Þjóðviljinn - 03.11.1979, Qupperneq 20

Þjóðviljinn - 03.11.1979, Qupperneq 20
DWDVIUINN Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til iöstudaga. kl. 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á iaugardögum. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs- menn blaðsins i þessum simun\: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. U81333 Kvöldsímí er 81348 Happdrœtti Þjóðviljans 1979 Vinir Þjóðviljans duga best þá þörfin er mest — Við erum komnir á fulla ferð/ sagði Theodór Bjarnason, þegar við litum inn til hans á Grettisgöt- unni í gær, en Theodór sér um happdrætti Þjóðviljans að þessu sinni. — Við erum sem óðast að senda miöa út um allt land, en þar höfum við hvarvetna ákveöið umboðsmannakerfi sem auglýst verður rækilega i Þjóðviljanum og eru velunnarar blaðsins kvattir til að kynna sér það. Stefnt er að þvi að dreifa miðum hér i Reykjavik um miðja næstu viku svo að um aðra helgi ætti útsendingu þeirra að vera lokið. Aformað er að draga i happdrættinu 1. des. og þvi er árröandi að menn geri skil sem allra fyrst, enda ber og nauösyn til þess blaðsins vegna. Vinningar i happdrættinu eru mjög góðir, þar á meðal 12 glæsi- legir ferðavinningar. Nefna má og 10 reiðhjól og á það vel við nú i hinni illræmdu orkukreppu. Akveöið er að birta vinnings- númerin fyrir jólin. — Hvert er upplag miðanna? — Þaö er 28 þús. Þar af fara um 26 þús.beint tii fastra „viðskipta vina”, ef svo má að orði komast en um 2 þús. miðar veröa til sölu thaldid klöfið á Suöurlandi? Illa gengur Ihaldinu aö berja saman lista i Suðurlandskjör- dæmi. Sjálfur Geir Hallgrimsson mætti á fundi meö frammá- mönnum flokksins i kjördæminu á Hellu i gær. Ekki var að sjá eða heyra á mönnum að þeir myndu ná saman, og er nú einna heist gert ráð fyrir þvi að boðnir verði fram tveir listar Sjálfstæöisflokksins 1 kjördæminu. Kjördæmisráð mun koma saman á Selfossi um helgina til að ganga endanlega frá framboðinu. _ih hjá umboðsmönnum viðsvegar um land og i skrifstofu happdrættisins að Grettisgötu 3. Þaö er ekkert launungarmál að Þjóðviljinn á I fjárhagslegum erfiðleikum. Framundan er einnig fjárfrek kosningabarátta. En þá er þess lika að gæta, aö aldrei er rikari þörf á að efla Þjóðviljann til áhrifa en einmitt þegar þannig stendur á. Hann er það vopnið sem brýna þarf best til undirbúnings þeirri orrustu, sem framundan er, — og er raunar þegar hafin. — Og þú ert ekki svartsýnn á árangurinn? — Nei, þvert á móti. Það hefur jafnan sýnt sig að vinir Þjóð- viljans duga þá best þegar þörfin er mest. -mhg. Theódór Bjarnason á skrifstofu Alþýðubandaiagsins að Grettis- götu 3 i gær, þar sem happdrætti Þjóðviljans hefur höfuðstöðvar sinar: Meðal vinninga eru tiu reiðhjól. Ljósm. eik. Yfirgripsmikil tilraun á vegum OECD Tenging menntunar og atvinnulífs 1 dag fer fram kynningarfundur á Sauðárkróki um samstarfs- verkefni á vegum OECD sem ts- land hefur ákveðið að tengjast og er megintilgangur þess að tengja saman menntun og atvinnuiif. Til fundarins i dag er boðið um 300 forstöðumönnum fyrirtækja á Noröurlandi vestra en starfs- hópur sem Ragnar Arnaids fyrrv. menntamálaráðherra skipaði i haustá að vera heimamönnum til aðstoðar Við undirbúning og framkvæmd þessarar tilraunar. Jón Hjartarson skólameistari Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki sagði i samtali við Þjóðviljann að hér væri um mjög stórt og yfir- gripsmikið verkefni að ræða. Tilraun OECD sem Island tekur nú þátt I varðar fyrst og fremst dreifbýli og þess vegna var Noröurland vestra valið en þar er nú veriö að endurskipuleggja framhaldskólastigið með Fjöl- brautarskólann á Sauðarkróki sem miðpunkt. Ætlunin er að gera yfirlit um þær greinar atvinnullfs, aörar en löggiltar iöngreinar, sem kanna þyrfti hvort skóli I umdæminu gæti sinnt sérstaklega, kanna hvernig viðhorf fólks á svæðinu er til starfsgreinanna og gera til- lögur um námsþætti og tilhögun á samstarfi skóla og atvinnulifs. 1 samstarfsnefndinni sem fyrrv. menntamálaráöherra skipaði eru Atli Guðmundsson, starfsmaður skólarannsókna- deildar Menntamálaráðuneytis- ins, Gunnar Guttormsson deildarstjóri i Iðnaðarráðuneyt- inu og Kristján Bersi ólafsson skólameistari I Hafnarfirði. Jón Hjartarsson skólameistari lýsti i samtalinu við Þjóðviljann yfir ánægju sinni með að Norður- land vestra hefði veriö valið i þetta verkefni og sagði aö það yrði mjög til að ýta undir og efla Fjölbrautaskólann. ---gfr. Dagstimp- ill á nidur- suðuna líka Heilbrigðisráðuneytið hefur breytt reglugerð um merkingu matvæla þannig að eftir 1. janúar n.k. ber að stimpla á allt lagmeti og niðursuðuvörur pökkunar- dag og síðasta leyfilegan söludag. 1. mars 1977 tók gildi reglu- gerðarákvæði þess efnis að skylt var áð skrá á umbúöir pökkunar dag og siðasta leyfilegan söiudag þegar um var að ræða kjöt, fisk eða aðrar viðkvæmar neyslu- vörur i luktum umbúðum eða hraðfrystar. Þetta gilti þó ekki um niðursoðnar eöa niðurlagðar vörur og I könnun Neytendasam- takanna og Heilbrigðiseftirlitsins I sumar kom i ljós að mjög gamalt lagmeti var á markaði i verslunum. I gær gaf heilbrigðisráðuneytið siðan út breytingu á þessari reglu gerð þar sem lagmeti er sett undir þessi ákvæði þannig aö frá og með 1. janúar 1980 skal einnig skrá pökkunardagsetningu á umbúöir og siðasta leyfilegan söludag sé um að ræða lagmeti úr kjöti og kjötvörum, fiski og fisk- meti eða aðrar viðkvæmar lag- metisvörur, t.d. álegg. — AI. Olga með unglingasíðu Auður með fastan dálk í Sunnudagsblaði Þjóðviljans Tvær ungar skáldkonur hefja föst skrif i Sunnudagsblaði Þjóð- viljans, þær Olga Guðriín Arna- dóttir sem mun ritstýra siðu fyrir unglinga og Auður Haralds sem mun tjá skoðun sina á mönnum og málefnum f föstum tvidálki i blaðinu. Báðar þessar konur ætti að vera óþarfi að kynna, Olga Guð- nin hefur sent frá sér bækurnar „Trilla, Tralli og álfabörnin”, og „Búrið”, sungið inn á plötur meö meiru. Auður sendi frá sér sina fyrstu bók á dögunum „Hvunn- dagshetjan — þrjár öruggar að- ferðir til að eignast óskilgetin börn”, en hefúr fengistviö blaöa- mennsku I nokkur ár. Olga Guðrún tjáði blaöinu að unglingasiðan yröi mikiö til byggð upp á hlutdeild krakkanna sjálfra og reynt að fjalla um lif, skoöanir og áhugamál unglinga hverju sinni. Tvidálkur Auðar ber nafnið „Úr ediktunnunni”, og sagöi Auður við Þjóðviljann aö nafn- giftin væri fyrirboði um þær Olga Guðrún: Gerir unglingunum skil Auður Haralds: Úr ediktunnunni. árásargjörnu tilhneigingar sem fælust i þessum skrifum hennar. „Annars”, sagði Auður, „spanna þessi skrif allt milli himins og jarðar, og þó aðallega þaö hvað færi i taugarnar á mér á lföandi stund.” Auöur Haralds hefur skrif sin i Sunnudagsblaöinu á morgun, en unglingasiöa Olgu Guðrúnar hef- ur göngu sina i næstu viku. Fyrir komandi Alþingiskosningar vill Alþýöubandalagiö gefa fólki kost á aö koma á framfæri spurningum um stefnu og störf flokksins. Allir forystumenn flokksins og frambjóð- endur i öllum kjördæmum eru reiðu- búnir aö svara og skýra mál frá sjónarhóli Alþýðubandalagsins. Svörin veröa birt jafnóöum i Þjóðvilj- anum fram að kosningum. Sendið hvassar og spurningar Hvað viltu vita? Hvað viltu vita um Alþýðu- bandalagið? Hver eru meginmál kosninganna? Kjaramálin? Verðbólgan? Atvinnumálin? Sjálfstæðis- málin? Hvers vegna er Alþýðu- bandalagið ótvíræður forystuflokkur launafólks? Hvernig á að koma i veg fyrir nýja viðreisn? Síminn er 17500 5-7 virka Hver er spurning þín? Alla virka daga fram að kosningum getur þú hringt f rá kl. 5-7 eftir hádegi í síma 1 75 00 og borið fram ALLAR þær spurningar sem þú vilt beina til forystu- manna og frambjóðenda Alþýðubandalagsins. Þeim verður síðan svarað í Þjóð- viljanum. Hringið strax á mánudaginn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.