Þjóðviljinn - 18.10.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.10.1979, Blaðsíða 4
4 SIÐA —'ÞJÓÐVILJINN Fimintudagur 18. október 1979 WÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Otgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans Framkvcmdastjóri: Eiöur Bergmann Riutjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. FrétUatjóri: Vilborg HarBardóttir Umsjónarmaður Sunnudagsbiaós: Ingólfur Margeirsson Kekstrarstjóri: Olfar Þormóösson Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson Afgreiðslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Jón Asgeir Sigurösson iþróttafréttamaður: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Jón ólafsson Otlit og hönnun: GuÖjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson Handiita- og prófarkaiestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigrlöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir ólafsson. Skrifstofa: Guörún GuÖvarÖardóttir. Afgreiösla: Einar GuÖjónsson, Guömundur Steinsson, Kristín Péturs- dóttir. Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, SigrlBur Kristjánsdóttir. Bflsjtjóri: Sigrún Báröardóttir Hósmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsia: Sölvi Magnússon, Rafn GuÖmundsson. Ritstjórn, afgreiÖsla og auglýsingar: Slöumúia 6. Reykjavfk.slmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Blekkingavefurinn • Að berjast gegn verðbólgu er nauðsynjamál. En launafólk verður að huga vel að því þessa dagana á hvaða forsendum stjórnmálaflokkar heyja þessa baráttu. ( skjóli baráttunnar gegn verðbólgunni hefur Alþýðuflokkurinn nú rutt brautina fyrir harðvítugri afturhaldsaðgerðir í efnahagsmálum en nokkru sinni fyrr. Næsta víst er að efnahagsstefna Sjálfstæðis- flokksins mun verða mótandi afl að kosningum loknum nema launafólk kjósi í ríkari mæli en áður gegn íhaldsstefnunni sem ekki er aðeins aðalsmerki ,/endur- reisnar í anda frjálshyggju" heldur veður einnig uppi í Framsóknarf lokknum og heltekið hefur Alþýðuf lokkinn. • Fall ríkisstjórnarinnar og horf ur á íhaldsstjórn eftir kosningar gerir það að verkum að þess er ekki að vænta að nein fyrirstaða verði gegn kröfum um stórfellda kauplækkun, atvinnusamdrátt og niðurskurð samneyslu í næstu ríkisstjórn. Alþýðubandalagið var slík fyrirstaða i f ráf arandi stjórn og hef ur að launum hlotið naf ngif tina þensluf lokkur og verðbólguf lokkur. Meðan aðrir flokkar berjast gegn verðbólgu með aðferðum sem þýða stór- felldar kjaraskerðingar og boða hættu á atvinnuleysi unir Alþýðubandalagið þessum heitum vel. • Alþýðubandalagið ber ekki kinnroða fyrir það að hafa barist gegn kjaraskerðingarkröfum Alþýðuflokks- ins allt frá því eftir síðustu kosningar, í stjórnarmynd- unarviðræðum og í ríkisstjórn. Alþýðubandalagið mótaði í upphafi þá stefnu að stjórnvöld ættu að færa niður verðlagiðef halda ætti kauphækkunum í skefjum. Þessi stefna kom fram í aðgerðum stjórnarinnar er niður- greiðslur voru stórauknar og söluskattur afnuminn á matvælum. Hún kom fram þegar Alþýðubandalagið hindraði stórfellda kjaraskerðingu 1. desember sl. með því að hafa frumkvæði að því að félagsleg réttindamál verkafólks kæmust í höfn. Alþýðubandalagið barðist gegn Ólafslögum vegna þess að í þau höfðu Alþýðu- flokkur og Framsóknarf lokkur raðað tillögum um kaup- máttarhrun og atvinnusamdrátt sem leitt hefði getað til atvinnuleysis. • Allan þennan tíma sem Alþýðubandalagið tók þátt í fráfarandi ríkisstjórn var það fyrirstaða þess sem tryggði að efnahagsráðstafanir stjórnvalda yrðu bættar í kaupi, m.a. gengisfelling og gengissig. Sú kaupmáttar- skerðing sem fram er að koma nú er af leiðing þess sam- komulags sem f lokkurinn neyddist til þess að gera í vor. Alþýðubandalagið dró heldur enga dul á það að f lokkurinn væri að berjast við kaupránsöf lin innan ríkis- stjórnar og sú barátta væri tvísýn frá degi til dags. Því lagði Alþýðubandalagið á það höfuðáherslu að samtök launafólks héldu vöku sinni og beittu kaupránsöflin þrýstingi eins og um opna kjarabaráttu væri að ræða. • Þaö er eðlilegt aö þeir sem vilja lækna verðbólguna meö meðölum kauplækkunar og atvinnuleysis telji Alþýöubandalagið sinn höfuðandstæðing. Meðan stjórn- málamenn sjá ekki aðrar leiðir til þess að ná verðbólgu niður mun hún hrjá íslenskt þjóðfélag um langa hríð enn. Það verður einfaldlega aldrei friður um að ráðast gegn verðbólgu með atvinnuleysi og kauplækkun. • Hinsvegar má bóka það þegar, að gangi kosningar eins og Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur ætlast til í dag mun verða gerð tilraun. Og þá er ekki ætlunin að láta kaupmáttinn síga um nokkur prósent eins og Fram- sóknarf lokkúr og Alþýðuf lokkur knúðu fram í vor. Nei, nú skal hann snögglækkaður. Hann á að falla um 20 til 30% eins og 74 í tíð Geirs Hallgrímssonar. Það á að færa kaupmáttar- og atvinnustigið aftur á tíð viðreisnarára Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. • „Sameiginleg útgjöld þjóðarinnar eru orðin of mikil" segir Morgunblaðið, og reynir svo að halda þvi fram að með því að draga úr samneyslu, ríkisútgjöldum og lækka skatta sé hægt að bæta hlut láglaunafólks. Þennan blekkingarvef íhaldsins þarf að rekja í sundur. Skattalækkanir koma þeim betur settu í hag, fram- kvæmdaleysi og niðurdröbbun atvinnutækja skerðir afkomumöguleika verkafólks og sjómanna, og minnk- andi félagsleg þjónusta bitnar mest á þeim sem bera skarðastan hlut frá borði. Það verða aðrir en láglauna- fólkið i landinu sem fá að njóta góðs af þvi svigrúmi sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að skapa einkagróðanum. —ekh Geðheilsa og pólitík Halldór Blöndal hefur af þvi áhyggjur i Staksteinum i gær, aö klippari þessa þáttar hafi notað oröiö „geöklofning” i pólitisku samhengi. Halldóri sem nátturlega má ekki vamm sitt vita I notkun málsins segir að þaö sé vont nýmæli að orö sem tengst geta geðsjúkdóma- fræöi séu notuö i pólitískri um- ræðu. Siöan er hann hlaupinn út og suður og nær i BUkofski and- ofemann sér til trausts og halds, og verður ekki önnur ástæöa til þess greind en þann vilji meö þvi styöja viö bakiö á bræðrum sinum i Svarthöföa VIsis. En Svarthöföi er mikið kompani eða „syndicate” og fylgir hon- um verkaskipting: sumir vinna verkin, aðrir „marséra meö i anda” eins og segir i frægum söng. Hitt er svo undarlegt mis- minni hjá Halldóri, aö orö sem lúta aö geðheilsu séu nýmæli i islenskri umræöu. Orð eins og vanmetakennd, ofsóknaræöi, einræöi, innilokunarkennd, meinloka, ofsjónir, og mörg fleiri eru sem sandur á strönd- um islenskrarumræöu, bæði um stjórnmál ogannaö. Bæði til ills og góös. Þetta veit hvert mannsbarn. Og — vel á minnst: hvað eig- um við að gera viö Karl Steinar krataþingmann, sem lýsti þvi yfir nú rétt i þessu, aö Alþýöu- flokkurinn væri eini valkostur- inn gegn VITLEYSUNNI? Hreinsunargleði Hannes Hólmsteinn og Svart- hausarnirhafaannarslátið uppi sérstaklega miklar áhyggjur af noktun oröa upp á siökastiö. Þeir vilja til dæmis útrýma hug- tökunum ,,hægri” og „vinstri” úr pólititiskri umræöu vegna þess að I sjálfri notkun þeirra felist vinstrimannafölsun á staðreyndum og óvisindalegur hugsunarháttur. Manniskilst að þaö verði eitt af helstu verkefn- um Sjálfstæðismanna þegar þeir fara aö „hreinsa til” i menntamálum eins og Halldór Blöndal lofaöi i sjónvarpi i fyrrakvöld, aö banna þessa og aöra notkun hugtaka sem þeim ekki likar. nycuMUli II! iy Stiskateiíwr hafa engao áhuga á aö elta ólar vift Arne Bergmann, enda viröicl hann hafa í nógu fc ad snúast eftír heimsókn I Bótowkya, Eh þó verður I Iaft vekja athygii é þeirri aiaðreynd, aö hann notar orftift „geftkiofning “ í æ ^ iíí fíkari mæli um póliiiska " Halldór Blöndal boöar pólitiska málhreinsun Karl Steinar: kerfið, ihaldið, yitleysan eða stefnuleysið? NU er þaö svo, aö auðvitaö er pólitisk orðanotkun ekki „visindaleg” — ekki fremur en myndhvörf i skáldskap. En af þeim sökum nota menn vinstri, hægri, róttækni, Ihald og f leira þessháttar, aö fyrir þeim hug- tökum er ákveðin hefö,ákveöiö lágmarkssamkomulag í dag- legu máli og skrifum — þótt skiptar skoðanir hljóti samt aö vera um nákvæmari skilgrein- ingar. r I orðaleit En svo viö höldum áfram með þessa hliö mála, þá sýnist ein- mitt Alþýðuflokkurinn og liðs- oddar hans nU ganga lengst I að rjúfa þaö lágmarkssamkomu- lag sem er um notkun oröa og hugtaka I Islensku. Fyrsti létu þeir sér nægjaað kalla sjálfa sig nýjan flokkk en aöra flokka „kerfisflokka”. NU þegar Alþýöuflokkurinn er tekinn við kerfinu og öllum þess möppu- dýrum eins og það leggur sig, þá finnst þeim slikur saman- buröur ekki sérlega snjall leng- ur. Þeir héldu fund aö Hótel Borg um helgina og þar sagöi Vilmundur aö þvi er Alþýöu- blaöiö hermir: Valið er á milli íhaldsflokkanna og Alþýöu- flokks”. Þessu slær blaöið upp og stekkur ekki bros þótt undarlegt megi virðast Enn halda þeir Alþýðuflokks- menn áfram i leit sinni aö samheiti fyrir alla aðra flokka en sig. Það er ekki nema von, þvi aö þeirra höfuðsorg um þessar mundir er sú, að þjóðin muni ekki meö nokkru móti geta greint i milli krata og Sjálf- stæðismanna nú i kosninga- slagnum. Einn þátturinn i þeirri viöleitni aö hasla sér völl er sá, að segja að allir aðrir flokkar hafi enga stefnu I efnahagsmál- um. Það er Alþýðuflokkurinn einn sem hefur stefnu. Viö meg- um eiga von á þvi að næsta for- múla verði: Eini valkosturinn gegn vitleysunni (áöur „kerf- inu”) er Stefnuflokkurinn gegn hinum stefnulausu. Til hvers? Eitthvaö iþessa verumá lesa úr frásögnaf fundi hjá krötum I Hafnarfirði. Þar svaraöi Gunn- laugur Stefánsson spurningu um það,hvort Alþýöuflokkurinn væri ekki aö undirbúa nýja „viöreisn” meö Sjálfstæöis- flokknum. Alþýöublaöiö segir: „Gunnlaugur Stefánsson svaraði þeirri spurningu neit- andi og sagði að þaö væri óhugsandi að mynda rikisstjórn meö flokki sem enga stefnu heföi i efnahagsmálum”. Hin póliti'ska sýn talsmanna Alþýðuflokksins fer óneitanlega að renna æ meira saman við leikhUs fáránleikans. Alþýðu- flokkurinn getur ekki stjórnaö einn. Hann getur ekki stjórnaö með öörum þvi þeir hafa enga stefnu eða verri en enga, og munu þvi spilla fyrir stjórn- visku Alþýöuflokksins. Meö leyfi aö spyrja: til hvers er þá að vera aö þessu? Er þaö ekki tóm „vitleysa”? áb BorgarafundurínH að Hótel Borg: Valið er á milli íhalds- I flokkanna og Alþýðuflokks Fundur Menntaskólans við Sund: Herinn ógnun viö alþýöu Þjóömálasviö Menntaskólans viö Sund gekkst fyrir kappræöu- fundi, 8. okt. sl., milli Samtaka um vestræna samvinnu og Her- stöövaandstæöinga. Framsögur héldu Hannes Hólmsteinn Giss- urarson og Jón MagnUsson fyrir hönd S.V.S. og Árni Sverrisson og ArthUr Mortens af hálfu Herstöövaandstæöinga. Fund- urinn var vel sóttur, bæöi af nemendum skólans og einnig virtust heimdellingar hafa stefnt álitlegum hóp á staðinn til aö hafa áhrif á fundinn. Þetta er ekki i fyrsta skipti sem þeir efna til hóp- feröa á slika fundi, nU seinast i Fjölbrautarskólanum i Breiöholti i siöustu viku. Eftir umræöur ályktaöi fundurinn eftirfarandi: „Fundurinn áiyktar aö vera íslands I NATó og dvöl hersins á Miðnesheiöi sé bein ógnun viö sjálfræöi Islenskrar alþýöu og þjóni þeim tilgangi einum aö gæta hagsmuna vestrænnar borgara- stéttar, jafnt innan sem utan aöildarrikjanna. Fundurinn hvetur alla nem- endur til að taká virkan þátt i baráttunni fyrir frjálsu Islandi. Island Ur NATÓ, herinn burt. Gegn allri heimsvaldastefnu.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.