Þjóðviljinn - 03.11.1979, Síða 19

Þjóðviljinn - 03.11.1979, Síða 19
Úr franska myndaflokknum Villiblóm, sem hefur göngu sfna i dag. VILLIBLÓM i kvöld hefur göngu sina i sjónvarpinu nýr, franskur fra mha ldsrn yndaf lokkur, „Villiblóm”. Þættirnir eru þrettán og veröa sýndir kl. 18.30 iaugardögum. Aö sögn Soffiu Kjaran, þýöanda þáttanna, gerast þeir i Frakklandi i byrjun seinni heimsstyrjaldarinnar. — Aöalsöguhetjan er sex ára strákur, Páll, — sagöi Sofffa, — og má segja aö þætt- irnir fjalli um ævintýri hans og raunir. Páll hefur alist upp hjá fósturmóöur til sex ára aldurs. Hún er honum góö, en þar sem hún er fátæk þvotta- kona getur hún ekki haft hann hjá sér þegar hún fær ekki lengur borgaö meö honum. Hún fer þvi meö hann til Sjónvarp kl. 18.30 stofnunar, sem viö getum kallaöfátækrahjálp, og Páli er komiö fyrir á munaöarleys- ingjahæli. Siöan er lif hans ei- lifur hrakningur milli hælisins og fósturforeldra. En þaö er best aö segja ekki meira um efniö aö sinni. Mér finnst þetta vera góöir þættir, og ég held aö allir ættu aö geta horft á þá, bæöi börn og fullorðnir, — sagöi Soffia aö lokum. — ih Sænskur alþýðuhöfundur Sjónvarpið byrjar útsend- ingu kl. 16.00 á morgun, enda vetur genginn I garð. Dagskráin á morgun byrjar Sjónvarp kl. 17.00 Sænski rithöfundurinn Ivar Lo-Johansson. með hugvekju, sem séra Gunnar Kristjánsson, sóknar- prestur að Reynivöllum I Kjós, flytur. Siðan kemur gamall kunningi, sem einhverjir kunna kannski að meta: Húsið á sléttunni. í vetur á að sýna hvorki meira né minna en 22 þætti af þessari langloku um frumbýlinga I Vesturheimi. Kl. 17.00 á morgun verður svo sýndur þáttur frá sænska sjónvarpinu um rithöfundinn Ivar Lo-Johansson, sem hlaut bókmenntaverölaun Noröur- landaráös f fyrra fyrir bókina „Gelgjuskeiö”, sem er fyrsti hluti sjálfsævisögu skáldsins. Ivar Lo-Johansson fæddist áriö 1901 og var af fátæku fólki kominn. Hann stundaði ýmsa almenna verkamanna- vinnu áöur en hann geröist blaöamaöur og rithöfundur. I bókum sinum lýsir hann af þekkingu llfi og kjörum alþýöufólks i Sviþjóö. Meðal þekktustu bóka hans eru skáldsögurnar Góöa nótt, jörö (1933), Aðeins móöir (1939), Kungsgatan (1935) og margar bækur sem fjalla um ævi hans sjálfs. — ih Grimmur ballctt Sjðnvarp kl. 21.50 Annaö kvöld veröur sýnd I sjónvarpinu sovéska ballett- kvikmyndin „Ivar grimmi”. Tónlistin er eftir Sergei Prókofjéf, og dansarnir eftir Júri Grigorovits, aðaldanshöf- und Bolshoj-Ieikhússins i Moskvu. Nokkrir þekktustu dansarar Bolshoj-ballettsins koma fram i myndinni. 1 hlutverki tvans grimma er Júri Vladímirof, Anastasiu dansar Natalja Béssmértnova og Boris Akimof dansar hlutverk Kúrbskis prins. Stjórnendur myndarinnar eru Júri Grigorovits og Vadim Derbénef. Þeir hafa einnig gert ballettmyndina „Sparta- kus” sem sýnd hefur veriö hér á landi. Ballettkvikmyndir eru mjög vinsælar í Sovétrlkjunum, og margar slikar hafa verið framleiddar á undanförnum árum. Hefur m.a.s. veriö gerö ballettkvikmynd eftir skáld- sögu Tolstojs, Anna Karenina. Tónlistina víö Ivan grimma samdi Prókofjéf upphaflega fyrir Sergei Eisenstein, sem notaöi hana I kvikmyndina sem hann geröi um tvan grimma, en sú mynd telst til sigildra snilldarverka kvik- myndasögunnar. — ih Laugardagur 3. nóvember 1979 |ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19 Hringið í síma 8 13 33 kL 9-5 alla virka daga eða skrifið Þjóðviljanum Síðumúla 6, 105 Reykjavík Konur og þingsæti Stjórnmálafræöingur hringdi: Enn um fœðis- peninga sjómanna A 15. slöunni i gær var þaö haft eftir Guömundur Hall- varössyni, formanni Sjómanna- félags Reykjavlkur aö sjómenn á stóru togurunum og far- skipunum fengju frltt fæöi. Þetta er ekki rétt hjá Guö- mundi. Sævar Geirdal hringdi og sagöi okkur aö sjómenn á stór- um togurum og farskipum heföu haft fritt fæöi til 1975, en siöan heföu þeir tekiö þátt I fæöis- kostnaöi á sama hátt og sjó- menn á minni skipum og bátum, þ.e. fæöiö er niöurgreitt úr afla- tryggingarsjóöi. Fæöis- kostnaöurinn á stóru skipunum er hinn sami og á minni skipun- um þ.e. kr. 1879 á dag. Ekki Jrjálst útvarp ” Lesandi hringdi: „t Þjóðviljanum i gær 2. nóv. er kynning á Kastljósi og sagt aö þar veröi rætt um „frjálst út- varp”. Mér finnst ekki aö Þjóö- viljinn eigi aö birta svona áróöursheiti athugasemdalaust. Þab sem hér um ræöir er ekki frjálst útvarp, heldur auglýs- ingaútvarp eöa peningamanna- útvarp. Reynið heldur aö finna eitthvert nafn sem afhjúpar eöli þessa fyrirbæris, þvl aö ef viö notum alltaf heitiö „frjálst út- varp” getur fariö svo að fólk fái alrangar hugmyndir um þaö.” Umsjónarmaöur þessarar siöu tekur undir þessa athuga- semd lesanda, og heitir á aðra lesendur aö leggja heilann i bleyti og finna viðeigandi nafn á fyrirbæriö. Mörgum þykir aö konur hafi lent heldur neöarlega I prófkjör- um Alþýöubandalagsins og Sjálfstæðisflokksins I Reykjavík að þessu sinni. 14. sæti hjá þeim fyrrnefnda, og I 7. sæti hjá þeim siöarnefnda. Rétt er aö vekja athygli á þvi, aö siðan 1959 hefur sjöundi maö- ur á lista Sjálfstæöisflokksins i Reykjavik alltaf komist á þing, nema viö kosningarnar 1978 , enda var fylgi flokksins þá óvenjulitið. Fjóröa sæti Alþýöu- bandalagsins I Reykjavik hefur hinsvegar aldrei verið þingsæti fyrr en 1978. Af þessu hljóta fylgismenn þessara óliku flokka að draga sinar ályktanir. Umþenking frá lesanda Jafnréttissíðunnar vegna Vikuskammts Fyrir löngu las ég glæpasögu. Lúsablesar þeir sem mest kvaö að i allri þeirri þrjóta- og svina- þvögu þjarma vildu fjandmanninum að. Þetta geröu þeir sem nú skal segja þrifu nál og spotta sterkan vel saumuöu kjaftinn saman þétt á peyja sögöu: Faröu I brennistein og hel. Þetta er allt sem úr þeim krimma man ég, enda bófa hefndin ljót og flá. En siöan Vikuskammtinn fræga fann ég, finnst mér aö ég betur skilji þá. Steinunn HVERER MAÐURINN? frá lesendum Brynjólfur Bjarnason fyrrv. menntamáiaráðherra endaði þessa syrpu að sinni I gær. ... og nú I* Tveir drekkhlaðnir en ólfkir bátar.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.