Þjóðviljinn - 24.11.1979, Blaðsíða 19
Laugardagur 24. nóvember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19
Byggingarvinna í Albaniu. I útvarpinu á morgun verður dagskrá
um Albaniu.
Dagskrá um
A morgun, sunnudag,
verftur i útvarpinu Dagskrá
um Albaniu i umsjón þeirra
Hrafns E. Jónssonar og
Þorvalds Þorvaldssonar.
Lesarar auk þeirra verða leik-
ararnir Guðmundur
Magnússon og Guftrún
Gisladóttir.
Þeir Hrafn og Þorvaldur
feröuðust um Albaniu s.l.
sumar, fóru vitt og breitt um
landiö og tóku m ,a. viötöl, sem.
notuö eru i dagskránni. Aö
sögn Hrafns hefst dagskráin á
stuttu sögulegu yfirliti. Inn i
þaö er fléttað bókmenntum, og
er t.d. lesiö úr rlmum af
Skanderbeg Epírótakappa,
sem ortar voru hér norður i
landi áriö 1822. Skanderbeg
þessi var mikill kappi, og
ýmsir telja aö hann hafi átt
einna stærstan þátt i aö halda
Tyrkjum frá Evrópu á sinum
tima.
Þá verður sagt frá
nútimalifi I Albaniu, og fjallaö
sérstaklega um stööu
konunnar þar i landi. Viötöl
eru viö fólk i verksmiöju og á
jaröskjálftasvæði. Einnig
veröur lesiö úr nútimabók-
menntum Albana.
Utvarp
kl. 15.00
Albania er litiö land, sem
hefur staðið sig stórkostlega I
þvi aö viðhalda sjálfstæöi sinu
— sagöi Hrafn, — og standa á
eigin fótum, þótt aö hafi
kostað þá mikiö. T.d. eru þeir I
verslunarbanni bæöi hjá
Rússum og Kinverjum. Þeir
eru að byggja upp sinn sósial-
isma, og i dagskránni segjum
við frá þvi.
— ih
Diddú I frystihúsi. Or þættinum „Einbjörn”, sem Spilverkið er
meft I sjónvarpinu i kvöid.
Spilverkið á
skjánum
I kvöld er á dagskrá sjón-
varpsins músikþátturinn Ein-
björn, sem Spilverk þjóðanna
sér um. I þættinum segir frá
hjónunum Linu Dröfn og
Valda skafara og syni þeirra,
táningnum Einbirni.
Spilverkið lýsir lifi þessarar
fjölskyldu, sem er nýflutt á
Reykjavikursvæöið úr sjávar-
sCk Sjónvarp
kl. 20.45
plássi úti á landi. Dagskrár-
gerö annaöist Þráinn Bertels-
son.
Islenskar
barnabækur
Uppá siðkastið hefur óvenju
mikið veriö rætt um islenskar
barnabækur. Margir hafa af
þvi þungar áhyggjur, að fjöl-
þjóðlega samprentið svokall-
aða sé að ganga af islenskum
barnabókum dauðum. Þaö er
vissulega ömurlegt til þess aö
vita, að nýjum islenskum
barnabókum fer hlutfallslega
fækkandi ár frá ári, á sama
tíma og barbapöbbum, tinnum
og lukkulákum og skrýplum
rignir yfir okkur.
Silja Aðalsteinsdóttir fjallar
um íslenskar barnabækur i
útvarpsþætti i kvöid. Hún
kvaðst ætla að taka fyrir nýút-
komnar bækur, en þar at eru
tvær endurútgáfur. I
þættinum veröur stutt viðtal
við verölaunahöfundinn
Andrés Indriöason og lesiö úr
bók hans, „Lyklabörn”.
Utvarp
kl. 20.30
Lesarar ásamt Silju veröa
Gunnar Rafn Guömundsson
og Sif Gunnarsdóttir.
— ih
Hringiö i síma 8 13 33 kl 9-5 alla virka
daga eða skrifið Þjóðviljanum
Síðumúla 6, 105 Reykjavík.
frá
lesendum
Stökur úr dreifbýlinu
Margrét Guöjónsdóttir, Dalsmynni i Eyja-
hreppi, hefur sent okkur þessar stökur „sem
rödd úr dreifbýlinu” einsog hún orðar þaö i bréfi
sinu.
Lúðvík
Alþýðubandalagsmenn trúa á Lúðvik, en
hvernig fer þegar hann er allur?
Er Lúftvlk hleypur heljarbrú
við hinsta klukkuslagið
iftka tekur andatrú
Alþýðubandalagið.
Vinstri stjórnin sáluga
Þjóðarskútu saltan sjó
sigldi I ölduróti
áhöfnin hans Óla Jó
illvlg henti grjóti.
Illt er að sökkva I úfinn sjó
þaft á að sjá hver bjálfi
aldrei haggast Óli Jó
þó allt sé á reiftiskjálfi.
Landsbyggðin
Kosningarnar á aö vinna,
ýmsir treysta snilli sinni
en malbiksþingmenn mega finna
muninn úti á landsbyggðinni.
Þó fái þeir mokstursfyrirgreiftslu
og forréttindi i ýmsum myndum,
þá er ekki æpt um eyðslu,
en iðnin ljós, á gömlum syndum.
Framboðsraunir
thaldsstjórnir öll við munum
ekki eru þær mér aft skapi
meft leiftursókn gegn Hfskjörunum
lenda þær I stóru tapi.
Enginn býst við ást og friði
eitruft pólitik að verki
ráfta ekki eigin lifti
L.S.D. er þeirra merki.
A Norðurlandi eystra er
ekki mikift sofift
Ihaldsstefnan brjóstaber
býftur nú fram klofið.
Hvar er Geir
med hattinn?
Félagar I Sósialistafélagi Fjöl-
brautaskólans I Breiftholti hafa
sent eftirfarandi „ÓSK TIL
ÞJÓÐVILJANS”:
Viö viljum fá aftur litlu mynd-
ina af honum Geir Hallgríms-
syni — þessa meö hattinn, sem
viö höfum nú ekki séö lengi
lengi. Okkur þótti þessi mynd
nefnilega alltaf svo vel viö-
eigandi. Hvaö eruö þiö búin aö
gera viö Geir meö hattinn?
Fyrirspurn
til Benedikts
Undirritaöur vill gjarnan vita
hvort eftirtaldir einstaklingar
hafi verið ráönir i tiö siðustu
rikisstjórnar og hvort þaö sé
rétt að:
Jón Armann Hfeöinsson fyrr-
verandi útgeröarmaöur fram-
bjóöandi Alþýðuflokksins hafi
veriö ráöinn i sumar sem leiö
hjá Siglingamálastofnun rfkis-
ins sem deildarstjóri eöa fulltrúi
i 23. launaflokk BSRB? Var
gengiö fram hjá starfsmönnum
sem heföu veriö fullhæfir i starf
Jóns og eru enn I t.d. 16. launa-
flokki, eftir rúmlega tveggja
áratuga starf.
Valgeröur Bjarnadóttir
dómsmálaráöherrafrú hafi
veriö ráöin í Sjávarútvegsráöu-
neytið skömmu eftir aö rfkis-
stjórn Óláfs Jóhannessonar tók
viö völdum og fariö úr ágætis
atvinnu hjá Flugleiöum h.f.?
Siguröur Jónsson fyrrverandi
forstjóri hjá Breiöholti h.f. hafi
hafnaö i embætti hjá Trygg-
ingastofnun rikisins?
Myndaöi verkalýöshreyfingin
þe^sa rikisstjórn til þess aö út-
vega þessu fólki góöan staö i lif-
inu? Var þaö kannski bara til-
viljun aö þetta fólk lenti i ráöu-
neytum sem kratar ráöa yfir?
Meö stéttarkveöju, verka-
maöur i Dagsbrún.
Bryrija Benediktsdóttir, leikari og leikstjóri, var á myndinni I gær.