Þjóðviljinn - 16.10.1979, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 16. október 1979
ÚTBOÐ
Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum
i að reisa stöðvarhús 2 og byggja spenni-
stöð i Svartsengi.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
Hitaveitu Suðurnesja Vesturbraut 10A
Keflavik og á Verkfræðistofunni Fjarhitun
hf. Álftamýri 9 Reykjavik frá og með
þriðjudeginum 16. október gegn 75.000 —
kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á
skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja 5.
nóvember 1979 kl. 14.
Lóðir í Arnarnesi
Lóðir eru til sölu i Arnarnesi.
Upplýsingar á lögfræðiskrifstofu Vil-
hjálms Árnasonar hrl. Iðnaðarbanka-
húsinu Lækjargötu 12.
Simar 16307 og 24635.
Húsnæði óskast
Einhleypur maður óskar eftir að taka á
leigu litið ibúðarhúsnæði.
Upplýsingar i sima 16313 milli kl. 5 og 7.
V erslunarhúsnæði
Verslunarhúsnæði á jarðhæð óskast til
leigu.helst 5 — 10 ára leigusamningur.
Húsnæðið þarf að vera i miðbænum eða
við Laugaveg neðanverðan.
Stærð ca 60-100 fermetrar.
Upplýsingar á lögfræðiskrifstofu
Vilhjálms Árnasonar hrl. Iðnaðarbanka-
húsinu Lækjargötu 12.
Simar 16307 og 24635.
Blaðberar óskast
Austurborg:
Blönduhlið —
Hamrahlið (l.nóv.).
Drápuhlið —
Eskihlið (1. nóv.).
Miklabraut —
Barmahlið (strax).
DJÚDVIUINN
Sími 81333
Blikkiðjart
Ásgaröi 1, Garöabæ
Önnumst þakrennusmiöi og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíöi.
Gerum föst verötilboö
SÍMI 53468
Auður Haralds
Thor Vilhjálmsson
BÆKUR
BÆKUR
Egill Egilsson
Skáldrit
frá Iðunni
Iðunn gefur út hátt I niutiu
bækur i ár og er það svipaður
bókafjöldi og i fyrra. Meðal frum-
saminna skáldrita frá útgáfunni
koma út nýjar skáldsögur eftir
Thor Vilhjálmsson og Egil Egils-
son, ný ljóðabók eftir Þórarin
Eldjárn, leynilögreglusaga eftir
Gunnar Gunnarsson.
Væntanleg er ný skáldsaga eftir
Thor Viihjálmsson sem nefnist
Turnleikhúsið. — Thor er löngu
viðurkenndur sem einn sérkenni-
legasti samtimahöfundur okkar
og meðal helstu tilraunamanna i
prósaskáldskap. Nýja bókin er
framhald þeirrar persónulegu
mannlifsstúdiu sem Thor hefur
iðkað i verkum sinum af æ meiri
iþrótt. 1 þetta sinn er vettvangur
hans leikhúsið og heimur þess
veitir höfundi tilefni til að varpa
ljósi á ýmsar nærgöngular
spurningar um lif og list.
Ný skáldsaga eftir Egii Egils-
son mun koma fyrir jól. Nefnist
hún Sveindómur og er önnur
skáldsaga höfundar. Fyrir tveim
árum gaf hann út bókina Karl-
menn tveggja tima sem vakti
töiuveröa athygli. Nýja sagan
mun ekki siöur þykja forvitnileg,
en hún fjallar um lif unglings i
Reykjavik, heima og i skóla.
Margt I samfélagslýsingu verks-
ins er liklegt til að vekja umræður
og deilur, en sagan er meðal ann-
ars hugsuð sem innlegg I umfjöll-
un um lifskjör islenskra barna á
barnaári.
Það telst til nýlundu að IÐUNN
mun i ár hefja útgáfu á frum-
sömdum lögreglusögum. Kemur
nú út sagan Gátan leyst, hin
fyrsta i fyrirhuguðum sagna-
flokki um rannsóknarlögreglu-
manninn Margeir. Höfundur er
Gunnar Gunnarsson, sem áður
hefur gefiö út tvær skáldsögur
og var annar tveggja höfunda
framhaldsleikritsins Svartur
markaðursem flutt var i útvarpi
fyrr á árinu. — Gátan leyst er
spennandi lögreglusaga, gerist i
Reykjavik, Akureyri og á Spáni.
Hvunndagshetjan, þrjár örugg-'
ar aðferðir til að eignast óskilget-
in börn nefnist óvenjuleg bók
sem hér er talin með skáldritum
vegna listræns frásagnarháttar
höfundar. Þetta er minningasaga
eftir Auði Haralds.Hún er skrifuð
af mikilli stiliþrótt, fjöri og
húmor, og hreinskilnari og opin-
skárri en menn eiga að venjast
um ódulbúnar minningabækur.
1 haust gefur IÐUNN út þriðju
ljóðabók Þórarins Eldjárns og
nefnist hún Erindi. Fyrri bækur
Þórarins, Kvæðiog Disneyrimur,
vöktu ekki litla athygli sem kunn-
ugt er. Sú fyrrtalda kom i nýrri
útgáfu i vor með nýjum teikning-
um eftir Sigrúnu Eldjárn og var
þaö fjóða prentun bókarinnar.
Erindimunu ekki siður þykja tiö-
indum sæta, enda nýtur sin þar
Gunnar Gunnarsson
Þórarinn Eldjárn
vel húmor hans, leikni og ádeilu-
broddur.
IÐUNN hefur byrjað útgáfu
bókaflokks sem flytur ljóðasöfn
meiri háttar samtiðarskálda.
Fyrir tveim árum kom Kvæða-
safn Hannesar Péturssonar og i
ár koma Ljóð eftir Stefán Hörð
Grimsson. Hringur Jóhannesson
myndskreytti bókina sem er
vönduð eins og frekast er kostur.
Stefán Hörður er eitt listfeng-
asta skáld þeirrar kynslóðar sem
fram komu um 1950 og oft eru
nefnd atómskáld. I þessu safni
eru allar þrjár ljóðabækur hans,
Glugginn snýr I norður, Svart-
álfadans og Hliöin á sléttunni. Sú
fyrsttalda hefur verið með öllu
ófáanleg um áratugaskeið.
Þýddar skáldsögur og
Margaret Trudeau
Að vanda gefur IÐUNN út
margt þýddra skáldsagna. Fyrst
er að telja Kastaniugöngin eftir
Deu Trier Mörch í þýðingu Ólafar
Eldjárn. — Sagan Vetrarbörn
eftir sama höfund kom út i fyrra
og vakti geysimikla athygli.
Þetta er minningasaga og segir
frá sambandi þriggja barna úr
Kaupmannahöfn við afa sinn og
ömmu á sjálenskum sveitabæ,
einkar hiý og lifandi saga. Hún er
myndskreytt af höfundi.
Uppgjör eftir Bente Clod er
opinská minningabók, lýsing
konu á tilfinningalífi sinu, eink-
amálum og nánum samskiptum
við annaö fólk. Bókin hefur vakiö
mikla athygli i Danmörku aö und-
anfórnu. Alfheiður Kjartansdóttir
. þýddi.
Afhjúpun nefnist ný skáldsaga
eftir bandariska konu, Susan
Isaacs i þýðingu Úlfs Ragnars-
sonar. Þetta er spennandi saga
um unga konu sem að eigin frum-
kvæði tekur aö kanna morömál.
Njósnir I Berlín eftir
Adam Haller njósnasaga eins og
nafnið bendir tU. Höfundurinn er
margfaldur metsöluhöfundur og
er hann breskur.
Þá koma út bækur eftir höfunda
sem löngu eru kunnir islenskum
lesendum og IÐUNN hefur gefið
út margar bækur eftir: Kristals-
hellirinner ný, stór rómantisk og
Dea Trier Mörch
óvenjuleg saga eftir Mary
Stewart. Eldur er spennandi og
dularfullur róman eftir Phyllis A.
Whitney. FHasporheitir bók eftir
Hammond Innes,spennandi saga
frá Afriku. — Þrjár siðasttaldar
bækur þýddi Alfheiður Kjartans-
dóttir.
Arás I dögun eftir Brian
Callison er spennandi striðssaga
sem segir frá strandhöggi
breskra vlkingasveita i norskum
smábæ — Andrés Kristjánsson
þýddi.
Siðast en ekki sist kemur nú
saga eftir Alistair MacLean, Ég
sprengi klukkan 10. Þetta er tutt-
Margaret Trudeau
ugasta bók höfundar sem IÐUNN
gefur út. Anna Valdimarsdóttir
þýddi. — önnur bók kemur út
eftir MacLean og er hún annars
eðlis: Kafteinn Cook nefnist hún
og er byggð á dagbókum þessa
fræga könnuöar. Saga þessi er
spennandi eins og skáldsaga og
prýdd mörgum myndum. Rögn-
valdur Finnbogason þýddi.
Að lokum skal hér sagt frá bók
sem likleg er til að vekja ærna at-
hygli, en það eru minningar
Margretar Trudeau, fyrrum
eiginkonu Pierre Trudeau fyrr-
verandi forsætisráöherra
Kanada.