Þjóðviljinn - 06.12.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.12.1979, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 6. desember 1979 7 Selfoss og nágrenni 5 I Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis heldur fund miðvikudaginn 12. desember \ kl. 20.30 að Kirkjuvegi 7 Selfossi. 1, Fundarefni: 1. Kosning fulltrúa á flokksráðsfund. 2. Garðar Sigurðsson og Baldur Óskars- | son ræða stjórnmálaviðhorfið. 3. önnur mál. \ Stjórnin 1. i L ' J RS Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar ^ Félagsstarf aldraðra ^ Félagsstarf fyrir aldraða á vegum í é- lagsmálastofnunar Reykjavikurborgar hefst að Lönguhlið 3, föstudaginn 7. des- ember n.k., kl. 13.00 og að Furugerði 1,11. desember n.k., kl. 13.00. Fyrst um sinn verður starfinu háttað sem hér greinir: Langahlíð 3. Á mánudögum verður ýmiskonar handa- vinna. Á föstudögum verður opið hús, spilað á spil o.fl. Furugerði 1. Á þriðjudögum verður opið hús, spilað á spil o.fl. Á fimmtudögum verður ýmiskonar handavinna. 1 tengslum við þessa starfsemi verður jafnframt tekin upp ýmiskonar þjónusta við aldraða, fótaaðgerðir, hárgreiðsla, að- stoð við að fara i bað, bókaútlán o.fl. Félagsstarfið er opið öllum öldruðum, jafnt þeim sem búa i viðkomandi húsum sem utan þeirra. Allar upplýsingar gefnar á staðnum og i sima 86960. M íbúð óskast 2ja til 3ja herb. ibúð óskast á Reykjavik- ursvæðinu. Upplýsingar i sima 31774 eftir kl. 5. Húsráðendur athugið! Höfum á skrá fjölda fóiks sem vantar þak yfir höfuðið. Leigjendasamtökin Bókhlöðustig 7 , ) Opið: Kl. 13-18 alla virka daga,simi: 27609 BÆKUR BÆKUR Skáldsaga eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri hefur gefiö út nýja bók eftir Ingibjörgu Siguröardóttur, Sumar við sæinn og er það 21. bók Ingibjargar. Inga Hrönn, ung sveitastúlka fer að vinna viö sildarsöltun á ÓBinsfirði. Þar kemst hún i kynni við norska sjómanninn Jörgen Ey- vik og verður ástfangin. Þarna er einnig Kormákur bróðir bestu vinkonu hennar en hann er drykkjumaður sem fer til Norður- landa og lendir þar I fangelsi. Þar kynnist hann ungum fangelsis- presti, sem er enginn annar en Jörgen Eyvfk. örlögum þessa unga fólks lýsir Ingibjörg á sinn einlæga hátt, og þaö er ástin sem sigrar að tokum. Svo sannarlega er Ingibjörg vinsæll höfundur: tltlánaskýrslur almenningsbókasafna vlðsvegar um land sýna aö Ingibjörg Sigurðardóttir er i hópi mest lesnu rithöfunda Islands. Sígild meistaraverk: Þrúgur reiðinnar kemur út aftur Mál og menning hefur sent frá sér nýja útgáfu á skáldsögunni Þrúgur reiöinnareftir John Stein- beck i þýðingu Stefáns Bjarman. Þrágur reiðinnar er langveiga- mest og vinsælust af skáldsögum Johns Steinbeck. Hún hefur farið sigurför um heiminn og kvik- mynd sem gerö var eftir henni hefur einnig notiö mikilla vin- sælda. Sagan segir frá fjölskyldu sem flosnar upp af jörð sinni i kreppunni muklu, selur búslóö sina fyrir bilgarm og feröast á honum yfir þvert meginlandið áieiðis tii Kaliforniu, lokkuð af ginnandi atvinnuauglýsingum. Margir höfundar hafa reynt að sýna þessa hrikalegu umbrota- tima Ihnotskurn, enengum hefur þótt takast það eins vel og Stein- beck i þessari bók. Jafnframt birtir bókin ákaflega skýrt og vel hugsunarhátt, málfar og mergjað skopskyn þess alþýöufólks sem Steinbeck nauðaþekkti og lýsir hlutskipti þess af skilningi og djúpri samkennd. Þrúgur reiöinnarer löngu orðin slgilt verk meöal nútima heims- bókmennta. Sú bók var einkum tilnefnd þegar Steinbeck voru veitt Nðbelsverölaunin 1962. Is- lensk þýðing Stefáns Bjarman kom út örfáum árum eftir að sag- an birtist fyrst á frummáli og þótti afburða vel gerö. Enda þótt upplag bókarinnar væri óvenju stórt seldist hún upp á örfáum ár- um og hefur verið alveg ófáanleg um meira en tveggja áratuga skeið. Þrúgur reiöinnar er 522 bls., prentuð i Prentsmiðjunni Odda h.f. Kápumynder eftir Hilmar Þ. Helgason. Ritsafn Stefáns lóns- sonar komlð Ot eru komnar tvær bækur I heildarútgáfu Isafoldarprent- smiöju á barna-og unglingabók- um Stefáns Jónssonar. Fjórtánda bindiö er Vetur I Vindheimum, sem jafnframt er siðasta skáld- sagan, sem Stefán skrifaði fyrir islenska æsku. Fimmtánda og jafnframt sið- asta bindi ritsafnsins, hefur aö geyma öll vinsælustu barnaljóð Stefáns, og nefnist Segðu þaö börnum. Eingar Bragi rithöfundur hefur séð um útgáfu ritsafnsins, sem er prýtt myndum eftir marga lista- menn, innlenda og erlenda. Ekki er að efa að þessar tvær siðustu bækur njóta sömu vinsælda og þær, sem á undan eru komnar og að margir kjósi að eiga allt þetta vandaða ritsafn á heimili sínu. Læknlr i þrem löndum Setberghefur sent á markaðinn bókina „Læknir i þrem löndum” eftir Gylfa Gröndal. Þetta eru endurminningar Friðriks Einars- sonar iæknis. Hér er sagt frá æsku- og uppvaxtarárum Friö- riks, skóiagöngu undir hand- ieiöslu Sigurðar Guðmundssonar skólameistara á Akureyri og slð- an læknanámi I Reykjavlk, Kaup- mannáhöfn og viðar. Dr. med. Friörik Einarsson hefur stundaö læknisstörf rúma fjóra áratugi i þrem löndum. Hann hélt ungur utan til fram- haldsnáms I Danmörku og dvald-1 ist þar öll strlðsárin undir her- námsoki nazista. Eftir heimkom- una varö hann brátt yfirlæknir,1 fyrst á Landspitalanum og slðan Borgarspitalanum þegar hann tók til starfa. A eftirlaunaaldri tekur hann aö sér nýtt starf sem forstöðumaður Hafnarbúða og gerist jafnframt læknir I Græn- landi á sumrin. Létt kimni, heitt skap og hrein- skilni einkenna endurminningar Friðriks Einarssonar læknis. Hann hefur frá mörguað segja — og segir vel frá. Þetta er bók um merkilegt ævistarf og minnis- -stæðan persónuleika. Gylfi Gröndal hefur áður skrif- að margar vinsælar minninga- bækur, til dæmis um dr. Kristin Guömundsson og Helgu M. Níels- dóttur ljósmóður. Bókin „Læknir i þrem löndum” er prýdd fjölmörgum myndum. Astrid Lindgren enn í heimsókn Mál og menning hefur sent frá sér nýja myndskreytta barnabók, Vist kann Lotta næstum allt eftir Astrid Lindgren og Ilon Wikland. Ilon Wikland hefur myndskreytt mjög margar bækur eftir Astrid Lindgren m.a. bæði Bróöur minn Ljónshjarta og Elsku Mió minn. Þessi bók segir frá einum degi i lifi Lottn, fimm ára stelpu. Þýð- andi er Asthildur Egilson. Setn- ingu og filmuvinnu annaðist Prentstofa G. Benediktssonar en bókin er prentuö i Danmörku. ^Vist kann^Lotta næstum allt eftjrc5%striílcLindgrbn Bekkjar- saga eftir Armairn Kr. Mál og menning hefur nýlega gefiö út barnabókina MAMMA I UPPSVEIFLU eftir Armann Kr. Einarsson. Þetta er bekkjarsaga, segir frá 6. bekk H.B. og kennaranum þeirra, Hallberu, og hefst þegar nýr strákur, Geiri, kemur i bekkinn og ýmsir atburð- ir taka að gerast. Meöal annars ákveða krakkarnir aö safna fyrir dýru heyrnartæki handa bekkjar- systur sinni og halda skemmtun. Þau fá augastað á gömlu pakk- húsi sem á að rlfa til að halda skemmtunina. Fyrstþurfa þau að standa i stappi við eigandann og borgaryfirvöld, siðan að gera húsnæðið sýningarhæft, en áður en langt um liður er sigur unninn, æfingar hefjast af fullum krafti og leikhúsið Músarholan er að taka til starfa. En einmitt þá veröa tiðindi heima hjá Geira sem stefna öllu þessufyrirtækii hættu að þvi er viröist... ArmannKr. Einarsson á 50 ára rithöfundarafmæli um þessar mundir og heldur upp á það meö þvl að saida frá sér þessa bók sem er gerólik fyrri bókum hans og vafalaust meðal þeirra bestu. Manna i uppsveiflu var meöal þeirra handrita sem bárust i barnabókasamkeppni Máls og menningar. Bókin er 161 bls. prentuð I Prentsmiöjunni Odda h.f. Kápa og myndskreytingar eru eftir Frtoriku Geirsdóttur. Ármann Kr. Einarsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.