Þjóðviljinn - 22.12.1979, Side 2

Þjóðviljinn - 22.12.1979, Side 2
J 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. desember 1979. Af barnahatri , Ég er hálf partinn að hugsa um að láta verða af því að fara til sálfræðings. Það sem mér finnst ógna sálarheillinni um þessar mundir er svo óhugnanlegt, að ég hika við 'að trúa nokkrum manni fyrir því, hvað þá að setja það á þrykk. Eftir nokkurra daga umhugsun læt ég þó slag standa, því ef til vill fæ ég einhvern bata á því sem mig hrjáir ef ég létti lítillega á mér. Herrar mínir og f rúr: Ég er að verða barna- hatari. Slíkt þætti sjálfsagt ekki saga til næsta bæj- ar, ef um einhvern annan væri að ræða en mig, en ég hef til skamms tíma verið talinn barna- vinur mesti, og sumir af mínum bestu vinum og kunningjum eru raunar á því aldursskeiði að barnatennurnar eru að víkja fyrir fullorð- instönnunum. Þetta litla fólk lítur oft við hjá mér á daginn, og eru þar á ferðinni miklir aufúsugestir, enda hingað komnir til að ræða yfir mjólkur- glasi og súkkulaðimola um landsins gagn og nauðsynjar af því viti og þeirri visku, sem jaf nan einkennir þá sem ekki enn hafa mótast af þeim skoðunum, sem hagkvæmast er að hafa í augnablikinu. Þessir litlu vinir mínir eru gæddir mörgum þeim kostum, sem fólk gjarnan glatar með ár- unum, og það sem mér finnst ef til vill mest um yert í fari þessa litla fólks er, að það er ennþá eins og það er, en ekki eins og það á að vera. Og nú hefur sem sagt sá ótti verið að naga mig að undanförnu, að ég sé að breytast úr barnavini í barnahatara. Og hver skyldi nú vera ástæðan fyrir þess- um uggvænlegu sinnaskiptum? Barngæska mín að breytast í barnahatur? Hver gæti verið ástæðan? Það er þá f yrst til að taka, að fólk sem er á þeimaldri, aðætla mætti aðþað væri komið úr barndómi og ekki gengið í hann aftur, ákvað í upphaf i ársins 1979 að helga það „barninu" og kalla árið „ár barnsins". Þessi hugmynd var að sjálfsögðu góðra gjalda verð, enda til þess ætluð að vekja at- hygli alþjóðar á stöðu barnsins í samfélaginu. Allt fór þetta nú heldur rólega af stað, og frameftir árinu mátti ætla sem svo, að barna- árið yrði öðrum árum líkt. Foreldrar gátu vpndað um við börnin sfn eins og gert hefur verið f rá því að Guð almáttugur rak Adam og Evu úr Paradís, en þegar börn bar á góma var það helsttil að vekja athygli foreldra á því, að ekki væri nógu gott að skilja þau eftir ein og yfirgefin sólarhringum saman eða berja þau til óbóta að ósekju. En eftir því sem líða tók á árið ókyrrðust sjálfkjörnir fulltrúar æskulýðsins í landinu æ meir, og núna undir lok ársins er barnapexið orðið svo yfirþyrmandi að menn fá grænar bólur ef minnst er á börn. Uppá sjónvarpsskjáinn eru færðir skóla- stjórar, yfirkennarar, aðstoðaryfirkennarar, barnasálfræðingar, barnafélagsfræðingar, barnakennarar, að ótöldum alls kyns æsku- lýðssénium — já, og meira að seg ja listamenn. Síðan þusað um það fram og til baka hvernig íslensk börn séu stórlega vanrækt af foreldr- um og þjóðfélaginu. Fundiðhefurverið upp fyrirbrigði sem kall- að er „barnamenning", og mætti ætla að sú menning væri í engum tengslum við aðra menningu í landinu, væntanlega þá: kyn- þroskamenningu, miðaldramenningu, efri- áramenningu og ellimenningu. Helst er að skilja að börn eigi að taka að sér stjórnsýslu í landinu og önnur þau störf, sem áður hafa verið ætluð fullorðnum, og svo er þessum litlu greyjum hampað með alls konar kjafthætti þar til þau eru orðin hálfrugluð af allri dellunni. AAikil vá er fyrir dyrum að dómi sérfræð- inga, að börn skuli vera „passífir móttakend- ur" þegar þau fara í bíó, leikhús, eða horfa á sjónvarp. Væntanlega er hægt að bjarga því, en aðeins með því einu að þau skrifi, fram- leiði og leiki öll, allt sjónvarpsefni, kvik- myndaefni og leikhúsefni, skrifi allar bækur, máli allar myndir, verði sem sagtaktif og þrói með sér sköpunargáfuna. Og ekkert barn má skilja útundan til að verða passíft. Það verður aðeftirláta okkur fullorðna fólkinu. Æ, þegar ég hugsa málið betur, þá er ég auðvitað ekki barnahatari, en mikið djöfull hafa þeir löng- um farið í taugarnar á mér, sem f jallað hafa um málefni barna og unglinga. Haf i nokkuð verið aðkallandi á barnaárinu, þá var það svo sannarlega ekki að breyta börnum í f ullorðið fólk um aldur fram. Það er ekki svo lengi sem mannskepnan fær að njóta barnæskunnar. Og því segi ég: Leyfið krökkunum að vera börn eins lengi og mögulegt er, svo þau þurfi ekki að taka undir sorgarsöng snáðans sem á dögunum var gerður að útvarpsstjóra og það áður en hann var farinn að geta stautað sig f ram úr Litlu gulu hænunni og kvað við raust: Barnæskan Ijúfa útrunnin er, ungur ég var og giaður. Svo fékk ég ei lengur að leika mér nema láta' eins og fullorðinn maður Flosi. Jólahugvekja fyrir blinda og fatlaða Myndlistar- sýning i Borgar- spitala Starfsmannaráb Borgar- spítalans hefur nokkur undan- farin ár staöiö fyrir myndlistar- sýningu I Borgarspitalanum um jól og áramát, sem hafa llfgaö uppá skammdegiö og veitt bæöi sjúklingum og gestum mikla gleöi. Að þessu sinni sýna þar lista- mennirnir Siguröur Þórir Sigurðsson og Jóhanna Bogadótt- ir, alls 35 myndir, bæöi grafik og málverk. Sýningin stendur til 7. janúar n.k. og eru öll listaverkin til sölu, en myndirnar hanga i aðalanddyri og göngum spitalans. Sigurður Þórir er fæddur 1948, stundaði nám við Myndlista- og Handiðaskóla tslands og siöan við konunglegu Akademiuna i Kaup- mannahöfn. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga hér heima og erlendis auk samsýninga. Jóhanna Bogadóttir er fædd 1944, hefur stundaö nám I Frakklandi og Sviþjóð og haldið margar einkasýningar bæöi hér á landi og erlendis og tekið þátt i fjölda samsýninga viða um heim. A Þorláksmessu gangast bræörafélög Dómkirkjunnar og Langholtskirkju ásamt Blindra- félaginu og Sjálfsbjörg fyrir jóla- hugvekju i Langholtskirkju kl. 14.00. A dagskrá verður talað orð og tónlist. Tónlistarhliðina annast Jón Stefánsson (orgel), GIsli Helgason (flauta) og Jónas Þ. A Útimarkaöinum á Lækjar- torgi hefur verið komiö fyrir sviösvagni, og er öllum sem vilja skemmta börnum I jólainnkaup- um á barnaári heimilt aö troöa þar upp meö skemmtilegheit. Dagbjartsson (fiðla). Séra Hjalti Guðmundsson, dómkirkjuprestur, flytur formálsorð, Benedikt Gröndal, forsætisráðherra, flytur ræðu og loks mun séra Sigurður Haukur Guðjónsson flytja jólahugvekju og bæn. Allir eru velkomnir á jólahug- vekju þessa. J Jólasvéinar Útimarkaðarins verða á staönum kl. 15 i dag og kann að vera að þeir eigi eitthvaö smávegis I pokahorninu handa í krökkum. Jólalegt á Útimarkaði Þökkum öllum okkar ágætu viðskipta- mönnum ánægjuleg viðskipti um áraraðir. Það er von okkar að útgáfu- flokkar Þjóðsögu hafi orðið öllum í fjöl- skyldunni fróðleiksbrunnur og bækumar séu heimilisprýði. Jafnframt óskar útgáfan öllum við- skiptamönnum sinum gleðflegra jóla og farsældar á komandi tímum Bókaútgáfan Þjóðsaga Strengjasveitin á Selfossi Ný hljómsveit hefur veriö stofnuð og heitir Strengjasveitin. Meðlimir hennar voru áður i hljómsveitunum Evrópu og Öperu, en þær eru báðar hættar. Strengjasveitin leikur fyrir dansi I Selfossbiói á annan I jólum. Strengjasveitin hefur áöur komiö fram I Klúbbnum og viðar. x Hljómsveitina skipa: Einar M. Gunnarsson, Ömar Þ. Halldórs- son, Sigurður I. Asgeirsson, Sigurjón Skúlason og Sævar Arnason.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.