Þjóðviljinn - 22.12.1979, Page 8

Þjóðviljinn - 22.12.1979, Page 8
Laugardagur 22. desember 1979. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. desember 1979. Laugardagur 22. desember 1979 Laugardagur 22. desember 1979 Kristinn: að missa ekki trú á bókmenntirnar og þjóðina. Maður er stundum aö lesa það I umsögnum um bækur eða skrif- um þeim tengdum, að sem betur fer sé nú timi kommúnlskrar ráðsmennsku I menningarmálum iiðinn, hugsjónir þeirra rauðu upp gufaðar — gott ef ekki er látið að þvi liggja að þær hafi annaðhvort veriö á fölskum forsendum reist- ar alitaf eða þá aö þeir hafi ekk- ert meint með þeim. Ritdómari var I Morgunblaðinu að tala um annaö bindi af bók- menntaritgerðum Kristins E. Andréssonar sem nýlega er kom- ið út, og vék einmitt að þvi, með nokkrum feginleik að þvi manni skildist, að ritgerðirnar væru frá þeim tima þegar „veldi Kristins” hefði hnignað. 1 annan stað hafa allskyns blekbullarar i sama blaði og reyndar viðar verið að éta upp ummæli úr viðtali við Aka Jakobsson, fyrrum sósialista, þar sem Aki staðhæfir blákalt að is- lenskir sósialistar eða kommún- istar eins og hann vill að þeir heiti, hafi aldrei meint neitt með skirskotun til þjóðernis, með baráttu sinni i þágu þjóðlegrar menningar. Það „þjóðernistal” eins og það er orðað, hafi aldrei verið annað en áróðursbragð, eða eitthvað i þá veru. Islenskir sósíalistar Tvö ritgerðasöfn eftir ágæta fulltrúa tveggja kynslóða is- lenskra sósialista komu út á þess- um vetri — ritgerðasafn Kristins, sem fyrr var á minnst, og Elds er þörf eftir Magnús Kjartansson. Þvi eru þessar bækur nefndar til sögunnar, að þær eru hvor um sig prýðileg röksemd gegn þvi lág- kúrurausi sem vitnað var til hér að ofan. Þeim sem haft hafa slik- ar bækur milli handa ætti að reynast i meira lagi erfitt að láta sem barátta sósialista fyrir þvi að íslendingar geti borið höfuðið hátt sem sjálfstæð þjóð, sem Ami Bergmaim: menningarþjóð, sé einhver til- gerð, uppgerð atkvæðasmölun. Vitaskuld eru þeir báðir, Kristinn og Magnús, sósialistar, en þaö mun engum takast, sem viðhefði lágmarksheiðarleika i vinnu- brögðum, að skilja þeirra sósial- isku viðhorf frá baráttu fyrir þjóölegri menningu og reisn, þvi sjálfstæði sem ris undir nafni. Þetta tvennt er svo samtvinnað I öllum þeirra málflutningi, að hvorugur þátturinn mun lifa án hins. III þróun t raun er meginkjarni I verkum þeirra beggja hvatning til Islend- inga, hvaða vettvang sem þeir hafa haslað sér hver og einn, til að standast þá prófraun sem mest er: aö vera íslendingur. Það er þetta sem um ræðir, þetta sem er i húfi, hvort sem Magnús Kjart- ansson fjallar um uppbyggingu atvinnuvega, eða samstöðu með kúguðum þjóðum, eða Kristinn fjallar um sigra islenskra bók- mennta. Þeir eru i leit að þeim rökum, sem koma að haldi I eilifri sjálfstæðisbaráttu Islendinga, þeir eru að benda á þau verð- mæti, sem verða að vopni I þeirri baráttu. Þar með er lika komið að þvi sem fjasað hefur verið um aö „veldi” manna eins og Kristins hafi hnignað. Þetta er að þvi leyti rétt, að sundurvirk borgaraleg einstaklingshyggja, sem birtist ekki hvað sist i sérgóðri einka- neyslu, sem sett er i öndvegi, þessi einstaklingshyggja hefur þrengt kosti þeirrar hugsjóna- mennsku, sem ekki spyr um laun og friðindi. Og hernámið, sem hefur af sér fætt hernám hugar- farsins, er mikill hvati á þessa þróun. Það er þessi þróun, þessi hningnun, sem eru bæði Kristni og Magnúsi stöðugt áhyggjuefni. Eða eins og Kristinn segir i upp- hafi greinar um „Islensk þjóðern- ismál”, sem hann skrífar 1961 I tilefni hálfrar annarrar aldar afmælis Jóns Sigurðssonar, hálfr- ar aldar afmælis Háskólans og væntanlegrar heimkomu islenskra handrita: „Oft gripur mann sú tilfinning hin siöustu ár að tslendingar hafi .týnt sjálfum sér og lifi óraun- verulegu lifi, hafi sundrast i ein- staklinga eða þrönga hópa sem séu ekki lengur þjóð með sameig- inlegt markmið né hugsjón sem þeir standi að sameiginlega og vilji leggja eitthvað i sölurnar fyrir. Ekki er að sjá að þeir sinni lengur af neinum áhuga æðstu stofnunum sinum né þeim and- legu verömætum þjóðarinnar sem eru sjálfur aflvaki hennar og liftaug. Þeir eiga ekki lengur fögnuð I brjósti, hafa slitið tengsl- in viö fortið sina og eiga þvi siður neina framsýn.” Lifi óánægjan! Það er þessi þróun sem þeir fé- lagar berjast við meö penna sin- um. Þeir leitast við að ýta við löndum sinum, hvort sem er með skirskotun til þess sem hér hefur verið afrekað, eða með þvi að benda á möguleg úrræöi. t ræðu sem Kristinn hélt á 25 ára afmæli Máls og menningar minnir hann á þá hvatningu, þá möguleika sem felast I sjálfri óánægjunni með rikjandi ástand: „Menn eru framar öllu óánægð- ir með manndómsleysi sjálfra sin, óheilindin allt I kringum sig. Aftur og aftur kveðja sér hljóðs raddir sem heimta breyttan þjóð- aranda, aukinn manndóm, nýtt þjóðaruppeldi. Menn finna ekki þann guðmóð sem þeir i sjálfu sér þrá og ekki þau andlegu leiftur sem lýsi yfir gráa hversdagsmóð- una. Það er vöknuð að nýju þrá I brjósti einstaklinganna eftir hug- sjónum. Menn eru orðnir þreyttir á ofdýrkun peningavaldsins, á tómleika eigingirninnar, finna til sárrar blygðunar yfir spillingu valdsins, fyrirlitningar á svikun- um við þjóðina, á litilmennsk- unni, á undirlægjuhættinum”. Að fegra fortíðina 1 sömu ræðu kemur Kristinn og inn á þá viðleitni sem sumir sam- herjar hans hafa: að fegra fyrir sér fyrri tima, — þá var nú völlur á Máli og menningu, segja menn, þá var reisn yfir sósialistum, þá var gaman að lifa. Kristinn held- ur sig við bókmenntirnar og mót- tökuskilyrði þeirra i þessu sam- bandi — og hann minnir á það, að einnig þá þurfti að berjast hart fyrir skilningi á þvi sem nýtt var og róttækt. Og hann bætir við: „Það er ef til vill ekki það mesta að kveikja hugsjónina og fylgja henni áleiðis, meöan hún er ung og fersk, meðan uppi er fótur og fit og hugir manna fagnandi allt i kring. Hitt er stórt, að halda henni vakandi, sibjartri og hreinni, eftir að þeir hálfvolgu, deigu og kjarklitlu tinast á burt, að missa þá ekki ást á henni þeg- ar á móti blæs en lyfta jafnvel fánanum hæst þegar aðrir láta hann falla eða hlaupast burt og tvistrast, að halda áfram að á- stunda og lesa bækur, eins þó skáldin falli mönnum ekki jafnt i geð, að missa ekki hverju sem fram vindur trú á bókmenntirnar og þjóðina, að sjá landið sitt jafn- vel i fegursta ljósi þegar mest syrtir að.” Þetta eru orð sem þarft er að huga að nú á þessum timum, sem einkennast mjög af dauflegri hunsku og yfirborðslegu umburð- arlyndi sem sökkvir öllum mann- anna verkum i volgan pytt af- skiptaleysis og geðleysis. 1 þvi andrúmslofti er gott að eiga að þá menn sem kunna eld að kveikja og með eld að fara. — AB. Eldur er bestur Kolbrún Sigur- bjömsdóttir ræðir við þrjá nemendur Hús- mæðraskólans að Hallormsstað Á næsta ári verður hús- mæðraskólinn á Hallorms- stað 50 ára. Vegna skrif a í blöðum undanfarið um að dagar húsmæðraskóla á íslandi væru taldir, datt okkur í hug að forvitnast um það hjá stúlkum, sem stunduðu þar nám síðast- liðinn vetur, hversvegna þær hefðu farið í skólann og hvað þeim fyndist um Talið f.v. Hlédls Hálfdánardóttir, Þórdfs Sveinsdóttir og Adda Rúna Sigurjónsdóttir. Hvers vegna fara ungar stúlkur í húsmæðraskóla? námið og fyrirkomulagið yfirleitt. Skólinn á Hallormsstað starfar með því sniði nú, að á haustin eru viku nám- skeið fyrir grunnskólana í f jórðungnum, en eftir ára- mót tekur við fimm mán- aða hússtjórnarnámskeið. Hlédis Hálfdánardóttir frá Hjarðarbóli i Aöaldal segir: Ég var 18 ára og búin að ljúka versl- unarprófi við Verslunarskólann, alveg óráðin I framhaldsnámi. Langaði til að fá þjálfim I mat- reiðslu og húshaldi yfirleitt, einnig haföi ég mikinn áhuga á fatasaum. Fannst einn vetur til þessara hluta heldur langur timi, en þetta 5 mnð. námskeiö alveg tilvalið. Hallormsstaðaskóli varð fyrir valinu, aðallega út af umhverfi hans, og svo var ábyggilega með flestar okkar. Búnar aö sjá þennan stað fyrir okkur i dýrðarljóma e.t.v. I mörg ár. Sumar okkar höfðu komið hér yfir sumartimann, en vetrarrikið er auðvitað mjög ólfkt. Þrátt fyrir það, varð held ég engin okkar fyrir vonbrigðum með staðinn. Lagarfljótið isi lagt og hreiasta ævintýri að bruna þar landa á milli á skautum: Adda Rúna Sigurjónsdóttir, 17 ára frá Vopnafiröi: Ég lauk grunnskólanum og fór siðan að vinna i frystihúsi. Ætlaði bara ekkert meira i skóla. Svo komu heim frá HBllormsstaðaskóla þrjár stelpur héðan, sem voru þar á 5 mnð. námskeiði. Þær voru svo ofsalega ánægðar og hældu skól- anum á hvert reipi. Ég sótti um, fékk pláss og varö sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Nú i vetur fór ég i menntaskólann á Egils- stöðum. Væri jafnvel i frysti- húsinu enn ef ég hefði ekki fengið námsáhugann aftur á Hallorms- stað. Ég get bætt þvi viö að nám- skeiðið á húsmæöraskólanum er metið i punkta og kemur mér til góða I menntaskólanum. Þórdls Sveinsdóttir, 18 ára frá Egilsstöðum: Ég var búin með grunnskólann og leið á sk&la, ætlaöi að fara að vinna á Akur- eyri og fara á kvöldnámskeið i húsmæðraskólanum þar. Heyrði auglýsingu frá Hallormsstaða- skólanum og hugsaði meö mér, ég hef mikið meira gagn af heildags- skóla, bara skellti mér, og sé svo sannarlega ekki eftir þvi. Fannst ykkur þið hafa eitthvað gagn af náminu? Allar sammála: Fengum innsýn i svo margt. Höfðum t.d. ekki hugsað um það áöur, úr hverju réttirnir væru, sem við værum að boröa, hvert næringargildið væri, ekki bara að þetta væri bragðgott. Einnig erum við langtum öruggari aö vinna eftir allskyns uppskriftum þó flóknar séu. Hugsum um við samsetningu matseðils, hvaða réttir eigi vel saman. Grænmeti borðuðu fáar okkar i byrjun en lærðum fljótt að hægt er að borða fleira af þvf tagi en kartöflur og rófur, t.d. urðu hrásalötin fljótt vinsæl. Og kryddið skýtur Adda inn i, þ.e. meira en salt og pipar, furöulegt hversu mikil fjölbreytni er i þvi ef manni er kennt að nota það rétt. Svo undirbjuggum viö veislur, svo sem giftingarveislu með gervibrúðhjónum, þær lita til öddu og hlægja. Einnig útbjugg- um við kalt borð fyrir 10 og 20 ára nemendur skólans sem komu i april. Það var virkilega gaman að taka á móti þeim og hlusta á þær bera saman bækur sinar um dvöl- ina hér og hvað á dagana hefur . drifið siðan. Lærðuð þið að sauma á ykkur föt, og getið þið saumað á ykkur sjálfar núna? Hlédis:Ég hef saumað slðan ég var 16 ára, en vildi læra meira, einnig að taka mál og sniða. Ég lærði lika margar faglegar að- ferðir við saumaskap. Held að það sé mikill plús fyrir stelpur að geta saumað á sig. Þau 8 stk. sem ég saumaði á mig hefðu aldrei verið keypt i búð á minna en 200 þús. en kostuðu innan við 40 þús. Adda: Ég hafði ekki snert á saumavél fyrr á ævinni en fannst ofsa gaman og ég saumaði jakka- föt úr góðu ullarefni, kjól, tvennar skyrtur, barnabuxur skriögalla og vöggutreyju. Efniskostnaður- inn var alls 26 þús. kr. en til samanburðar get ég sagt ykkur að ég keypti I lok skólans pils og blússu úr rayon efni þetta kostaði 35 þús. Þórdls: Ég hef ekki saumað fyrr, en tekið snið upp úr blöðum. Nú get ég stækkað snið eða minnkað á mig eftir þvi sem þörf er á og er alveg sjálfbjarga aö sauma á mig. Það sparar nú • heldur ekki svo litið t.d. að geta saumað á börnin þegar þau fara aö koma. Einnig lærðum við virkilega að notfæra okkur saumavélar á svo margan hátt. Gera við allskonar fatnað; skipta um rennilása á buxunum okkar, sem hafði verið mikið mál áður. 1 skólanum voru fleiri tegundir saumavéla þannig að við gátum borið saman tegundir. Hvernig likaði ykkur heima- vistarlifið? „Alveg æöislega” sögðu allar, urðu svo alvöru- gefnar og töldu upp ýmsa kosti. T.d. lærði maöur reglulega að taka tillit til annarra, hópurinn verður meiri heild, maður kynn- ist mikið betur i svona sambýli allan sólarhringinn. Oft hefur maður heyrt um erfiðleika i sambandi við heima- vistarreglur, fannst ykkur þær virka sem frelsisskerðing eða breyting á lifnaðarháttum ykkar? Auövitað verða breytingar á lifnaðarháttum manns, það er jú alltaf breyting aö fara að heiman. Frelsisskerðing kannski til að byrja með en það sama gekk yfir alla og þá var þetta allt i lagi enda engar fornaldarreglur hérna. A virkum dögum áttum við að vera komnar á herbergin okkar kl. 11 og hafa hljótt svo þær sem vildu gætu haft næði. Annan hvern fimmtudag gátum við fariö i verslunarleiöangur i Egilsstaöi. Á sunnudögum máttum við bjóða gestum I eftirmiðdagskaffi, og var þaö oft þegið. Svo fórum við auðvitað á dansleiki og áttum þá að vera komnar heim kl. 4. Svo verðum við auðvitað að vera stundvisar i kennslustundir og máltiðir (þ.e. hádegisverð og morgunverð, aðrar máltiðir ekki skylda þvi sumar þurftu að vera i megrun eins og gengur). Okkur fannst stundvisi e.t.v. mikilvæg- asta reglan. Þarna miðast námið ekki viö aö stressa sig á próflestri, heldur varö þátttakan i daglegu starfi skólans okkur meira nám. Enda fengum við ekki einkunn nema i stundvisi og hegðun heldur vott- orð um stundafjölda i hverju fagi. A vetri komanda verða merk timamót i skólanum. Þeir nem- endur sem þá dvelja i skólanum veröun afmælisárgangur. Skólinn hefurfþá starfað i 50 ár. Við óskum nemendum og kennurum alls hins besta. Eigi skólinn bjarta framtið fyrir sér. ekkert annað, eöa vilja ekki geta neitt annað. En hvað þá með ungu mennina, pönkarana, nýbylgju- gæjana og djassrokkarana, eru þeir ekki allsráðandi? Hvar eru ungu ofurhugarnir sem ætla sér að sigra heiminn strax á morg- un? Það er ekki nema eölilegt að slikar spurningar leiti á hugann. Það hefur litil endurnýjun átt sér stað i poppinu á þessum ára- tug. Ungar hljómsveitir hafa átt óvenju erfitt uppdráttar og Jólin, mesta kauphátíð ársins, er nú í algleym- ingi og aðeins vika til árs- loka 1979. Áttundi áratug- urinn er að renna sitt skeið á enda og líta ef- laust margir til baka á næstu dögum til að skoða atburði undanfarinna ára. Þessi áratugur hefur um margt verið rólegri og minna áberandi hvað poppið varðar en hinir tveir á undan. Sjötti ára- tugurinn bar með sér rokkið og rólið og hinn sjöundi bítlaæðið og hippamenninguna. Áttunda áratugsins verður trúlega aðallega minnst erlendis fyrir diskóið á sviði dægur- vallarins, en þó má vera að pönkið eigi eftir að bera hærra þegar fram líða stundir. Nú bendir þó allt til þess að þessi ára- tugur verði öðru fremur nefndur í sömu andrá og diskóið. Gamlir bítlar. En hver er staða islenskrar popptónlistar nú I lok árs 1979? Það er margt ööruvisi nú en I lok siðasta áratugs. Þá var allt i uppsveiflu. Miklar hræringar urðu á sviði poppsins, hver súperhljómsveitin af annarri fæddist og menn kepptust við að vera sem frjálslegastir og mest skapandi. I dag eru þessir sömu menn allsráöandi i poppinu. Þeir eru margir hverjir komnir yfir þritugsaldurinn og sumir jafnvel farnir að nálgast fer- tugt. Mikil deyfð og andleysi er farið að gera vart við sig meðal manna. Þeir eru fjölskyldu- menn og eru I þessum „bransa” vegna peninganna — af illri nauðsyn. Sumir geta heldur Umsjón: Jónatan Garðarsson meðlimir þeirra flestir gefist upp eftir skamma viðureign við poppdisina. Þeir hafa snúiö sér að öðrum hugðarefnum, lagt hljóðfærin á hilluna og keypt sér hljómtæki eða sjónvarp. Þeir eru á kafi I verðbólgukapp- hlaupinu einsog flestir aörir þegnar þessa samfélags. Ástæðurnar fyrir skammlifi ungra popphetja okkar eru fyrst og fremst þær að erfitt er að berjast við markaðsöflin, diskó- tekin, þungar álögur I formi skemmtanaskatts, söluskatts, tolla af hljóðfærum og til skamms tima lúxusgjalds af at- vinnutækjunum — hljóöfærum. Þessi atriði, sem og almennt aöstöðuleysi tónlistarmanna til að æfa og troöa upp með lifandi skapandi tónlist, hafa dregið kjarkinn úr ungum mönnum sem fullir áhuga hafa lagt á brattann. Þeir sem eftir standa eru nauðbeygðir til aö hlita lög- málum öldurhúsanna, nauð- beygðir til að starfa á sama grundvelli og plötusnúðar. Aðeins þeir sem bjóða uppá fjöl- breytt úrval nýjustu dægurlag- anna eru samkeppnisfærir. Diskótekari í stað hljómsveitar Skólar, félagasamtök og siðast, en ekki slst, veitingahús hafa séð hér hag i að leika tón- list af hljómplötum á skemmt- unum sinum. Með ört vaxandi tækjakosti, auknum tóngæöum og sérhæfðum plötuþeytum er hægt að velja tónlist af plötum við allra hæfi og með örlitlum liflegheitum getur einn maður skapað jafngóða stemningu og 3 til 8 manna hljómsveit. Fólkið er engan veginn bundið af laga- vali hljómsveitar, sem þarf að æfa klukkustundum saman til að bæta við prógram sitt. Að auki þykir þetta miklu ódýrari lausn. Nú er svo komið að ungling- arnir, sem eru u.þ.b. að vaxa úr grasi, kunna hreinlega ekki að hlusta á hljómsveitir, hvað þá dansa eftir lifandi tónlist þeirra. Þessa hættulegu þróun má fyrst og fremst kenna skólunum svo og þvi aö Tónabæ var lokað á sinum tlma, en hann var eini skemmtistaðurinn fyrir unglinga á höfuðborgarsvæðinu sem bauð upp á lifandi tónlist. Tónlistarmenn geta ef til vill einnig sjálfum sér um kennt hvernig komið er. Þeir hafa svo sannarlega ekki fylgt þeim tón- listarhræringum sem átt hafa sér stað undanfarin ár erlendis. Það spyr kannski einhver hvort elta eigi erlendar tónlist- arstefnur yfir höfuð. En er þaö ekki einmitt sá eltingarleikur sem hélt kraftmiklum og öflug- um áhuga gangandi á siðasta áratug? Hvað var bitlaæöið, hippa- og blómaskeiðið i Is- lenskri tónlist annað en eftir- öpun erlendra fyrirmynda? Á þessum árum var mikill móður I ungum tónlistarmönnum. Þeir kepptust við að halda við frum- leika sinum og forystu. Þeir gengu á undan, reyndu nýja hluti og hneyksluðu margar sak- lausar sálir. Á þessum áratug hefur ihaldssemi og hræðsla við nýjungar einkennt unga tónlist- armenn.Þeir hafa gleymt sér við að likjast gömlu goðunum. Eða er ástæðan kannski sú aö það hefur ekkert merkilegt veriö aö gerast erlendis, ekkert sem vert hefur veriö að stæla? Og hvað þá með Islensku frumlegheitin sem allir vilja búa yfir? Fjölmiðlar hafa brugðist Vissulega hefur ýmislegt merkilegt átt sér stað erlendis. Djassrokkið eða „fusion” tón- listin hefur geyst um heiminn og haft dálitil áhrif á islenska poppara þótt þau séu litt áber- andienn sem komið er. Reggae- tónlistin hefur vaxið að virðingu og útbreiöslu og pönk eöa ný- bylgja, sem sumir vilja reyndar kalla endurreisn bitlatimans, hefur stormað um löndin vestan og austan hafsins, en litillega stungið nefinu niður i menntá- skólum landsins, sem einskonar yfirborðsmenntasnobbstefna fremur en tónlistarhreyfing. Og hvað frumlega popptónlist áhrærir hefur hún helst birst I formi rokkaðra þjóðlaga i stil við breskt þjóðlagarokk. Enn sem komið er hefur ekkert sér- islenskt poppafbrigði skorið sig úr erlendum stælingum. Fjölmiðlar, hljóðvarp og sjón- varp hafa algerlega brugðist is- lenskri popptónlist. Það hefur svotil ekkert verið gert til að efla eða auka þátt þessarar tón- listar i Rikisútvarpinu. Tónlist hefur að visu verið leikin af hljómplötum I takmörkuðum mæli þegar þær hafa komið á markaðinn, en öll kynning á listamönnum og starfi þeirra hefur jafnan verið flokkuð undir auglýsingastarfsemi og þar með hefur málið veriö afgreitt. 1 sjónvarpi eru svotil eingöngu unnir þættir samhliða hljóm- plötugerð listamannanna, með nokkrum undantekningum þó. Það er ekki fjallað um popp I þáttum einsog Vöku þarsem flest önnur listform fá inni. Það er fremur litið á dægurtón- listarfólk sem iönaðarmenn eða harðsviraða kaupsýslumenn sem ber að varast I lengstu lög. Og ef til vill eru þetta bara kaupsýslumenn, eöa iðnaðar- menn á mála hjá harösviruöum kaupsýslumönnum. Söluvara sem sett er á markvissan hátt á markaðinn til að glepja almenn- ing. Hvar er stemningin? Hvað sem öllum hugleiöing- um um þetta varöar, er augljóst mál að gamla stemningin, tón- leikarnir, útihátiðarnar, spennan i kringum frumflutning nýrrar popptónlistar, ánægjan og lifsgleðin sem geislar af hverjum tón gamalla popp- platna, allt þetta viröist vera týnt og tröllum gefið. Eftir að Hljóðriti var stofn- settur um miðjan þennan áratug, hefur gróskan i íslenskri hljómplötuútgáfu aldrei verið meiri, en sáralitið af þvi sem komið hefur á markaðinn stendur uppúr nú i lok áttunda áratugsins. Það er varla nokkuð varið i nema 10—20% af út- komnum islenskum hljómplöt- um þennan tima. Hitt er mest- megnis drasl. Þetta er nokkuö harður dóm- ur, en alls ekki of harður. Draumurinn um heimsfrægö hefur lengi vel heillað unga menn til dáða og ekki hvað sist i upphafi áttunda áratugsins. Þá sungu allir á ensku og kepptust viö aö höfða til stórþjóðanna beggja vegna Atlantshafsins. Þessi draumur virðist mest- megnis dauður og menn syngja nú og spila fyrir landann á ástkæra ylhýra málinu, 'þótt misjöfnum sögum fari af beit- ingu þess. Það má vel vera að kulnaöur ákafi til heimsfrægðar sé einn þátturinn I hnignun lifandi tónlistar á íslandi, en draumurinn um heimsfrægö hefur þó trúlega aldrei verið nær þvi að rætast en einmitt nú ef marka má árangur Jakobs Magnússonar I Bandarikjunum og þann áhuga sem er að vakna á islenskum tónlistarmönnum i kjölfar hans. — jg *fingrarim * fingrarám *fingrarim

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.