Þjóðviljinn - 14.11.1979, Side 16

Þjóðviljinn - 14.11.1979, Side 16
16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 14. nóvember 1979 4skáh Umsjón: Helgi ólafsson 5. Be3-Rf6 7. C3?! 6. f3-Bg7 (Venjan er að leika riddaranum á þennan reit. Elvar er fljótur aö notfæra sér ótrygga stöðu hvits á miöborðinu) Unglingameistaramót Islands Elvar sigraði Unglingameistaramót islands, 1979, var nýlega haldið i Reykja, vlk. Rétt tii þátttöku höfðu unglingar 20 ára og yngri. Alls voru 18 með i mótinu, 10 frá Tafl- féiagi Reykjavfkur, 2 frá Akureyri, 1 frá Mjölni, Kópavogi, Hafnarfiröi og Eskifirði. Tveir voru ekki félagsbundnir. Athygli vakti að flestir þátttakendur voru i kring um 15 ára. Fyrir keppnina var talið aö þeir. Elvar Guömundsson — sem varð þriðji á Skákþingi Reykjavlkuíl og Þorsteinn Þorsteinsson, sem sigraði i B flokki Skákþingsins, myndu berjast um efsta sætiö og um leiö ferð á unglingameistara- mótið i Hallsberg, Sviþjóð. Stl varð og raunin á, að endanleg úrsíit urðu þessi: 1. Elvar Guðmundss. T.R. T.5 v. af 7. 2. Ragnar Magnússon, T.R. 5 v. 3. Þorsteinn Þorsteinss. T.K. 5 v. 4. Lárus Jóhannesson T.R. 5 v. 5. Pálmi Péturss. S.A. 4 v. 6. Gunnar Freyr Rúnarss. T.R. 4 v. 7. Rögnvaldur Möller T.R. 4 v. 8. Jóhann Ragnarsson T.R. 4 v. Elvar var mjög vel að sigrinum kominn. Hann náði hálfs vinnings forskoti á borstein meö sigri yfir Lárusi Jóhannessyni I 3. umf., þegar Þorsteinn geröi jafntefli við Ragnar Magnússon. I 4. umferð gerðu þeir báðir jafntefli, en siöan sigraði Elvar i öllum sinum skákum. Þorsteinn tapaði hins vegar i siöustu um- ferð, fyrir Lárusi. Frá hendi sigurvegarans kem- ur hér stutt og snaggaraleg skák, sem telja veröur nokkuö óvenju- legt, þvi flestar skákir Elvars i mótinu voru langar. Hvltur: Eggert Þorgrimsson Svartur: Eivar Guðmundsson. Sikileyjarvörn 1. e4-c5 3- d4-cxd4 2. Rf -Rc6 *■ Rxd4-g6 (Dreka-afbrigðiö er uppi á ten- ingnum) 7...-0-0 8. Be2-d5! 9. Rxc6-bxc6 10. e5-Rd7 11. Í4-16 12. exf6-Rxf6 13. Rd2-Bf5 14. g4? (14. 0-0 hefði að sjálfsögðu verið eini rétti leikurinn. Það hefur aldrei þótt gæfulegt að opna þannig stöðuna á kóngsvæng) 14. ...-Be4 16. Dx2-e5! 15. Rxe4-Rxe4 17. fxe5 (Hvitur virðist hafa veriö I sjálfs- morðshugleiöingum I þessari skák. Spurningarmerki eru reyndar óþörf hér eftir, enda hvitur einfaldlega meö tapaö tafl). 17. ...-Dh4+ 20. Bd3-Dxg4+ 18. Kdl-Bh6 21. Kel-De4! + 19. Bgl-Rg3! Stórmeistaramótið i Hollandi Sosonko, Hollandi, og Roman- ishin, Sovétrikjunum, eru I efsta sæti á stórmótinu i Hollandi eftir 9 umferðir. Karpov heimsmeistari á þó möguleika á að skjðtast upp fyrir þá, þvi hann á biðskák gegn Hort, Tékkóslóvakiu. Staða efstu manna er nú þessi: 1. Sosonko 5.5. v. 2. Romanishin 5.5 v. 3. Karpov 5 v. og biðskák. 4. Larsen 5 v. og biðskák. 5. Spassky 5c. Nýmarxisminn í bókmenntum Willy Dahl, prófessor I norrænum bókmenntum viö háskólann I Þrándheimi, flytur opinberan fyrirlestur I boði heimspekideildar Háskóla Islands I dag. kl. 17.151 stofu 1011 Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist „Strukturalismen og nýmarxismen I litteraturvitenskapen — antagonister eller forbundsfeller? ” og veröur fluttur á norsku. öllum er heimill aðgangur. AUGLÝSING | Greiðsla oliustyrks i Reykjavik fyrir timabilið júli — september 1979 er hafin ! Oliustyrkur er greiddur hjá borgargjald- j kera, Austurstræti 16. Afgreiðslutimi er frá kl. 9.00 —15.00 virka j daga Styrkurinn greiðist framteljendum og ber j að framvisa persónuskilrikjum og kvitt- j unum v/oliukaupa við móttöku Frá skrifstofu borgarstjora. Sonur okkar, bróöir og mágur, Guðmundur Kvaran, Kleifarvegi 1, Reykjavik sem fórst af slysförum 8. nóvember s.l. veröur jarðsung- inn frá Dómkirkjunni i Reykjavik ásamt félaga sinum Hauki Jóhannessyni föstudaginn 16. nóvember kl. 14. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minn- ast hans er bent á Styrktarfélag vangefinna. Kristin Kvaran Einar G. Kvaran Karitas Kvaran Baldur Guðlaugsson Gunnar E. Kvaran Snæfrfður Egilson Helgi E. Kvaran Sameinumst gegn íhaldi Góðir fundarmenn Það er kannski timanna tákn að Kvenréttindafélag Islands skuli standa að svona fundi, þar sem eingöngu konur úr hinum ýmsu stjórnmálaflokkum ræða lands- mál, fjalla um pólitik, þegar eng- in kona er i öruggu sæti i næstu Alþingiskosningum. Allar stöndum viö á bak við karlana, sem eru i öruggu sætunum. Þannig er staða Islenskra kvenna innan stjórnmálaflokkanna. Þannig er lýöræðið i reynd hvað þetta áhrærir. En allt um það, viö ætlum að ræða um hina ýmsu málaflokka, ég ætla t.d. aö tala um baráttuna um brauðið. Baráttuna um það hvort Islenskt atvinnulif á að þjóna auðvaldi, innlendu eða er- lendu, hámarksgróða atvinnu- rekenda, eða hvort aö þeir sem með vinnuafli sinu, skapa verð- mætin skulu fyrst og fremst njóta .afraksturs vinnu sinnar, með betri launum, með bættri félags- legri þjónustu, með bættri menntun. Þetta er það sem tekist er á um I stjórnmálum. Annarsvegar er það svo kölluö frjáishyggja, sem Sjálfstæðisflokkurinn boöar nú sem stefnuskrá sina I komandi kosningum, hins vegar fagleg og pólitisk barátta verkalýösstétt- anna, sem Alþýðubandalagið fremst allra flokka styður. i Frelsi auðmagnsins Við skulum aðeins athuga hvað erátt við meö frjálshyggjuþeirra sjálfstæöismanna og hverjar eru forsendur þess að hugmyndir þeirra ganga upp. Þetta er fyrst og fremst frelsi auðmagnsins, athafnafrelsi hinna sterku, þar sem lögmál frum- skógarins skal verða ailsráðandi. Frjálst markaöskerfi, sem spyr ekki um landamæri, aðeins auð- magn, þar sem hægt er að halda launum niörimeð hötunum um að farameö fyrirtækin burt, kannski úr landi, fara meö þau þangað sem llkurnará hámarksgróða eru mestar, burt séö frá þörfum eða vilja verkafólksins sem vinnur við þaö; þetta eru staðreyndir sem allsstaöar gerast þar sem auömagnið stýrir frjálsu markaðskerfi. Hvað ætli yrði um islenska byggðastefnu, hvað um búsetu vittog breitt um landið, ef þessi stefna sjálfstæðismanna yrði framkvæmd? Erlent auömagn myndi streyma inn ilandið, stóriðja taka við af þjóðlegum atvinnuvegum, islenskt f jármagn streyma út úr landi, ef henta þætti. Islenskar auðlindir falar hverjum sem væri, við myndum skilyrðislaust ganga inn i Efnahagsbandalag Evrópu. Allt yrði falt fyrir pen- inga. Og til að gæta þessa alls yrði staða hersins á Miönesheiði styrkt. Aronskan myndi blómstra, þvi þetta frelsi auð- magnsins getur ekki gengið upp, eins og þeir sjálfir hafa margoft sagt, nema með þvi að hefta verulega frelsi a»*narra; nema meö þvi að brjóta á bak aftur samtök launafólks. Forstjóri Járnblendifélagsins Jón Sigurðs- son, tekur á um þetta i grein sem hann skrifaði, þar sem hann telur að forsenda fyrir þvi að árangur náist i islenskum efnahags- málum, sésú að fjötra launafólk og samtök þeirra. Einn af leiö- togum Varins lands, Þór Vilhjálmsson, flutti erindi i út- varpiö, þar sem hann reynir að rökstyöja nauðsyn þess að breyta stjórnarskránni á þann veg að takmarka mjög umsvif verka- lýösfélaganna. Gegn launalækkun Sigurður Lindal prófessor hélt þvi á lofti i sjónvarpsþætti og fylgdi þvi eftir I mörgum og löng- um greinum, að verkalýðshreyf- Bjarnfriður Leósdóttir Ræða Bjarnfríðar Leósdóttur á fundi Kven- réttindafélagsins ingunni tækist aö knýja fram óraunhæfa samninga, nauö- ungarsamninga, i krafti samtaka sinna, sem atvinnurekendum bæri ekki aö standa viö. Þennan sama söng kyrja siðan forkólfar vinnuveitendasam- bandsins, og móttóið er orðrétt haft eftir. „Það verður að lækka laun framleiöslustéttanna”. Þaö er hinn klassiski 3. taxti Dagsbrúnar 212.931 á mánuði og hækkar upp i 219.862 eftir f jögur ár. Þeir ættu að prófa á sjálfum sér að lifa á þessum launum, þessir postular frjálshyggju Sjálfstæðisflokksins. Þetta er atvinnustefna þeirra, þetta er launastefna þeirra. Og siðast en ekki sist, þetta er frels- ishugsjón þeirra. Gegn þessu stendur verkalýðs- hreyfingin. Gegn þessu standa vinstri menn. 1 siðustu alþingiskosningum hafnaði þjóöin rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar, tæki auðvalds- stéttarinnar i landinu til að deila og drottna yfir kjörum almenn- ings. Henni haföi tekist á stjórnarferli sinum með aöstoö Framsóknarflokksins aö drabba niður þjóölega atvinnuvegi, svo þeir voru aö stöðvast og stórfellt atvinnuleysi blasti við. Það er búið aö boða stöðvun allra frystihúsa Ilandinu. Um leið stóð rikisstjórnin með lagaboöi að stórfelldu kaupráni, svo stór- felldu að hún ætlaði á skömmum tima að þurrka burtu allan mis- mun á yfir- og næturvinnutöxtum verkalýösfélaganna. Láta hinn eina og sanna dagvinnutaxta duga sem er innan við 220 þús. á mánuöi. Boðuðu skerðingu á félags- legum réttindum, undir kjörorö- inu „Báknið burt”, sem þeir nú umbúðarlaust boða undir slag- oröinu „Leiftursókn gegn verð- bólgu” sem þessir sömu kyntu hvað mest undir i sinni eigin rikisstjórn. Gegn þessu reis verkalýös- hreyfinginog allur almenningur i landinu og kaus verkalýðs- flokkana, Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkinn til þess aö gæta hagsmuna sinna gegn þessari árás; gerði kröfu til þess, aö þessir flokkar ynnu saman að hagbótum fyrir Vinnandi stéttir i landinu og mynduðu rikisstjórn i þeim tilgangi. Leiftursóknin gegn fólkinu Nú vita allir að kratar eru hlaupnir úr vistinni. Sumir telja nú að þeir hafi hiaupið svo hratt, að þeir hafi misstigið sig verulega og gangi nú haltir eftir, allavega vinstri fóturinn, sá sem þeir virtust standa i þegar þeir gengu til samstarfs i siðustu rikisstjórn, en hægri fóturinn, Vilmundarfót- urinn,sé kominn i gips frá Ihald- inu, og þeir sem kunnugastir eru telja að vinstri fóturinn verði ein- faldlega tekinn af i næstu kosn- ingum. Alþýðubandalagið stefniraöþvi nú eins og alltaf áður aö standa viö hlið verkalýðshreyfingarinn- ar og sækja fram til betri og rétt- látari lifskjara almenningi til handa, gegn auðvaldi, gegn her- valdi, gegn þeirri stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn rekur núna undir slagoröinu „Frjálshyggja” sem ekki aðeins myndi færa lifs- kjör almennings til baka um ára- tugi, jafnvel aldir, heldur stefna efnahagslegu og pólitisku sjálf- stæöi þjóöarinnar i voða. Nú hafa þeir bætt við slagorð- unum „Leiftursókn gegn verð- bólgu”. Ég held aö allur almenn- ingur þyrfti að kynna sér ræki- lega á hvernhátt þeir sjálfstæðis- menn ætla sér að framkvæma þessa leiftursókn, gegn hverjum hún beinist fyrst og fremst. Alþýðubandalagið Nú þegar stefna Sjálfstæöis- flokksins liggur ljós fyrir, grimulaus ihaldsstefna, og flokk- urinn er hættur að reka þann áróöur aö hann hafi möguleika á þvi aö ná meirihluta þingmanna, þá er það spurningin sem al- menningur verður aö gera upp við sig i næstu kosningum, hvort hann ætlar aö styðja Alþýðuflokk- inn, sem meö brotthlaupi sinu úr rikisstjórn virðist vera að af- henda Sjálfstæðisflokknum að- stöðu til þess aö framkvæma yfir- lýsta stefnu sina, eða þá Fram- sóknarflokknum sem ævinlega er opinnibáðaenda ogengumsýnir á spilin sin fyrr en um leið og hann lætur út, og þá annaðhvort til hægri eða vinstri, sem mun fara eftir þvi hver styrkur hans verður, eða hann felur Alþýðu- bandalaginu I rikara mæli en fyrr, að tengja baráttu verkalýðs- hreyfingarinnar pólitisku afli, með þvi aö senda fleiri Alþýðu- bandalagsmenn inn á Alþingi Islendinga. Tilkynning til sölu- skattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi, að gjalddagi söluskatts fyrir októ- bermánuð er 15. nóvember. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna rikis- sjóðs ásamt söluskattsskýrslu i þririti. Fjármálaráðuneytið 9. nóvember 1979.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.