Þjóðviljinn - 29.08.1979, Side 6

Þjóðviljinn - 29.08.1979, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 29. ágúst 1979. (jr myndinni „Kampuchea i ágúst 1978”, sem sýnd veröur l Félags- stofnun stúdenta Félagsstofnun stúdenta: Kvikmynd um Kampucheu Annaökvöld. fimmtud .kl. 20.30 verður haldinn fundur um Kampucheu i Félagsstofnun stúdenta og sýnd kvikmynd sem Jan Myrdal geröi fyrir sænska sjónvarpiö og nefnist „Kampuchea f ágúst 1978”. Kvikmynd þessi er tekin viös- vegar i landinu og sýnir ástandiö einsog þaö var meöan Pol Pot var ennþá viö völd. Einnig kemur fram i henni persónulegt álit Jans Myrdals og hugleiöingar hans um bændaþjóöfélag, bændabyltingar og sögu Kampucheu. A fundinum veröa einnig veitt- ar upplýsingar um ástandiö i landinu nú, og þá stuöst viö þaö sem fram kom á ráöstefnum i Paris og Stokkhólmi. Þeir Þorsteinn Helgason og Hjálmtýr Heiödal hafa framsögu um máliö, en á eftir veröa almennar umræö- ur, og vonast þeir félagar eftir góöri þátttöku i þeim. —ih. Blaðberar óskast Austurborg: Stórholt — (8. sept. — 22. sept). Kópavogur (Þjóðviljinn og Timinn) Hliðavegur (4. september) Kópavogsbráut (1. september) Við munum i vetur greiða 10% vetrarálag. Nánari uppl. á af- greiðslu blaðsins. DJÚÐVIUINN Simi 81333 Mannréttindanefnd skipuð á næstunni ísland fullgildir tvo alþjóðasamninga um mannréttindi Tómas A. Tómasson fastafulltrúi (t.h.) afhendir John Scott fullgild- inarskjölin (Ljósm. S.Þ. —S. Lwin). Sérstök mannréttinda- nefnd til að fjalla um skýrslur og kærumál verður væntanlega skipuð hér á landi næsta vetur samkvæmt ákvæði í alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmála- leg réttindi sem ísland hefur nú fullgilt og tekur gildi hér í nóvember. Sam- kvæmt valfrjálsri bókun með samningnum er nefndinni heimilað að taka við kærum frá einstakling- um. Tómas A Tómasson, fasta- fulltrúi Islands hjá Sameinuöu Frétt um stööu Einars frá ráðu- neytinu Untarikisráöuneytiö sendi loks i gær frá sér staöfestingu frétta allra dagblaöanna i fyrri viku, aö ákveöiö hafi veriö aö Einar Agústsson alþingismaöur og fyrr- verandi utanrikisráöherra taki viö starfi sendiherra i Kaup- mannahöfn. Hann mun gegna starfinu frá áramótum. Agnar Klemens Jónsson, sem gegnt hefur sendiherrastörfum i Kaupmannahöfn siöan áriö 1976 mun láta af störfum i utanrlkis- þjónustunni fyrir aldurs sakir. þjóöunum afhenti f siöustu viku John Scott, settum yfirmanni lagadeildar Sameinuöu þjóöanna, fullgildingarskjöl vegna aöildar Islands aö tveimur alþjóöasamn- ingum um mannréttindi, sem taka gildi fyrir Island 22. nóvember n.k. Alþingi veitti heimildina til fullgildingar 8. mai s.l. Samningarnir eru annars vegar um borgarleg og stjórnmálaleg réttindi ásamt valfrjálsri bókun og hins vegar alþjóöasamningur um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, samþykktir á 21. allsherjarþingi S.Þ. og lagöir fram til undirrit- unar 19. desember 1966. I samningnum eru talin upp réttindi sem verndar skulu njóta og kveðiö á um skyldu samnings- rikja til skýrslugjafar og ákvæöi um stofnun sérstakrar mannrétt- indanefndar til þess aö fjalla um skýrslur og kærumál sem áöur segir. Alþjóöasamningurinn um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi tók gildi 23. mars 1976 og eru aðildarriki 60 talsins, en 22 þeirra eru aðilar aö bókuninni. Alþjóðasamningurinn um efna- hagsleg, félagsleg og menningar- leg réttindi tók gildi hinn 3. janúar 1976 og eru 62 riki aöilar aö honum segir i fréttatilkynningu utanrikisráðuneytisins. — vh bækur Structural Anthoropology. Claude Lévi-Strauss. I-II. Trans- lated from the French by Claire Jacobson — Brooke Grundfest Schoepf and Monique Layton. Penguin Books 1977 — 78. Fyrra bindiö er safn sautján greina um mannfræöi og kom fyrst út á Frakklandi 1958. Grein- arnar eru ritaðar á árabilinu 1944 — 57 og telur höfundurinn þær vera lykilritgerðir kenninga sinna. Greinarnar I fyrra bindinu eru alls sautján. Seinna bindið kom út fimmtán árum eftir út- komu þess fyrra, þaö skiptist i fjóra þætti, þar sem höfundur fjallar um mannfræðina sem fræöigrein, gerö samfélaga, goöafræöi og samfélagsskipan nú á dögum, auk lista og bókmennta. Siðasta greinin i siðara bindi fjallar um kynþætti og sagnfræöi og þar geta menn kynnt sér m.a. þá skoöun höfundar, aö sagnfræöi sé alltaf meira og minna saga þeirra tima sem sagnfræöingur- inn lifir og sé þvi i raun ekki saga þeirra timabila sem höfundurinn leitast viö aö tjá. Inntak kenninga Levi-Strauss er leit hans aö grundvallargerö mennskrar tilveru og mennskra samfélagshátta, og rannsóknir hans beinast aö þvi aö rannsaka samfélagshætti og venjur og þá einnig goösögurnar og helgisiöi, jafnframt þvi sem hann leitast við aö nálgast frumgerö þeirra. Hann telur sig hafa fundið sam- svörun milli að þvi er virðist ó- likra samfélaga með þvi að beita oft á tiöum aö þvi er mörgum finnst langsóttum rökum. A þann hátt telur hann sig greina alls- herjar frumgerö sem samsvarar þeirri getu og mögulegu hæfileik- um sem heili mannsins og likam- legt ásigkomulag býr yfir. Lévi- Strauss hefur mjög leitað fanga i hellenskum goösögum og bók- menntum, auk þess sem hann hefur einkum kynnt sér samfélög frumbyggja Amazon-svæðisins i Brasiliu, þar sem hann stundaöi vettvangsrannsdknir. Kenningar hans hafa veriö og eru umdeildar, en þær eiga sér I rauninni hlið- stæöu i strúktúralisma málvis- indamanna, en Lévi-Strauss beit- ir hliðstæöri rannsóknaraöferö. Charles Stewart Parneil F. S. L. Lyons. Fontana/Collins 1978. Höfundurinn er vel kunnur fyrir skrif sin um irska sögu á 19. öld. Fyrir þessa bók, sein kom út i fyrstu 1977, hlaut hann ágæta dóma og viöurkenningar, en þessi ævisaga þykir sú besta um ævi Parnells. Barátta Parnells fyrir heima- stjórn á írlandi var stormasöm, en honum tókst aö vinna fylgi Gladstones á sinum tima og stuöning Frjálslynda flokksins viö stefnu sina. Auk þess heppn- aðist honum aö sameina hin ó- samstæöustu öfl á Irlandi til fylg- is viö baráttumá! sitt. Höfundur- inn segir þessa sögu alla mjög svo ýtarlega, rekur upphaf Parnells og menntun og stjórnmálasögu og gerir einkamálum hans góö skil. Kvennamál uröu honum aö falli, enda voru þau óspart notuö hon- um til ófrægöar af pólitiskum andstæöingum. Fáir menn hafa veriö elskaöir jafnt og Parnell af írum og fáir hataöir eins og hann af pólitiskum andstæöingum sin- um. Höfundur ævisögunnar álitur að enginn hvorki fyrr né siöar hafi verið liklegri til þess aö friöa allt Irland og jafna ágreininginn og Parnell, en atvikin höguöu þvi svo að hann dó fyrir aldur fram. The Devil's Horsemen The Mongol Invasion of Europe. James Chambers. Weidenfeld and Nicolson 1979. Sama áriö og Snorri Sturluson var veginn i Reykholti héldu liö- sveitir Batu Khan yfir Dóná. Evrópa virtist liggja opin og varnarlausfyrirhinum ósigrandi hjörðum mongólanna. Atvikin höguöu þvi á þann veg aö hinir ó- sigrandi herskararhurfu austur á bóginn og ibúar vesturhluta álf- unnar voru ekki færöir undir ok mongóla. Saga mongóla hefur verið skráð af fjölda höfunda. I þessari bók leitast höfundurinn viö aö kryfja ástæöurnar fyrir sig urvinningum mongóla og lýsa hernaöarsnilli þeirra, sem hann telur hafa veriö langt á undan sin- um tima I samanburöi viö her- tækni Evrópubúa á miööldum. Höfundur álitur aö mongólar hafi beitt svipaöri hertækni og Romm- el og Patton beittu i siöari heims- styrjöld. Chambers rekur einnig áhrif mongóla á öörum sviöum. Þeir tryggðu friö i þeim rikjum sem þeir réöu og efldu þar meö versl- unarviöskipti milli austurs og vesturs. Aftur á móti uröu sigur- vinningar mongóla til þess aö hefta framgang kristninnar á þeim landsvæöum, sem þeir réöu. Páfavaldiö og valdstjórnarmenn mongóla voru ósættanlegir og þar átti sér aldrei staö nein slökun. Mongólar réöu viölendasta riki sem um getur, þegar veldi þeirra var mest, frá Kinahafi aö Karpatafjöllum og aö Evfrats- fljóti og allt suður aö Indlands- hafi. Eins og áöur segir varö frá- fall Stór-Khansins og eftirmanns hans til þess aö vesturtakmörk rikisins uröu ekki Atlantshafiö, en þá væri saga Evrópu önnur. Bókin er lipurlega samin, og hertækni mongóla eru gerb góö skil i knöppu máli.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.