Þjóðviljinn - 08.08.1979, Page 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 8. ágúst 1979.
Jóhannes Siggeirsson hagfrœðingur ASÍ:
Aukin félagsleg réttíndi
Eftirfarandi grein birtist i 3.
tbl. 29. árg. Vinnunnar, timarits
ASÍ, sem er nýkomið út, og hefur
Þjóðviljinn fengið leyfi til þess aö
endurbirta hana iesendum til
glöggvunar á þeim mikilvægu
réttindum sem hér um ræðir.
Hinn 1. desember 1978 áttu
laun að hækka um 14,13%
vegna hækkunar á verðbóta-
visitölu. 1 lögum, sem sett voru
i lok nóvember 1978 var ákveð-
ið, að niðurgreiðslur yrðu
auknar sem svaraði 3,01%:
að rikisstjórnin myndi bgita sér
fyrir lagasetningu til lækkunar
skatta og gjalda á lágtekjufólki,
sem metnar væru 2% og að ríkis-
stjórnin myndi beita sér fyrir að-
gerðum og lagasetningu til ým-
issa félagslegra umbóta, sem
metnar væru til kjarabta sem 3%
af verðbótavisitölu. Samkvæmt
framansögðu hækkuðu laun um
6,12% I staö 14,13%.
Þegar ljóst var, að rikisstjórnin
haföi i hyggju að takmarka visi-
tölulækkun launa 1. desember
1978 en i staðinn kæmi til greina
aukin félagsleg réttindi voru lögð
fram af hálfu ASl drög að laga-
frumvörpum og kröfur um ýmis
aukin réttindi með öðrum hætti. í
meðferð rikisstjórnarinnar var
þar ýmsu breytt, en hér á eftir
verður gerö grein fyrir þessum
atriðum eins og þau eru nú eftir
setningu eða ákvörðun stjórn-
valda, en öll þessi mál hafa nii
veriö afgreidd að undanteknum
þeim sem snúa að sjómannastétt-
inni. Hvað skattabreytingar
snertir þá var ekkert samráð haft
við verkalýöshreyfingunaum þær
endaerekki útlit fýrir, að skattar
lágtekjufólks, sem hlutfall af
tekjum tekjuársins, verði lægri
1979 en 1978.
Ekkert mat hefur verið lagt á
það af hálfu ASÍ hvort þau félags-
legu réttindi, sem nú liggja fyrir
séu 3% viröi eða ekki. Þau eru
mikils viröi fyrir suma en minna
viröi fyrir aðra og deila má um
hvort þetta sé rétta aðferðin til að
ná fram félagslegum umbótum.
Hér er hins vegar um að ræða
mál, sem verkalýðshreyfingin
hefurlmörgum kjarasamningum
reynt að ná fram en ekki tekist.
Einnig má fullvíst telja, að rétt-
indi þessi séu varanleg, en verði
ekki aftur af mönnum tekin. Hér
veröa rakin helstu atriðin I hinum
auknu réttindum.
1. Lög um rétt verka-
fólks til uppsagnarfrests
frá störfum og til launa
vegna sjúkdóms- og
slysatilfella.
1.1. Uppsagnarfrestur
1. Verkafólk. sem unnið hefur
samfellt I eitt ár hjá aðilum,
sem fást við atvinnurekstur
innan sömu starfsgreinar,
hefur eins mánaðar upp-
sagnarfrest.
2. Verkafólk, sem ráðið hefur
veriðhjá sama atvinnurekanda
I þrjú ár samfleytt, hefur
tveggja mánaða uppsagnar-
frest.
3. Eftir fimm ára samfelldaráðn-
ingu hjá sama atvinnurekanda
hefur verkafólk þriggja mán-
aða uppsagnarfrest.
Verkafólk telsthafa unniö innan
atvinnugreinar eða verið ráöiö
hjá atvinnurekanda I eitt ár, ef
það hefur mnið samtals a.m.k.
1.550 stundir á siðustu 12 mánuð-
um.
Rétt er einnig og nauðsynlegt
að vekja athygli á þvl, aö laun-
þega sem rétt á til uppsagnar-
frests skal skylt að tilkynna með
sama fyrirvara, ef hann óskar að
hætta störfum hjá atvinnurek-
anda. Uppsögn skal vera skrifleg
og miöast viö mánaöamót.
1.2. Laun, þegar fjarvistir stafa
af vinnuslysum eöa atvinnusjúk-
dómum.
Verkafólk, sem forfallast frá
vinnu vegna slysa viö vinnu, á
beinni leið til eða frá vinnu, eða
vegna atvinnusjúkdóma, sem or-
sakast af henni, skal fá greidd
laun sem hér segir:
1. Allt verkafólk skal fá greidd
laUn fyrir dagvinnu I allt að 3
mánuöi semkvæmt þeim taxta,
HVAÐ
ER f
FÉLAGSMÁLA-
PAKKANUM?
sem viðkomandi fólk tók laun
eftír, enda sé unnið hjá aðila,
sem fæst við atvinnurekstur i
viðkomandi starfsgrein. Auk
þess skal það á fyrsta ári hjá
sama atvinnurekanda eigi
missa neins af i launum, i
hverju sem þau eru greidd i 2
daga fyrir hvern unninn mán-
uð.
2. Allt fastráðið verkafólk, sem
ráðiö hefur verið hjá sama at-
vinnurekanda I eitt ár samfellt
skal eigi missa neins i af laun-
um sinum, I hverju sem greidd
eru, i einn mánuð auk dag-
vinnulauna i 3 mánuði eða 4
mánuöi alls.
3. Verkafólk, sem ráðið hefur
verið hjá sama atvinnurekanda
I þrjú ár samfellt, skal eigi
missa neins af launum sfnum, i
hverju sem greidd eru, i einn
mánuð auk dagvinnulauna i 4
mánuði eða 5 mánuði alls.
4. Verkafólk, sem ráðiö hefur
veriöhjásama atvinnurekanda
i fimm ár samfellt skal eigi
missa neins i af launum sinum,
i hverju sem greidd eru, i einn
mánuð auk dagvinnulauna i 5
mánuði eða 6 mánuði alls.
1.3. Þegar fjarvistir stafa af al-
mennum veikindum eöa slysum.
Þegar um er aö ræöa sjúkdóma
aðra en atvinnusjúkdóma og slys
önnur en vinnuslys skulu launa-
greiöslur vera meö eftirtöldum
hættí:
1. Á fyrsta starfsári hjá sama at-
vinnurekanda skal verkafólk
eigi missa neins af I launum, i
hverju sem greidd eru, i tvo
daga fyrir hvern unninn mán-
uð.
2. Allt fastráðiö verkafólk, sem
ráðiö hefur verið hjá sama at
vinnurekanda ieitt ársamfellt,
skal eigi missa neins af I laun-
um sinum, i hver ju sem greidd
eru. I einn mánuð.
3. Verkafólk, sem ráðið hefur
verið i þrjú ár samfellt hjá
sama atvinnurekanda, skal eigi
missa neins af i launum slnum,
1 hverju sem greidd eru, i einn
mánuð auk dagvinnulauna i
einnmánuö eða samtals laun I
2 mánuöi.
4. Verkafólk, sem ráöið hefur
veriö I fimm ár samfellt hjá
sama atvinnurekanda,skal eigi
missa neins af i launum sinum,
i hverju sem greidd eru, i einn
mánuðauk dagvinnulauna itvo
mánuði eða samtals greidd
Meðal aukinna félagslegra réttinda f félagsmálapakkanum var stór-
bættur réttur verkafólks til launa I veikinda- og slysatilfellum, þegar
fjarvistir stafa af vinnuslysum eða atvinnusjúkdómum.
laun i 3 mánuöi.
Auk þess eru ákvæöi I lögunum
um að atvinnurekendur skuli
greiöa minnst 1% af útborguö-
um launum verkafólks I
sjúkrasjóð viðkomandi stéttar-
félags.
2. Breyting á lögum um
40 stunda vinnuviku.
Þegar dagvinnu er skilaö með 8
klst. vinnu á dag frá mánudegi til
föstudags, skal næturvinna taka
við á föstudögum strax og lögboö-
inni eöa umsaminni vinnuviku er
lokið.
3. Breyting á lögum um
orlof
Launagreiðanda er nú skyld að
veita innheimtuaðila orlofsfjár
upplýsingar um greitt og van-
greitt orlofsfé starfsmanna sinna.
I þvi skyni að staðreyna slikar
upplýsingar er inheimtuaöila or-
lofsfjár heimill aðgangur aö bók-
um og bókhaldsgögnum launa-
greiðanda.
1 nýútkominni reglugerö er
kveðið á um að Póstgiróstofan
greiði fólki orlofsfé þó um vanskil
sé aðræða hjá atvinnurekendum.
Þá hefur rikisstjðrnin ákveðið
aöhækki vexti af orlofsfé úr 5% I
11,5% og er sú hækkun komin til
framkvæmda.
4. Breyting á lögum um
rikisábyrgð á launum
við gjaldþrot.
Aðalbreyting á þessum lögum
felst I þvi aö forgangsréttur
launakrafna og annarra þeirra
krafna, sem rikisábyrgð tekur til,
er lengdur úr 6 mánuðum I 18
mánuði. Þá er rikisábyrgðin látin
ná til bóta sem launþegi á tilkall
öl vegna örorku af völdum vinnu-
slyss. svo og til þeirra bóta, sem
maki eða börn eiga tilkall til
vegna dauðsfalls af völdum
vinnuslyss. Auk þess er rikis-
ábyrgöin látin ná til þess kostnaö-
ar, sem á launþega kann að hafa
fallið vegna innheimtuaðgerða
hans á hendur launagreiðandan-
um.
Þessar lagabreytingar ná til
allra þeirra krafna, sem gjald-
fallnar eru á árinu 1978. Einnig
hefur verið gefin út reglugerö,
sem rýmkar rétt launþega til að
fá vaxtagreiöslur af kröfum sin-
um.
5. Breyting á lögum um
iögtak og fjárnám án
undanfarins dóms og
sáttar
Með breytingu á lögum er
heimilað að taka beint lögtak, án
undanfarins dóms eða sáttar, hjá
atvinnurekendum vegna vanskila
á umsömdumgreiðslum I sjúkra-,
orlofs- og styrktarsjóöi, svo og ið-
gjaldagreiðslur i lifeyrissjóði.
Réttur verkafólks til launa í veikinda- og slysatilfellum
Starfs- tími: Vinnuslys, atvinnusjúkdómar Onnur slys en vinnuslys og aSrir sjúkdómar en atvinnusjúkdómar
A 1. ári Tveir dagar fyrir hvern unninn mánutl á fullum launum + 3 mán. dagvinna Tveir dagar fyrir livern unninn mánuS á fullum launum
Eftir 1 ár: Einn mánuður á fullum launum + 3 tuán. dagvinna 4 mán. samtals Einn mánuSur á fullum laununi
Eftir 3 ár: Einn mánuður á fullum laununt + 4 mán. dagvinna 5 mán. samtals Einn mánuSur á fullum launum + % mán. á dagvinnulaunum 2 mán. samtals
Eftir 5 ár: Einn mánuSur á fullum launum + 5 mán. dagvinna 6 mán. samtals Einn mánuSur á fullum launum + 2 mán. dagvinna 3 ntán. samtals
Með fullum launum er átt við svokallað „staögengilskerfi”, þ.e. þau laun.sem sáhefursem tekurviö
starfi þess sem forfallast, en þar getur verið um að ræða yfirvinnu, vaktavinnu o.s.frv.