Þjóðviljinn - 24.11.1979, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Laugardagur 24. nóvember 1979
AF STERÍ-Ó
Tvö fyrirbrigði íslensk hafa fagnað hálf rar
aldar afmæli sínu á þessu hausti. Annað er
undirritaður, hitt útvarpsráð.
Lífshlaup þessara tveggja fyrirbrigða eru
um margt lík framað þessu, hvað sem síðar
verður. ( frumbernsku eftir fyrstu hrinuna
notaleg rólegheit, á barnsárunum talsverðar
óeirðir, strákapör og alls kyns prettir úlf úð og
skemmtilegheit, síðan á unglingsárunum,
söngur, gleðskapur, hopp og hí og jafnvel
kvennafar, þó það síðastnefnda að vísu
sannaðist aldrei, hvorki á undirritað-
an né útvarpsráð. En svo eftir
að aldurinn hef ur færst yf ir okkur hef ur ævin
runnið í dýpri farvegi en áður, verið í fastari
skorðum, eins og sagt er. En svo lygn er nú
straumurinn orðinn að flökrað hefur að
manni, hvort við jafnaldrarnir séum komnir á
hrörnunarskeiðið.
Markmið okkar hafa frá upphafi verið þau
sömu, eða svipuð. Að hefja listagyðjuna til
vegs með menningu og mennt að leiðarljósi og
umf ram allt að hafa það sem sannara reynist
eftir því sem við verður komið.
Til að ná þessum markmiðum höfum við
jafnaldrarnir oft þurft að sækja á mikinn og
illfæran bratta, stundum hrasað og jafnvel
hrapað, en alltaf staðið upp aftur og reynt að
hef ja fjallgönguna á ný. Við höfum þurft að
búa við óbilgirni alþjóðar, ósanngjarna gagn-
rýni, og umfram allt ótrúlegt skilningsleysi
atstandenda. Allt þetta hefur orðið til þess að
vegur okkar er ekki meiri en raun ber vitni.
Þrátt fyrir allt hygg ég þó að mér hafi
farnast heldur betur en jafnaldra mínum. A
ég þar við að mér hef ur þó tekist að koma þaki
yfir mig og mína. Þar að auki á ég tvö
útvarpstæki, sem eru bæði hönnuð til að taka
við tvirása útsendingu (stereó) — eins og
raunar öll útvarpstæki, sem verið hafa á
markaðnum síðastliðinn áratug eða tvo. —
Hins vegar hafa aðstandendur jafnaldra
míns, útvarpsráðs, (stundum kallaðir
stjórnvöld) búið þannig að honum að hann
hefur orðið að hírast í leiguhúsnæði alla sína
hundstíð eða hálfa öld. Og svo grátt hafa
stjórnvöld raunar leikið útvarpið að þau hafa
notað þessar leigutekjur til að byggja yfir
tvær aðrar ríkisstofnanir, Landsímann og
Fiskifélagið. Raunar var útvarpinu kastað
á dyr í gamla Landsímahúsinu fyrir tuttugu
árum og það látið taka tvær efstu hæðir Fiski-
félagshússins á leigu með okurkjörum.
Það er til marks um það hvílíkt olnbogabarn
útvarpið hefur æ verið og er enn hjá stjórn-
völdum, að á dögunum var æðsti maður
menntamála í landinu inntur eftir því, einmitt
í sjálfu útvarpinu, hvort hann teldi timabært
að byggja yf ir stofnunina. Svarið var stutt og
laggott —,,Nei"! —
Það verður að teljast kraftaverk, að útvarp-
ið skuli hafa getað haldið úti samfelldri dag-
skrá frá klukkan sjö á hverjum morgni til
miðnættis dag hvern alla vikuna, eins og búið
hefur verið að stofnuninni allt frá upphafi og
þó sérstaklega uppá síðkastið. Og svo dynja
skammirnar á útvarpinu ár og síð f yrir fátæk-
lega dagskrá. Ætli landsmenn geri sér það
Ijóst að afnotagjald af útvarpi er aðeins
tólfþúsund og áttahundruð krónur á ári. Til
samanburðar má geta þess að áskrift að dag-
blaði er fjörtíu og áttaþúsund krónur fyrir
sama tímabil.
Það er lítilsvirðing við útvarpið og þjóðina
að þessari menningarstof nun skuli ekki vera
gert hærra undir höfði í f járveitingu hins opin-
bera. Þess vegna krefst ég þess, jafnaldra
mínum til handa, að afnotagjald útvarpsins
verði hækkað að minnsta kosti til jafns við
Alþýðublaðið, annars hlýtur að reka að því að
þetta óskabarn allra góðra manna fari niður á
sama plan og til dæmis hið ágæta málgagn
hægri sinnaðrar alþýðu í landinu, Alþýðublað-
ið.
Auðvitað er það peningaskortur sem veldur
því að Alþýðublaðið þarf að selja þjóðinni
svikna vöru og þar er auðvitað enginn skaði
skeður, en það er verra að útvarpið skuli þurf a
að búa við slíkt.
Og hér kem ég að því sem á að verða merg-
urinn málsins. Útvarpið hefur selt lands-
mönnum svikna vöru síðastliðinn einn til tvo
áratugi. Hér á ég við þá óhæfu að Útvarpið
skuli ekki fyrir löngu vera búið að koma á tví-
rása (stereó) útsendingu. Grænlendingar hafa
sent út ,,stereó" í tíu ár og færeyingar í tíu til
fimmtán ár. I einn til tvo áratugi hafa öll
útvarpstæki sem hér hafa verið seld, verið
hönnuðtil að taka á móti ,,stereó" útsendingu,
en útvarpið hefur enn ekki verið fært um að
senda út nema ,,mónó", (einrása). Þetta er
nákvæmlega það sama og ef allur landslýður
ætti litasjónvarpstæki, en sjónvarpið sendi allt
efni út í svart hvítu.
Ég hélt satt að segja, kæri af mælisbróðir, að
aðstandendur þinir mundu gefa þér stereóút
sendingu í afmælisgjöf á hSlfraraldrar af-
mælinu þínu, (það kostar hvort sem er skít á
priki) en því er nú ekki að heilsa. Þess vegna
verð ég og allir aðrir að halda áf ram að hlusta
á góða tónlistaf hljómplötum, en slökkva á út-
varpinu, þegar stereóupptaka Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar er útvarpað f rá hljóðvarpinu ein-
rása (mónó).
Þetta skyldi þó aldrei vera skýringin á því,
að skoðanakannanir skuli sýna, að lýðurinn
vill heldur hlusta á fábjánasíbylju, kennda
við alþýðutónlist, í útvarpinu, en gjaldgenga
músik fyrir vitsmunaverur.
En umfram allt, eins og stendur í visunni
góðu:
Ekki finnst mér útvarpsráð
i útvarpsmálum geri nó
ef ekki kemur upp i bráð
útsending með steri — ó .
Bridgesambandsþing
Bridgesambandsþing
hefst i dag
I dag fer fram i Gaflinum í
Hafnarfiröi, Bridgesambands-
þing Islands 1979. Á dagskrá eru
venjuleg aöalfundarstörf, þ.ám.
stiórnarkjör, en þar vekur mesta
athygli, aö nv. forseti sam-
bandsins Hjalti Eliasson gefur
ekki kost á sér til starfa þetta
áriö. Bridgemenn viöa um land
hljóta aö þakka Hjalta Eliassyni
fyrir hans starf i þágu bridge, hin
siöari ár. I fréttabréfi, er Hjalti
fyrirhöndBSl hefur dreift meöal
forráöamanna og fréttamanna
Bridge, segir m.a., aö Hjalti sem
félagsmálamaöur, kveöji þetta
starf meö söknuði, en sem ein-
staklingur og bridgespilari meö
tilhlökkun.
Hneyksli eða
kæruleysi?
Þaö veröur aö segjast, að ekki
endaöi Bridgesambandsstjórn
feril sinn vel, nú rétt fyrir
stjórnarkjör. Síöasta dauða-
markiö var aö dreifa úrslitum i
Landsbikarkeppni, er 190 pör
höföu tekiö þátt i.
Útreikningurinn tókst þó ekki
beturen þaö, aö fullvist má telja,
að algjör snúningur hafi oröiö,
þeir neöstu oröiö efstir, og þeir
efstu neöstir.
Er þetta hægt?
Hvaö haföi reikningsdeild
Sambandsins útreikninginn lengi
til umráða? Bara ár? Allt of
skammurtimi. Hvaö meö endur-
útrákning, svo hægt verði aö
birta úrslitin fyrir 1981?
Samkvæmt þessu makalausa
plaggi, er þvi rétt röö efstu para
þessi:
1. Páll Sigurðsson —
Páll Pétursson Fljótsd.
2. Gísli Torfason —
Einar Jónsson Suöurnesjum.
3. Baldur Ingvarsson —
Eggert O.L. (?) Hvammstanga
4. Siguröur Sverrisson —
Þorgeir P. Eyjólfss. Asarnir
5. Angantýr Jónannsson —
Ásgeir G. Stefánss. Dalvik
6. Aöalsteinn Jónsson —
Sölvi Siguröss. Fljótsd.
7. Ragnar Björnsson —
Karl Sigurösson Hornafj.
8. Hanna Proppe —
Ingunn Angantýsd. Gosi Þing.
Á þessum lista má þekkja vel-
flest nöfnin, svo kunnir keppnis-
menn eru á honum.
Ásana vantar
keppendur
Sl. mánudag var ætlunin aö
hefja 4 kvölda sveitakeppni hjá
Asunum. Sökum lélegrar
mætingar, var horfið frá þvi, og
spiluö eins kvökds keppni sveita.
Úrslit uröu þessi
1. Sv.ÞórarinsSigþórss. 46
2. Sv. Guöbr. Sigurbergss. 36
3. Sv. Armanns J. Láruss. 22
Ljóst er, aö næsta mánudag
verða fleiri aö mæta til leiks, ef
jólafrfðið á ekki aö hefjast i lok
nóvember. Þessvegna stefnir
stjórnin á að spila 3 kvölda
sveitakeppni næstu 3 kvöld, sem
mun þá hefjast nk. mánudag.
Stjórnin mun aðstoöa menn viö
myndun sveita ef þess er óskaö.
Skráning fer fram hjá: Ölafi
41507, Jóni Páli 81013 eöa Jóni
Bald., 77223.
Skoraö er á félaga aö mæta.
Spiiaö er i' Félagsheimili Kópa-
vogs. Keppni hefst kl. 19.30.
Bridgefélag Selfoss
Úrslit f meistaramóti i tvi-
menning, sem lauk 15/11:
1. Sigfús Þórðarson —
Vilhj.Þ. Pálss. 916
2. Hannes Ingvarsson —
Gunnar Þóröarson
3. Siguröur Sighvatss. —
Kristján Jónsson
4. Erlingur Þorsteinss. —
Bjarni Jónsson
5. Kristmann Guömundss. —
Jónas Magnússon
Þátturinn er einnig
á miðvikudögum
Af gefnu tilefni minnir
þátturinn á, aö á miðvikudögum
er einnig fastur þáttur um Bridge
iÞjóöviljanum. Þar birtastfréttir
helgarinnar, auk frétta frá ýmsri
félagsstarfsemi.
Sökum þrengsla, er einnig
Bridge i blaöinu á morgun.
Landsbyggðarmenn
óhressir
Þorsteinn Ólafsson Aust-
fjöröum, haföi samband viö
þáttinn I vikunni, I tilefni birtingu
úrslita i Landsbikarkeppni
Bridgesambandsins. Lýsti hann
megnri óánægju manna þar fyrir
austan meö vinnubrögö og
áhugaleysi sunnanmanna i sam-
bandi við þá keppni. Sagöi hann
málið vera komiö á þaö stig, aö
næsta skrefiö væri, aö félög utan
höfuöborgarsvæöisins tækju sig
saman, og spiluöu slikt mót, án
félaganna hér sunnan megin.
Þeir væru hvort eö er aldrei þátt-
takendur hér sunnan megin.
Þetta er hárrétt hjá Þorsteini. A
sama tíma og 190 pör spila i
Landsbikarkeppni, eru aöeins 2
félög af höfuöborgarsvæöinu
meö. Er þetta hægt?
Tekjur af þessari keppni hafa
runniö til styrktar unglingastarf-
semi, en ljóst er, aö ef hugmynd
Þorsteins veröur aö veruleika, er
brostin sú undirstaða, sem sú
starfsemi hefur byggt verulega á.
Ólafur
Lárusson
Hitt kemur á móti, sem þátturinn
hefur margoft sagt áöur, aö þaö
þýðir ekki endalaust aö snið-
ganga Bridgemenn, bara af þvi
aö þeir erusvo „óheppnir” aö búa
utan höfuöborgarsvæöisins. Þeim
er jú „leyft” aö vera með i
ýmsum mótum, en þaö er lika þá
upptaliö, sem Bridgesambands-
stjórn hefur til þeirra að færa.
1 dag veröur kjörin ný
Sambambandsstjórn Bridge-
áhugafólks. Er þaö von manna,
aöhúnhefjifánann á loft, þarsem
foröum (fyrri) stjórn liggur i
valnum, og hefur kúrt siöastliöiö
ár.
Verkefnin eru mörg sem
Bridgesambandsstjórn hefur
klúöraö aö undanförnu, en meö
samstilltu átaki má þar bæta
margt.
Stighæstu menn
Nýlega gaf Bridgesambands-
stjórn út skrá yfir stighæstu menn
(Gull-silfur-brons). Efstir eru:
1. Þórarinn Sigþórsson 290
2. Guölaugur R. Jóhannss. 242
3. örn Arnþórsson 241
4. Höröur Arnþórsson 222
5. Hjalti Eliasson 219
6. StefánGuöjohnsen 211
7. SiguröurSverriss. 192
8. Einar Þorfinnsson 187
9. ÓliMár Guömundsson 186
10. AsmundurPálsson 154
Þessir aöilar hafa hlotið nafn-
bótina landsmeistari meö spaða-
nál (150 stig) Er þaö svipaö og
„Life”-meistari i USA (annar
h’ver maður þar ytra).
trrslit i undanrás
á Reykjanesi
Um siöustu helgi fór fram i
Kópavogi undanrás fyrir Islands-
mót i tvimenning. 19 pör kepptu
um 8 efstu sætin (er gefa rétt til
þátttöku á íslm.)
Úrslit uröu þessi:
1. Sævin Bjarnason —
Ragnar Björnsso. B.Kóp. 52
2. Vilhjálmur Sigurðss. —
Siguröur Vilhj. B.Kóp. 44
3. Einar Siguröss. —
Guöm.Pálss. B.Hafn. 40
4. Jóhann Jónsson —
ÞráinnFinnb. BÁK 38
5. Aðalst. Jörgensen —
ÖlafurGfsla. B.Hafn. 35
6. Armann J. Láruss. —
Jón Þ. Hilmarss. BAK 31
Keppnisstjóri var Vilhjálmur
Vilhjálmsson.
Sveit Hjalta
enn efst
Þegar 10 umferöir af 15 hafa
verið spilaöar i aöalsveitakeppni
B.R., er staöa efstu sveita þessi:
1. Hjalti Eliasson 166
2. Sævar Þorbjörnsson 146
3. Helgi Jónsson 140
4. Þórarinn Sigþórsson 134
5. Öðal 123
6. Ölafur Láruson 106
7. Jón Páll Sigurjónss. 105
Barðstrendingafél. Rvk.
Eftir 3 umferöir i hraösveita-
keppni félagsins, er staöa efstu
sveita þessi:
1. Ragnar Þorsteinsson 1834
2. Sigurður Kristjánss. 1771
3. Siguröur lsaksson 1636
4. Sigurbjörn Armannss. 1632
5. Kristján Kristjánss. 1613