Þjóðviljinn - 08.11.1979, Síða 6

Þjóðviljinn - 08.11.1979, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 8. nóvember 1979 Þeír stóru ílok ársins Hæstu vinningar í nóvembererul milljón krónur. Þú færö 5 milljónir ef þú átt trompmiða en 9 milljónir ef þú átt alla miöana. í desember drögum við út vinninga að fjárhæð yfir 1 milljarð króna. Þá er hæsti vinningu r 5 milljónir. Þú færö 25 milljónir ef þú átt trompmiðann en 45 milljónir ef þú átt alla miðana. Endurnýjaðu því tímanlega. 11. flokkur 18 @ 1.000.000.- 18.000.000,- 36 — 500.000- 18.000.000.- 324 — 100.000,- 32.400.000,- 981 — 50.000.- 49.050.000- 9.090 — 25.000.- 227.250.000- 10.449 344.700.000,- 36 — 75.000,- 2.700.000,- 10.485 347.400.000- Viðdrögum13.nóv. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Menntun í þágu atvinnuveganna Utankjörfundar- atkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninga 1979 hefst i Reykjavik laugardaginn 10. nóv. Kosið verður i Miðbæjarskólanum alla virka daga kl. 10-12, 14-18 og 20-22 og sunnudaga kl. 14-18. Borgarfógetaembættið í Reykjavík AUSTURLAND Almennir fundir G-listans Frambjóðendur G-listans i Austurlands- kjördæmi boða til almennra stjórnmála- funda á næstunni sem hér segir: STÖÐVARFJÖRÐUR föstudag 9. nóv. kl. 20.30. Helgi Seljan Hjörleifur Guttormsson Sveinn Jónsson. EGILSSTAÐIR Iaugardag 10. nóv. kl. 14.00 I Valaskjálf. Helgi Seljan Hjörleifur Guttormsson Agústa Þorkelsdóttir Sveinn Jónsson NESKAUPSTAÐUR sunnudag 11. nóv. kl. 16.00 i Egilsbúð Helgi Seljan Hjörleifur Guttormsson Sveinn Jónsson Agústa Þorkelsdóttir Allir velkomnir á fundina G-listinn á Austurlandi. r Listamannaþing BIL: B ARN AMENNIN G Bandalag islenskra listamanna hefur boðað til Listamannaþings nk. sunnudag og á þar að fjalla um barnamenn- ingu, en tilgangurinn er að listamenn geri sér grein fyrir ástandinu I menningarlifi barna á íslandi, segir i frétt frá BiL. Spurt veröur: 1) Hvernig er islensk barna- menning? 2) Hver er ábyrgö listamanns- ins? 3) HvaBa leiöir eru til aö opna fyrir börnum og jafna möguleika þeirra til aö njóta listar? Þingiö veröur haldiö aö Hótel Borg og hefst kl. 10 órdegis meö setningu Thors Vilhjálmssonar rithöfundar. Síöan veröur skýrt frá niöurstööum nýrrar rann- sóknarum Börn ag fjölmiöla.sem Þorbjörn Broddason dósent i fé- lagsfræöi viö Háskóla lslands er aö ljúka um þessar mundir. Aö- stoöarmaöur Þorbjörns, Sigur- björg Aöalsteinsdóttir félags- fræöinemi, flytur erindiö I fjar- veru hans og svarar fyrirspurn- um. Næst flytur Guöný Guö- björnsdóttir sálfræöingur erindi umm Gildi listar i námi og upp- eldi barna og svarar fyrirspurn- um. Aö loknu hádegisveröarhléi veröa stutt erindi á vegum allra aöildarfélaga B.I.L. um stööu viökomandi listgreina i lifi barna. Ræöumenn veröa Atli Heimir Sveinsson, sem talar af hálfu Tónskáldafélags Islands, Edda Oskarsdóttir myndlistarkennari af hálfu Félags Islenskra mynd- listarmanna, Gestur Olafsson arkitekt af hálfu Arkitektafélags Islands, Ingibjörg Haraldsdóttir blaöamaöur af hálfu Félags kvik- myndageröarmanna, Nanna ólafsdóttir dansari af hálfu Fé- lags Islenskra listdansara, Pétur Gunnarsson rithöfundur af hálfu Rithöfundasambands Islands, Stefán Edelstein af hálfu Félags islenskra tónlistarmanna og Þór- hallur Sigurösson af hálfu Félags islenskra leikara. Eftir kaffi veröur starfaö I hópum og siöan almennar umræöur. Allir félagar I BIL eiga rétt til setu á þinginu. Elln Guömundsdóttir afhenti Onnu Siguröardóttur afmælisgjöfina (ljósm. Sævar) Kvenfélag sósíal- ista gefur Kvenna- sögusafninu Ráðstefna BHM: Áhrif sér- fræðinga á ákvarðanir stjórnvalda Dagana 9. og 10. nóv. n.k. efnir Bandalag háskóla- manna til ráöstefnu um á- hrif sérfræöinga á ákvarö- anir stjórnvalda. Ráö- stefnan verður haldin f ráðstefnusal Hótel Loft- leiða og hefst kl. 9 á föstu- daginn 9. nóv. Fyrri daginn veröur fjallaö um ákvaröanir, sem varöa sjávarilt- veg og flytja þeir framsöguer- indi: Jón Jónsson forstj. Haf- rannsóknarstofnunar, dr. Jónas Bjarnason, dósent og ólafur Björnsson, útgeröarmaöur. Um ákvaröanir I iönaöi veröa fram- söguræöur fluttar af Daviö Sche- ving Thorsteinssyni form. Fél. isl. iönrekenda, Þóröi Friöjóns- syni, hagfræöingi, Heröi Jónssyni framkvstj. og Haraldi Asgeirs- syni, forstj. Rannsóknarstofnun- ar byggingaiönaöarins. Um á- kvaröanir i orkumálum ræöa þeir Karl Ragnars, verkfræöingur, Jóhann Már Mariasson, verk- fræöingur og Tryggvi Sigurbjarn- arson, verkfræöingur. Um á- kvaröanir i landbúnaöi: dr. Stefán Aöalsteinsson, búfjárfræö- ingur, Jón Viöar Jónmundsson búfjárfræöingur'ög Stefán Jason- arson, bóndi i Vorsabæ. Slöari daginn munu eftirtaldir menn hafa framsögu um efniö: A hverju byggja stjórnvöld ákvarö- anir I atvinnuvegum þjóöar- innar?: Eysteinn Jónsson, fyrrv. ráöherra, Jón Sigurösson, fram- ■ kvstj. málmblendiverksmiöjunn- ar, Helgi Bergs, bankastjóri og Jón Sigurösson, forstjóri Þjóö- hagsstofnunar. Slöan starfa vinnuhópar og loks veröa al- mennar umræöur. Ýmsum félögum og stofnunum, sem mál þessi varöa hefur veriö boöiö aö senda fulltrúa á ráö- stefnuna, en hún veröur opin öllu áhugafólki. Þeir, sem ætla aö taka þátt I ráöstefnunni, eru beönir aö tilkynna þaö I sima 21173. Ráöstefnugjald veröur kr. 18.000 og er þvl ætlaö aö standa straum af mat og kaffi meöan ráöstefnan stendur. — mhg. Kvenfélag sósialista átti 40 ára afmæli fyrr á þessu ári. I tilefni afmælisins færöi félagiö Kvenna- sögusafni Islands 100 þúsund ' krónur aö gjöf. Kvenfélag Sóslalistaflokksins var stofnaö 30. mars 1939. Þaö var þá eingöngu skipaö konum sem voru félagar Sóslalistaflokksins. 1946 var gerö sú skipulagsbreyt- ing á félaginu, aö þátttaka var ekki lengur bundin þvi aö vera félagi i Sósialistaflokknum, heldur var grundvöllur þess breikkaöur og þaö gert aö sjálf- stæöum félagsskap og nafni þess breytt. 1 annarri grein félagslaganna segir svo: „Tilgangur félagsins er aö vinna gegn afturhaldi og fasisma en fyrir útbreiöslu sósialisma meöal kvenna. Meölimir I félag- inu geta allar frjálslyndar konur oröiö sem vilja kynnast sósialismanum.” Kvenfélag sósialista hefur á starfstima sinum, 40 árum, átt mörgum mikilhæfum baráttu- konum á aö skipa, sem stóöu i fremstu rööum stéttarfélaga og mannréttindabaráttu. Ótalin eru þau verkfallsátök sem félagiö hefir stutt. Fjölmörg- um fundum hefir þaö staöiö fyrir eöa átt aöild aö i baráttunni gegn hernámi landsins og gegn aöild Islands aö NATó svo eitthvaö sé nefnt. Framan af árum stóö Kvenfélag sóslalista jafnan fyrir fundi 8. mars, á alþjóöabaráttu- degi kvenna, og siöar I samstarfi viö aöra. Félagiö er aöili aö Bandalagi kvenna I Reykjavik og Kvenréttindafélagi Islands og hefur tekiö þátt I kvenna- ráöstefnu Eystrasaltslandanna, Noregs og Islands. Stjórn félagsins skipa þessar konur: Elin Guömundsdóttir, Margrét Ottósdóttir, Laufey Engilberts, Bergljót Stefánsdótt- ir, Þorbjörg Siguröardóttir, Lilja Kristjánsdóttir, Sigriöur Friöriksdóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.