Þjóðviljinn - 08.08.1979, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 08.08.1979, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 8. ágúst 1979. Utboð Rafmagnsveitur rikisins óska eftir tilboðum i 132 kV sæstreng ýfir Gilsf jörð og Þorskaf jörð . óska eftir tilboðum i 132 kV sæstreng yfir Gilsfjörð og Þorskafjörð. útboðsgögn fást afhent á skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins, Laugavegi 118, Reykjavik, frá og með miðvikudeginum 8. ágúst 1979, gegn óafturkræfri greiðslu kr. 1000.- fyrir hvert eintak. Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 4. sept- ember kl. 14.00 að viðstöddum þeim bjóð- endum er þess óska. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS iÚTBOÐ Tilboð óskast i byggingu Kleppsbakka I Sundahöfn — Vatnagarðar, fyrir Reykjavikurhöfn. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavik, gegn 10 þús. kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þann 28. ágúst n.k. kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN reykjavíkurborgar Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 Laus staða. Dósentstaða (hlutastaða) i lyflækningum með innkritía- sjúkdóma sem undirgrein I læknadeild Háskóla íslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknarfrestur er til 7. september nk. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmlðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinú, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavlk. Menntamálaráðuneytið, 3. ágúst 1979. Starfsmann vantar við ræstingar og fleira. Upplýsingar i sima 17300. Tilraunastöðin á Keldum. Tökum að okkur viðgerðir og nýsmiði á fasteignum. Smiðum eldhúsinnréttingar: einnig við- gerðir á eldri innréttingum. Gerum við leka vegna steypugalla. Verslið við ábyrga aðila TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ Bergstaðastræti 33, simar 41070 og 24613 • Blikkiðjan Ásgarði 7, Garðabæ önnumst þakrennusmfði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verðtilboö SÍMI53468 Rósberg Snædal sextugur Eitt af skemmtilegustu skáld- um okkar, Rósberg G. Snædal á Akureyri mun vera sextugur I dag. 1 tilefni af þvl kemur út bók eftir hann, Gagnvegir. Hefur hún að geyma Ijóð og lausavlsur. Um helmingur efnisins er úrval úr þvi, sem áður hefur birst eftir höfundinn en hinn hiutinn hefur ekki áður komið fyrir almennings sjónir. Þrjátiu ár eru nú liðin frá út- komu fyrstu bókar Rósbergs en það var Ijóðabókin ,,A annara grjóti”. Siðan hafa komið út eftir hann 14 bækur og eru þá Gagn- vegir meðtaldir. Kennir þar margra grasa svo sem ljóða, lausavísna, ferða- og frásögu- þátta o.s.frv. Er Rósberg fjarri þvi að vera við eina fjölina felldur i verkum sinum. Allar hafa þess- ar bækur notið mikilla vinsælda en kunnastur mun Rósberg Snæ- dal fyrir lausavísur sinar, sem margar hverjar hafa flogið lands- hornanna á milli og lærðar af hverjum þeim manni, sem meta kann hnyttnar og vel kveðnar vis- ur. Til hamingju með afmælið, Rósberg. — mhg Sveinn en ekki Víglundur Nafnabrengl varð i almanaks- grein Guðjóns Friðrikssonar i sið- asta sunnudagsblaði þar sem sagði að Viglundur Þorsteinsson forstjóri BM Vallá hefðu falsað og rangtúlkað niðurstöður af til- raunum Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins i viðtali við Morgunblaðið. Þau orð sem vitn- að er I voru hins vegar i Mbl. höfð eftir Sveini Valfells, forstjóra Steypustöðvarinnar hf. og biðst Þjóðviljinn velvirðingar á þess- um mistökum. Rósberg Snædal Umferöarmiklir malar- vegir eru aDt of dýiir Þaö borgar sig að leggja bundiö slitlag á alla þá vegarkafla sem meira en 200 bílar fara um á dag yfir sumartímann ,,Sé sumarumferð meiri en 600 bilar á dag, þá er viðhaldskostnaður malarvega hærri en oliumalarvega, og þegar tillit er tekiö tii reksturs- kostnaðar bifreiöa, þá eru malarvegir með meiri umferð en 200 bila á dag dýrari en oliumalarvegir.” „Fáránlegf'að hafa malarslitlag á umferðarmestu vegunum: Bundið slitlag á 78 kflómetra A undanförnum árum hefur fé til viðhalds malarvega aðeins veriðum 60% af þörfinni, en verð- ur samkvæmt nýsamþykktri vegaáætlun um 72% eða meira. 1 nýútkomnum Vegamálum, fréttabréfi Vegagerðarinnar, segir m.a. að vegagerðarmenn hafi löngum haldið þvi fram að viðhaldsfé sé allt of lltið og geti vegfarendur örugglega tekið und- ir þaö. Hinsvegar sé það ihugun- arefni að hve mikiu leyti borgar sig að halda við umferðarmiklum malarvegum. Mýmörgdæmi sé um að endur- byggja hafi þurft vandaöa og ný- byggða malarvegi sem hafi gjör- spilst á fáeinum árum. Ef hins vegar hefði átt að koma I veg fyrir eyðileggingu þeirra með nægilegu viðhaldi á malarslitlag- inu væri slikt viðhald I mörgum tilfellum svo dýrt að ekki næði nokkurri átt. Gerð hefur veriö athugun á hagkvæmni mismunandi slitlaga, með tilliti til viðhaidskostnaðar vega og aksturskostnaðar bif- reiöa. Leiðir hún i ljós að hag- kvæmtværiaöleggja oliumöl eða annað álika slitlag á alla vegi meö meiri sumarumferð en 200 bila á dag. Viðhaldskostnaður mundi að vlsu aukast um 500 milljónir króna á ári, en aksturs- kostnaður umferöarinnar mundi lækka um 3.5 miljarða króna á ári, þannig að þjóðhagslegur sparnaður væri 3 miljaröar króna á ári á verölagi I ágúst 1978. Enn f remur hefur veriö reiknað út að sé sumarumferð meiri en 600 bilar á dag þá er viðhalds- kostnaður malarvega hærri en ollumalarvega, og þegar tillit hefur verið tekið til reksturs- kostnaðar bifreiða þá eru malar- vegir með meiri umferö en 200 bila á dag dýrari en oliumalar- vegir. Niðurstaða Steingríms Ing- varssonar, sem meðal annarra skrifar um þetta efni I Vegamál, er að þaö sé þvl brýnasta verkefni vegamálanna i dag að koma bundnu slitlagi á alla þá vegar- spotta sem til þess eru hæfir og hafa meiri umferð en 600 bíla á dag og helst á þá vegi sem hafa meiri umferð en 200 bíla á dag. Eins og kemur fram annars- staðar i blaðinu er gert ráð fyrir þvl á vegaáætlun til ársins 1982 að allir vegakaflar með meira en 1000 bila umferöarþunga verði búnir bundnu slitlagi, en auk þess er heimild til útboðs 2000 miljón króna happdrættisláns til þess að hraða lagningu bundins slitlags á Norðurveg og Austurveg sam- kvæmt lögum frá þvi I vor. — ekh 1 Vegamálum, fréttabréfi Vegageröarinnar, kemur m.a. fram að samkvæmt nýsam- þykktri vegaáætlun fram til árs- ins 1982 á að vera komið bundið slitlag á þvi sem næst alla vegar- kafla, sem fleiri en 1000 bilar á dag fara um yfir sumartimann. Ennþá eru 8 kilómetrar með malarslitlagi i umferöarflokkn- um 2000 til 3000 bílar á dag yfir sumarmánuðina og 5 kllómetrar i flokknum 1500 til 2000 bllar. Eftir eru 65 km sem malarvegir I um- ferðarflokknum 1000 til 1500 og 79 km I umferðarflokknum 750 til 1000. Það eru þvi alls 78 kílómetr- ar af malarvegum sem fleiri en lOOObllar fara um á dag yfir sum- armánuðina og 157 km sem meira en 750 bilar fara um á dag. „Vart þarf mörgum orðum að þvi að eyöa, hve fáránlegt þaö er að hafa malarslitlag á vegum með svona mikilli umferð og hve dýrt það er fyrir þjóöfélagið”, segir I vegamálum. Þéir vegir sem hér um ræðir og meira en 1000 bílar fara um á dag eru á Reykjanesi, Vesturlands- vegur á Kjalarnesi og Þing- vallavegur. Á Vesturlandi er einnig um Vesturlandsveg að ræða. A Vestfjöröum er kafli við Isafjörð. A Norðurlandi eystra er kafli við Akureyri með yfir 1000 blla umferð á dag og á Suðurlandi er kafli milli Hellu og Hvolsvall- ar. — ekh

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.