Þjóðviljinn - 21.07.1979, Side 19
Laugardagur 21. júll 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 19
Kvenfélag Islands þingar
Allar konur fái
fæðingarorlof
Kvenfélagasamband tslands
hélt nýlega landsþing sitt, hið 23.1
röðinni. Þingið samþykkti fjölda
ályktana en eitt helsta baráttu-
mál sambandsins er aö starfs-
maður Leiðbeiningastöðvar hús-
mæðra komist á launaskrá rikis-
ins og njóti sömu réttinda og opin-
berir starfsmenn. Auk þess legg-
ur sambandið áherslu á að fjölga
ráöunautum um heimilisrekstur
svo að unnt verði að veita aukna
þjónustu við heimili utan höfuð-
borgarsvæðisins.
A þinginu var kosinn nýr for-
maður, Sigriður Thorlacius lét af
formennsku og var Marfa Péturs-
dóttir kosin I hennar stað.
Mörg mál voru til umræðu á
þinginu og má nefna að samþykkt
var áskorun til alþingis um að þeg-
ar á næsta hausti verði gerðar
breytingar á tryggingalöggjöf-
inni, þannig aðallar konur á land-
inu njóti fæðingarorlofs.
Þá var samþykkt tillaga þess
efnis að barnaársnefndin gangist
fyrir þvi að öll börn fái tækifæri til
að heimsækja foreldra sina á
vinnustað og verði valinn til þess
ákveðinn dagur.
Þingið beinir þeim tilmælum til
foreldra að hafa hugfast að skyld-
ur foreldra og annarra uppalenda
við börn takmarkast ekki af þvi
að sjá þeim fyrir efnahagslegum
þörfum. Tilfinningalegur og fé-
laglegur þroski barna ræðst af þvi
að þeir fullorðnu veiti þeim ástúð
og öryggi, segir i ályktuninni.
Einnig lagði þingið áherslu á að
lögum um kennslu I heimilis-
fræðum verði framfylgt.
Kvennfélagasamband íslands
er eitt fjölmennasta samband
landsins. Félagar eru um 25 þús.
og hefur ekkert samband karla
Starfsmenn „Hárskerans” og
nýju innréttingarnar.
neitt svipaðan fjölda félags-
manna. I sambandinu eru kven-
félög, stéttafélög, pólitfsk félög og
ýmis sérfélög sem hafa ákveðin
baráttumál.
Margvisleg starfsemi fer fram
á vegum sambandsins, má þar
nefna leiðbeiningarmiðstöðina,
útgáfu bæklinga, námskeið um
bilaviðgerðir, I tungumálum o.fl.
A fundi með nýkjörinni stjórn
og starfsmönnum sambandsins
kom fram að mikið er leitað til
leiðbeiningastöðvarinnar, jafnt af
konum sem körlum, enda er þetta
eina þjónustan af þessu tagi sem
völ er á.
Sambandið gefur út timaritið
Húsfreyjuna sem fjallar um
ýmislegt það sem varðar heimil-
ishald og neytendamál.
Þeim stjórnarkonum bar sam-
an um að frá þvi að sambandið
var stofnað 1930 hefði það tekið
miklum breytingum I samræmi
við breyttar aöstæður og verkefn-
in eru sibreytileg.
„Hárskerinn” Skúlagötu 54 hef-
ur breytt um svip og annaðist
teiknistofan Kvarðinn hönnun á
nýjum innréttingum.
Þjónusta „Hárskerans” hefur
einnig verið aukin verulega, enda
eru karlmenn nú orðnir ófeimnari
við að láta lita á sér hárið eða
setja I það permanett en áður.
„Hárskerinn” hefur einnig á boð-
stólum þýska hártoppa og á stof-
unni eru gerð göt i eyru þeirra
sem þess óska.
Starfsmenn „Hárskerans” eru
Pétur Melsteð, Guðleif Einars-
dóttir og Hugrún Stefánsdóttir og
sjást þau á myndinni sem hér
fylgir meö. — AI
Framhald á 22. siðu.
„Hárskerinn” breytir um svip
Góð húsgögn ó góðu verði
Furu húsgogna- SÝNIN6
í dog laugardag kl. 10-18
Komið og sjóið sýnishorn
eg,\ager(/y
Eyjagötu 7, Orfirisey
Reykjavik simar 14093—13320
TAlllB EABO 0B SOMABBÚSTM
HÚSBÚEH
m sm Hiifi ■■ nuRm birrir
hugsið um stofnkostnað, rekstrarkostnað
og velliðan i rétt upphituðu húsi
nwm m w raf-
■UB BnH Ahitun
býður allt þetta
Hárnákvæmt hitastil.
ADAX ofnarnir
þurrka ekki loft.
Yfir 20 mismunandi
gerðir.
isl. leiðarvisir fylgir
Samþykktir af raffangaprófun.
Rafmagnsv. rikisins
------------T----------—
EC
i
Til Einar Farestveit & Co hf
Bergstaðastræti 10a Reykjavík
Ég undirritaður
óska eftir bæklingum yfir ADAX rafhitun
Nafn________
Heimilisfang
Blikkiðjan
Ásgarði 1, Garðabæ
önnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð
SÍMI53468
Askriftarsími
Þjóðviljans 8-13-33