Þjóðviljinn - 06.12.1979, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 06.12.1979, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 6. desember 1979 ÞJÓÐVILJINN _SIÐA 13 Saudi-Arabia: Bardögum um Moskuna í Mekka lokid Jeddah (Reuter) Eftir 15 daga blóðuga bardaga við saudi-arabiska hermenn, verða þeir sem gerðu árásina á Moskuna i Mekka dregnir fyrir dómstóla og að öllum likindum dæmdir til dauða. Að sögn embættismanna i Saudi-Arabiu voru 170 manns handteknir, en 75 árásarmenn voru drepnir i átökunum og 60 saudi-arabiskir hermenn. Nayef Ibn Abdulaziz prins, innanrikisráðherra Saudi-Arabiu, sagði i gær að ungi maðurinn sem árásarmennirnir höfðu nefnt hinn nýja Messias gæti hafa verið drepinn. Hann sagði að hermenn leituðu enn i völundargöngunum undir Moskunni, en þar höfðust árásarmennirnir siðast við. Nayef prins sagði að flestir þeirra hefðu verið Saudi-arabar, en einnig hefðu MúhameðstrUar- menn af ýmsum þjóðernum verið með i liðinu. Fullyröingar Framhald af bls. 10 sementi. Þenslurnar jukust mjög með fþvegnu steypuefni úr sjó. Alkaliskemmdir i Reykjavik eru mjög I samræmi við þessar niðurstöður tblöndun 7.5% járnblendiryks lækkaði aftur á móti alkali- þenslur það mikið að þær voru aðeins 1/10 hluti þess sem var án iblöndunarog þar með langt undir þeim mörkum sem kröf- ur um alkaliþenslur gera ráð fyrir. Erlent sement með lágu alkaliinnihaldi (um 0.7%) gaf meiri alkaliþenslur en Islenska sementið með 7.5% Iblöndun járnblendiryks. M/S Baldur fer frá Reykjavlk þriðjudaginn 11. þ.m. og tek- ur vörur á eftirtaldar hafnir: Patreksfjörð, (Bildudal og Tálknafjörð um Patreks- fjörð) og Breiðafjarðarhafn- ir. Vörumóttaka alla virka daga til 10. þ.m. 4 SKIPAUTGCRB RIKISINS M.S. Coaster Emmyn fer frá Reykjavik þriðjudaginn 11. þ.m. vestur um land til Húsavikur og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: Þingeyri, tsafjörð, (Flateyri, Súgandafjörð og Bolungarvik um tsafjörð), Akureyri, Húsavik, Sigl- ufjörð og Sauðárkrók. Vörumóttaka alla virka daga til 10. þ.m. 3) Gerðar voru siðan á grundvelli þessara prófana hjá ranns- ðknastofnunum stærri prófanir hjá Sementsverksmiðjunni árið 1978, og þar sem ekkert benti til þess að gæði sementsins væru öðru visi i þeim tilraunum en á rannsóknastofu var sementið sett i framleiðslu s.l. sumar. Hefur flest allt staðist um gæði þessa sements sem rannsóknir sýndu og sýni sem send voru i sumar til Danmerkur til samanburðarrannsókna þar fengu þann dóm að gæði þess væru fyrsta flokks (udmærket kvalitet). Sementsverksmiöja rikisins hefur i öllu reynt að haga framleiðslu sinni i sam- ræmi við niðurstöður ranns- óknanna, en hefur þar að auki haft samráð við helstu sér-. fræöinga erlendis á þessu sviði bæði beint og 1 samvinnu við Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins. Nægir að nefna nöfneins og Bryant Mather og Sidney Diamond I Bandarikj- unum, Harold Vivian I Astraliu og Gunnar M. Idorn i Dan- mörku, en Dr. Idorn hefur frá fystu tið verið ráðgefandi hjá Rannsóknarstofnun byggingar- iðnaðarins um þessar rann- 'oknir. 4) Byggingaryfirvöld I Reykjavik og annarsstaðar á landinu hafa einnig sett strangar reglur um notkun hráefna I steinsteypu með hliðsjón af hinum um- fangsmiklu rannsóknum á steypuskemmdum á höfuð- borgarsvæðinu sem hlotiö hafa nú alþjóðaviðurkenningu. Kröfurnar eru þær ströngustu sem þekkjast erlendis. Þó er ekkert islenskt fylliefni þaö virkt, að 7.5% fblöndun járn- blendiryks I islenska sementið standist ekki kröfurnar og 10% iblöndun fer að nálgast virkni lálakalisements.með þvi þó til- skildu að fylliefnin séu þvegin. 1 raun er vandamáiið það, aö þvo verður alit steypuefni úr sjó sé það alkalivirkt. Sé það ekki gert hjálpar lágt alkali- magn i sementi ekki. Þær rannsóknir, sem fram hafa farið aðallega hjá Rannsokna- stofnun byggingariðnaðarins eru með þeim merkilegri sem fram hafa farið hér á landi á sviði hag- nýtra rannsðkna. Hafa þær m.a. vakið það mikla athygli erlendis, að þær hafa orðið kveikja að nýj- um hugmyndum og rannsóknum. Það vekur þvi furðu, að prófessor við Háskóla Islands, sérfræöingur i byggingarverkfræöi og fyrr- verandi settur framkvæmdastjóri við Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins skuli láta fara frá sér svo órökstuddar fullyrö- ingar sém stangast alveg á við álit þeirra sérfræðinga sem um málið hafa mest fjallað. Mjög mikið jákvæðari afstaöa væri það, að Háskóli Islands starfaði i samvinnu við hinar ýmsu ranns- óknastofnanir i landinu og stuðlaði þar með að betri nýtingu á niðurstöðum rannsókna. Iðnaðarblaðið_ mætti einnig huga að þvi, að jákvæð gagnrýni á islenskan iðnað er til gagns, en neikvæð ekki. Væri þvi eðlilegt aö Iðnaðarblaðið leitaði sér hald- betri upplýsinga um starfsemi Sementsverksmiðju rikisins og gæði Islensks sements. BLAÐBERAR — A THUGIÐ! Rukkunarheftin eru tilbúin á afgreiðslu blaðsins. SIÐUMÚLA 6 S:81333. Norrænir Framhald af bls. 2 siðarnefnda sækir efnivið aðeins i Eddurnar, en i hinum griska sagnaheimi eru oft tiu gerðir af hverri sögu, þaö er Ur griðarlegu magni að velja. Einu hafði ég ekki tekið eftir áður þegar ég vann að þessu: það vantar ræki- lega Utfærða heimssköpunarsögu hjá Grikkjum. Norrænir menn hafa miklu rækilegar gengið frá þeim hlutum hjá sér. Báðar bækurnar eru i stóru broti og prýddar mörgum mynd- um eftir italskan listamann, Gio- vanni Caelli sem er sjálfur forn- leifafræðingur og hefur sérhæft sig I lifsháttum fyrri alda. Sigurður A. MagnUsson kvaðst að lokum aldrei hafa séö bækur sem gera þessu efni jafn skemmtileg skil. Bækurnar eru hugsaðar fyrir lesendur og áhugamenn á öllum aldri. Þær njóta i verði góðs af kostum fjölþjóöaprents — kosta tæpar niu þúsund krónur. - áb Tökum að okkur viðgerðir og nýsmiði á fasteignum. Smið- um eldhúsinnréttingar, einnig viðgerðir á eldri innréttingum. Gerum við leka vegna steypugalla. Verslið við ábyrga aðila. TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ Bergstaðastræti 33, simi 41070 Blikklðjan Ásgarði 7, Garðabæ Önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboö SÍMI53468 Hugvíkkandi hugleiðslu- tækni Tantrisk hugleiðsla er ekki slökunaræfing segir i frétt frá Þjóðmálahreyfingu íslands. „Hún er visindaleg aðferö til að þroska einstaklinginn likamlega, huglega og andlega og þróa hann i átt að sinu andlega takmarki. Hugleiðslutækni þessi er hug- vikkandi, þar sem hún brýtur niður þau mynstur sem þrengja hugann. Trantrisk hugleiðsla fel- ur i sér innri baráttu jafnframt þvi sem hún leiðir af sér baráttu Ut á við.” Telur Þjóðmálahreyfingin að á timum einsog nú sé tantrisk hug-' leiðsla sá aflvaki sem leitt geti til byltingar og boðar kynningar- og umræðufund að Aðalstræti 16, 2. hæð (i húsnæöi Ananda Marga) nk. laugardag kl. 2 sd. um andleg visindi og áhrif þeirra i ljósi Prout hugmyndafræðinnar og eru allir velkomnir. Pípulagnir Nýlagnir, breyting^ ar, hitaveituteng- ingar. Sími 36929 (milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 7 á ,kvöldin). KALLI KLUNNI — Þú veröur að halda i höndina á mér á meðan við erum i landi! — Já, Kalli, ég skil aö þú viljir hafa réttan stýrimann með heim. — Sæll afi gamli, þekkirðu ekki Magga litla? — Auðvitað man ég eftir þér, drengur minn, þú likist mér svo á slaufunni! — Afsakaðu, afi, en ég þori ekki að sleppa hendinni af honum, hann er nefnilega stýri- maður á okkar góða skipi Mariu Júliu! — Já, ég vissi ailtaf að eitthvað yrði úr þessum strák!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.