Þjóðviljinn - 24.11.1979, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 24.11.1979, Blaðsíða 17
Laugardagur 24. nóvember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 Kapprætt Framhald af bls. 6 áttan væri hluti af stéttabar- áttunni, þar sem það hefði úti- lokað konur úr öðrum flokkum frá starfi innan hreyfingar- innar. Hún taldi að róttækar konur hefðu nóg að gera innan flokkanna. 1 ræðu sinni itrekaði hún skoðanir þær á Rauðsokka- hreyfingunni sem fram komu i grein sem birtist i siöustu viku á siðum Þjóðviljans. Næst á eftir henni kom Guðrún Hallgrimsdóttir og bar fundinum kveðju frá nöfnu sinni Helgadóttur sem ekki komst á fundinn. Siðan svaraði hún ræðu Birnu Þórðardóttur og sagði að hún hefði átt að sýna i verki að hún berðist fyrir jafnrétti. Siðan fjallaði Guðrún um að það væri engu likara en að öll kvenna- barátta væri þvi marki brennd að það sé unnið eins og ekkert hafi gerst sem hofri i framfara- átt. Vék hún að stórmerku starfi sem Svava Jakobsdóttir hafði unnið á þingi, máli sinu til stuðnings, en bætti þvi við að Rauðsokkahreyfingin hafi ekk- ert verið betri með þetta þegar hún fór i gang 1970, og Guðrún var virk i hreyfingunni. Þvi þá vildi gleymast það braut- ryðjendastarf sem konur á borð við Margréti Sigurðardóttur höfðu þegar unnið. Guðrun lagði áherslu á að konur þyrftu að beita sér á þingi sem utan þess, þær þyrftu bæði að þrýsta á framkvæmdir og vera i aðstöðu til þess að framkvæma. Hvað er framundan? A eftir Guðrúnu komu þrjár framsóknarkonur i ræðustólinn og þæfðu spurningu Hildar Jónsdótturum afstöðu gagnvart mati á störfum bændakvenna. Kom litið athyglisvert fram i þeirra ræðum nema þá helst að Þrúður Helgadóttirlýsti þvi yfir að hún hefði ekki gengið i Rauðsokkahreyfinguna vegna þess, að þá hefði hún fengið á sig kommúnistastimpil! Næst kom Guðrún Kristins- dóttir og svaraöi framkomnum ræðum og spurði Guðrúnu Hallgrimsdóttur um það hvað væri framundan. Skoraði hún siðan á frambjóðendur sem væru nærstaddir að svara þvi hvað þær hygðust gera til þess að berjast fyrir jafnrétti innan sinna flokka. Þær gætu svarað þessari spurningu á opinberum vettvangi. Hér hefur verið stiklað á stóru. Margt fleira athyglisvert kom fram á fundinum, og fleiri tóku til máls en hér hefur verið sagt frá. Sökum plássleysis á siðunni verður þetta að nægja. Fundurinn var að flestra mati hinn gagnlegasti, enda margar skoðanir viðraðar. —eg Halldór P, Framhald af bls. 16 og hefja þar fiskirækt. Það mundi ekki siður koma til góða en hömlur á veiði. Þetta má bara ekki dragast úr hömlu. Einnig þyrfti að fækka sel og bjargfugli, sem er stór skaðvaldur i fiski og uppeldi hans. Við verðum að hjálpa náttúrunni á öllum sviðum, gjalda henni það,sem hún gefur okkur. Lífið á ekki að vera svindl. Það er hægt að beita þvi á ýmsum sviðum, en enginn þarf að hugsa sér að snúa á tilveruna. Það munu menn sannfærast um þegar til annarra hnatta kemur. Og kannski er eitthvaö til f þvi, að seint sé að iðrast eftir dauðann? Halldór Pétursson. húsbyggjcndur ylurinn er " göóur Atgreiðum einangrunarplast a Stor-Reykjavikursvsðið Ira manudegi —— fostudags Afhendum voruna á byggingarstað, viðskiptamonnum að kostnaðai lausu. Hagkvæmt verð og gieiðsluskilmálar við flestra hæfi. Borgarplaú M Bors»meu “"■» J 7170 Akureyri: Vetrarstarf her- stöð vaandstæðinga Herstöðvaandstæðingar á Akureyri hyggjast nU hefja vetrarstarfsemi sina af fullum krafti. Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn þriðjudaginn 27. nóvem- ber kl. 8 i húsi verklýðsfélagsins Einingar, Þingvallastræti 14. A fundinum verður kosið I stjórn Akureyrardeildar SHA og vetrarstarfið rætt. Einnig er ætlunin að útbúa á fundinum spurningar sem lagðar veröa fyrir frambjóðendur á framboðs- fundi i Borgarbió 29. nóvember. Sagðar verða fréttir frá Lands- ráðstefnunni og eitthvert skemmtiefni verður á boðstólum. Helstu verkefni vetrarins verða fnAf lll f linHíl’ í f OTV fj C1 - um við leshring sem Samtök her- stöðvaandstæðinga ætla aö gang- ast fyrir og einnig er stefnt að baráttufundi 30. mars n.k. Fundurinn er öllum opinn og eru allir þeir sem vilja ljá mál- Staðnum lið hvattir til að mæta, hvar svo sem i flokki þeir kunna að standa. Kjaramál Framhald af bls. 9 flokkurinn myndi stuðja okkur, en það hefur reyndar komið fram nú i kosningaumræðunum að Framsóknarflokkurinn hefur engan áhuga á að koma hernum burt. Það hefur aldrei verið brýnna en einmitt nú að hefja öfluga baráttu gegn þessu vig- hreiðri á Keflavikurflugvelli og Alþýðubandalagið getur ekki farið i rikisstjórn nema þetta mál verði sett á oddinn strax i upphafi” sagði Svavar. Ýmis fleiri mál voru rædd þar til skólabjallan kallaði kennarana inn i skólastofurnar. Að lokum sagði Svavar: ,,Við verðum að sameina fólk gegn kjaraskerðingarstefnu Sjálfstæðisflokksins. Og aðeins Alþýðubandalagið er það afl sem launamenn geta treyst. ÞS Stefna Framhald af bls.13 Þvi sé timabært aö tolla bensin eins og dieseloliu eða með magn- tolli. Hækkun bensinverös frá áramótum er 95.03% en hækkun á meðaltimakaupi iðnverkamanns er 28.75%. FÍB lýsir furðu sinni á þeim vinnubrögðum, að núverandi rik- isstjórn ætli að skera niður fram- lög til vegamála um 2.5 miljaröa á næsta ári, sem þýði 57% niöur- skurð á nýbyggingum vega, og telur bestu leiðina til jafnvægis i byggð landsins góða vegi, en á þeim byggi heilu héruðin afkomu sina og aðdrætti. Raunveruleiki Framhald af bls. 3 an Gunnarsson fyrrverandi for- maður Heimdallar og miðstjórn- armaður I Sjálfstæðisflokknum. Hann mætti á fundinn i Osló og sendi Morgunblaðinu frétt af hon- um, en sumt af þvi sem hann seg- ir I sinni frétt er af viðræðunum sem áttu sér stað I heimahúsi eft- ir fundinn. Mannréttindamál — Var ekki minnst á kjörskrár- deilumál SÍNE og Alþýðubanda- lagsins á fundunum? — Þaökom aðeins upp i Osló.og ég held að mér hafi tekist aö eyöa þeim misskilningi að Alþýðu- bandalagið kærði einungis ein- hverja valda menn inn á kjör- skrá. Kjarni málsins er sá, að það er mannréttindaatriði fyrir I námsmenn erlendis, að tryggt sé | að þeir séu á kjörskrá og geti i þannig notaö sér kosningarétt sinn. — Hvað viltu segja um fréttir Morgunbiaðsins af fundinum i Osló? — Ég hef litiö um hana að segja, nema það, aö I þeim felast ákveðnar rangtúlkanir sem mað- ur nennir ekki að elta ólar við. Það er svo út af fyrir sig töluvert merkileg pólitík hjá Mogganum, að annan daginn heldur blaðið þvi fram að i Alþýðubandalaginu séu eintómir rauðliðar eða Moskvu- agentar, en hinn daginn að I- halds- eða hægriöfl séu þar alls- ráðandi, hvað svo sem átt er við með þvi. Varðandi það sem Morgunblaðið hefur eftir mér um Framsóknarmenn i Alþýðu- bandalaginu, þá hefur það við rök að styðjast að þvi leyti til, að stjórnmálaþróunin á undanförn- um árum hefur valdiö þvi aö æ fleiri félagshyggjumenn og her- stöðvaandstæöingar, sem verið hafa i Framsóknarflokknum, hafa komist að raun um aö sá flokkur er ekki liklegur til neinna afreka á þeim vegum og hafa þvi réttilega gengið til liös við Al- þýðubandalagiö. — Hver er svo helsti árangur af þessum fundum? — Ég held að árangur ferðar- innar sé fyrst og fremst i þvi fólg- inn, að á þessum fundum komu fram ýmsar upplýsingar sem námsmenn erlendis hafa þurft á að halda, og ekki siöur að þarna gafst tækifæri fyrir róttæk öfl aö ræöa þau mikilvægu mál, hvernig menn gætu best stuðlað að fram- gangi sinna hugsjóna og pólitlsku viöhorfa og staöiö gegn framrás borgaraaflanna á íslandi. — eös Rætt við Svavar Framhald af bls. 1 Hokksins, enda er þaö eina leiðin til þess að sporna gegn þeirri valdatöku afturhaldsins i landinu sem ella eryfirvofandi. Skrifstofa okkar hér i Reykjavik að Skip- holti 7, svo og að Grettisgötu 3, hafa nægileg verkefni að vinna að og alltaf er þörf fyrir sjálfboða- liða til starfa. Kosningarnar eru nú á erfiðum tima þannig að undirbúningsstarfið krefst meiri nákvæmni i skipulagningu en oft- ast áður. — Hvað um skoðanakönnun Visis? — 1 fyrra vann Sjálfstæðis- flokkurinn stórsigur i skoðana- könnun VIsis fyrir borgar- stjórnarkosningarnar — viku eft- ir könnunina tapaði hann kosningunum. Ef þessi könnun nú er ámóta spásögn megum við vel við una, en þá var okkur spáð 2 borgarfulltrúum en fengum 5. Hitt er engu að siður ljóst að þaö kostar þrotlaust starf að ná árangri. Færi svo illa aö kosningaúrslitin yrðu i llkingu við könnun Visis væri stórfelld hætta framundan fyrir lifskjör lands- manna i bráð og þjóöfrelsið i lengd. Eina vörnin gegn árásum afturhaldsins er alefling Alþýðu- bandalagsins — eina flokksins sem fyrir og eftir kosningar berst gegn þvi afturhaldi sem nú boðar leiftursókn gegn lifskjörum. Þessar tölur VIsis eiga þvi að verða okkur öllum brýning til starfa. — ekh Vardberg Framhald af bls.Í3 arinnar i baráttunni gegn hernum og NATO. Samtökin fallast á að halda kappræðufund með Varð- berg eftir áramótin, en þau fallast hins vegar ekki á þær rök- semdir, að hermálið sé ekki kosningamál. Samtök herstöðva- andstæðinga vilja leggja málið i dóm þjóðarinnar og fá lýöræðis- legan úrskurð hennar, i þjóðarat- kvæðagreiðslu. Þangaö til slik at- kvæðagreiðsla fer fram, munu samtökin berjast óhikaö og án til- lits til verðskuldaðs ótta Varð- bergsmanna og annarra við úr- skurð þjóðarinnar, fyrir mark- miðum slnum: Afnám erlendra herstöðva á Islandi og að Island skipti sér i hóp hlutlausra þjóða, utan hernaðarbandalaga. Reykjavik 22. nóvember 1979. Fy rir hönd M iðnef ndar Samtaka herstöðvaandstæðinga Þorsteinn Marelsson Við verðum að passa uppá, að hann Rauð- Sérðu Palli, ánni lýkur með fossi. Hvernig f Já, árnar eru ágætar, alltaf skeður eitthvað skemmti höfði litli sökkvi sér ekki svo I spilið, aö ósköpunum förum við nú aö? legt á þeim. Höldum nú fund og ræðum hvernie eiei að hann gleymi þvl að hann á að safna — Við höfum prófaö svona áður, Kalli, og sigla upp fossa, Palli! 8 8 hnetum! það gekk bara vel. Viö hljótum þvi að — Já, og hann er örugglega betri i þvl en bjarga okkur einu sinni enn! i spilum!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.