Þjóðviljinn - 28.12.1979, Qupperneq 9
8 SÍDA — ÞJ6ÐVILJINN Föstudagur 28. desember 1979
Föstudagur 28. desember 1979 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 9
„Drottinn blessi heimilið”:
Hversdagsleikans
stríði undirtónn
Guölaugur Arason er einn
þeirra rithöfunda sem skrifa um
venjuieg vandamái venjulegs
fólks, og gerir þa& yfirleitt meö
prýöi. Sjón varpsleikritiö
„Drottinn blessi heimiliö”
viröist ekki vera neitt hliöar-
spor hjá honum, heldur fast
stigiö spor i sömu átt, áfram. 1
farsælu samstarfi við leik-
stjórann Lárus Ymi óskarsson
hefur Guölaugi tekist þaö sem
ekki öllum hefur tekist, þótt
reynt hafi: aö skapa góöa,
fslenska sjónvarpsmynd.
Þaö er rétt aö taka fram
strax, aö sjónvarpsstarf er hóp-
starf, og vissulega heföi þeim
félögum ekki tekist aö koma
þessu frá sér á þann hátt ef þeir
heföuekki haftá aö skipa ágætu
liöi leikara og tæknimanna.
Þarna voru atvinnuleikarar i
öllum fulloröinshlutverkum, og
skiluöu þeim meö miklum
ágætum.
„Drottinn blessi heimiliö” er
ekki verk mikilla sviptinga eöa
dramatiskra afhjúpana. Þaö
„gerist” kannski ekki mikiö:
hjón eru aö reyna aö skilja og
lltill drengur lendir i bllslysi,
sem reynist ekki vera mjög al-
varlegt, sem betur fer. Samt er
eitthvaö mikiö aö gerast, þaö er
stríöur undirtónn í hversdags-
leikanum.
Sjómannslíf
Saga Jónsdóttir og Þráinn
Karlsson leika hjónin, sem geta
hvorki skiliö né veriö saman.
Þau eru afskaplega venjulegar
manneskjur, bæöi tvö. Eigin-
maöurinn, Hannes, lætur aö þvi
liggja aö orsök skiinaöarins sé
fyrst og fremst sú aö eiginkon-
an, Olga, hafi fengiö „grillur I
hausinn” þegarhúnfór aö vinna
á barnaheimili. Viö sjáum þess
ekki mikil merki aö Olga gangi i
rauninni meö neinar sérstakar
„grillur” — hún viröist eldci
vera sérlega meövituö um
sjálfa sig. Hún vill aö Hannes
hætti á sjónum og ekki er annaö
aö sjá en aö henni finnist sem
þaö myndi leysa vanda þeirra
og bjarga hjónabandinu.
Heimilislif og fjölskyldu-
vandamál sjómanna eru fyrir-
bæri sem margir Islendingar
þekkja af eigin raun, en ekki
hefur veriö ýkjamikiö fjallaö
um í bókmenntum okkar til
þessa. Sjómennska hefur veriö
meöhöndluö rómantískt, oftast
nær, eöa hver kannast ekki viö
textann „Þaö gefur á bátinn viö
Grænland”, söguna um mann-
inn sem kemur I land og er
fagnaöaf biöandi, elskandi eig-
inkonu. Raunveruleikinn er
vitanlega ööruvisi I flestum til-
fellum.
Þaö er einmitt einn helsti
kosturinn viö Drottinn blessi
heimiliö, aö þar er fjallaö um
þessi mái af raunsæi. Sjómaö-
urinn er félagslega einangraöur
og fær ekki tækifæri til aö kynn-
ast konu og börnum. Hann kem-
ur og fer, ogábyrgöinhvilir öll á
heröum konunnar. Hún elur upp
börnin, reddar vlxlum og sér
um heimillö aö öllu leyti. Olga
er oröin þreytt á þessu, og lái
henni hver sem vill.
Þetta viröist vera hin raun-
verulega ástæöa þess aö hjóna-
bandiö fer út um þúfur, miklu
fremuren aöOlga sékomin meö
nýjar hugmyndir eöa grillur.
Mislukkuö tilraun hennar til
framhjáhalds er ekki til komin
vegna þess aö hvln sé aö reyna
aö finna eitthvaO nýtt eöa
standa á eigin fótum. HUn hefur
aöeins látiö undan þrýstingi vin-
konu sinnar aö „létta sér upp”.
Reyndar er þetta atriöi
skemmtilega grátbroslegt, og
Pétur Einarsson forkostulegur I
hlutverki „flagarans” sem
reynir aö slásig til riddara meö
þvl aö státa sig af skáldagáfu
ömmu sinnar.
íslensk mynd
Sem sjónvarpskvikmynd er
Drottinnblessi heimiliö aö mínu
viti skynsamlega unnin. Textinn
fer vel og eölilega I munni leik-
aranna, er ekki of bókstaflegur
einsog oft hefur viljaö brenna
viö. Kvikmyndavélin er oft látin
tala ein, og má t.d. minna á
örstutt atriöi þar sem Hannes er
aö leggja kapal I messanum og
bregður snöggvast hönd fyrir
annaö augaö til þessaö athuga
hvernig er aö vera eineygöur —
sonur hanshefur fengiö glerbrot
f augaö og um tima er óttast aö
hann missi þaö. Þarna segir lltil
mynd meira en mörg orö heföu
gert. Fleiri slík dæmi mætti tina
til, en þetta veröur aö nægja.
Þáer þaökostur viö myndina,
aö hún er ekki látin spanna yfir
langantlma eöa þeytast viöa til
aö sýna marga staöi. Höfund-
arnir einbeita sér aö afmörkuöu
söguefni og skoröa þaö I tlma og
rúmi, meö þeim árangri aö
smáatriöin gegna stóru hlut-
verki.
Mætti þaö aö lokum veröa les-
endum nokkurt umhugsunar-
efni og sjónvarpinu holl lexfa,
aö einmitt þessi mynd skyldi
strax vekja áhuga sjónvarps-
stöövanna á hinum Noröurlönd-
unum. Þaö sannar svo ekki
veröur um villst gildi þeirrar
kenningar, aö islenskar kvik-
myndir og sjónvarpsefni þurfa
fyrstog fremstaö vera Islenskt:
endurspegla okkar veruleika,
okkar vandamál, fremur en ein-
hver tilbúin „alþjóöleg”
vandamálsem eiga aöskirskota
til allra.
— ih
í símahappdrættinu
3. Daihatsu-Charade bifreiö 96-
Virniingar
Dregiö var I Slmahappdrætti
Styrktarfélags lamaöra og fatl-
aöra I skrifstofu borgarfógeta,
sunnudaginn 23. desember. Eftir-
farandi númer hlutu vinninga:
1. Daihatsu-Charade bifreiö: 91-
25957
2. Daihatsu-Charade bifreiö 91-
50697
611198
Aukavinningar 36 aö tölu hver
meö vöruúttekt aö upphæö kr.
150.000.-.
91-11006 91-74057 93-08182
91-24685 91-76946 96-23495
91-39376 91-84750 97-06256
91-53370 92-02735 98-02496
91-12350 94-03673 91-76223
91-35394 96-24971 91-82503
91-50499 97-06292 92-02001
91-72055 99-05573 92-06116
91-75355 91-24693 96-21349
91-81782 91-36499 97-06157
92-01054 91-52276 98-01883
92-03762 91-72981 99-06621
, , Fjöldamorðin
uppspuni einn”
Jan Myrdal skrifar
f rá Kampútseu
2. HLUTS
Poipet
XI.AND ^ LAOs J
KAM PUc
Allir sem ég talaði við
höfðu sömu sögu að segja:
Að víetnamski herinn háði
gereyðingarstríð. Hann
stalöllu sem fyrir honum
varð, og réðist að almenn-
ingi. Vietnam beitti
hungrinu sem vopni.
Ég trúi þvi aö þetta sé rétt.
Ekki einungis vegna þess aö frá-
sögnunum ber saman, heldur
vegna þess aö ég tilheyri þeim
hópi blaöamanna, sem heimsótti
Alþýðurikiö Kampútseu 1978.
Þrátt fyrir mismunandi afstööu
og skoöanir og hvort heldur viö
vorum frá Bandarikjunum,
Japan, Júgóslaviu eða Sviþjóö
vorum viö algjörlega sammála
um eitt. Innan þessa stóra svæöis,
er viö fórum um, var til nægur
matur. Þar haföi hungriö veriö
yfirbugaö. Kampútsea haföi á ný
hafiö útflutning á hrisgrjónum.
Járnbrautirnar voru komnar I
gang. Unnið var að þvl aö koma
simakerfinu I lag. Meöfram þeim
vegum er viö fórum um , var unn-
iö af krafti aö húsbyggingum. A
öllum samyrkjubúum var veriö
aö byggja ibúðarhús. Ég heim-
sótti skóla. Ég tók meö mér
skólabækurheim. Þetta skrifa ég,
þar sem þetta eru atriöi, sem viö
tókum öll eftir. Enviö vorum fáir,
og ég er hræddur um, að raddir
okkar drukkni innan um allar
rangfærslurnar, sem Vletnam og
sovétsinnar breiöa út.
Sök Víetnama
Þetta veröur aö gera opinbert.
Þaö voru ekki einungis allir
Kampútsearnir i herstöövum
frelsishreyfingarinnar viö landa-
mærin, sem itrekuöu þetta,
heldur einnig allir þeir sem fengu
tækifæri til aö feröast um
Kampútseu fyrir vletnömsku
innrásina. Þaö eru leiötogar
Vietnam sem eru ábyrgir fyrir
þeim ólýsanlega hryllingi sem nú
á sér staö i Kampútseu. Þaö eru
leiötogar Vletnam sem bera
ábyrgö á þvi aö 2 1/2 milljón
manna sjá fram á hungurdauöa,
aö öll börn munu deyja, aö heil
kynslóö veröur þurrkuö út, aö
kampútseanska þjóöip stendur
kannski frammi fyrir gereyöingu.
En af hverju? Hver er skýring-
in á þessari stefnu Vietnam?
Þessu velti ég fyrir mér fyrsta
kvöldiö. Viö sátum langt fram á
nótt i herstööinni og rökræddum
þessi mál, Af hálfu rikisstjórnar-
innar tóku heilbrigöismálaráö-
herrann dr. Thiounn Thioeun og
forstööumaöur fjármála Thiounn
Chhum þátt i umræöunum, frá
utanrikisráöuneytinu So Hong og
Pech Bun Ret og aörir opinberir
starfsmenn og einnig Ny Kan frá
Battambangs héraöinu.
Fjöldi innrása
— Þvi er ekki erfitt aö svara.
Vietnam er ekki frjósamt land.
Landbúnaöarafuröir Vietnam
hrökkva ekki til. Þjóöarbúskapur
þeirra er illa rekinn. Vietnam
hefur ekki hagað framleiöslunni
þannig, að hún hrökkvi til
framfærslu ibúanna. Vietnam
beiö færis aö gleypa okkur á
„friösamlegan” hátt.
Allir veröa aö gera sér grein
fyrir aö viö erum nágrannaþjóöir,
en aö viö eigum hvor sina sögu,
byggjum á ólikri menningararf-
leifö og venjum og erum gerólik-
ar þjóöir. Hér áöur fyrr var
Kampútsea stórt land og voldugt.
Víetnam hefur i aldaraöir ráðist
inn i land okkar.
— Þar aö auki koma félagsleg-
ir þættir inn i myndina. Hinn svo-
kallaöi sósialismi I Vletnam er
ekki fær um aö leysa hin gifurlegu
vandamál þjóöarinnar. Hann het-
ur ekki einu sinni reynt aö setjá
sér þaö markmið sem viö reynd-
um, að reyna meö skipulagningu
og sameiginlegu átaki aö koma
þessum fátækasta hluta Asiu upp
úr eymdinni. 1 Vietnam mynd-
aöist valdaklika. Vietnam er
herskátt út á við. Aröránsher-
veldi I fullum gangi. Rétt eins og
svo oft áöur I Aslusögunni.
Ætlar sér að drottna
Suðaustur-Asíu
yfir
— Þetta markmiö Vietnam er
ekki nýtilkomiö. Þvi miöur
einkenndi þetta vietnamska
kommúnistaflokkinn frá upphafi.
Vietnam hefur aldrei vikið frá
draumnum um aö drottna yfir
gervöllu Indókina. Nú ætlar
Víetnam sér aö drottna yfir
Suöaustur-Aslu allri, meö dyggi-
legum stuöningi Sovétrikjanna.
segja aö þiö rikisstjórnarmeðlim-
ir Alþýöurikisins Kampútseu
hafiö framiö fjöldamorö á
almenningi og látiö taka af llfi
alla menntamenn eftir sigurinn
17. april 1975. Hverju svariö þið
þessu?
— Segöu ekki fjöldamorð, segir
dr. Thiounn Thioeun. Það er
rógburöur. Þaö er ekki satt. Hin
einu fjöldamorð, sem hér hafa
verið framin, eru þau sem
Vietnam fremur um þessar
mundir. Fjöldamorö áttu sér ekki
staö. Sérhver bylting sögunnar
hefur haft I för meö sér valdbeit-
ingu og mistök. Kampútsea er
engin undantekning. Bylting okk-
ar var þó ekki eins merkt af mis-
tökum og illvirkjum eins og svo
margar aðrar byltingar. Tlminn
mun leiöa hiö rétta I ljós, þrátt
fyrir allan rógburöinn i fjölmiðl-
um af vietnömskum og öörum
uppruna.
— Ég var fluttur eins og aörir I
april 1975 og vann úti á lands-
byggðinni þar til i ágúst 1970,
sagöi Thiounn Chhum. Sjálfur sá
ég ekkert af þessu tagi — þrátt
fyrir eymd, sjúkdóma og dauðs-
spim*rMmís)
Jan Myrdal mundar myndavélina á fllsbakl.
— Viö erum litil þjóö. En
vietnamar fyrirlita ekki einungis
okkur. Heldur einnig meos og
thais og alla minnihlupahópa I
sinu eigin landi. Þeir fyrirlita
eigin þegna af kinverskum
uppruna og þeir hafa ætíö komiö
fram viö okkur hin eins og viö
værum óæöri þjóöflokkar án
manngildis og tilveruréttar.
Nokkrum dögum slöar, er viö
hvildum okkur um hádegisbil
vegna hitans, i flóttamannaþorp-
inu Khum Soeung, nálægt
thailensku landamærunum, þá
spuröi ég um hryöjuverkin.
— Allir fjölmiölar i heiminum
föll — en ég held samt aö aftökur
hafi átt sér staö, eins og I Frakk-
landi i lok seinni heims-
styrjaldarinnar.
— Ég held að skrif prófessors
Malcolms Caldweils um bók
Francois Ponchauds:
„Cambodge année zéro” séu rétt.
Maöur veröur aö skilgreina
ástandiö allnákvæmlega og
greina á milli huglægrar upplif-
unar og hins raunverulega
ástands.
Erfið umskipti
— Hugsaöu þér borgarbúa,
menntamann, mann sem aldrei
hefur unnið erfiöisvinnu og sem
ætiö hefur haft þaö margfalt
betra en almenningur. Hann hef-
ur gengiö menntaveginn, feröast
um heiminn, og er vanur einbýlis-
húsi, bfl og loftkælingu. Hann
boröar smjör og franskan ost meö
borðvinum og drekkur Jón-á-
röltinu-viski.
— Allt i einu er öllu þessu lokiö.
Hann er fluttur burt. Honum er
komið fyrir i fátæku sveitaþorpi
og á aö yrkja jörðina. Hungurs-
neyö rikir og litiö er um mat.
Sjúkdómar herja. Engin meöul
eru fáanleg. Eiginkonan deyr.
Börnin eru einhvers staöar. Þau
hafa verið flutt I eitthvert annaö
þorp. Hann veröur mjög bitur.
Huglæg upplifun hans sjálfs hefur
áhrif á sjóndeildarhringinn. Þú
getur lesið um þvilikar frásagnir
hjá Ponchaud til dæmis. En þá
þarftu aö hafa i huga aö huglæg
upplifun er ekki alltaf I samræmi
viö hiö raunverulega ástand.
— Þaö ól enginn á löngun til aö
skapa erfiðleika eöa illvirki. En
aftur á móti var rikisstjórnin
knúin til aö fyrirbyggja yfir-
vofandi hungursneyö. Þar sem
engin ráð voru meö aö koma
matnum til fólksins varö fólkiö aö
fara þangaö, er til staöar voru
matarbirgöir og þar sem þaö gat
siöan unnið aö næstu uppskeru til
aö veröa ekki hungurmoröa.
Þetta var hiö raunverulega
ástand.
Var sjálfur kapítalisti
— Ég veit hvaö ég tala um. Þú
getur tekiö mig sem dæmi. Ég
kem úr einni rikustu fjölskyld-
unni. Ég læröi I Hanoi og slöan I
Paris. Varö „docteur en droit”,
sneri siðan aftur heim og vann I
utanríkisráöuneytinu, varö
bankastjóri, gegndi prófessors-
embætti i lögum, sneri mér siöan
aö verslun og varö framkvæmda-
sjóri TRIDARA, sem sá um all-
mikinn inn- og útflutning. Meöal
annars fyrir Facit. A stjórnar-
timum Lon Nols liföi ég I alls-
nægtum i Phnom Penh. Ég fylgdi
freísishreyfingunni að málum, en
tók ekki virkan þátt I baráttunni.
Ég var kapitalisti, i rauninni
nokkurs konar leiguþý erlendra
fyrirtækja.
— 18. aprfl 1975 var ég fluttur
burt. Þeir sem bjuggu i
suðurhluta Phnom Penh héldu I
suöurátt og þeir I noröurhlutan-
um i norðurátt. Ég hélt til noröurs
ásamt fjölskyldunni, móöur
minni, systur og eiginkonu og
öörum fjölskyldumeölimum. En
þar sem búiö var aö eyöileggja
brúna varö ég aö taka krók á leiö
mina, og hafnaöi i fátæku
smáþorpi var bæði litiö og fátækt,
svo stjórnin baö okkur aö flytja til
stærra þorps. Þrisvar sinnum
flutti ég. Aö lokum vann ég i Ou
Dong nálægt Peam Lovek viö 5.
veg.
— Ég gæti sagt frá óhemju
miklu frá þessum árum. Til aö
byrja meö fengum viö einungis
hálfa dollu — þú veist svona dollu
undan þurrmjólk — af hrisgrjón-
um á dag. Fyrsta mánuðinn feng-
um viö einnig állka mikiö af
maísmjöli úr gömlum amerisk-
um foröabúrum. Eftirá þegar
búiö var aö vinna aö fyrstu
uppskerunum varö ástandiö
skárra. 1976 fengum viö eina til
eina og hálfa dollu af hrisgrjónum
á dag. Þriöjungur þorpsbúa voru
fyrrverandi borgarbúar, aörir
ibúar voru gamlir bændur.
— Þorpsbúar voru tvö hundruö
samanlagt og erfiöleikarnir voru
miklir I byrjun. Margir dóu vegna
sjúkdóma er herjuðu. Margir dóu
úr malaríu. Viö höföum engin lyf.
Smám saman skánaöi ástandið
og I nágrenni Ou Dong vorum viö
nálægt fljótinu og gátum veitt
töluvert af fiski. Meö timanum
fengum viö lyf frá verksmiöjun-
um i Phnom Penh, sem teknar
höföu veriö I notkun á ný, og 1978
gátum viö opnaö sjúkrahús á
svæöinu. Sjúkrahús haföi ekki
fyrirfundist hér áöur.
— Ég vann viö svo margt á
þessum árum. Ég vann viö stiflu-
og brúargerð og einnig við
grænmetisrækt. Þaö var allerfitt
fyrir mig sem menntamann aö
venjast likamlegri vinnu. Viö
lifðum öll viö sömu kjör og var
þar enginn mannamunur á. Ég
haföi séö eyöileggingar striösins
og vissi um hiö hrikalega ástand
landsins, og skynsemin sagöi
mér aö okkur væri engin undan-
komuleiö fær, nema meö þvl aö
vinna höröum höndum aö
einhverri umframframleiðslu.
Mér fannst þetta allt saman mjög
erfitt. En er timar liöu og
ástandiö batnaöi og fólk dó ekki
lengur úr hungri og sjúkdómum
og ég sem haföi tekið þátt I aö
byggja stlflurnar kenndi djúps
stolts vegna alls þessa, er við
höföum komiö til leiöar með
berum höndum.
— Ég gæti haldiö áfram dögum
saman. En snúum okkur aö þvi
sem gerðist 1978. Dag nokkurn
kom félagi Hong. Hann spuröi
konuna mina: „Hvar er
Chhum?” Hún sagöi ég væri úti á
hrisgrjónaörkunum. Þá sagðist
hann mundu biða eftir mér. Er ég
siöan kom heim sagöi hann:
„Vertu viðbúinn. Taktu saman
dótið þitt og gakktu frá vinnu
þinnihér. Eftir nákvæmlega viku
kem ég og sæki þig.” Þetta kom
eins og þruma úr heiöskiru lofti.
En hinn 28. ágúst 1978 flutti ég
aftur til Phnom Penh.
Skipulagning
þj óðarbúskaparins
— Þar kom I ljós, aö ég átti aö
vinna viö aö skipuleggja fjármál
landsins og undirbúa innleiöingu
gjaldmiöils i formi peninga.
Framleiösluaukning var oröin
þaö mikil aö vöruskiptin ein
dugöu ekki lengur. Nú var ætlunin
aö koma upp markaöi og til þess
þurfti aö slá mynt og prenta
seöla, en þó vinna fyrst og fremst
aö skipulagningu þessa máls.
Þegar var búiö aö prenta seðlana
— Þetta var mitt sérsviö. Ég
haföi veriö bankastjóri, ég þekkti
þá hlið er sneri aö tryggingum, ég
haföi gegnt prófessorsembætti og
þekkti þvi til verslunarréttar, ég
haföi reynsluna til aö bera.
Stjórnin haföi unniö aö þvl aö
koma sér upp skrám yfir alla sér-
fræöinga, og þar sem möguleik-
arnir á aö nýta þekkingu okkar
voru til staöar, vorum við kallaöir
til Phnom Penh á ný.
Þannig varö ég forstööumaöur
fjármála og vann aö skipulagn
ingu nauösynlegra endurbóta. En
ég náöi aldrei að sjá þær
framkvæmd, innrásin frá
Vletnam sá fyrir þvi.
(Þýtt úr Svenska Dagbladet
frá 14.10. 1979)
Niðurstöður 12 ára rannsókna í
Bandaríkjunum:
„Léttu” sígaretturnar
eru ekki skaðlausar
Minnka þó talsvert
hættuna á dauðsföllum
vegna
reykingasjúkdóma
Mörgum leikur forvitni á aö
vita, hvort sigarettur meö
minna magniaf tjöru og nikótlni
dragi ekki úr hættunni sem er
samfara reykingum. Þetta hef-
ur veriö rannsakaö viöa, og I
Bandarlkjunum náöu þær rann-
sóknir yfir tvö sex ára timabil.
Þar vorutekin fyrirdau&sföll af
völdum lungnakrabba og
hjartasjúkdóma hjá fóiki sem
reykti ekki, og hins vegar fóiki
sem reykti ekki, og hins vegar
fólki sem i fyrsta lagi reykti
slgarettur meö miklu magni af
tjöru og nikótini, og i ööru lagi
sem reykti sigarettur meö miö-
lungsmagni og siöast þvi er
reykti „léttar” sigarettur.
Rétt er aö minna á, aö helstu
sjúkdómar sem reykingar eiga
þátt I aö valda eru, auk hingna-
krabba, krabbamein I vörum,
tungu, munni, barka, vélinda,
þvagblööru og briskirtli. Þá
eiga reykingar mikla sök á
hjartasjúkdómum og aukinni
tiöni á slagi, berkjubólgu og
lungnaþembu, auk fleiri sjúk-
dóma, sem fylgja I kjölfar reyk-
inga.
Þeir sem reykja plpu eöa
vindla og draga reykinn ofan I
sig, eru I jafnmikilli hættu og
þeir sem reykja sigarettur. Þá
er þaölöngukunnstaöreynd, aö
hættan eykst eftir þvl sem
meira er reykt, og dánarhlutfall
þeirra er byrja aö reykja, til
dæmis um 15 áraaldur, er miklu
hærra en hjá þeim er byrja 10
árum slöar. Einnig viröast þeir
sem byrjaungir, yfirleitt reykja
meira en hinir.
Léttar sigarettur
og sterkar
I könnuninni sem hér veröur
greint frá og unnin var af sér-
fræöingum bandarisku krabba-
meinsstofnunarinnar, voru
sigarettutegundir fiokkaöar i
sterkar, miölungs og léttar.
Sterkar slgarettur innihéldu 2,0
til 2,7 mg af nikótlni og 25,8 til
35,7 mg af tjöru. Miölungs voru
þær sem höföu nikótin og tjöru-
magn þarna á milli.
Rannsóknin náöi til jafnt
kvenna sem karla, stórreyk-
ingafólks og fólks sem ekki
reykti, svoog þeirrasem reyktu
I hófi. Megin niöurstaöa rann-
sóknanna var sú, aö sígarettur
meölitlu magni af tjiku og nikó-
tini geröu reykingar ekki skaö-
lausar. Þótteingöngu séureykt-
ar léttar slgarettur, eru dánar-
llkur þeirrasem þaö gera hærri
en þeirra sem ekki reykja. Hins
vegar dregur nokkuö Ur hætt-
unni á alvarlegum sjúkdómum
hjá þeim sem hætta viö sterkar
slgarettur og skipta yfir i léttar.
Ef litiö er nánar á niöur-
stööurnar kemur m.a. eftirfar-
andi i' ljós:
Dánartiönin var lægst f
hinum þremur flokkum
reykinga manna , hjá
þeim sem reyktu léttar
sigarettur. Þar var hún á
bilinu 81-88% mi&aö viö
þá sem reyktu sterkar
sigarettur.
Dauöi af völdum hjarta-
sjúkdóma var fáti&ari hjá
þeim sem reyktu léttar
sigarettur en hjá þeim er
reyktu sterkar.
Dauösföll af vöidum
lungnakrabba voru færri
hjá þeim sem reyktu létt-
ar sígarettur en hjá hin-
um, eöa 57%-83%, miöaö
viö þá er reyktu sterkar
sigarettur.
Sigarettur meö minna magni af
tjöru og nikótini reynast ekki eins
hættulegar og sterku sigaretturn-
ar, en hiö eina, sem veruiega
getur dregiö úr hættunni á aö
reykingamenn fái alvarlega
reykingasjúkdóma, er aö þeir
segi skiliö viö sigarettuna.
0 Hcildardánartalan var
allmiklu hærri hjá þeim
sem reykt höf&u léttar
sigarettur en hjá þeim
sem aldrei höföu reykt aö
staöaldri. Dauösföll af
völdum lungnakrabba-
meins voru mun fleiri
me&ai þeirra sem reykt
höföu léttar sigarettur en
hjá þeim sem ekki
reyktu.
0 Dánartalan var hærrihjá
þeim sem reyktu 20-39
léttar sigarettur á dag en
þeim sem reyktu 1-19
sterkar á dag.
Best að hætta alveg
Eins og áöur var minnst á,
sýna þessar rannsóknir aö þótt
dregiö sé úr magni nikótins og
tjöru I sigarettum, veröa þær
ekki skaölausar heilsu manna,
þótt eitthvaö dragi úr hættunni
viö aö reykja þær miöað viö
sterkar tegundir. Reykingar eru
þvi hættulegar heilsu manna
meöan þær eru stundaöar, en
þaö er aldrei of seint aö hætta.
Þaö eitt getur komiö I veg fyrir
hættu á óti'mabærum dauöa og
kvalafullum sjúkdómum af
völdum tóbaksreykinga.
(Byggt á úrdrætti úr „Some
Recent Findings” eftir
E.Cuyler Hammond, Sc.D.,
Lawrence Garfinkle, M.A., Her-
bert Seidman, M.B.A., og Ed-
ward A. Lew, F.S.A., hjá
Krabbameinsstofnun Banda-
rikjanna.)