Þjóðviljinn - 22.12.1979, Side 6

Þjóðviljinn - 22.12.1979, Side 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. desember 1979. Berglind Gunnarsdóttir Guömundur Halivarösson Sigrún Hjartardóttir Eirlkur Guöjónsson Hildur Jónsdóttir Ingibjörg Haraldsóttir Umsjón af hálfu Þjóðviljans: Ingibjörg Haralds- dóttir Dagana 29. og 30. nóvember var haldin i Vestmannaeyjum ráöstefna um kjör verkafólks i sjávarútvegi. Þar var nú margt til umræöu en meiningin er aö gera hér nokkra (og ef til vill ansi hiutdræga) grein fyrir um- ræöunum um hiö fræga bónus- kerfi I frystihúsunum. Bónusinn kemur í eld-gamla daga þegar ég vann i frystihúsum á Akureyri og i Reykjavik þá var unnið á timakaupi, enginn skipti sér af hraöa, þaöan af siöur nýtingu, en þaö breytti þvi ekki aö kven- fólkiö vann bæöi hratt og vel. Is- lenskar konur eru nefnilega svo lúsiöinn og vandvirkur vinnu- kraftur, aö varla gefst annar betri. Svo kom bónusinn — launa- hvetjandi vinnukerfi eöa vinnu- hvetjandi launakerfi (ég ruglast alltaf i þessu). Bónuskerfiö var sett saman, undirbúiö og skellt á verkafólk af atvinnurekend- um án þess aö fólkinu væri gef- inn timi til aö átta sig á fyrir- bærinu. Verkalýösfélögin voru i fyrstu ekki alveg viss um hvern- ig þau ættu aö bregöast viö þessu nýja kerfi og þaö var ekki fyrr en töluvert longu seinna aö þau komu sér upp sinum eigin bónus-sérfræöingum. Kerýid Ráðstefnan i Eyjum: BÓNUS Bónuskerfiö er ævintýralega flókiö. Þar er lögö áhersla á tvennt — hraöa og nýtni, en hvort tveggja er mælt og settir upp ákveönir staölar sem eru breytilegir eftir þvi um hvaöa fisktegundir er aö ræöa. A ráöstefnunni i Eyjum var lagt fram plagg sem Bolli Thoroddsen haföi tekiö saman um hin ýmsu „vinnuhvetjandi vinnukerfi.” Ég settist niöur meö þessar prýöilegu útskýr- ingar og nokkra bónusmiöa frá vinkonu minni, reiknaöi og hugsaöi svo aö rauk upp af hausnum á mér - en meö litlum árangri. Eg skammast min lítið fyrir aö segja frá þessu — mér skilst aö þetta sé reynsla ansi margra verkakvenna I fiskiön- aöi lika. Þaö er heldur ekki fyrir ekki neitt sem veröur aö halda mörg námskeið til aö kenna konunum aö lesa launaseölana sina. Þaö bar lika öllum saman um þaö I umræðuhópnum um bónuskerfiö aö það væri alltof flókiö. Jafnframt bar öllum saman um aö þaö fyrsta sem konurnar litu á og jafnvel þaö eina —- væri hvaö bónusinn þeirra væri hár. Að vinna fyrir kaupinu sinu Bónusinn er þaö sem máli skiptir i sambandi viö kaupiö — margar konur lita ekki einu sinni á timakaupið sitt. Hár bónus og þaö aö vera bónus- drottning er stööutákn og virö- ingarstaöa i frystihúsunum. En þaö er ekki bara aö konunum meö háa bónusinn sé hampað og hossaö. i umræöuhópnum kom fram aö þaö hefur komiö fyrir i Eyjum aö konur meö lágan eöa engan bónus hafa fengiö launa- seölana sina meö skrifaöri orö- sendingu (frá verkstjóra). Hann skrifar: ,,Þú vinnur ekki fyrir kaupinu þinu.” Þetta er auöskiliö þó að bónusútreikningarnir séu þaö ekki. Skipti innávið — skipti útávið Bónusinn kemur ofan á tfma- kaupiö — en I frystihúunum eru ekki allir meö sama bónusinn. Sumar konurnar eru meö hundraö prósent bónus, aörar eru meö 75%, enn aörir meö 50% bónus og svo er hluti af starfs- fólki frystihússins sem fær eng- an bónus! Þeir bónuslausu eru gjarnan unglingar eöa eldra fólk sem vinnur jaöarstörf I frystihúsun- um. Þannig er innri mismunun og stéttskipting sköpuö I kring- um þaö hverjir „veröa þess aö- njótandi aö fá bónusinn” og hverjir ekki. Umræöuhópunum fannst aö allir ættu aö vera á sama bónus — nóg væri nú samt. Stress Þaö var aðeins rætt um stress og hvernig mórallinn á vinnu- stööunum væri — en fróölegustu umræöurnar um þaö efni fóru fram eftir aö umræöum haföi veriö slitiö, flestir voru farnir i' mat og viö sátum eftir nokkrar konur. Þar kom þaö fram aö þegar bónusstressiö bætist viö þreyt- una sem situr bæöi i kroppnum og sálinni vill mórallinn á vinnustaönum veröa hræöileg- ur. Þaö hefur komiö fyrir aö svindlaö hefur veriö á pönnum, skráöar of margar til að pina bónusinn upp. Þær konur sem þetta geröu voru æstar og stressaöar bónus-háar konur sem nýttu sér óvana krakka sem látnir voru skrá pönnurnar. Þar kom fram aö fleiri en ein og fleiri en tvær konur beita öil- um tiltækum aðferðum til aö losna viö ruslið sitt (vegna nýtn- innar). Stundum hefur allt lent I hávaöarifrildi milli kvenna sem hafa ásakaö hver aöra um aö lauma rusli yfir á næstu borö. Fleira kom fram — ekki allt jafn fallegt — um stress og vondan móral i kjölfar bónus- kerfisins. Þaö er samt erfitt aö fá konur til aö tala opinskátt um þetta mál — þeim finnst ef til vill aö þær séu aö rjúfa einhvern trúnaö viö samstarfsfólk sitt og I annan staö finnst konunum þetta stress hálf-skammarlegt og vilja ekki um það tala. 1 umræðuhópnum komu fram ofboðslegar sögur um skipu- lagsleysi og sóun á verömætum i sjávarútveginum. Vilborg Sigurðardóttir fyrrverandi for- maöur Snótar I Vestmannaeyj- um benti á þaö aö þaö væri hel- vlti hart aö þumalskrúfurnar Einhæf störf og aukin framleidni Athugasemd frá dr. Ingjaldi Hannibalssyni vegna greinarkorns á jafnréttissíðu laugardaginn 15. desember 1979 Síöastliðinn laugardag birtist á jafnréttissiöu Þjóöviljans greinarkorn eftir Hildi Jóns- dóttur undir yfirskriftinni „Framleiösiuaukning i fataiön- aöi — einhæfari störf sauma- fólks”. Pistiii þessi er skrifaöur vegna viötals viö mig i 10. tbl. Frjálsrar Verslunar, en þaö fjallaöi um framleiöni-aukandi aögeröir I fataiönaöi. t viötalinu kom fram, aö ein leiö af mörgum til aö auka framleiöni i þessari grein iönaöar, væri aö skipta gerö hverrar flikur upp i aögeröir og framkvæmir einn starfsmaöur þá hverja I staö þess aö hver starfsmaöur vinni fiikina frá upphafi til enda. Hildur dregur þá rökréttu álykt- un, aö þetta munileiöatileinhæf- ari starfa saumafólks. Þaö er rétt svo framarlega sem starfs- menn framkvæma ailtaf sömu aögeröina, en ekkert mælir á móti þvi, aö starfsmenn skipti um störf, og er raunar æskiiegt, aö hver starfsmaöur sé þjálf- aöur I sem flestum aögeröum. Hildur viröist líta meö hug- föngnum augum til fortiöarinn- ar, þegar einn aöili sá um fata- geröina frá byrjun til enda. Sú spurning vaknar þvi, hvers vegna sú aöferö hentar ekki lengur i Islenskum fataiönaöi. Svariö felst i raun I auknum kröfum okkar allra til bættra llfskjara. Starfsmenn I fataiðn- aöi eiga sama rétt I þessum efn- um og starfsmenn annarra greina atvinnulifsins. Til þess aö kjör þeirra veröi sambærileg viö kjör annarra stétta eru tvær leiöir fyrir hendi. Sú fyrri felst I þvi aö vinnuaöferöum veröi i engu breytt frá þvi sem áöur var, en verö vörunnar hækkaö I samræmi viö kauphækkanir I landinu. Vandséö er, aö þessi leiö sé fær, á meöan leyföur er innflutningur á fatnaöi, sem framleiddur er I verksmiöjum meö mikla framleiöni, því verö innfluttu vörunnar yröi mun lægra en verö innlendu vörunn- ar, þar sem vinnuinnihald henn- ar væri mun minna. Vel getur veriö aö einhverjir séu tilbúnir að borga meira fyrir flik, sem saumuö er af einum aöila, en mjög er ég efins um, aö Hildur gangi eingöngu I klæðskera- saumuöum fötum. Hin leiöin er sú, aö hagræöa framleiöslunni, breyta vinnuaöferöum frá þvl sem áöur var og þar meö stytta framleiöslutlmann. Meö styttri framleiöslutlma, má framleiöa fleiri flikur á hverjum degi en áður var unnt, og þvl geta laun starfsmanna I greininni hækkaö á sama tlma og verö vörunnar til neytenda lækkar. Þar sem ljóst er, aö jafnvel íslendingar kaupa ekki Islensk- an fatnaö, ef hann er dýrari en innfluttur, er aöeins um tvennt aö ræöa. Islenskur fataiönaöur veröur láglaunaiönaöur meö litla framleiöni, eöa framleiöni hans veröur aukin og starfs- menn i greininni munu búa við sambærileg lifskjör og aörir landsmenn. Ef Islendingar eru ekki tilbúnir aö framleiöa fatn- aö á svipuöum tlma og aörar þjóöir, á fataiönaöur enga framtiö hér á landi. Þaö er allt i lagi, en þá verður aö skapa ný atvinnutækifæri fyrir þá 2000 starfsmenn, sem I dag hafa llfs- viðurværi sitt af fatafram- leiöslu. I greinarkorni sínu, gerir Hildur lltiö úr konunni sem saumaöi rennilása á buxur allan daginn. Ef til vill átti konan tveggja kosta völ. Aö sauma rennilása á buxur og búa viö sömu lffskjör og Hildur eöa aö sauma buxurnar frá byrjun til enda og búa viö mun lakari kjör. Litli pollinn á barnaheimilinu heföi átt aö vera hreykinn af þvi, aö móöir hans haföi valiö þann kostinn aö sauma renni- lása á buxur, því líklega geröi hún þaö til þess aö geta veitt honum sem best lífskjör á uppvaxtarárum hans, jafnvel þótt þaö starf væri einhæfara en önnur sem hún átti völ á. Hildur efast um, aö strákarnir meö stjórnunardraumana fáist I saumastörfin. Ég er ekki viss, aö þaö myndi leiöa til aukinnar framleiöni I Islenskum fataiön- aöi, ef þeir tækju þau aö sér. Hitt vona ég hins vegar, aö draumar mlnir veröi aö veru- leika, þannig aö lifsafkoma þeirra, sem viö saumastörfin fást, veröi sem best. Ingjaidur Hannibalsson væru alltaf settar á konurnar I frystihúsunum — þær ættu aö vinna á ofsahraöa og meö há- marksnýtingu — afla sem stundum er orðinn hálfónýtur þegar hann er kominn á borðin i húsunum. Haltu mér — slepptu mér Ég hef heyrt þaö sagt oftar en einu sinni aö bónushæstu konurnar endist ekki lengi. Þetta er sagt I hlutlausum tón eins og hver önnur staöreynd. I Vestmannaeyjum er llka þaö endemis-fyrirkomulag á bónus- kerfinu, einsog Jóhann for- maður Snótar benti á I fram- söguræðunni sinni, aö þaö er ekkert þak á bónusnum. öllum bar lika saman um aö vinnutím- inn væri alltof langur, álagiö alltof mikiö og kaupiö alltof lágt. Hér aö framan hefur veriö rakiö hvernig bónuskerfiö tvistrar verkafólkinu, eykur á innbyrðis sundrungu og etur fólkinu hvert gegn ööru. Þaö er flókiö og óskiljanlegt verkafólki — enda hannaö til aö auka gróöa atvinnurekandans en þrælkun og gernýtingu vinnuaflsins — kvennanna. A ráðstefnunni komu fram athyglisverðar tölur um þann gróöa sem bónuskerfiö malar atvinnurekendum en um þær veröur f jallaö á öörum staö i þessu blaöi. Samt styöur stór hluti verka- kvenna a.m.k. i Vestmannaeyj- um þetta djöfullega kerfi og ver það meö hnúum og hnefum á meðan ekkert annaö stendur til boöa. Tlmakaupiö er svo lágt aö þaö er bónusinn sem heldur lifi I fólki þátt fyrir allt og væri hann afnuminn gæti þaö lapiö dauö- ann úr krákuskel. Lausnin er auövitaö sú aö hækka tlma- kaupiö a.m.k. um helming — en þaö mun aldrei nást upp kröftug barátta fyrir þvi eöa samstaöa um þær kröfur á meðan allir glápa á bónusinn — og vita- hringurinn lokast. Hvaö ber þá að gera? Þaö þyrfti aö ræöa þetta mál ofan I kjölinn og mun betur en gert hefur veriö. Þaö þarf að rjúfa þá leynd sem skapast um bónuskerfiö vegna þeirrar feimni — eöa ótta — viö aö tala um ástandiö eins og þaö er. Ég skora á þær verkakonur I fisk- iðnaði sem þetta lesa aö skrifa Jafnréttissiöu — meö eöa á móti — eöa tala viö Rauösokkahreyf- inguna. Þaö versta sem hægt er aö gera i Öllum málum er aö þegja og halda aö sér höndum. Dagný Kristjánsdóttir.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.