Þjóðviljinn - 06.12.1979, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 6. desember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Árni Bergmann:
Áritar
fyrir Mál-
frelsissjód
Arni Bergmann ristjóri mun i
dag árita bók sina „Miöviku-
dagar i Moskvu” gegn framlagi i
Málfrelsissjóð, en nokkrir
rithöfundar hafa að undanförnu
áritað nýútkomnar bækur sinar
fyrir þetta málefni við góðar
undirtektir og verður væntanlega
framhald á næstu vikur.
Arni áritar bókina i Bókabúð
Máls og menningar, Laugavegi
18, og verður staddur þar á
timanum kl. 3—6 siðd.
— vh
Alþýðubandalagið:
Vantaði
aðeins tíu
atkvœði
í tólfta
þingmann!
Alþýðubandalagsmenn voru
mjög rækilega minntir á það i
þessum kosningum hve afdrifarik
örfá atkvæði geta verið.
Hefði listi flokksins á Vestf jörð-
um náð aðeins tiu af þeim at-
kvæðum sem Framsóknarflokk-
urinn fékk þar, þá hefði Kjartan
Ólafsson veriðkjördæmakosinnog
þar með heföi flokkurinn fengið
ellefu þingmenn kjördæmakosna.
Ekki nóg með það: þetta hefði
ekki þýtt að einn uppbótarþing-
maður hefði bæst við Alþýðu-
flokkinn eða Sjálfstæðisflokkinn.
Guðrún Helgadóttir hefði einnig i
þessu tilviki fariö á þing sem upp-
bótarþingmaður og þingmenn
flokksins þar með orðið tólf.
Leiftursókn
í sölu reyk-
skynjara
Brunavarðafélag Reykjavikur
hefur nú hafið „leiftursókn” i sölu
reykskynjara og slökkvitækja á
sérlega hagstæðu veröi. Það er
von brunavarða aö fólk sjái sér
fært að kaupa a.m.k. reykiskynj-
ara, þannig að fljótlega verði
þetta ódýra öryggistæki komið i
allar ibúðir á brunavarnasvæði
Slökkviliðs Reykjavikur.
Þá er þess að geta, að öll trygg-
ingarfélögin að einu undansidldu
greiða niður verð hvers
reykskynjara og eða tækis með
1500 kr., fyrir viðskiptavini sina.
Brunaveröir eru tilbúnir að
aðstoða fólk viö uppsetningu
reykskynjara fyrir þá sem þess
óska gegn vægu gjaldi. Útsölu-
staðir eru: Sýningarbás Bruna-
varðafélags Reykjavikur, jóla-
markaðnum Arsölum
v/Ártúnshöfða. Rammaiðjan,
Óöinsgötu 1.
Sementsverksmiðja ríkisins:
Endurvinnur
afgangsorku
Fyrsta tilraun sinnar tegundar gerð
á næstu vikum
„Ef þetta tekst hjá okkur, fáum
við þarna 4ra megawatta orku,
sem er u.þ.b. fjórði hluti allrar
þeirrar orku sem er framleidd
með oliu á Akranesi og jafnframt
fjórðungur þeirrar orku sem við
notum, þvi verksmiðjan brennir
álíka mikilli oliu og Akranes-
bær.”
Þetta sagöi Guðmundur
Guðmundsson forstjóri
Sementsverksmiðju rikisins á
Akranesi um tilraun þá sem gerð
verður á næstunni til að
endurvinna gufuna frá verk-
smiðjunni tilhitunar. „Við ætlum
að sjá hvort þetta heppnast, en
þetta hefur ekki verið reynt
nokkursstaðar áður,” sagði
Guðmundur.
Tækin sem notuð verða við
endurvinnslu orkunnar eru ýmist
hönnuð i verksmiðjunni eða feng-
in annarsstaðar að. Guðmundur
sagði að dönsku sementsverk-
smiðjurnar hefðu haft áhuga á
endurvinnsluá gufu.en ekki farið
af stað með slikar tilraunir enn
sem komið er.
„Þetta fer af stað i tilrauna-
skyni nú á næstu vikum,” sagöi
Guðmundur. „Það er nú verið að
tengja þetta og það er allmikil
lögn frá tækjunum og i
verksmiöjuna. Þetta er búið aö
vera hliðarverkefni hjá okkur
undanfarna mánuði.”
Geysilegur sparnaður yrði ef
þessitilrauntækist,að endurvinna
drjúgan hluta þeirrar afgangs-
orkusem verður til við brennslu á
sementsgjalli. — eös.
Guðrún Helgadóttiry alþingismaður:
Vertu viss, ég finn mér tíma
Guðrún Helgadóttir nýkjörinn
alþingismaður, er eini nýliðinn I
hópi þingmanna Alþýðubanda-
lagsins. Allir hinir hafa setið á
þingi áður, en Guðrún aldrei.
Alþingi veröur þvi nýr og áður
óþekktur vinnustaður fyrir
Guðrúnu og við spurðum hana
hvernig henni litist á að skipta um
vinnu og taka að sér störf sem
hun ekki hefur unnið áður.
— Nú, bara vel, ég hef áður
tekið við nýju starfi og kvíði þvi
ekki. Þar að auki eru valinkunnir
sæmdarmenn með mér i þing-
flokknum, sem hægt er að leita til
meðan maður er að átta sig á
hlutunum. Ennfremur tel ég mig
ekki neinn nýliða i pólitik, ég hef
fengist við þessi mál um nokkra
hrið og kviði þvi engu að setjast á
þing.
Nýlegasagðieinn ritdómari um
þig — Guðrún getur allt — og átti
þá við hve vel þér hefði heppnast
þaðsem þú hefur fengist við á rit-
vellinum og sjálfsagt spyrja þvi
margir aðdáendur þinir sem
rithöfundar núhvort þú hættir að
skrifa?
— Nei, áreiðanlega ekki. Ég
hef skrifað mínar bækur
samhliða fullu starfi, það er oft
erfitt, en mér hefur tekist það og
égtrúi þvi ekkiað andinn hætti aö
koma yfir mig á siðkvöldum, þótt
ég skipti um vinnustað. Þar að
auki er það svo, að ég hef alveg
ákveðna vinnuaðferðir við rit-
störfin. Ég geng lengi með efnið i
kollinum, en sest svo niður og
skrifa og er fljót að þvi. Ég
umskrifa ekki mikið. Ég nota
sumrin mikið til skrifta, þá hefur
verið minna að gera hjá mér i
minu brauðstriti og gefist betri
timi úl að hugsa um þessi mál.
Hvort heldur er um að ræða
skriftír eða önnur störf, þá skipu-
legg ég vinnutima minn afar vel
og það hefur reynst mér
happadrjúgt. Loks vil ég benda á,
að það er sannfæring min að
maður geti gert það sem maður
vill gera. Vertu viss, ég finn mér
áreiðanlega tima til ritstarfa.
Það er til siðs að spyrja nýliða á
alþingi hvaða málaflokkum þeir
ætli aðbeitasérmestfyrir, eigum
við ekki að halda þeim sið?
— Ég mun ieggja lið öllum
góöum málum, en ég er
kunnugust tryggingarmálunum
og kjörum þess fólks sem á til
þeirra að sækja og þvi stendur
það mér næst. Einnig tel ég að
menningarmál hafi verið sett til
hliðar hjá hinu háa alþingi og úr
þvi vil ég bæta. Annars á ég nú
von á þvi að ég fari mér hægt til
aðbyrja með meðan maður er aö
átta sig á hvernig alþingi vinnur.
Ekki fjölgar konum á alþingi,
þið eruð aðeins þrjár áfram?
— Þvi miður og það er veru-
lega slæmt mál hve fáar konur
sitja á þingi.
Hver er ástæðan fyrir þessu að
þinu mati?
— Ég held þvi fram að sú
verkaskipting sem viðgengst hér
innan fjölskyldunnar sé þess
valdandi að konur starfa minna i
félagsmálumenkarlar.Núer það
alsiða að konur vinni utan
heimilis og þegar þær þurfa svo
lika að sjá um allt heimilishald,
þá gefst þeim einfaldlega ekki
timi til annarra starfa. Ég hef
spurt einstæðar mæður að þvi
hvers vegna þær taki ekki þátt i
félagsmálastörfum og svarið er
alltaf það sama: timaskortur, og
obbinn af giftum konum er i sömu
aðstöðu, þótt þeir eigi mann.
Þegar svo ofan á bætist alda-
gömul vanmetakennd hjá konum,
þá er ekki von á góöu. Þessu er
hægt að breyta og þvi veröur að
breyta.
Égheld þvi fram, að konur liti
öðruvfsiá mörg mál en karlar og
þvi er það bráðnauðsynlegt að
bæöi kynin séu til staöar þegar
örlagarikar ákvarðanir eru lekn-
ar, þannig að bæði sjónarmiðin
komi fram. Ég vil þó taka skýrt
fram að hér á ég ekki við að
einhver mál séu sérnrál kvenna
oe önnur mál karla, það er fiarri
öllu lagi. En hitt tel ég vera
staöreynd að kynin liti með
sitthvorum hætti á málin, og þeim
sé ekki fullráðið fyrr en báöir
aðilar hafa sagt sitt álit, og
skoðanir samræmdar. Slikt gerist
vart þegar i hlut eiga 57 karlmenn
og 3 konur eins og nú verður á
alþingi.
Ég heyri nú samt að þú kviðir
þvi ekki aðsetjast i það „musteri
karlmennskúnnar” sem alþingi
er?
— Nei, alls ekki, þvert á móti
hlakka ég til aö takast á viö
þau mál sem á alþingi eru rædd.
Éghef enguað kvíða.égerhraust
og á fjölskyldu sem styður viö
bakið á mér i þessu máli sem
öðru. Yngsta barnið mitt er 9 ára
þannig að ég þarf engar áhyggjur
að hafa af smábarnamálum leng-
ur og lit björtum augum til
framtiðarinnar. _« aar
HANS PETESSEN HF
BANKASTRÆTI
S:20313
AUSTURVER
S: 36161
GLÆSIBÆ
S:82590
i