Þjóðviljinn - 06.12.1979, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 6. desember 1979
Ashák
Umsjón: Helgi Ólafsson
^ ; ' _
óheppilegur
millileikur
Fyrir skömmu var I pistlum
þessum minnst á skákmót i Kan-
ada þar sem Stefán Briem var
meðal þátttakenda. Stefán var i
hópi efstu manna allt mótið og
eftir t.d. 6 umferðir var hann í 2.
sæti. I 7. umferð mætti hann
væntanlegum sigurvegara móts-
ins og er skemmst frá þvf að
segja aðStefán tapaði á fremur ó-
verðskuldaðan hátt. Hann fékk
betra tafl út dr byrjuninni, vann
siðan mann með skemmtilegri
leikbrellu en tapaði þó um siðir,
væntanlega eftir mikið tlmahrak.
Skák þessi fer hér á eftir en
andstæðingur hans er stórmeist-
arinn Yanovski:
Hvitt: A. Yanovskí.
Svart: Stefán Briem.
Enskur ieikur.
t. c4-e5 6. Rf3-0—0
2. Rc3-d6 7. 0—0-C6
3. g3-f5 8. Rel-Be6
4. Bg2-Rf6 9. Rf3
5. d3-Be7
(Einkennileg taflmennska hjá
stórmeistara. Hvítur tapar 2
tempóum á þessu flani riddar-
ans.)
9. ..-Kh8 12. Rg5-Bg8
10. b3-Rbd7 13. gxf4-exf4
11. e4-f4! 14. Rh3
(En ekki 14. Bxf4 Rxe4! o.s.frv..)
14. ..-g5!
15. Rxg5
(Sagteraö Yanovski hafiyfirsést
næsti leikur svarts. Sennilega er
þetta þó besti kosturinn. Svartur
var þess albúinn að byggja upp
“ sterka kóngssókn.)
15. ..-Da5!
16. Bxf4-Dxc3
17. d4-Da5.
(En hér slakar svartur aðeins á
klónni. Best var 17. — Rh5! og
hvitureri Ulfakreppu, t.d. 18. Hcl
Da5, 19. Bd2 Dxa2 20. Hal Db2!
o.s.frv. Þannig tækist svarti að
halda manninum og um leið að
hefta framrás hvitu peðanna.)
18. Bd2-Ðc7
19. f4
(Hvitur hefur nú ótviræðar bætur
fyrir manninn.)
19. ..-h6
20. Rh3-Bf7
21. f5-c5
(Það gefur auga leið að svartur
verður að reyna að blokkera
hvitu peðin.)
22. Bxh6-Hg8 24. Dd3-cxd4
23. Rg5-Bh5 25. Re6-Db6
(Þarna er svarta drottningin of
fjarri kóngsvængnum, jafnvel
þótt það eigi ekki að koma að sök.
öruggara var 25. — Dc8 og — De8
undir heppilegum kringumstæð-
um.)
26. Dh3-Re5
27. Rf4
(Nú eru góð ráð dýr. 27. — Bg4 er
svarað með 28. Dh4 sem hótar 29.
Bf8+ o.s.frv.. En Stefán finnur
bráðsnjallan leik.)
27. ..-Hg4!
28. Rxh5-Rxh5
29. f6
(En ekki 29. Dxh5 Hh4! og svartur
vinnur.).
29. ..-Bxf6
30. Hxf6-Hxg2+??
(Heiftarlegur afleikur eftir vel
teflda skák. Ég þori að veðja að
Stefán hefur verið i miklu tima-
hraki. Ellegar hefði hann leíkiö 30
— Rxf6. Ég fæ ekki séð hvernig
hvitur getur bætt stöðu sina eftir
31. Bg5+ Rh7, 31. Bf6+ Hg7, 33.
Dh6 Hg8. Um siðir hlýtur svartur
aðvinna á liðsyfirburðum sinum.
Svona nærri var Stefán að vinna
„Canadian Open”.)
31. Kxg2-Rxf6
32. Bg5 + -Kg8
(Eða 32. — Rh7, 33. Bf6+ Kg8, 34
Dg3+ og 35. Dg7+).
33. Bxf6-Kf7 35. 35. Khl-Dc6
34. Hfl-Hg8+ 36. Dh7 +
— Svartur gafst upp.
Eflum
Málfrelsissjóð
í dag áritar
Árnl Bergmann
bók sina,
Miðvikudagar í Moskvu
Isafjörður.
Af ísfírskum börnum
1 tilefni Barnaárs Sameinuðu
þjóðanna söfnuðu nemendur i
Barnaskóla tsafjarðar nokkurri
fjárhæð til hjálpar nauðstödd-
um börnum i einhverju
þróunarlandi.
Dreifibréf, þar sem gerð var
grein fyrir söfnuninni, var sent
til heimilanna og þess óskað að
börnunum yröi heimilað að
leggja af mörkum sem svaraöi
1 andvirði eins aðgöngumiða að
| barnasýningu i kvikmyndahúsi,
| eða kr. 500. Að baki lá sú hug-
mynd, að börnin sýndu jafn-
framt þá sjálfsafneitun og
fórnarlund að neita sér um eina
bióferð en sæktu ekki umrætt
framlag til foreldranna sem
aukavasapeninga.
Alls söfnuöust rúmlega 26?
þús. kr. Akveðið var að láta
fjárupphæðina renna til
hjálparstarfs Móður Teresu á
Indlandi, en hún hefur sem
kunnugterunnið frábært liknar-
og hjálparstarf meðal ör-
Umsjön: Magnús H. Gíslason
snauöra barna þar i landi um
árabil. Nýlega var hún heiðruð
með friðarverðlaunum Nóbels
fyrir þetta starf sitt, eins og
kunnugt er af fréttum.
Hér á landi er starfrækt,eins
og viða um heim, söfnun á veg-
um kaþólsku kirkjunnar til
styrktar starfi Móður Terseu.
Börnin í Barnaskóla Isafjaröar
afhentu nýlega stfnunarféð full-
trúa katólikka, viö sérstaka at-
höfn, að viðstöddum kennurum,
fréttariturum og fulltrúum
nemenda I hverri bekkjardeild.
I bréfi,sem skólastjóri og kenn-
arar sendu foreldrum af þessu
tilefni, sagði m.a.:
„Það dylst engum að nauð-
synlegt er að islensk börn hug-
leiði aðstæður og lifeskilyröi
jafnaldra sinna i öörum löndum
Af þeim sökum er þessi fjár-
söfnun barnanna m.a. áhrifa-
rikur þáttur i þeirri viðleitni
skólans að vekja skilning og
samúð nemendanna á kjörum
annarra barna og vekja þau
jafnframt til meðvitundar um
samaábyrgð þjóöanna i' þeim
efnum og opma augu þeirra fyrir
þeim sannindum, aö jafnvel
þetta takmarkaða framlag is-
firska barna getur veitt nauð-
stöddum börnum I fjarlægu
landi mikilsverða hjálp i sárri
neyð.” — hp/mhg
j Færri hross
! flutt út
tltflutningur Búvörudeildar
j SÍS á hrossum hefur dregist
I verulcga saman á þessu ári.
Fyrstu 10 mánuði ársins í fyrra
seldi deildin 408 hesta úr landi
en iár aðeins 240 og nemur sam-
drátturinn þannig 40%.
Þar á móti kemur að verð-
hækkun hefur orðið á hestunum,
sem nemur rúmlega 66%.
Helstu skýringar á þessum
samdrætti eru taldar vera vor-
kuldar á meginlandinu og einnig
ýmsir hrossasjúkdómar sem
herjaö hafa i helstu markaðs-
löndunum, m.a. i V-Þýskalandi.
Nú er taliö að um 15 þús.
Islensk hross séu I V-Þýskalandi
einu og um 5 þús. i öðrum
Evrópulöndum. — mhg
Heima
Októberhefti Heima er best
hefur borist okkur. Er efni þess
fjölbreytt aö venju.
Forsiðuviðtalið er við Sigurð
Lárusson.bónda á Gilsá i Breiö-
dal. Sigurður er framámaöur i
búnaðarmálum I S-Múlasýslu
og ber viðtalið við hann heitið
„Hér vil ég una ævi minnar
daga alla sem guð mér sendir”
Viðtalið tók Eirikur Eirlksson.
Tryggvi Gislason, skóla-
meistari Menntaskólans á Ak-
ureyri, skrifar grein um Hóla I
Hjaltadal og fjallar hún m.a.
um hvernig Islenskri tungu var
bjargað með bókmenntastarfi
Guðbrands biskups Þorláksson-
ar.
Nú fyrir jólin kemur út hjá
Bókaforlagi Odds Björnssonar á
Akureyribóker ber heitið „Hof-
dala-Jónas”. Bókin er eftir hinn
mikla ritsnilling Jónas Jónas-
son frá Hofdölum I Skagafirði og
hefur aö geyma sjálfævisögu
Jónasar, frásagnaþætti og
bundið mál. Af þvi tilefni birtir
Heima er best frásögu eftir Jón-
er best
as og nefnist hún „Hrossalækn-
ing”. Otgáfa „Hofdala-Jónas-
ar” er I höndum Kristmundar
Bjarnasonar og Hannesar Pét-
urssonar.
Margt annað efni er I blaöinu,
t.d. frásögn 15 ára stúlku um
hestinn sinn, grein um sólar-
orku og frásögn eftir Hjörtinu
Tómasdóttur, Bjarnastöðum,
i Akrahreppi um uppvaxtarár
hennar I Unadal i Skagafjarðar-
sýslu. Nefnist greinin Fátækt i
bernsku. Að venju er skrifað i
Heima er bestum bækur og ljóö.
Framhaldssaga er einnig I blaö-
inu. Er hún eftir Unu Þ. Arna-
dóttur og heitir Gömul spor.
Bókaskrá Heima er best er
komin út og fylgir með til á-
skrifenda. Hefur skráin að
geyma rúmlega 200 bókatilboð
ogerverð bókanna sérstaklega
hagstætt.
Ritstjóri Heima er best er
Steindór Steindórsson frá Hlöð-
um og útgefandi er Bókaforlag
Odds Björnssonar.
—mhg.
Freðfiskur til Bretlands
í Bókabúð Máls og
menningar frá
klukkan 15-18.
ÖIl framlög fyrir
áritanir renna
óskipt i
Málfrelsissjóð
Eins og mönnum mun
kunnugt er tiltölulega skammt
slðan freðf isksölur til Bretlands
hófust aftur eftir nokkurt hlé.
Fyrstu 9 mánuði þessa árs seldi
Sjávarafurðadeild SIS 1820
lestir af frystum bolfiski til
Bretlands á móti 1155 lestum a
sama timabili á siðasta ári, að
þviersegirí Sambandsfréttum.
Svarar það til 58% aukningar.
Þýðingarmesta tegundin, sem
seld er á þessum markaði, eru
þorskflök með roöi. Markaöur-
inn er nokkuö sveiflukenndur,
að jafnaði daufur að vori og
sumri, þegar mikið berst á land
af ferskum fiski, en lifnar svo
aftur og er bestur á haustin og
fyrri hluta vetrar.
A þessu ári hefur Sjávaraf-
urðadeild nokkrum sinnum sett
fisk I geymslu I Bretlandi, bæði
til þess að eiga fyrirliggjandi
birgðir i söluiandinu og eins til
þess að létta á geymslum fram-
leiðenda hérlendis, sem ekki
hafa verið stækkaðar i sam-
ræmi viðstóraukna framleiðslu.
Það er skrifstofa Sambandsins i
London sem sér um sölu á freð-
fiski frá Sjávarafurðadeild i
Bretlandi, og raunar I
Frakklandi og á Irlandi einnig.