Þjóðviljinn - 07.12.1979, Page 15
Föstudagur 7. desember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
(Jr föstudagsmynd sjónvarps ins, Snlkjudýrin.sem er ekki við
hæfi barna.
Ekki viö hæfi barna
— Myndin hefst á þvi aö ver-
ið er að undirbúa hátfbahöld i
lilefni af þvl að Elisabet
Bretadrottning hafði setið að
völdum i aldarf jórðung, —
sagði Kristmann Eiðsson,
þýðandi föstudagsmyndarinn-
ar „Snikjudýrin”.
— Það er ekkert til sparað,
og viðhöfnin mikil. En svo
kemur til sögunnar kona ein,
Pauline að nafni. Htín er frá-
skilin með fjögur börn, þar af
eitt þroskaheft, og verður að
sækja allt sitt til hins opin-
bera, af þvi að hún getur ekki
unnið Uti.Hún kemur dóttur
sinni fyrir á heimili fyrir
þroskaheft börn, en þar fær
barnið þó ekki aö vera lengi.
Brugðið er upp myndum af
fundum hjá yfirmönnum
félagsmála. Þeir eru að tala
um að spara, og sparnaðar-
ráðstafanirnar eru fólgnar i
niðurskurði á framlögum til
félagsmála. Ein ráðstöfunin
er t.d. fólgin i þvi að taka um-
rættbarn af heimilinu og setja
það á gamalmennahæli, sem
er nær heimili þess en barna-
heimilið.
Pauline vill ekki sætta sig
við þessa meðferð, og upphef-
ur nú göygu mikla frá Heró-
desi til Pilatusar og reynir að
fá leiðréttingu mála sinna, en
árangurslaust. Að lokum er
svo komið fyrir henni að hún
sér ekki nema eina leiö út úr
baslinu og erfiðleikunum.
Endirinn er hræðilegur en
hann er samt sýndur á þann
hátt að maður skynjar meira
<Q> Sjónvarp
kl. 22.25
en maður sér I raun og veru.
Það er einmitt endirsins
vegna sem myndin er alls ekki
við hæfi barna.
Þetta er mynd sem mér
finnst vel gerð, og áhrifamikil
— sagði Kristmann að lokum.
-ih
Ovissan framundan
I Kastljósi i kvöld verður
fjallað um þá óvissu sem nú
rikir i landinu, aö kosningum
loknum, — sagði Helgi E.
Helgason, umsjónarmaður
þáttarins.
— Þetta eru eiginlega tvö
mál, sem tvinnast saman:
annarsvegar óvissan í kjara-
málum og hinsvegar stjórn-
málaástandið sjálft, óvissan
um stjórnarmyndun osfrv.
Við munum ræða við
fulltrúa vinnumarkaðarins og
fulitrúa stjórnmálaflokkanna
um þessi mál, — sagði Helgi
að lokum.
-ih
O, Sjónvarp
kl. 21.15:
„Rocky” heimsækir
Prúöuleikarana
Gunnar Benediktsson rithöf-
undur
Gatan í
þýðingu
Gunnars
Halldór Gunnarsson heldur i
dag áfram lestri miödegissög-
unnar „Gatan” eftir Ivar
Lo-Johansson i þýðingu Gunn-
ars Benediktssonar.
Gunnar þýddi söguna áriö
1941. Þremur árum siðar var
hún gefin út á prenti. „Gatan”
er eina verkiö eftir Ivar
Lo-Johansson, sem komiö hef-
ur út á Islensku. -ih
Utvarp
kl. 14.30:
Sylvester Stallone, leikarinn
sem „gerði allar stelpur vit-
lausar I sér” þegar hann lék
hnefaleikarann Rocky í
samnefndri kvikmynd,verður
gestur Prúðu leikaranna f
kvöld.
Þeir,sem aldrei fá sig full-
sadda af Svinku, Kermit,
Fossa og þeim félögum, geta
nú sannarlega hlakkað til jól-
anna, þvi að haft er fyrir satt
að Kvikmyndin um Prúðu-
leikarana verði jólamynd I
einu af kvikmyndahúsum
Reykjavikur i ár.
Sjónvarp
kl. 20.45:
Sylvester Stalione, öðru nafni
Rocky, heimsækir Prúöuleik-
arana i kvöld.
blöðrin
Allir
t siðasta töiubiaði Noröur-
lands fyrir kosningar birtist
„Framboösræða, fuli af sóslal-
demókratiskri umhyggju fyrir
háttvirtum atkvæðum”. Nú eru
kosningarnar að visu afstaðnar,
sem betur fer, en engu að siöur
eru þær enn náiægar hugum
okkar og hjörtum. Við eigum
áreiðanlega fiest húgljúfar
minningar um hjartnæmar
framboðsræður sem við heyrð-
um I hita kosningaslagsins.
Ræður eins og þessa, sem hér er
tekin úr Norðuriandi. I blaðinu
segir aö ræöan hafi verið haldin
36 sinnum i þessari kosninga-
baráttu:
Kæru kjósendur og aörir.
Þegar ég var ungur kjósandi
eins og sum ykkar eru núna þá
kom ég I þetta byggðarlag I
góðu veðri eins og I dag. Þá voru
engir vegir og ég kom með bát
sem mörg ykkar kannast
kannski við og hét Hafrafell.
Það var mikið skip og formað-
urinn hann Runólfur i Betri-Bæ
var öndvegismaður og snilldar
sjósóknari eins og ég veit að þið
vitið öll. Blessuð sé minning
hans. En þó að veðrið væri gott
þegar ég kom þá gat nú brugðist
til beggja vona með veðrið þá
eins og núna. Það er nefnilega
svo skrýtið með snjóinn að hann
bara kemur kannski allt I einu
og er svo farinn bara strax þeg-
ar hlýnar. Mér hefur alltaf
fundist núttúran svo merkileg
og mér finnst að við ættum að
reyna eftir þvi sem kostur er á
hverjum tlma að gæta okkar á
að skemma ekki blessaða
náttúruna. Við vorum sem sagt
tveir vinir sem réðum okkur i
skiprúm til hans Runólfs I Betri-
Bæ. Það voru náttúrulega fleiri
menn en við og Runólfur, en sá
sem kom með mér var hann
Dóri bróðir hennar mömmu.
Indælispiltur eins og þiö munið.
Hann var því miður alltaf sjó-
veikur hann Dóri en Runólfur
taldi I hann kjark svo hann hélt
áfram á sjónum eins og sönnum
sjómanni sæmir enda steig hann
sin fyrstu spor sem sjómaður
einmitt hér i þessu plássi.
Ég var með Hafrafellinu i
sinni hinstu ferð. Við lensuðum
undan norðanveðrinu hér inn á
fjöröinn. Eg veit að hann
Magnús minn sem situr hér á
fremsta bekknum man eftir þvl
að Hafrafellið var alveg sjóborg
á lensinu „Magnús (grlpur fram
i): 0, Hafrafellið var nú alla tlð
helvitis hlandbolli sem gleypti
báruna á horninu bakborðsmeg-
in á lensinu”.
Já, þetta er auðvitað alveg
Lesendur eru alltaf
jafniðnir að senda okkur
vísur — og sem fyrr er
það pólitíkin sem vekur
upp skáldagáf una.
Óli fígúra
t gærmorgun, þegar
kosningarióttin var afstaðin,
hringdi til okkar hress kona og
hafði ort visu um nóttina:
Allir spóla þeir argir þar,
en illira tóla fleinninn,
fremstur Óli figúra,
fjandans jólasveinninn.
Halldóra nctakelling.
Litill sími
Þegar úrslit kosninganna i
Norðurlandskjördæmi eystra
voru kunngerð I fyrrinótt, var S
að orði:
Svona fór nú Solli minn
syndarinnar glima,
felldur af þingi foringinn
fyrir litinn sima.
eru góöir
rétt hjá Magnúsi. Ég stýrði
semsagt Hafrafellinu I sinni siö-
ustu ferö og við lentum farsæl-
lega i urðinni hér norðan undir
plássinu. Runólfi mislikaði
þetta sem von var kannski.
Hann var skapmaður hann
Runólfur en ég man það eins og
það hefði gerst I gær þegar
drengirnir hennar Sigriðar á
Næsta-Bæ komu og hentu til
okkar bandi svo við komumst I
land blautir og hraktir. Ég verð
að segja það að mér hlýnar um
hjartaræturnar þegar ég sé að
hún Sigriður á Næsta-Bæ er hér
hjá okkur i kvöld og ég vil nota
þetta tækifæri til að þakka þér
enn einu sinni fyrir móttökurnar
það kvöld, Sigríður min.
Annars vil ég segja það við
ykkur kæru Marvikingar að ég
óska ykkur innilega til ham-
ingju með það hvað þið hafið
verið dugleg að byggja upp
plássið ykkar. Það er reglulega
skemmtilegt að ganga hér um
fiskiðjuverin og sjá hvað allt er
hreint og gott og vel um gengiö
velstjórnað og vel unnið. Það er
gæfa hverrar þjóðar að eiga svo
dugmikið fólk eins og ykkur
hamingjusamt og vinnufúst og
vinnusamt, að ég nú ekki tali
um þá dugmiklu sjómenn sem
hér búa. Til hamingju með það.
Það á að kjósa éins og þið vitið á
sunnudaginn kemur. Svona er
nú lifið. Menn kjósa milli flokka
og manna meö ólík viðhorf eins
og gengur. Við bjöðum ykkur að
kjósa okkur. Við bjóöum okkur
fram til að gera okkar besta við
munum allir reyna eftir þvi sem
hægt er og aðstæðurnar leyfa á
hverjum tima að gera. Við I
okkar flokki erum 'á móti verð-
bólgunni og viljum gera okkar
besta til að ná henni niður en
það er ekki auðvelt. Hann Sóldal
hérna sem eins og þið vitið er I
framboði fyrir Sjálfstæðislist-
ann sagði á fundi I gær aö hann
væri lika á móti verðbólgunni og
ég veit aö hann og félagar reyna
lika aö gera sitt besta óg líka
hinir sem sitja hérna fyrir aftan
mig. Auðvitað greinir okkur á
um eitt og annað. Það er ekki
annað en eölilegt i lýðræðisþjóð-
félagi en viö viljum allir vel þó
við séum kannski ekki alveg
sammála um leiöirnar aö mark-
inu.
Já góöir Marvlkingar það er
nefnilega kjarni málsins að
ykkar er valið. Þið veljið og
hafnið á milli manna og mál-
efna. Ég veit að þið veljið rétt.
Þið látið ekki blekkjast af nein-
um skröksögum eða gylliboð-
um. Ég vil taka það skýrt fram
að með þessu er ég ekki að segja
að þeir góðu menn á hinum list-
unum sem hér eru með mér
beiti svo leiöis aöferðum I kosn-
ingabaráttunni. Nei, þeir eru
þvert á móti drengir góðir og
vilja vel.
Ég fer nú að ljúka máli mlnu
ég heföi kanski viljað segja
margt við ykkur meira um
flokkinn okkar en tlminn er þvl
miður á þrotum. Ég vil bara
bæta þvi við að við viljum upp-
byggingu óg framfarir á öllum
sviðum. Við viljum að öllum llði
vel og á okkar góða landi eru
svo miklir möguleikar sem við
viljum nýta að öllum getur liðiö
fjarska vel. Ekki sist gamla
fólkinu sem mér finnst við ekki
gera nógu mikið fyrir en þaö
hefur eins og ég veit að þiö vitið
unniðlangan og strangan vinnu-
dag um langa ævi.
Ég hef nú lokið við að segja
ykkur frá þvi helsta sem við I
okkar flokki viljum gera en að
siðustu vil ég bara óska ykkur
til hamingju meö kosningarnar
þvi að ég veit að þiö munið kjósa
rétt um næstu helgi. Til ham-
ingju Marvikingar.”
Nú hefur mamma gleymt sér i jólaösinni einhversstaðar — en mikið
er heimurinn stór! Ljósm.— gel