Þjóðviljinn - 29.08.1979, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 29.08.1979, Blaðsíða 16
DMVHMN Miövikudagur 29. ágúst 1979. Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til íöstudaga, kl. 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs- menn biaðsins i þessum simum_: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348. 81333 Kvöldsími er 81348 Lœgð yfir loðnu- vertiðinni Tvö med fullfermi frá Jan Mayen 5 loðnuskip tilkynntu um afla til loðnunefndar i gær. Var aflinn samtals um 1540 lestir. Tvö skipanna komu af miðunum við Jan Mayen, örn sem var meö 570 lestir og Hilmir með 540 lestir. Skipin voru á miðunum við Jan Mayen f fjóra sólar- hringa og var mikiö kastað áður en fullfermi fékkst. Ennþá eru þá eftir tvö loðnu- veiðiskip þar á miðunum. Flotinn er annars dreifður á miðunum úti fyrir Vest- fjörðum og verða menn litiö varir við loðnu. Þau þrjú skip sem til- kynntu sig á leiö til hafnar i gær voru aöeins meö smá- ræðis afla. Helga II var með 200 lestir, Súlan með 130 og Sæbjörg meö 100 lestir. Skipin eru búin aö vera lengi á miöunum án þess að verða vör og þurfa þvi aö sigla i land með litinn afla áður en hann skemmist og eins til að taka oliu og vistir. -lg Skipuð húsa- leigunefnd Reykjavíkur Þrfr menn voru kosnir I húsaleigunefnd Reykja- vfkurborgar á fundi borgar- ráðs I gær, en samkvæmt nýju húsaleigulögunum skal komið á fót i hverjum kaupstað sérstakri nefnd til að fylgjast með framkvæmd húsaleigumála, safna upplýsingum og hlutast til um úttektarmenn. Þeir sem völdust i húsa- leigunefnd Reykjavikur eru Skúli Thoroddsen, Tómas Cli Jónsson og Hilmar Guð- laugsson. — vh t gær hækkuðu visitölubrauðin svokölluðu um 22.5% að meöaltali. Þegar framfærslu- visitala er reiknuö út er sam- kvæmt reglum um visitölu- grundvöll gerð veröúttekt á franskbrauðum, heilhveiti- brauöum, rúgbrauði, malt- brauði og normalbrauöi. Veröið á þeim er sfðan vegiö inn ivisitölu framfærsiukostn- aðar og reynt að komast nærri þvi hvað miklu dýrara það er fyrir meðalfjölskyldu aö næra sig á brauðmat frá þvi siöast var mælt fyrir þremur mán- uöum. i Visitölubrauðin eru háð verö- lagsákvæðum og sú hækkun sem nú hefur verið leyfð þýðir m.a. að 500 gramma fransk- brauð og heilhveitibrauö hækka I verði úr 160 I 190 krónur og maltbrauð hækkar úr 158 kr. stykkiö i 194 krónur. A myndinni sem tekin var i gær I bakariinu i Suðurveri var verið að afgreiða visitölu- brauöf óðaönn. Ljósm. Leifur. Skólarnír byrja í næstu viku Engar mengunarvarnir í Njarðvik 38.000 á grunn- skólastiginu — rúm 7.000 i mennta- og fjölbrauta- skólum Aö dyrum ber haustiö og skólarnir opna dyr slnar upp á gátt fyrir landsins börnum. Fyrstir á ferðinni eru mennta- og fjölbrautaskólar á Stórreykja- vikursvæðinu, en kringum 3. sept. veröa þeir settír með pragt og pompi. Skólarnir úti á iands- byggðinni veröa svo kaliaðir saman einnn af öðrum þegar dregur að miöjum september. Grunnskólanemendur verða hins vegar langflestir að setjast að brunnum menntunarinnar þann 7.sept, þegar liðskönnum fer fram á öilum stærri stöðum. Fiskiðjan fær ekki starfsleyfið framlengt Þau verða meðai 38 þúsund barna á grunnskólastigi sem hefja nám á þessu hausti. Heilbrigðisráðherra hefur nú tekið starfsleyfi af Fisk- iðjunni hf. í Njarðvík, samkvæmt ósk heilbrigðisnefnda Keflavíkur og Njarðvíkur. Fiskiðjan hefur starfað á undanþágum sl. þrjú ár. Forráðamenn fyrirtækisins hafa sifellt lofaö ýmsum úrbótum til mengunarvarna, en jafnan svikið þau loforð. Að siðustu fóru þeir fram á, að heilbrigðis- nefndirnar féllu frá öllum kröfum um mengunarvarnir og töldu sig ekki hafa efni á slikum munaði. Nefndirnar höfðu þá fengið sig fullsaddar á sviknum loforðum um mengunarvarnir og lögðu til að Fiskiöjunni yrði lokað. — eös Hjá grunnskóladeild mennta- málaráðuneytisins fengum við þær upplýsingar, að nú væri nær öllum krökkum séð fyrir niu mánaða skólavist á árihverju. A ýmsum smærri stöðum væri á hinn bóginn við lýði, að börn væru bara átta mánuði i skólanum, og þar væri forsvarsmönnum skólanna seltl sjálfs vald hvenær þeir kölluðu börnin saman. A örfáum stöðum tiðkast enn 6 1/2 eða 7mánaða skólavist, eins og á Klúku i Bjarnafirði, og Brodda- nesi á Ströndum. En öllum börnum á i dag að vera tryggð skólavist sem er ekki undir 6-7 mánuðum og langflest njóta þau niu mánaða vistar árlega. Að likindum munu grunnskóla- nemar vera hringum 38 þús. talsins i vetur en það er ekki full- ljóst enn. Þórunn Bragadóttir fulltrúi i menntamálaráðuneytinu sagði Þjóðviljanum að alls myndu 7.200 nemendur setjast á skólabekki i mennta- og fjölbrautaskólum og þar af yrðu um 2.400 þeirrar lifsreynsluaðnjótandi að setjast á fyrmefnda bekki i fyrsta sinn. —'ÖS. Skiltið við Fiskiðjuna segir sina sögu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.