nýju reglunum. Hún færöist þó I vöxt, enda handhæg að ýmsu leyti. Til aö mynda gæti ytri einangrun hindraö aö vatn kæmist I steypu og þarmeö komiö i veg fyrir alkalískemmdir sem hafa valdiö ýmsum húsbyggj- endum búsifjum. ,,Ég vil þó taka fram” sagöi Edgar aö lokum,” aö reglurnar eru afar sveigjanlegar. Viö göng- um út frá þvi, aö hitatapiö megi ekki fara yfir ákveöið mark og mönnum er nánast i sjálfsvald sett, hvernig þeir ná þvl. Ef menn kjósa til dæmis að hafa veggi og einangrun mjög þykka, þá, minnkar hitatapiö og glugg- arnir mega i staöinn vera stærri en þær tölur sem ég nefndi fyrr. Þannig geta menn ráöiö hvernig þeir ná þeim sparnaði sem regl- urnar miöa aö og mæla raunar fyrir um”. —ÖS Edgar Guömundsson verkfræöingur: „Hin nýja byggingarreglu- gerö leiöir til þess aö hitatap á húsum framtiöarinnar veröur mun minna en úr húsum i dag.”(Mynd: Leifur) Sparnaöarráð um húshitun 1 Gluggar, huröir og svala- hurðir eiga aö vera meö þétti- lista. óþéttir gluggar geta hleypt 10% af hitanum úr ibúö- inni. 2 Gætiö vel aö einangruninni milli þaks og veggjar. Mikill hiti fer til spillis ef þakiö er óþétt. Þetta á einnig viö um öll samskeyti I húsinu einkum ef húsiö er sett saman I einingum, byggt I áföngum eða múrhúöaö yfir timbur. 3 Betra er aö opna glugga vel og láta viöra I gegnum Ibúöina I nokkrar mlnútur, en aö hafa gluggana litiö opna allan dag- inn. Þótt slfkt gefi stööugt gott loft, kostar þaö mikiö fé I kynd- ingu, einkum ef kalt er úti. 4 Ef hitakostnaður er hár, t.d. þar sem kynt er meö oliu, er full ástæöa til aö Ihuga hvort heima- fólk hafi ekki ekki vaniö sig á aö hafa of heitt i Ibúöinni. Reyniö að minnka hitastigiö inni smátt og smátt, en ekki skyndi- lega. Með þvl aö lækka hita- stigiö um aöeins eina . gráöu sparast 5-7% af orkunni. Þaö sparar mikiö fé þar sem kynt er meö oliu. 5 Gætiö þess aö hafa hita I t.d. kjöllurum sem ekki er búiö i, I lágmarki. Allar vistarverur sem ekki er gengiö um daglega þurfa litinn hita. Sömuleiöis er vert aö muna aö lækka hitann þegar fariö er I burtu, jafnvel þótt ekki sé nema I nokkra daga. 6 Ef þiö hafiö litiö af heitu vatni (þar sem ekki er hitaveita) skuliö þiö frekar fara I sturtu en I baö. Þannig eyöist miklu minna af vatni, og minna þarf aö kosta til upphitunar. 7 Einna mest eyöist af vatni I eldhúsvaskinum. Reyniö aö vaska upp einu sinni á dag, i staö þess aö skola alltaf jafn- óðum af óhreinu disk- unum. Skrúfiö vel fyrir kran- ann á milli. Þvoiö aldrei I uppþvottavél nema hún sé full. 8 Látiö ljós ekki loga aö óþörfu. Sömuleiöis er ósiöur að hafa útvarp og sjónvarp suö- andi, þegar ekki er veriö aö horfa eöa hlusta, þvl hvort tveggja eyöa miklu rafmagni. 9 Athugiö aö ljósarör I eldhúsi gefa jafnari og meiri birtu en perur, og eyöa minna rafmagni. 10 . Notiö ekki þvottavél eöa þurrkara, nema þiö hafiö fyllt þau af þvotti. Þurrkarar eyöa allmiklu rafmagni og væri vert aö ihuga hvort ekki borgi sig aö láta rokið um aö þurrka þvott- inn, amk. þar sem þvegið er daglega. Sé þurkkarinn not- aöur, þarf aö muna aö setja þvottinn ekki rennandi blautann I hann. 11 Muniö aö afþiða isskápinn og frystiskápinn strax og hrlmlag þekur allt frostsvæðiö. Gætiö þess aö opna ekki skápana eöa frystikistuna oftar en nauösyn- legter. Setjiö volgan mat aldrei I isskáp. 12 Hafiö lok á pottunum, þegar þiö sjóöið mat, þannig nýtist hit- inn betur. Notiö potta sem leiöa vel hita, t.d. járnpotta. Notiö aldrei potta meö lélegum eöa ójöfnum botni. Hreinsiö hell- urnar á eldavélinni vel! 13 Notiö ekki eldhúsviftuna aö óþörfu. Sé hlýtt úti er betra aö opna gluggann. 14 Reyniö aö nýta ofninn á eldavélinni vel. Ef þið t.d. steikiö kjöt I honum, er tilvaliö aö baka kartöflurnar I leiöinni og spara þannig eina helluna á vélinni. Muniö að 20% af hit- anum i ofninum fer til spillis I hvert sinn sem ofaiao er epn- aöur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.