Þjóðviljinn - 29.08.1979, Qupperneq 1
Yfirvirmu-
bannið
jafngildir
verkfalli hjá
vaktavinnu-
mönnum,
segja
prentsmiðju
eigendur
BHM og bœjarstarfsmenn
á samningafundum í gœr
Aöalkjarasamningur Bandalags háskólamanna rennur út 1.
nóvember nk. 1 gær var haldinn fyrsti samningafundur BHM og
vinnukaupenda þeirra hjá sáttasemjara rikisins. BHM hefur
ekki lagt fram launakröfur enn. Á fundinum i gær var rætt um
aðrar kröfur BHM og skipuð undirnefnd til að fjalla um þær.
1 gær hélt sáttasemjari einnig fund meö starfsmönnum nokk-
urra sveitarfélaga. Aðalkjarasamningur BSRB rann út 1. júlisl.
og eru opinberir starfsmenn nú með lausa samninga.
— eös.
Miðvikudagur 29. ágúst 1979 — 197. tbl. 44. árg.
Heimilisþjónusta
viö aldraöa
i Reykjavík:
123ja
miljóna
viðbótar■
fjár-
veiting
123ja miljón króna auka-
fjárveiting til heimilisþjón-
ustu við aldraða var einróma
samþykkt I borgarráði i gær
samkvæmt umsókn féiags-
málaráðs. Gifurleg aukning
hefur orðið á þessari
þjónustu i sumar og fariö
langt framúr þvi sem gert
var ráð fyrir viö gerö
fjárhagsáætlunar.
Með fjárveitingunni hækk-
ar upphæöin sem varið
verður til heimilisþjónustu
við aldraða á þessu ári úr
390,3 milj. kr. i 513,9 milj. kr.
A árinu hefur bæði aukist i
Reykjavik fjöldi aldraðra
sem þurfa á heimilis-
þjónustu að halda og einnig
aukist álag vegna sjúkra I
heimahúsum og hefur t.d.
beiðnum um heimilishjálp
fjölgað bara á þessu ári um
30%. Það telur Sveinn
Ragnarsson félagsmála-
stjóri I greinargerð til
borgarráðs ma. stafa af
stóraukinni kynningu á þjón-
ustu við aldraða á ráðstefn-
um og námskeiðum.
Auk þeirra sem njóta
einhverrar þjónustu smá-
tima daglega eða i viku
hverri fá nú 25 heimili aðstoð
allan daginn og 100 heimili i 4
stundir á dag og vex
áberandi fjöldi þeirra sem
þurfa að fá aðstoð og umönn-
un daglega. Er langt frá þvi
að hægt sé að anna öllum
beiðnum og biða nú 134 aldr-
aðir eftir hjálp.
Sú aðstoð sem nú er veitt
er talin jafngilda 75
stöðugildum, en félagsmála-
stjóri telur 180 stöðugildi viö
hjálp og þjónustu á heimilum
algert lágmark. Er sýnt að
mikils átaks verður þörf i
þessum efnum við gerð
næstu fjárhagsáætlunar.-vh
Við störf I Blaðaprenti i gær. — Leggst öil vinna niður i næstu viku? — Ljósm. Leifur.
XJtlit fyrir að
blöðin stöðvist
Allt útlit virðist nú fyrir, að út-
gáfa dagblaðanna, allra eða
flestra, stöðvist I næstu viku
vegna yfirvinnubanns Grafiska
sveinafélagsins, sem boðað hefur
verið frá og meö 3. september.
Atkvæðagreiöslu um verkfalls-
heimild lauk I gær, en áhöld eru
um til hverra yfirvinnubanniö svo
og verkfallið ef til þess kemur,
nær, þarsem margir félagsmenn i
Hinu Islenska prentarafélagi
vinna störf á sviði offsett-
prentunar á undanþágum frá
Grafíska sveinafélaginu.
— Við teljum yfirvinnubanniö
jafngilda algjöru verkfalli hjá
vatkavinnumönnum blaða-
prentsmiðjanna, sagði Öðinn
Rögnvaldsson, prentsmiöjustjóri
i Blaðaprenti, I viðtali við Þjóö-
viljann, og hafði þar á bakvið sig
úrkurð Vinnuveitendasambands-
ins um aö vaktavinnumenn 1
verkfalli verði ekki ráðnir til dag-
vinnustarfa og launagreiöslur
þeirra falli þvl niður að fullu og
öllu.
óðinn taldi aðeins tvo starfs-
menn Blaðaprents félaga i
Grafiska, en margir ynnu þar
hinsvegar á undanþágu frá félag-
inu. Kæmi til verkfalls mundi
prentsmiðjan láta á þaö reyna,
hvort ekki væri hægt aö starfa á-
fram með undanþágumönnunum.
Þetta taldi formaður Graflska
sveinafélagsins, Arsæll Ellerts-
son, hinsvegar fráleitt og sagði,
að þeir sem fengiö hefðu skrifleg-
ar undanþágur teldust félags-
menn og bæri að greiöa gjöld til
félagsins. Þarmeð teljast allir
pressumenn, en skeytingar- og
plötugerðarmenn hafa hinsvegar
áfram verið i HIP.
Kröfurnar
Atkvæöagreiöslu um verkfalls-
heimild lauk I gærkvöld og verða
atkvæði talin I dag. Félag prent-
iönaðarins, þe. prentsmiðjueig-
endur, munu einnig halda fund i
dag.
Kröfur Grafiska Sveinafélags-
ins er, aö sögn Arsæls, að gerðir
verði heilsárssamningar, sem
gildi frá 1. september 1979 — 1.
sept 1980 með fimm áfangahækk-
unum á grunnkaupið. Meö fyrstu
hækkuninni, sem gilti frá 25. júnl
Kramhald á 14. slðu
UOBVIUINN
Grafíska
sveinafélagið:
Atkvœði
talin
í kvöld
Atkvæöagreiðslu meðal fé-
lagsmanna I Grafiska
sveinafélaginu um boöun
vinnustöðvunar lauk kl. 19 i
gærkvöld. Um miðjan dag I
gær hafði um helmingur fé-
lagsmanna neytt atkvæðis-
réttar slns.
Kosning fór einnig fram á
Akureyri og var beðiö eftir
kjörgögnum þaðan I gær.
Atkvæði verða talin I kvöld.
Stjórn félags prentiðn-
aðarins hefur visað deilunni
til sáttasemjara. 1 gær haföi
sáttafundur ekki verið boð-
aöur.
Hver dœmdi spilketfið i Haf(n)þóri ónýtt?
Enginn vill bera ábyrgðina
# 6 af aflahæstu skuttogurunum meö
sama togvindukerfi og var í Hafþóri
Hver var sá aðili eða stofnun
sem á sinum tlma tók þá afdrifa-
riku ákvörðun að dæma raf-
m a g n s t o g v in d u k e r f ið I
Haf(n)þóri ónýtt?
Þetta er ein af þeim spurning-
um sem enn er ósvaraö þrátt
fyriiýtarlega umfjöllun um málið
i Þjóðviljanum undanfarna daga.
Hingað tii hefur hver aðilinn
viljað benda á annan og firra sig
ábyrgö I þessu máli enda hefur
þessi ákvörðun verið þess vald-
andi að rannsóknarskipiö hefur
legið ónothæft I höfn I rúmt ár.
Böndin hafa borist að nokkrum
aðilum s.s. Hafrannsóknarstofn-
un eða ákveðnum fiskifræðingum
innan þeirrar stofnunar, Skipa-
tækni h/f sem var ráðgjafaraðili
og sá um tilbúning á útboði fyrir
breytingarnar sem geröar voru
þegar skipinu var breytt I rann-
sóknarskip, og að siðustu
sjávarútvegsráðuneytinu, þvl
vissulega ber það ráöuneyti á-
byrgð á aö samþykkja á slnum
tima áðurnefnda ákvörðun um að
rafmagnstogvindukerfið I skipinu
væri ónýtt og heimila slðan upp-
setningu á tveimur vökvadrifn-
um spilum.
Hafþór.áður skuttogarinn Bald-
ur, er eitt af fimm systurskipum
sem smlöuð voru i Póllandi áriö
1973 og 74. Hin skipin eru Engey,
Viðey, Guðsteinn og Jón Dan.
I þessum öllum fjórum skipum
er nákvæmlega það sama spil-
kerfi og dæmt var ónýtt I Baldri.
Engin rök hafa enn verið lögð á
boröiö um að spilin hafi verið ónýL
Þá eru skuttogararnir Ogri og
Vigrieinnig meö sama rafmagns-
togvindukerfi og var um borð I
Hafþóri.
Þaö er þvl undarlegt hvers
vegna sú ákvörðun var tekin að
dæma spilin ónothæf eða ónýt I
Hafþóri á sama tlma og sams-
konar spil eru talin meira en vel
nothæf I sex af aflahæstu skutt-
togurum landsins.
—lg-