Þjóðviljinn - 29.08.1979, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.08.1979, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 29. ágúst Í979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Borgarstjórn Bremen I V4>ýskalandi fékk verðlaun i siðustu keppni Europa Nostra fyrir frábært verk við endurlffgun gamla Schnoor- hverfisins þar i bæ. Þaö var bæði gert við og málaö og — þaö sem mikilvægast var: húsin voru á ný tekin I eðlilega notkun meö meðfylgjandi iðandi mannlifi I gömlu götunum. A myndunum sést ein þeirra fyrir og eftir endurreisn. Skilafrestur fram- lengdur um 2 víkur Skilafrestur í verð- launasamkeppni á vegum Europa Nostra um fram- kvæmdir sem á einn eða annan hátt teljast fram- lag til varðveitingar náttúruverðmæta eða verðmæta í húsagerðar- list hefur nú verið fram- lengdur til 30. september nk.. Þjóðviljinn sagði fyrr á árinu frá þessari verðlaunakeppni, en rétt til þátttöku hafa bæjar-og sveitarfélög, arkitektar og teiknarar, samtök um náttúru- vernd og verndun húsa eöa bæjarhverfa, svo og eigendur eða notendur húsa. Meðal verkefna sem til greina koma til verðlauna- veitinga má nefna m.a. : við- gerð og endurbygging gamalla | bygginga eða breyting þeirra til , nýrra nota án þess að sérkenni i þeirra glatist, nýbyggingar i I gömlum bæjarhverfum eða 1 | fögru landslagi, er falla ■ sérstaklega vel að umhverfinu, i haganlega fyrirkomnum og litt I áberandi bilastæöum við mark- | verð náttúrufyrirbæri eða i ■ gömlum bæjarhlutum, aðgerðir til varðveislu náttúruverömæta, fegrun bæja á ýmsan hátt, gerö göngu- og útivlstarsvæöa i bæjum, flóölýsing, notkun málningar til að bæta útlit bæjarhverfis o.fl.. Nánari upplýsingar má fá á I skrifstofu Ferðamálaráðs Islands, Laugavegi 3, Rvik, sem ' annast milligöngu hérlendis. LEIKFÉLAG AKUREYRAR: Á verkefnaskrá er nýtt leik- rit eftir Örn Bjarnason Leikfélag Akureyrar hefur senn æfingar á nýju íslensku leikriti eftir örn Bjarnason. Þegar er búið að ráða Þórunni Sigurðar- dóttur sem leikstjóra en leikmyndir gerir Sigurjón Jóhannsson leikmynda- smiður Þjóðleikhússins. Leikritið ber heitið „Fyrsta öngstræti til hægri" og fjallar um áfengisógæfuna og hvern- ig tvær ungar konur verða henni að bráð. „Mér finnst leikritið spennandi og alveg ótrúlega vel skrifaö” sagði Þórey Aðalsteinsdóttir hjá LA I stuttu spjalli viö blaðiö. Hún kvaöst viss um að hiö nýja leik- verk hlyti góðar viötökur, enda fjallaði það um vandamál sem flestir heföu einhvern tima fyrir augum sér á llfsleiöinni. örn Bjarnason hefur áður skrifaö leikrit um áfengisbölið sem hét Biðstöö 13. Það var raun- ar gefið út i söguformi af bókaút- gáfunni Setberg. Þórey sagði að fyrir utan verk Arnar væri margt forvitnilegt á döfinni hjá LA. Hún var þó ófús til að greina frá nýjungunum, þarsem ýmislegt er ekki ákveöið til fullnustu I þeim efnum. Þó sagöi hún að „Galdrakarlinn frá Oz” yröi sýndur áöur en blessaö örn Bjarnason. barnaárið yröi úti, og ennfremur yröi tekiö til endursýningar leik- ritið „Skrýtinn fugl” sem LA sýndi viö góðar undirtektir I fyrra. Sunna Borg hefur nú veriö ráð- in til Leikfélagsins og Friðgeir Guðmundsson er jafnframt ný- ráðinn framkvæmdastjóri leik- hússins. Sem fyrr er Oddur Björnsson ráðinn leikhússtjóri. -ÖS Gamla samkomuhúsið á Akureyri, þar sem Leikfélag Akureyrar hefur aðsetur sitt. Tæki bræðslunnar á Þórshöfn dæmd ónýt Þau eru þó í góðu lagi núna! A sinum tlma voru tankarnir sem Hraðfrystistööin á Þórshöfn leigir til loðnumeltugeröarinnar dæmdir ónýtir eða litt brúkhæfir af forráöamönnum Sildarverk- smiðju rikisins. Þjóðviijinn spurði þvi Jóhann Jónasson hjá Hraöfrystistööinni, hverju það sætti aö tankarnir væru allt i einu orðnir heilir núna. „Þetta var bara tóm della hjá sunnanvaldinu” sagöi Jóhann. „Verksmiðjan er fráleitt gömul, var reist 1966. Þegar viö ætluöum að selja hana um árið til að losa staðinn úr vandræöunum sem sátu þá yfir okkur, þá tóku þeir sig bara til, Kristján Ragnarsson og fleiri kempur fyrir sunnan og dæmdu hana ónýta og þaraf- leiðandi væri engum manni ætlandi aö kaupa hana. Tankarn- ir voru ónýtir, og ekki bara þeir heldur átti Itka höfnin og inn- siglingin aö vera kolómögleg. Svo bregöur þannig við núna, aö þegar þörf er fyrir þessi tæki, þá koma sérfræðingar og lýsá þvl yfir eftir að hafa skoöað verk- Framhaid á 14. siöu í stuttu máli Samkomulag um verö á kolmunna og spærlingi Fyrir helgina náðist I yfir- nefnd Verðlagsráðs sjávar- útvegsins samkomulag um bræðsluverð á kolmunna og spærlingi til næstu áramóta. Kilóiðkostar 13.50 miöaö viö 7% fituinnihald og 19% fitu- fritt efni en verðið er upp- segjanlegt frá og með l.okt með viku fyrirvara. Verðiö breytist um 1.10 kr. til hækkunar eöa lækkunar fyrir hvert 1% sem fituinni- hald breytist frá viömiðun en frádráttur reiknast þó ekki þegar fituinnihald fer niður fyrir 3%. Fy rir hvert 1% sem þurrefnismagn breytist veröur 1.15 kr. hækkun eða lækkun. Heildarverö til útgeröar aö meðtöldu oliugjaldi og stofn- fjársjóðsgjaldi verður þvi 16.88 kr. miðað við ofangreint fituinnihald og fitufrltt efni en skiptaverð verður 13.91 kr. -GFr. r Alagning í Kópavogi 70 milj. kr. umfram áætlun Lokið er álagningu gjalda til bæjarsjóðs Kópavogs fyrir þetta ár og reynist hún vera 70 milj. króna hærri en gert var ráö fyrir I fjárhags- áætiun bæjarins. tltsvör reyndust við álagn- ingu veröa 20 .3 milj. kr. en voru I fyrra 125.3 milj. kr. Hækkunin milli ára er 62,4%. I fjárhagsáætlun haföi verið gert ráð fyrir 197 milj. króna útsvörum i ár. Aðstööugjöld einstaklinga veröa nú 38.5 milj. kr. eða 59,5% hærri en I fyrra en aðstöðugjöld félaga 177,4 milj. kr. eða 88,8% hærri en I fyrra. Aðstöðugjöld reyndust vera 6 milj. krónum hærri en áætlað haföi verið.. 1 frétt frá bæjarritaranum I Kópavogi segir aö veriö sé að endurskoða fjárhags- áætlun með tilliti til kostnaðarbreytinga. -GFr. Iönþróun og framhalds- skólar Iðnþróun og framhalds- skólar verða aðalumræðu- efni á Fjóröungsþingi Norðlendinga, sem hefst á sunnudaginn n.k. á Dalvik. Eru væntanlegir til þingsins um 90 fulltrúar auk gesta. Þingiö veröur sett kl. 2 sd. á sunnudag, en síðan flytja framkvæmdastjóri og for- maður Fjórðungssam- bandsins skýrslur slnar. 'Ardegis á mánudag verður efnt til hringborðsumræðna um iönþróunarmál og taka þátt I þeim Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráð- herra, Vilhjálmur Lúðvlksson framkvstj. Rannsóknarstofnunar rikis- ins, Bjarni Einarsson frkvstj. Byggðadeildar Framkvæmdastofnunar rlkisins og Friðrik Danlels- son fulltrúi Iðntæknistofn- unarinnar. Til hringborös- umræðna um framhalds- skólamálin siðdegis mæta til leiks Ragnar Arnalds menntamálaráðherra, Hörður Lárusson deildar- stjóri, Olafur Kristjánsson skólastjóri og Tryggvi Gisla- son skólameiytari.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.