Þjóðviljinn - 24.11.1979, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.11.1979, Blaðsíða 5
Laugardagur 24. nóvember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Þaö var hatur mitt á fasismanum sem geröi mig aö njósnara fyrir So vétrikin, sagöi Anthony Blunt á blaöamannafundi sem hann hélt nvlega. Ég lét hrifast af þvi andriimsiofti sem rikti i Cambridge-háskólan- um á fjóröa áratugnum. Siöan var þaöskyiduræknin sem olli þvi aö ég hélt áfram. Eftir 1945 hætti ég aö senda Rtíss- um upplýsingar. Þá var ég beöinn um aö fara til Sovétrikjanna, en ég neitaöi. Ariö 1945 sneri ég mér aftur aö visindastörfum og sama ár verö ég yfirmaöur fyrir listasafn konungsins. Njósnir, vextir og lýðrœði Margrét Thatcher forsætisráö- herra Bretiands „afhjápaöi” ný- lega breska aöalsmanninn og list- fræöinginn sir Anthony Blunt sem njósnara So vétrikjanna . Hann haföi fyrir heimsstyrjöldina siö- ari svipast um eftir efnilegum ungum mönnum I háskólanum þar sem hann kenndi og ráöiö þá i þjónustu Sovétrikjanna. Allir njósnuöu þeir svo á striösárunum og fram á sjötta áratuginn, þegar allt komst upp. Böndin bárust einnig aö Blunt, en þaö var ekki fyrr en áriö 1964 aö hann játaöi gegn þvf aö veröa ekki saksóttur. Af ýmsum ástæöum þykir þetta mál hið merkilegasta enda sam- einar þaö allt sem breskir rit- stjórar telja efni i striösleturs- fréttir: njósnir, kynvillu og bresku hiröina. Vart er hægt aö hugsa sér meira spennandi mál fyrir breska blaöalesendur. Svo veita lika s ögur af n jósnahneyksl- inu mikla sem Burgess, MacLean og Philby áttu þátt i, auk sir Anthony Blunt, breskri alþýöu upplyftingu i drungalegu skamm- degi bresks þjóölifs. En þaö eru tveir fletir á þessu máli sem verter aö velta yfir sér: Margrét Thatcher segir aö öllum forsætisráöherrum sem fóru á undan henni eftir 1964, hafi veriö kunnugt um játningu sir Anthony Blunt. Hversvegna þögöu þeir, og þaö sem er athyglisveröara — hversvegna sagöi Margrét Thatcher frá öllu, einmitt ntína? Hin spurningin varðar leyndar- reglur og opinn aögang aö upp- lýsingum stjórnvalda og veröur fjallaö um hana I slöari hlutá þessara skrifa. Vextir og njósnir Fyrir tveim dögum hækkuöu vextir af húsbyggingalánum i Bretlandi úr 11,75 prósentum í 15 prósent. Englandsbanki haföi hækkaö lágmarksvexti I 17 prósent, en vegna þess hve marg- ir Bretar þurfa aö reiöa sig á hús- byggingalán,kemur hin gifurlega hækkun vaxta af þeim niöur á miljónum manna. Til aö bæta gráu ofan á svart, spáöi breska fjármálaráðuneytiö i vikunni aö þjóöarframleiöslan muni dragast saman á næsta ári og aö verö- bólgan muni veröa 14 prósent, en hún var 17,2 prósent i október s.l. I lesendabréfi i breska dagblaö- inu Teh Guardians.l. mánudag er fjallaöum „afhjúpun” Margrétar Thatcher á njósnaranum Blunt, og vaxtahækkun Englandsbanka. Lesandinn spyr hvorum veröi munaö eftir, Margréti Thatcher eöa breska fjármálaráöherran- um sir Geoffrey Howes, sem af- hjúpaöi vaxtahækkunaráformin. Lesandinn kemst aö þeirri niöur- stööu aö þegar upp veröi staöiö, muni fjármálaráöherrann skráö- ur á spjöld sögunnar sem besti vinur hinnar marxísku öreiga- byltingar. Efnahgsstefna bresku rikis- stjórnarinnar, sem hefur banda- riska hagf ræöinginn Milton Friedman fyrir æösta postula, leiðir augsýnilega til kreppu- ástands. Sumir spá þvi aö efna- hagshruniö I Þýskalandi á þriöja áratugnum og sú þróun sem nú á sér staö í Bretlandi séu um margt keimlik fyrirbæri. Engu minni spámaöur en Wílliam Keagan, sérfræðingur breska dagblaösins The Observer, segir s.l. sunnudag aö breska rikisstjórnin hafi visvit- andi sagt frá Blunt-málinu og vaxtahækkuninni á sama tima. Njósnarinn haföi legiö i dvala i 15 ár, og hann var skyndilega ræstur fram á sjónarsviöiö, til þess aö leiöa athyglina frá efnahagslegri matröö landsins, segir William Keagan. Ekki er þetta ótrúleg kenning hjá Keagan.en þótthann kunni aö hafa rétt fyrir sér, segja viöbrögö breskra fjölmiðla og þingflokka einnig ýmislegt. Þessir aöilar kasta öllu frá sér og sökkva sér i njósnamál, sem i raun og veru var búiö og afgreitt fyrir a.m.k. 15 árum. Upplýsingar og lýðræði Viövikjandi Blunt-málinu eru hvorki efnahagsmálin né sniöug- heit Thatcher-stjórnarinnar meinatriöi. Skriöan fór nefnilega af staö i byrjun nóvembermánaö- ar, þegar út kom bókin „The Climateof Treason” eftir Andrew Boyle. Þar segir hann frá þeim „anda landráöa” sem sveif yfir vinstrisinnuöum háskólaborgur- um á fjóröa áratugnum. Boyle upplýsir einnig aö i bandariskum njósnaskjölum hafi hann fundiö nafniö á ,,f jóröa manninum” eins og Blunt var nefndur þegar mest var rætt um áöurnefnt njósna- hneyksli á sjötta áratugnum. skýring Reyndar nefnir Boyle ekki nafn Blunt, til þess aö komast hjá málaferlum. Kjarni málsins er sá, aö þaö heföi aldrei veriö ljóstraö upp um Blunt, ef fruinvarp þaö um birt- ingu leyndarskjala sem breska rikisstjórninhefur lagt fyrir þing- iö, væri oröiö aö lögum. I saman- buröi viö öll önnur Vestur-Evrópuriki fer i Bretlandi fram mjög ströng ritskoðun á fréttum sem taliö er aö gætu skaöaö hagsmuni landsins. Þeir sem fylgjast meö skrifum breskradagblaöa, vita aö þau eru svo til dauöhreinsuö af öllum frá- sögum um hneyksli sem varöa opinber stjórnvöld, og sérstak- lega bresku leyniþjónustuna. I nafni frelsis komust breskir ihaldsmenn i rikisstjórn i vor. Nú ætlar þessi rikisstjórn aö stór- auka þau höft, sem þegar eru á frjálsu upplýsingastreymi. 1 áöurnefndu frumvarpi veröur m.a. ákvæöi um að þaö sé með afturvirkandi gildi hægt aö gera skjöl og upplýsingar aö rikis- leyndarmálum. Hinn þekkti njósnasöguhöfund- ur John le Carre lætur lesendum sinum skiljast aö allar leyndar- reglur og ritskoöun þjóni fyrst og fremst þeim tilgangi aö vernda rikisstjórnir gegn opinberri um- ræöu og vel upplýstri stjórnar- andstööu. Hann segir aö leyni- ráakkiö ráöist aöallega af þessum tilgangi en vernd gegn forvitni annarra rikja sé þessum rikis- stjórnum slöur mikilvæg. Leyndarmálafrumvarp bresku rikisstjórnarinnar stefnir einmitt 1 þessa átt. Þar afhjúpar breska Ihalds- stjórnin yfirgengilega vantrú á lýöræöinu. — jás BARÁTTUFUNDUR Alþýðubandalagsins í Reykjavík í Káskólabíói fimmtudagskvöld 29. nóv. kl. 21.00 islenski blásarakvintettinn. Mezzoforte Stutt ávörp flytja: „Erindi” ljóð eftir Þórarin Eldjárn: tslenski blásarakvintettinn leikur: Hauströkkrið yfir mér: Hljómsveitin MEZZOFORTE og EllenKristjánsdóttir: Hljómsveitina skipa: Kjartan Ragnarsson: Alvörumál þjóðarinnar: Lúðrasveit verkalýðsins: Fundarstjóri: Svavar Gestsson Guömundur J. Guömundsson ólafur Ragnar Grimsson Guörún Helgadóttir Guörún Hallgrimsdóttir Siguröur Magnússon Erlingur Gislason leikari ies, tónllstarfvaf eftir Kari Sighvatsson. Siguröur Ingvi Snorrason, klarinett Manuela Wiesler, flauta Kristján Þ. Stcphensen, óbó Stefán Þ. Stephensen, horn Hafsteinn Guömundsson, fagott óskar Halldórsson les nýort Ijóö Snorra Hjartarsonar. syngja og leika ný lög eftir Magnús Eiriksson, Gunnar Þóröarson, Eyþór Gunnarsson og Friö rik Karisson. Friörik Kárisson, Eyþór Gunnarsson, Jóhann Asmundsson, Gunnlaugur Briem og Björn Thorarensen. syngur eigin lög og Ijóö. Lelkararnir Guörún Asmundsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Karl Guömundsson og Þórhallur Sigurösson fiytja ieikur undir stjórn Ellerts Karlssonar Jón 'Múli Arnason. Svavar Guömundur J. Guörún Guörún Hall, Siguröur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.