Þjóðviljinn - 25.08.1979, Page 2

Þjóðviljinn - 25.08.1979, Page 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 25. ágúst 1979. AFSKARKALA Fróðir menn hafa tjáð mér að jafnvægis- skynið sé í eyrunum. Ekki man ég hvort það er í ístaðinu, kuðungnum, eða steðjanum. Hitt er víst, að ef þetta viðkvæma líffæri verður f yrir alvarlegu áfalli, þá verða menn valtir á fótun- um, missa jafnvægið. Gleggsta dæmið um slíkt jafnvægisleysi, vegna eyrnaslysa af völdum skarkala, eru þeir hljómlistarmenn, sem nefndir hafa verið popparar. Fyrir nokkrum árum var gerð ýtarleg rannsókn á heyrn poppara, og kom þá í Ijós að tveir þriðju þeirra voru með stórskerta heyrn, en restin heyrnarlaus. Hér er raunar komin skýringin á þeim tilburðum, sem þessir ágætu listamenn viðhafa þegar þeir koma fram, hvort sem er í sjónvarpinu, eða með holdi og blóði. Ég varð einu sinni, þegar ég var krakki, vitni að því, þegar Hergeir á Fjalli í Múlaþingi slagtaði — eða öllu heldur ætlaði að slagta — bolakálfi meðsleggju, sem hann keyrði af al- ef li í ennið á bola. En svo f ór að hausinn var of þykkur til að sleggjan næði að granda skepn- unni. Kálfurinn tók einfaldlega dýfu með tilheyrandi tilþrifum og breyttist í poppara þarna á hlaðinu, þangað til að Hergeir náði honum og skar af honum hausinn með miklum bravúr. En þetta með bolakálf inn er nú eiginlega út- úrdúr. Það sem mér er efst í huga þessa stundina, er ærandi hljóðmengunin sem er á góðum vegi með að sturla alla þá sem enn hafa einhverjar leifar af heyrn. Mér er þetta mál svona hugleikið þessa stundina, vegna þess að ég var að horfa á f rábæran sjónvarps- þátt um flugmál rétt áðan, og í umsjá Ömars Ragnarssonar. Heimilishamingjan var í algleymingi, kertaljós og róleg huggulegheit þangað til Ómar tilkynnti þarna af skjánum, að nú væru að koma á markaðinn svo lág- værar f lugvélar að við mættum vænta þess að aftur yrði hægt að opna Reykjavíkurflugvöll fyrir næturflugi Kvöldið ónýtt. Slökkt á kertunum og f arið að rífast. Ég bý nefnilega niður við tjörn og er þess vegna ekki aðeins í nábýli við þessa einu f lug- höfn í heiminum sem er í hjarta stórborgar, heldur líka næstum í beinni fluglínu við mest notuðu flugbrautina og er að verða poppari fyrir bragðið. Ö! hve oft hef ég ekki óskað þess að þessi andskotans flugvöllur væri kominn útí ysta hafsauga. Og nú virðist von mín ætla að rætast. Það stendur nefnilega til að fylla uppí Skerjaf jörð- inn til að stækka flugvöllinn svo að júmbó- þotur geti lent hérna í miðbænum öllum til hagræðis og yndisauka. Þá verður nú poppað í miðbænum. Fyrir nokkru voru uppi ráðagerðir um að byggja flugvöll á Álftanesi þvísemnæst í hlaðinu hjá Kristjáni forseta, en íhaldssamir búandkallar komu í veg fyrir það með þver- móðsku sinni. Þó hefðu þeir átt að geta gert sér það Ijóst að þetta er ein geníalasta hugmynd sem lengi hefur fæðst, einkum með hliðsjón af því, að eftir tvo eða þrjá áratugi yrði sá f lugvöllur líka kominn inn í nýjan mið- bæ. Nú eru þeir menn til sem bent hafa á að til er í næsta nágrenni við höfuðborgina flugvöllur — já meira að segja alþjóðlegur flugvöllur, sem mikið er notaður, en hefur að vísu þann galla að vera ekki í neinum miðbæ'. Þessi flugvöllur er á Miðnesheiði, kenndur við Keflavík og kallaður Keflavíkurflugvöllur. Hefur því jafnvel verið hampað að hægt væri að notast við þann f lugvöll fyrir Reykvíkinga, jafnvel þó þangað sé hálftíma akstur. Sömu menn hafa jaf nvel gerst svo ósvíf nir að stinga upp á því, að Reykjavíkurflugvöllur verði af lagður og það jafnvel þó áttatíu til níutíu pró- sent af notkun hans sé í þjónustu sportflug- manna í gamanskyni. Þess vegna er víst óhætt að reikna með því, að Reykjavíkurflugvöllur haldi um ókomna tíð áfram að gegna því hlutverki að halda vöku fyrir Reykvíkingum. Og skítt veri með Skerjaf jörðinn. Hann heyrir gamalli rómantík til. Aðalatriðið er að hafa bara flugvöll í mið- bænum. Hvaðsagði raunarekki Herdís Pétursdóttir, sem búið hefur í Skerjafirðinum frá því hún var barn: Þó aö hávær þotugnýr þrátt mín eyru skeri, flugvöllurinn fagur hýr fari ekki — veri. Flosi Félag islenskra atvinnuflugmanna ritar þingmönnum bréf: Minna öryggi ef skipt verður um flugvélar i innanlandsflugi Félag islennskra atvinnuflug- manna hefur sent öllum alþingis- mönnum og öllum sveitarstjórn- um bréf þar sem þeir vara viö samdráttaraögeröum Flugleiöa i innaniandsflugi og telja þaö stórt skref aftur á bak, bæöi i þjónustu og öryggi farþega. Ginnig telja þeir aö þarna sé veriö aö hengja bakara fyrir smiö, þvi efnahagsöröugleikar Flugleiöa stafi af Amerikuflug- inu. Þjóöviljinn telur rétt aö birta bréf flugmannanna. Millifyrir- sagnir eru Þjóöviljans. , Tilefni þessa erindis okkar er aö vekja athygli yöar á þeim aö- geröum, sem Flugleiöir hafa kunngjört til þess aö rétta af þann hallarekstur, sem veriö hefur á fyrirtækinu siöastliöin tvö ár. Svo sem komiö hefur fram i fjölmiöl- um, er nú ákveöiö aö selja eina af fimm Fokker Friendship (F—27) vélum félagsins, sem þjónaö hafa brýnni samgönguþörf lands- manna allt frá árinu 1965, en þá hófst uppbygging innanlands- flugsins meö breyttum og full- komnari vélakosti, en áöur haföi veriö. Aftur á bak Þeirri uppbyggingu lauk áriö 1974meökomu þeirrar flugvélar, sem nú hefur veriö sett á sölu- skrá. Siöan hefur veriö algjör kyrrstaöa, þráttfyrir mjög aukna flutningaþörf. Heyrst hefir, aö fyrirhugaö sé aö þjóna lands- mönnum meö vélum, sem eru öryggis-og tæknilega mun ófull- komnari, en gamli Douglasinn (DC-3) var. Ekki veröur annaö séö, en aö enn einu sinni sannist orö Jónasar Hallgrímssonar, þar sem hann segir: „Þaö er svo bágt aö standa i staö, og mönnunum munar annaö hvort aftur á bak ellegar nokkuö á leiö.” Segja má, aö flugrekstur Flugleiöa sé þriþættur, aö þvi er varöar okkur tslendinga, þ.e. innanlandsflug, flug milli Islands og Evrópu svo og flug milli Is- lands og Vesturheims. Amerikuflug er dragbít- ur Samkvæmt öruggum heimild- um hefur innanlandsflug og Evrópuflug gengiö vel þaö, sem af er þessu ári. Þaö er ennfremur margyfirlýst af Flugleiöum, aö þau vandræöi, sem nú hrjá félag- iö eigi einvöröungu rót sina aö rekja til rekstraröröugleika á leiöinni Evrópa-Amerfka. Þar er um geysiharöa samkeppni aö ræöa, sem núverandi rekstrar- skipulag Flugleiöa þolir ekki. Af framansögöu má ljóst vera, aö þær aögeröir, sem nú eru boöaöar til viöreisnar rekstri félagsins þ.e.a.s. aö selja eina Fokker Friendship vél svo og Boeing 727, hljóta aö teljast vanhugsaöar og vonlaust, aö þær stuöli aö þeim árangri, sem stefna ber aö, þ.e. aö bæta þjónustu viö landsmenn, hvort heldur er á sviöi innan- lands- eöa millilandaflugs. Þess- um ráöstöfunum Flugleiöa til varnar og heilsubótar má helst likja viö þaö, aö sjúklingur, sem haldinn væri krabbameini i vinstra fæti væri færöur til lækn- is, og hann skipaöi þá samstundis aö höggva af alheilbrigöan hægri handlegg. Framhald á 14. slöu Skipstjórnardeildin ásamt umsjónarkennara sfnum, Bjarna Fr. Karlssyni. Sjó vinnukennsla: Nemendur úr skipstjórnardeild I varöskipsferö s.l. vor. Lítill áhugi yfirvalda Fræösluyfirvöld hafa sýnt sjó- vinnunámi lítinn áhuga, — sagöi Bjarni Fr. Karlsson kennari I viötali viö Þjóöviljann. Fyrir nokkrum árum var sjóvinna tekin upp sem valgrein I grunnskólum, en þaö geröist fyrir atbeina Fiski- félagsins, ekki menntamálaráöu- neytisins, og okkur hefur fundist vanta allan jákvæöan áróöur aö ofan fyrir þessu námi. Bjarni kennir viö Sjávar- útvegsbraut i Hagaskóla, sem er eina námsbrautin sinnar tegund- ar á landinu. Þaöan koma nem- endur aö loknu grunnskólanámi. — Brautin var sett á laggirnar i tilraunaskyni og aö okkar frum- kvæöi haustiö 1977, og i fyrra- haust var tekiö til starfa i þeirri mynd sem nú er. Kennt er i tveimur deildum, skipstjórnar- deild og f iskvinnsludeild. Nemendur beggja deilda ganga i gegnum sameiginlegan kjarna i þessum klassisku greinum, islensku, stæröfræöi, tungu- málum og eölisfræöi, og er þessi kjarni samræmdur námi 1 fjölbrautarskólunum, þannig aö ef einhverjum snýst hugur og viÚ breyta um sviö getur hann fengiö námiö metiö annarsstaöar. Auk kjarnans eru svo kjörsviös- greinar eftir þvl ihvorri deildinni menn eru. Námiö tekur einn vetur. 1 fisk- vinnsludeildinni útskrifum viö nemendur 1 mars, og geta þeir þá gengiö beint inn í verklegt nám f Fiskvinnshiskólanum i Hafnar- firöi. Skipstjórnardeildin starfar til mailoka, og undirbýr nemendur fyrst og fremst undir frekara nám i Stýrimanna- skólanum. Þar er aöaláherslan lögö á siglingafræöi, siglinga- reglur og verklega sjóvinnu. Nemendur fá „pungapróf” (30 tonna bátar) i janúar, og fariö er yfir meginhlutann af námsefni 1. bekkjar i Sjómannaskólanum. Námiö hjá okkur jafngildir 6 mán. siglingatima, en til inngöngu í Stýrimannaskólann er krafist 24 mán. siglingatima. Um aöstööuna i skólanum er þaö aö segja aö hún er nokkuö góö— viö höfum sérútbúna stofu fyrir verklega sjóvinnu og siglingafræöinám, tækjakostur er góöur og viö höfum notiö fyrir- greiöslu Stýrimannaskólans meö aögang aö rafeindatækjum. Hinsvegar háir þaö náminu mikiö aö ekkert skólaskip er til á Islandi. A þessu sviöi erum viö algjör nátttröll i hópi fiskveiöi- þjóöa. Færeyingar gera út tvö skólaskip og hafa gert í mörg ár, og þar er sjóvinna skyldunáms- grein i grunnskólum. Viö björguöum okkur i fyrra meö þvi aö fá þriggja daga ferö meö varöskipi, og nutum góörar fyrirgreiöshi hjá gæslunni. Námiö I sjávarútvegsbraut er opiö báöum kynjum, og í fyrra voru tvær stúlkur i fiskvinnslu- deild. Nú hefur ein stúlka sótt um á skipstjórnardeild. Námiö er opiö fólki hvaöan sem er af landinu. — Hvernig hefur aösóknin veriö? — Heldur dræm, og ég vil nota tækifæriö tíl aö geta þess aö enn getum viö tekiö viö nemendum i vetur. 1 fyrra vorum viö meö niu nemendur, en áriö þar áöur voru þeir sjö. Ég held aö þessi dræma aösókn spegli viöhorf þjóö- félagsins til þessa náms, sérstaklega hér f Reykjavik, og einnig má ásaka fræösíiyfirvöld fyrir aö h afa ekki sinnt þessu sem skyldi. Nú þegar á aö spara kemur i ljós aö ekki er hróflaö viö Framhald á 14. siöu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.