Þjóðviljinn - 28.12.1979, Side 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 28. desember 1979
Jarðstöðin við Úlfarsfell:
Fullbyggð í febrúar
Vœntanlega tekin í notkun í vor
Framkvæmdum við úlfarsfell í Mosfellssveit
byggingu jarðstöðvar fyrir fer senn að Ijúka og er
gervihnattarf jarskipti við áætlað að stöðin verði af-
V öruskiptajöímiðurinn:
Óhagstæðurum
17,3 niiljarða
hent Póst- og símamála-
stofnuninni til reynslu og
prófunar fyrri hluta
febrúarmánaðar nk., en
slík próf un tekur venjulega
nokkrar vikur, að því er
fram kemur í frétt frá
samgönguráðuneytinu. En
að því loknu verður unnt að
taka stöðina í notkun.
Stöðin er byggð i samræmi við
ákvæði samnings rikisstjórnar-
innar og Mikla norræna ritsima-
félagsins um samvinnu við utan-
landsfjarskipti 'lslands, sem
undirritaður var 1977.
Ráðuneytið hefur fallist á að
verða við beiðni Ólafs Tómas-
sonar, yfirverkfræðings, um að
jan.-nóv. 1979
Vöruskiptajöf nuðurinn
var óhagstæður í nóv-
ember sl. um 8.256 miljónir
króna. Á tímabilinu janúar
— nóvember 1979 var vöru-
skiptajöfnuður óhagstæður
um samtals 17.300 miij-
ónir. Á sama tímabili í
fyrra var vöruskiptajöfn-
uðurinn óhagstæður um
12.347 miljónir.
Útflutningur á árinu nam i nóv-
emberlok alls kr. 241.651,8 milj-
ónum, en andviröi innfluttra vara
nam á hinn bóginn 258.951.8 milj-
ónum króna.
A1 og álmelmi var flutt út á
fyrrgreindum tima fyrir 35.630,9
miljónir og kisiljárn fyrir 2.703,5
miljónir. Þetta er fyrsta áriö sem
klsiljárn frá Grundartangaverk-
smiðjunni er flutt út.
Skip voru flutt inn fyrir 5.462
miljónir og flugvélar fyrir 304,8
milj..Vörur og tæki til Isl. járn-
blendifélagsins voru fluttar inn
fyrir 2.309,6 miljónir kr. og til
Landsvirkjunar fyrir 1.285.8 milj.
kr. Til Kröfluvirkjunar var flutt
inn fyrir 9.3 miljónir, en langmest
til Alfélagsins, eöa fyrir 19.319.9
miljónir. —eös
Framhald á bls. 13
Fjölbrautaskólinn Akranesi
Fyrsti stúdent-
inn brautskráður
Fyrsti stúdentinn sem lýkur
prófi viö Fjölbrautaskólann á
Akranesi var meðal 13 nem-
enda sem brautskráðust
þaðan viðskólaslit haustannar
rétt fyrir jól.
Einkunnir voru afhentar á
Þorláksvöku, sem haldin er i
skólanum siðasta dag haust-
annar og fluttu nemendur þá
tónlist og dagskrá úr fornum
og nýjum hátiðakveðskap
tengdum jólahaldi. Braut-
skráðir nemendur voru af
eftirtöldum námsbrautum:
Málmiðnabraut, heilsugæslu-
brautum, tréiönbraut, versl-
unar-og skrifstofubraut, vél-
stjórnarbraut, rafiðnabraut,
og grunnnámi hársnyrtiiðna
lauk einn nemandi. Einn nem-
andi Sólveig Steinþórsdóttir
lauk stúdentsprófi á heilsu-
gæslubraut og er fyrsti stúd-
entinn sem lýkur prófi frá
skólanum. Hlaut hún viður-
kenningu skólans og skóla-
nefndar fyrir gott námsafrek
en hún lauk stúdentsprófi á 3
1/2 ári meö góðum einkunn-
um.
Bæjarstjórinn á Akranesi
flutti skólanum og nemendum
sem útskrifuðust árnaðaróskir
fræðsluráðs Vesturlands,
bæjarstjórnar og færði
nýstúdent blóm i tilefni þess
að nú hefði fyrsti stúdentinn
lokið prófi I skólasögu Vestur-
lands. Samkomunni lauk með
söng skólakórsins.
Skólameistari Fjölbrauta-
skólans á Akranesi er Ólafur
Asgeirsson.
Asa Jónsdóttir uppeldisfræðingur ásamt skólabörnum I núverandi hús-
næði skólans að Keilufelli 16. (Mynd: Ljósmyndaþjónustan).
Skóli Ásu Jónsdóttur:
Ný skólabygging
A morgun kl. 12.30 verður tekin
fyrsta skóflustunga að nýju
skóiahúsi fyrir Skóla Ásu Jóns-
dóttur. Nýja skólahúsiö mun risa
við Völvufell 11, en skólinn hefur
frá 1974 verið I Viðlagasjóðshúsi
að Keilufelli 16.
Asa Jónsdóttir uppeldis-
fræðingur byrjaði með barna-
skóla sinn að Heiðargerði 98 og
þar var skólinn til húsa i 16 ár.
Skólinn er fyrir tvo árganga, 5-7
ára börn, og hann er ekki svæðis-
bundinn. Hann er þvi aö mörgu
leyti sambærilegur við Skóla
ísaks Jónssonar.
Auk Ásu starfar einn kennari
við skólann, Jóhanna E. Stefáns-
dóttir, með BA-próf i sálfræði
frá Manchester.
Húsið að Keilufelli 16 er I eigu
rikisins. Kennslurými hefur verið
75 fermetrar, aðeins ein kennslu-
stofa og enginn leikvöllur, enda
húsið ætlað til ibúðar. Að jafnaði
hafa milli 60 og 70 börn verið i
skólanum i þessu húsnæði.
Hiö nýja hús skólans, sem reist
verður að Völvufelli 11, er 233 fer-
metrar að stærð. Lóðin er 673,4
ferm. Njörður Geirdal arkitekt
teiknaði húsið, sem reist verður
úr steineiningum frá Húsasmiðj-
unni. 1 skólahúsinu verður tekið
fullt tillit til hreyfihamlaðra.
Reykjavikurborg gaf eftir gatna-
gerðargjöld. Ef smiði hússins
gengur eftir áætlun, á að hefja
þar kennslu næsta haust.
Asa Jónsdóttir sagði i samtali
við Þjóðviljann, að henni þætti
mjög vænt um að geta tekið
skóflustungu að grunni nýja
Framhald á bls. 13
Húsráð frá lðnaðarráðuneytinu
Orkuspamaður við
þvott og þurrkun
Fyrirtæki
F élagasamtök
Minnisbók Fjöl-
víss 1980 er
komin út.
Enn er mögu-
leiki að fá
ágylltar bækur
fyrir áramót ef
pantað er strax.
Hentugar nýárs-
gjafir til starfs-
fólks og við-
skiptavina.
Bókaútgáfan Fjölvís
Síðumúla 6
Simi 81290
Iðnaðarráðuneytið hcfur sent
frá sér þriðju fréttatilkynningu
sina um sparnaö og öryggi við
raforkunotkun og eru að þessu
sinni tekin fyrir þvottavél og
þurrkarinn og öry ggisatriði
varöandi sjónvarpsloftnet og
hitateppi.
Þvottavél og þurrkun
Þvottur, þurrkun og straujun
taka til sin um 20% af raforku-
notkun heimilisins. Hér fara á
eftir nokkur húsráð varðandi
þessa þætti:
1. Fylgið leiðbeiningum um
hversu mikinn þvott vélin tekur
og fyllið hana i hvert skipti sem
þvegiöer. Þvottavel notar jafn-
mikla orku hvort sem hún er
hálf eða full.
2. Ef fatnaðurinn er mjög óhreinn
má að skaðlausu sleppa for-
þvotti. Við það sparast um 20%
af raforkunni.
3. Veljiö hæfilegt hitastig við
þvottinn. Ástæðulaust er að þvo
við 90 gr. C ef fatnaðurinn er
ekki sérlega óhreinn. Við 60 gr.
C notar vélin u.þ.b. 30% minni
orku en við 90 gr. C.
4. Vélar sem taka inn á sig bæði
heitt og kalt vatn eru að jafnaði
hagkvæmari i rekstrhen aðrar.
5. A sumum vélum er sérstök
sparnaðarstilling sem heppi-
legt er að nýta ef ekki er hægt
að fylla vélina. Tvær hálfar
vélar á þessari stillingu nota þó
mun meiri orku en ein full vél.
6. A mörgum vélum er sérstök
stilling fyrir mjög óhreinan
þvott og tekur þá mun lengri
tima að þvo. Þá má yfirleitt
notast viö lægra hitastig, sem
dregur úr orkunotkun. Hægt er
að fá sérstök uppleysandi
þvottaefni sem henta fyrir slika
þvotta.
7. Þurrkarinn er eitt af orkufrek-
ustu tækjum heimilisins. Notið
hann þvi ekki ef auöveldlega er
hægt að komast hjá þvi.
8. Aður en þvotturinn er settur i
þurrkarann er mikilvægt að
vinda hann eins og frekast er
kostur.
9. Fylgið leiðbeiningum um hve
mikið magn þurrkarinn tekur.
Litið magn veldur þvi að loftið
fer of heitt i gegnum þurrkar-
ann. Of mikið magn hindrar
eðlilegt loftstreymi. í báðum
tilvikum verður orkunotkunin
meiri en við hæfilega fyllingu.
10. Þurrktiminn er einnig háður
tegund efnis. Baðmullarföt
krumpast óþarflega mikið séu
þau þurrkuð of lengi. Betra er
að taka þau út hálfþurr og láta
lofta um þau áður en gengiö er
frá þeim.
11. Nauðsynlegt er að hreinsa
ristina i hvert skipti sem
þurrkarinn er notaöur. Að
öðrum kosti lengist
þurrktiminn til muna og afleið-
ingin er óþarfa orkueyðsla.
12. Þvottavél og þurrkari eiga aö
vera jarðtengd.
Almenn öryggisatriði
1. Sjónvarpsloftnet:
Vitað er að i fórum fjölmargra
landsmanna eru svokölluð inni-
loftnet, sem ei eru búin þeim
öryggisbúnaði, sem krafist er.
Slik loftnet hafa valdiö dauða
og alvarlegum brunaáverkum
á börnum, er þau stungu kló
loftnets i raftengil og gripu um
stangir þess.
Til að koma i veg fyrir slys af
slikum loftnetum, skal fólk fara
með loftnet sin til útvarps-
virkja og fá sett i þau öryggis-
þétta og kló af þeirri gerð, sem
ekki er hægt að setja i raf-
tengla. Hérer ekki um kostnað-
arsama aðgerö að ræða en mik-
ilsvert öryggisatriði.
2. Hitateppi og hitapúðar:
a) Stingið ekki öryggisnælum eða
prjónum i hitateppi eða púða.
Slikt getur valdið slysi.
b) Varast ber að brjóta hitateppi
þétt saman og brjótið þau
aldrei saman meö straum á.
c) Gætið þess að ekki komist
bleyta eða raki i hitateppi.
d) Varasamt er aö byrgja um of
hitateppi; slikt getur valdið
ikviknun.