Þjóðviljinn - 19.09.1979, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 19.09.1979, Qupperneq 8
8 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Miðvikudagur 19. september 1979 F „Islendingar verða að taka Jan Mayen til handargagns” sagði Guðbrandur Jónsson 1925 'f Sunnudaginn 1. 1925 IS land retley*1 1. árg- og i. bUjfe Vér teljom m,nn »*• " ^ 11M1 JiMi'r Noregur- t®le» lr NorO®<r° " roUft-t A' offt-oB SMwUHwnn* .|%iW. , HrorM “**!“• “•vrJo— Rtpr—nM* » „ t 0pin»k*rri. froft' t.Uo4i)- .U)ort‘r>títt voriU » oií i.iD.ftd Olf----- , hruO»10® 1 _ >>vrtf',v ' @e*t ----' ( d.m * rok.ti'u® tfsi - i-r -ric 1' ,rni(»». °* koin,-"’— g«r»n »em t , nor •' 1 mflð ,D»nm«rk* (umbo#»n>» 4n*»l“ «ngn brry |fi Mndiherr» íinn »’nD’ . ,wvl . riki.b.ndbA'r D'°‘ ■«»lr'tí*^ .endiherrom »nD» >s w.onon*ot t » Jafnvel \»B' tekor * t”*11 .» 6»r«m harr. ''DrDœ * ,Jn«»»kiDl- tn b »*lir «rr‘ 1 ICR.r* „Islendingar og Norðmenn eru frændur og vinir sé allt undir- hyggjulaust um sjálfstæöi vort af þeirra hendi, en annars vilja ís- lendingar hvorki sjá þá né heyra, jafnvel þó að þeir komi hingað syngjandi.” Svo skrifaði Árni Pálsson prófessor og sagnfræðingur fyrir röskum fimm áratugum. Þá voru Norðmenn aö leggja drög aö þvi að eigna sér eyna Jan Mayen og suma íslendinga grunaði að Norðmenn væri farið að dreyma hættulega drauma um endurreisn hins forna veldis sins á N-Atlants- hafi. Þó að tslendingar ættu að heita fullvalda voru utanrikismál þeirraennþá algjörlega i höndum Ðana og enn hafði ekki reynt á það hvort íslendingar væri i raun og veru sjdlfstæö þjóð. Um þetta uröu nokkur skrif i islenskum blöðum á þriöja áratugi aldar- innar og islensk yfirvöld sendu fyrirspurnir til danska utanrikis- ráðuneytisins. Hyggjast endurreisa Noregsveldi hið forna Grein Árna Pálssonar sem birt- ist í Skirni árið 1924 vakti tölu- verða athygli. Þar sagði hann m.a.: „Suma Norömenn dreymir nú stóra drauma, sem væru íslandi ekki meö öllu hættulausir, ef þeir rættust. Þeir hyggjast endurreisa Noregsveldi hið forna. Að visu veit ég ekki til að þeir hugsi sér, aö ná aftur löndum þeim fyrir vestan haf, sem einu sinni iutu Noregskonungi. En hitt fara þeir ekki leynt með, að þeir vilji bæði Færeyjar og Grænland allt af Dönum, og svo gera þeir ráö fyrir, aö tsland muni bætast við i félagsskapinn —af fúsum og frjálsum vilja!” Siðan rekur Arni samband þessara tveggja þjóða um aldir og segir að Islendingar hafi nú ærið annaö að starfa en að hlaupa út í stórpólitisk ævintýri. „Vér erum smá þjóð I stóru landi kringum 100.000 manna á 100.000 ferkilóm. Slikt hlutfall milli stæröar lands og þjóðar er háska- legt. Vér verðum á komandi tim- um aðbeita öllum vorum kröftum i þá átt að gera oss þetta örðuga land undirgefið”. Ekki eingöngu frændur... Aö lokum segir Arni: „Slik eru umhugsunarefni og áhyggjuefni tslendinga um þessar mundir. En hitt er oss fjarri skapi, aö hyggja á nýjungar I utanrikispólitikinni. Vér munum vissulega aldrei gleyma frænd- semi vorri við Norömenn. Engar erlendar bókmenntir hafa átt slikum vinsældum að fagna og gert sllkt gagn hér á landi, sem bókmenntir Norðmanna á 19. og 20. öldinni. Allir tslendingar vona, aö viðskipti milli landanna veröi æ meiri og vinsamlegri með hverju ári sem liður. Þess vegna hefur hið nýja skipasamband viö Bergen vakið almenna og ó- blandna ánægjuhér á landi. Enef einhvern tima veröur reynt 1 fullri alvöru að framkvæma drauma sumra Norömanna um endurreisn Noregsveldis hins foma, þá er hætt viö að Mörland- inn reynist tómlátur enn sem fyrr. Vér munum þá minnast þess, að Norömenn eru ekki ein- göngu frændur vorir, heldur einnig vorir skæðustu keppi- nautar. Og ótilneyddir munum við aldrei gera pólitiskt samband við þá.” forslöa blaðsins febrúar 1925 þar sem fjallað Bréf fors ætisráðherrans Sama ár og þessi grein birtist i Skirni sendir Jón Magnússon for- sætisráðherra bréf til danska utanrikisráðuneytisins i tilefni af landnámi norsku veöurstofunnar á Jan Mayen og óskar umsagnar um að hvaöa leyti slikt landnám geti talist hafa þjóðréttarlegt gildi. Tekur hann fram I bréfinu að ekki sé hægt að útiloka þann möguleika að islenskir hagsmun- ir séu tengdir eynni. Andvaraleysi íslendinga um utanrikismál Um þessar mundir gaf Guð- brandur Jónsson, siöar prófessor, út blað i Reykjavik sem hann nefndi Klukkan. Sunnudaginn 1. febrúar 1925 birtist i þessu blaði mikil grein á forsiðu sem nefndist tsland og Noregur. Undirfyrir- sagnir voru þessar: „Andvara- leysi lslendinga um utanrikis- mál”, „Framtiðarhugsjónir Norömanna og tslendinga rekast á”, „Island og Jan Mayen” og Arni Pálsson prófessor: Suma Norðmenn dreymir nú stóra drauma, sem væru lslandi ekki með öilu hættulausir, ef þeir rætt- ust. Jón Magnússon forsætisráð- herra: Ekki er hægt að útiloka þann möguleika að fslenskir hagsmunir séu tengdir eynni. árum varpað af sér aldaoki, kast- að ellibelgnum, og lifir nú I blóma nýrrar æsku annað vor. Sá er I á- nauð hefir lifað vill, er hann losnar teygja sig upp i sömu hæð- ir oghann var áður i. Það er von, en ekki alltaf hægt, og ekki alltaf viturlegt. Þegar Norðmenn urðu alfrjálsir 1905,fórfyrir þeim, eins og oss 1918, kyngikraftur frelsis- ins magnaði þá, og hrokinn fylgdi, þeir vildu þurrka út á- nauðarárin, og standa þar sem þeir stóöu, er þeir misstu frelsið, en gleymdu um leið, að allt i' kringum þá hafði breyst. Manni stekkur bros er þeir vilja knýja fram aftur liðna stund með þvi, að kalla KristjaniuOslosem forð- um, en manni verður lika að óttast áhugann, eldmóðinn og hatrið, sem þaö fysir. Vér höfum Norömenn austur af oss I Noregi, þeir eru búnir að ná undir sig Svalbarða norður af tsiandi, og vilja ná Jan Mayen. Þeir eru fyrir Istöðuleysi Dana búnir að fóta sig á Grænlandi, vestur af oss. Vér erum þvi umkringdir af Noregi á þrjá vegu og nái Norömenn Fær- eyjum, þá er Island orðið klessa inni á miðju norska rikinu. inn i norska Til Jan Mayen sóttu tslendingar rekaviö og eiga þeir þvf vissra hags- muna að gæta þar. Jón Þorláksson forsætisráð- herra: Rikisstjórn tslands áskilur islenskum rfkisborgurum jafnan rétt á við borgara hvaða annars rikis sem er. „Best er að byrgja brunninn f tima”. Það mun vera Guðbrandur sjálfur sem skrifar þessa grein og segir hann m.a. að sjóndeildar- hringur tslendinga i utanrikis- málum sé bundinn viö landstein- ana og þeir hafi ekkert að segja um þau þráttfyrir ákvæði þar aö lútandi í sambandslögunum íelur hann að einungis þrjú riki gætu komiötil mála að lita tsiand girndaraugum um þær mundir Þau voru Bretland, Danmörk og Noregur. Telur hann litla hættu stafa af tveimur þeim fyrmefndu en sama verði ekki sagt um Noreg. Siðan heldur Guðbrandur áfram: Vér erum þvi umkringdir „Allt virðist benda til þess, að framtíðarhugsjón Noregs sé að sameina öll hin fornu norsku skattlönd aftur undir Noregs krúnu. Þessar hugsjónir eru sannar- lega skiljanlegar. Noregur, gamalt riki, hefir á rúmum 100 Færeyjar ríkið? Ef Norðmenn þá ekki freist- uöust til að slægjast eftir Islandi, mætti kalla það meira en mennska stillingu. Og íslend- ingar verða að hindra, að þeir leiöist i þá freistni. Or því Fær- eyingar kunna ekki við handatil- tektir Dana á eyjunum, þá er von- legt að þeir seilist þangað, sem betrikjöreruboðin, til Noregs, en tsland getur ekki unað þvi aö Færeyjar gangi Norðmönnum á hönd. Viðureign Dana og Færeyinga er danskt innanrikismálefai, og er oss þvi óviðkomandi, en að svo miklu leyti, sem það getur haft á- hrif á sjálfstæðismál vor, verða tslendingar að láta það til sin taka. Það verður aö ganga milli bols og höfuðs á hugsanlegum óskum Noregs um að reisa hið foma norska rikjasamband, og það er aðeins hægt meö þvi móti að Danir verði viö kröfum Fær- eyinga. Þær eru sanngjarnar. Þeir vilja að mál þeirra sé notað á eyjunum. Hvað er sjálfsagðara? Heimta Danir ekki — með réttu — sama til handa Dönum I Slésvik- Hoitsetalandi. Eyjarskeggjar vilja ráöa yfir fjármunum sinum. Hvaö er eðlilegra? Það er Dönum útlátalaust aö láta Færeyinga ná rétti sinum. Þeir styrkja með þvi Rifjuð upp skrif um ótta við norskan yfirgang á árunum 1924-1927

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.